Ráðstefna ÖBÍ.

 

Mannréttindi fyrir alla

Framtíðarsýn Öryrkjabandalags Íslands

Fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 9.00 - 16.00.

Hilton Hóteli Nordica Suðurlandsbraut 2

Öryrkjabandalag Íslands býður til ráðstefnu þar sem kynnt verður hvernig framtíðarsýn bandalagsins tengist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Fyrir hádegi verður greint frá framtíðarsýn bandalagsins í ljósi samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem verður kynntur frá mismunandi sjónarhornum. Einnig mun verða fjallað um félagslega sýn á fötlun sem samningurinn byggir á.

Eftir hádegi verða fjórar málstofur sem munu fjalla um:

a) Sjálfstætt líf og réttarstöðu

b) Menntun og atvinnu

c) Lífskjör og heilsu

d) Aðgengi og ferlimál.

Munu þar bæði koma fram einstaklingar með sérþekkingu á þessum málefnum og fulltrúar frá mismunandi aðildarfélögum  munu einnig greina frá því hvernig samningurinn tengist þeirra málefnum og hvernig hann nýtist sem leiðarvísir í hagsmunabaráttu fatlaðs fólks.

Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis, boðið verður upp á kaffiveitingar og geta ráðstefnugestir keypt sér léttan hádegisverð.

Skráning og dagskrá verður auglýst þegar nær dregur

Allir velkomnir - Takið daginn frá

 Innsett.  F.S.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband