Mánudagur, 27. október 2014
Af RUV.is "4.000 Íslendingar í meðferð við kæfisvefni"
Það hefur verið unnið þrekvirki í meðferð og rannsóknir á kæfisvefni og öðrum svefnháðum öndunartruflunum. Takk fyrir ávinning okkar Vífils-félaga af því.
Ég greindist með kæfisvefn árið 1994 eða 1995 og síðan þá hefur vitneskja um þessa sjúkdóma aukist mikið, og meðferðar og rannsóknartæki stórbatnað. F.S.
________________________________________
http://www.ruv.is/frett/4000-islendingar-i-medferd-vid-kaefisvefni
4.000 Íslendingar í meðferð við kæfisvefni
Fyrst birt: 26.10.2014 20:53, Síðast uppfært: 26.10.2014 22:13
Flokkar: Innlent, Heilbrigðismál
Fjögur þúsund Íslendingar eru í meðferð við kæfisvefni. Talið er að mun fleiri þjáist af honum án þess að gera sér grein fyrir því. Kæfisvefn getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Þetta segir forstöðumaður svefnmælinga hjá Landspítalanum.
Þetta kom fram í Landanum í kvöld. http://www.ruv.is/sarpurinn/landinn/26102014
Þar var rætt við Ernu Sif Arnarsdóttur, forstöðumann svefnmælinga hjá Landspítalanum, sem útskýrði hvað kæfisvefn væri. Það verður vöðvaslökun, það er hluti af svefninum og þá lokast öndunarvegurinn algjörlega eða þrengist mjög mikið. Þetta fólk er þá að fá endurtekin öndunarhlé í svefni þar sem það hættir að anda kannski í 40 sekúndur. Það verður súrefnisfall og miklar breytingar á hjartslætti sem fylgja. Síðan kemur svona örvaka, þar sem fólk vaknar aðeins upp og svefngæðin verða mjög léleg þar af leiðandi. Þetta hefur gríðarleg áhrif á heilsu, bæði andlega og líkamlega heilsu."
Í Landanum kom fram að offita væri eitt af því sem gæti valdið kæfisvefn - bæði grannt fólk og krakkar gætu þó verið með þennan kvilla. Við erum þegar með um 4.000 manns á Íslandi í meðferð við kæfisvefni, meðferðin er ævilöng með svefnöndunartæki. Erna Sif segir að nýleg rannsókn bendi til þess að allt að fimmtungur þjóðarinnar þjáist af kæfisvefni, fjölmargir án þess að hafa hugmynd um það.
Innsett: F.S.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
33 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 30270
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.