Hefur kæfisvefn áhrif á holdafar ?

 

þetta er athyglisverð grein,  og þá sérstaklega fyrir okkur sem erum með kæfisvefn.

Í greininni segir höfundurinn meðal annars: 

Ég fékk mér tæki (CPAP-Continuous Positive Airway Pressure) út af kæfisvefni. Margir sem eru of þungir eru með kæfisvefn. Það skapar hormónaumhverfi í líkamanum sem ýtir undir aukinn kílóafjölda, sem hækkar magn cortisol í líkamanum sem gerir það að verkum að líkaminn vill skyndibita. Um leið og ég fór að sofa með tækið leið mér betur og var með meiri orku og langaði minna í skyndibita. Auk þess fuku kílóin af mér og komu ekki aftur.

Lesist af varfærni....


mbl.is Missti 99 kíló án þess að fara í megrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég get ekki séð af greininni að kæfisvefn hafi bein áhrif á holdafar, heldur virðist kæfisvefn ýta undir hækkun á cortisol sem aftur ýtir undir löngunina í skyndibita eins og Jon Gabriel setur það fram.

corvus corax, 12.2.2014 kl. 11:07

2 Smámynd: Davíð Oddsson

Rétt corvus.

Kæfisvefn hefur hins vegar áhrif á svefn (eðli málsins samkvæmt) og of lítill svefn kallar ósjálfrátt á löngun í orku - og þá helst úr sykri og fitu. Þar kemur skyndibitinn sterkur inn. Þannig hefur viðvarandi svefnleysi, þ.m.t. af völdum kæfisvefns, óbeint áhrif á holdafar.

Davíð Oddsson, 12.2.2014 kl. 12:42

3 identicon

Eru þeir sem eru í ofþyngd ekki líklegri til að vera með kæfisvefn? Er ekki besta leiðin til að losna við kæfisvefn að grenna sig?

Hef alltaf haldið það. 

Þórdís Björg (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 16:01

4 Smámynd: Hörður Halldórsson

tilvitnun í Wikip...."Mikilvægt er að huga vel að svefnvenjum, hafa háttatíma og fótaferðartíma reglulegan og heildarsvefntíma um 7–8 klukkustundir. Líkamleg þreyta, svefnlyf, róandi lyf og neysla áfengis fyrir svefn auka kæfisefn. Mikilvægt er fyrir þá sem eru of þungir að létta sig. ".,,.....  tilvitnun endar . Svolítið spurning um eggið og hænuna.Orsök og afleiðingu. Trúi því samt vel að fólk í ofþyngd sem vill léttast ætti að athuga með kæfisvefn og  fá svona öndunar tæki. Þreytt og illa sofið fólk er líklegra að sækja í sætindi og skyndibita .

Hörður Halldórsson, 12.2.2014 kl. 17:00

5 identicon

Davíð Oddson segir: "og of lítill svefn kallar ósjálfrátt á löngun í orku - og þá helst úr sykri og fitu" mér finnst réttast að benda á að fita ein og sér (sem orkugjafi) er ekki fitandi. Sé henni neitt ásamt töluverðs magns kolvetna veldur það að maður fitnar og bætir á sig óhóflegu holdi nema þeim mun meiri hreifing sé tekin inn í dæmið.

Svo er kannski rétt að benda á að mataræðið, ekki bara með tilliti holdafars í samhengi við kæfisvefn, hefur mjög mikið að segja með hegðun líkamans á alla vegu. Og þar með talinn kæfisvefn. Þannig að að grenna sig með breyttu fyrirmyndar mataræði myndi sem sagt slá þrjár flugur í einu höggi. Stöðva kæfisvefn sökum minnkandi holdafars, stöðva kæfisvefn sökum breytts mataræði og betra holdafar sökum meiri hreifingar og breytts skemmtilegs mataræðis. Alvöru óunninn matur er nefninlega að komast í tísku og er langbestur.

Hafþór Atli Hallmundsson (IP-tala skráð) 15.2.2014 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband