Miðvikudagur, 15. maí 2013
Aukin vanskil hjá öryrkjum
http://www.ruv.is/frett/aukin-vanskil-hja-oryrkjum
Fyrst birt: 15.05.2013 12:29, Síðast uppfært: 15.05.2013 18:24
Flokkar: Innlent, Höfuðborgarsvæðið, Heilbrigðismál, Neytendamál, Stjórnmál
Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, sem leigir út íbúðir fyrir öryrkja, þurfti að afskrifa kröfur upp á tæpar 4,8 milljónir króna í fyrra vegna leiguskulda. Tveimur árum áður þurfti aðeins að afskrifa ríflega hálfa milljón.
Leigjendur hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, hafa undanfarin ár staðið frammi fyrir því að sífellt stærri hluti af tekjum þeirra fer í að borga leigu. Það má rekja meðal annars til þess að leigan er vísitölutengd og hefur því síðustu fimm árin hækkað um 37 prósent. Á sama tíma hafa húsaleigubæturnar aðeins hækkað um 9,5 prósent og aðrar greiðslur til öryrkja hafa ekki heldur haldið í við verðlag. Sem dæmi greiðir sá sem var með 50 þúsund króna leiguíbúð fyrir fimm árum yfir 50 prósentum meira í leigu á mánuði nú en þá, þegar búið er að draga húsaleigubæturnar frá leigunni.
Samkvæmt ársreikningum Brynju var ríflega hálf milljón af útistandandi kröfum vegna húsaleigu afskrifuð árið 2010. Í fyrra var þessi upphæð orðin 4,7 milljónir, næstum því níu sinnum hærri upphæð.
Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, sagði í samtali við fréttastofu að þessi staða hefði haft veruleg áhrif á skjólstæðinga sína. Hússjóðurinn hefði verið liðlegur við þá sem lentu í vandræðum og til dæmis reynt að semja um að dreifa greiðslunum. Það dygði þó ekki alltaf til og þegar allt um þryti yrði að grípa til útburðar. Nokkur slík tilvik hafi komið upp. Björn segir nauðsynlegt fyrir hússjóðinn að vísitölutengja leiguna þar sem verðtryggð lán hvíli á íbúðunum sem sjóðurinn verði að geta staðið skil á.
Það eykur svo enn á vandann að Reykjavíkurborg býður upp á sérstakar húsaleigubætur, en einungis þeir sem leigja hjá Félagsbústöðum njóta þeirra. Þegar er í gangi málarekstur út af þessu, en ekki er búist við að niðurstaða komi í það mál fyrr en í haust.
Meginflokkur: Örorkumat og mál öryrkja | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
336 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.