Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Stýrivextir á Íslandi í alþjóðlegum samanburði
Hér eru skoðaðir stýrivextir Seðlabanka Íslands, og þeir bornir saman við stýrivexti í Japan, Bandaríkjunum, Evrusvæðinu og á Bretlandi.
Okkar stýrivextir eru mikið hærri en hjá hinum þ´jóðunum. Talið er að 2-3%stig stýrivaxtanna séu vegan virkjana og stóriðju, vegan þensluáhrifa.
Þessir háu stýrivaxtir lokka erlenda fjárfesta til að gefa út krónu-bréf, það er vegan hárra vaxta á Íslandi. Þessi bréf geta aukið á þensluna hér og gera krónuna óstöðugri, litið til framtíðar.
Háir vextir snarhækka afborganir af lánum og auka útgjöld heimillanna og smærri fyrirtækja. Stór fyrirtæki fjármagna sig meira erlendis.
Það er lítill ávinningur a f því að vera metþjóðin í þessari viðmiðun.
Skoðið greinina og línuritið F.S.
Af: http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/almennar-frettir/almennar-frettir/nr/8038
---------------------------------------------------------
Stýrivextir á Íslandi í alþjóðlegum samanburði
3.4.2007
Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 29. mars 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.
Seðlabanki Íslands ákvað fyrir helgi að halda stýrivöxtum óbreyttum, í 14,25%.Í þessu sambandi er vert að huga að því að núorðið hafa seðlabankar það hlutverk í hagstjórninni að stýra verðbólguþróun. Stýrivextir eru það stjórntæki sem seðlabankar nota til að hafa áhrif á lánskjör útlánastofnana og þar með eftirspurn á markaði. Að öðru óbreyttu auka fyrirtæki og almenningur lántöku sína þegar vextir lækka að raungildi og að sama skapi er dregið úr lántökum þegar þeir hækka. Seðlabankar framfylgja ákveðnum markmiðum varðandi verðlag. Í flestum þróuðum ríkjum með sjálfstæðan gjaldmiðil hefur verðbólgumarkmið notið hylli.
Seðlabanki Íslands stefnir t.d. að því að verðbólga sé 2,5%.
Í Bandaríkjunum fylgir seðlabankinn markmiði um verðstöðugleika en tekur einnig tillit til áhrifa stýrivaxta á hagvöxt og atvinnustig.
Eins og myndin sýnir hafa stýrivextir víða hækkað undanfarin ár í takt við uppsveiflu í efnahagslífi heimsins. Hagvöxtur í hinum stærri ríkjum hefur undanfarin ár verið á bilinu 2-4% á ári, meiri í Bandaríkjunum og Bretlandi, en minni í Evrópu og breytilegur í Japan. Hagvöxtur hefur verið mun meiri á Íslandi. Þróun stýrivaxta hefur því ekki verið samstíga. Seðlabankar Bretlands, Bandaríkjanna og Íslands hófu að hækka stýrivexti árið 2004 þegar þeir voru orðnir nokkuð lágir, sérstaklega í Bandaríkjunum. Seðlabanki Evrópu tók að hækka stýrivexti í árslok 2005 og Seðlabanki Japan hóf sitt hækkunarferli í júlí 2006.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
348 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.