Mun samrunaorka leysa orkuþörf jarðarbúa ?

02. júl. 2013 - 10:00  Pressa.is

 

Dýrasta vísindatilraun heimsins getur leyst orkuvanda framtíðarinnar

Samrunaorkuver

Dýrasta vísindatilraun heimsins getur leyst orkuvanda framtíðarinnar.

Síðan 2006 hafa vísindamenn frá sjö löndum  unnið að byggingu samrunakjarnakljúfsins ITER í suðurhluta Frakklands. ITER er eins og kjarnorkuver en á að menga mun minna, vera öruggara og notast við sjó til að framleiða orku í stað kjarnorku. Ef verkefnið skilar árangri gæti það orðið til að leysa orkuvanda heimsins í framtíðinni.

Kostnaðurinn við byggingu ITER er mikill og kostar næstum helmingi meira að byggja ITER en risastóra öreindahraðalinn LHC við CERN rannsóknarmiðstöðina í Sviss. ITER mun kosta tæpa 16 milljarða evra en sú upphæð myndi duga til að kaupa 9 milljarða lítra af bensíni.

Í samtali við Norska ríkisútvarpið sagði Bjørn Samset, eðlisfræðingur hjá Cicero rannsóknarmiðstöðinni, að ef tilraunin gengi vel þá væri hægt að leysa orkuvanda heimsins í framtíðinni. Hann benti þó á að erfitt yrði að fá þetta til að virka eins og ætlast er til og því yrði að smíða risastóra vél til að komast að því hvort vísindamenn hafi rétt fyrir sér.

Á hverjum degi er risastór samrunakjarnaofn að störfum í sólkerfinu okkar en það er auðvitað sólin. Hún sendir frá sér gríðarlega mikla orku og það er sólin sem gerir næstum allt líf á jörðinni mögulegt. Sólin framleiðir svo mikla orku að jarðarbúar þurfa aðeins 0,0000002% af sólarljósinu til að sjá allri jörðinni fyrir nægilegri orku.

Það sem gerist inni í sólinni er samruni sem verður þegar að atóm rekast á hvert annað og bráðna og verða að þyngri atómum en þetta gerist vegna gríðarlegs þrýstings og hita í sólinni. Við venjulegar aðstæður rekast atómin bara á hvert annað og halda síðan för sinni áfram. Það hefur lengi verið draumur vísindamanna að geta stjórnað svona samruna til að geta framleitt mikla orku en til að geta gert það verður að búa til lítinn hluta af sólinni hér á jörðinni og það er ekki einfalt verk.

Til að skapa sömu aðstæður og eru í sólinni þarf að byggja samrunakjarnaofn sem vegur 23.000 tonn og þolir jafn mikinn hita og er í sólinni. Til að leysa orkuna úr læðingi sem verður til við samruna atómanna  verður að hita vetnið sem knýr ofninn í rúmlega 100 milljón gráður á celsíus.

Það þarf gríðarlega mikla orku til að skapa réttan þrýsting og hita inni í ofninum og aðaltilgangurinn með ITER er að kanna hvort hægt sé að framleiða orku með svona ofni.

innsett F.S.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband