Þriðjudagur, 28. október 2014
Ráðstefna ÖBÍ.
Mannréttindi fyrir alla
Framtíðarsýn Öryrkjabandalags Íslands
Fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 9.00 - 16.00.
Hilton Hóteli Nordica Suðurlandsbraut 2
Öryrkjabandalag Íslands býður til ráðstefnu þar sem kynnt verður hvernig framtíðarsýn bandalagsins tengist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Fyrir hádegi verður greint frá framtíðarsýn bandalagsins í ljósi samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem verður kynntur frá mismunandi sjónarhornum. Einnig mun verða fjallað um félagslega sýn á fötlun sem samningurinn byggir á.
Eftir hádegi verða fjórar málstofur sem munu fjalla um:
a) Sjálfstætt líf og réttarstöðu
b) Menntun og atvinnu
c) Lífskjör og heilsu
d) Aðgengi og ferlimál.
Munu þar bæði koma fram einstaklingar með sérþekkingu á þessum málefnum og fulltrúar frá mismunandi aðildarfélögum munu einnig greina frá því hvernig samningurinn tengist þeirra málefnum og hvernig hann nýtist sem leiðarvísir í hagsmunabaráttu fatlaðs fólks.
Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis, boðið verður upp á kaffiveitingar og geta ráðstefnugestir keypt sér léttan hádegisverð.
Skráning og dagskrá verður auglýst þegar nær dregur
Allir velkomnir - Takið daginn frá
Innsett. F.S.
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Kjaramál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
2 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.