Forseti Íslands kolefnisjafnar fyrstu einkabifreiðina á Íslandi

 
Forseti Íslands kolefnisjafnar fyrstu einkabifreiðina á Íslandi

Frétt af  http://www.skog.is/Frettir/Includes/ShowArticle.asp?ID=1522

 

Þriðjudaginn 15. maí var opnuð formlega vefsíða Kolviðar – www.kolvidur.is  – við hátíðlega athöfn í Café Flóru í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal.

Soffía Waag Árnadóttir, framkvæmdastjóri Kolviðar og Guðfinna Bjarnadóttir, formaður Kolviðar fluttu stutt ávörp og kynntu sjóðinn og hlutverk hans.

Vefsíða Kolviðar var formlega opnuð með því að herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kolefnisjafnaði fyrstu bifreiðina á Íslandi, þegar hann kolefnisjafnaði einkabifreið sína.

Einnig voru bakhjörlum sjóðsins – Kaupþingi, Orkuveitu Reykjavíkur og ríkisstjórn Íslands – færðar fyrstu kolefniskvittanir sjóðsins, en Kaupþing mun kolefnisjafna allar bifreiðar og flugferðir starfsmanna fyrirtækisins, bæði innan lands og utan, Orkuveita Reykjavíkur mun kolefnisjafna allan bifreiðaflota sinn og ríkisstjórn Íslands mun kolefnisjafna bifreiðar forsætisráðuneytisins (Stjórnarráðs Íslands).

Við þetta tækifæri undirrituðu Guðfinna Bjarnadóttir og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri samning um fyrsta landið sem verður uppgræðslusvæði Kolviðar, en það er Geitasandur á Suðurlandi.

Kolviður er sjóður sem miðar að því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxiðs (CO2) í andrúmslofti. Hlutverk sjóðsins er að gera landsmönnum kleift að jafna kolefnislosun sína vegna samgangna með skógrækt.


Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kolefnisjafnar fyrstu einkabifreiðina    Mynd  RF

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,

kolefnisjafnar fyrstu einkabifreiðina (Mynd: RF).

Jafnaðu þig í einum grænum – www.kolvidur.is

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband