Fimmtudagur, 28. febrúar 2013
Ónógur svefn veldur skaða
http://www.ruv.is/frett/onogur-svefn-veldur-skada
Fyrst birt: 27.02.2013 15:46,
Síðast uppfært: 27.02.2013 21:50
Flokkar: Erlent, Tækni og vísindi
Fái menn minna en sex klukkustunda svefn á sólarhring í vikutíma slokknar á erfðavísum, sem eru mikilvægir til viðhalds líkamanum.
Nýjar rannsóknir vísindamanna við háskólann í Surrey í Bretlandi benda til þess að of lítill svefn stöðvi framleiðslu eggjahvítuefna sem eru manninum nauðsynleg til þess að líkaminn geti endurnýjað sig.
Í ljós kom við samanburðarrannsókn að svefnleysið hafði áhrif á starfsemi mörg hundruð mikilvægra erfðavísa. Blóðprufur þeirra í hópi sjálfboðaliða sem fengu minna en sex tíma svefn hverja nótt sýndu að svefnleysið hafði áhrif á starfsemi 711 erfðavísa. Þeirra á meðal voru erfðavísar sem hafa áhrif á ónæmiskerfið, efnaskipti og bólgumyndun ásamt viðbrögðum líkamans við streitu.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að svefnleysi komi í veg fyrir að líkaminn geti endunýjað sig. Að svefnleysi geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu manna og leitt m.a. til offitu og hjartasjúkdóma.
innsett: F.S.
Meginflokkur: Greinar um kæfisvefn og fl. | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Vísindi og fræði, Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 02:14 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
32 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.