Rabbkvöld um fæðuofnæmi og -óþol.

30. okt 2014

Rabbkvöld um fæðuofnæmi og -óþol

 

 

Mánudaginn 3. nóvember kl. 20 - 22, munu Astma- og ofnæmisfélag Íslands og Selíak- og glútenóþolssamtök Íslands halda rabbkvöld í húsakynnum sínum í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6, 2. hæð.

Tilgangurinn með rabbkvöldum er að hittast og ræða um fæðuofnæmi og -óþol og þá þætti sem hafa þarf í huga í daglegu lífi og starfi.

Á þessu fyrsta rabbkvöldi vetrarins mun Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og formaður AO opna fundinn og ræða tilgang fundanna. Einnig mun hún kynna bókina "Kræsingar" sem hún þýddi fyrir tilstuðlan félagsins. Kræsingar verða á tilboðsverði á rabbkvöldinu.

Kvöldið er opið fyrir alla áhugasama. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Innsett: F.S.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband