Bætt lífskjör þeirra sem njóta.

Sjúklingafélög hafa oft verið ótrúlega dugleg að safna fyrir og gefa allskonar tæki, til heilbrigðis og endurhæfingar stofnana, til að bæta umönnun og þjálfun síns sjúklingahóps.

Lionsklúbburinn Freyr safnaði peningum og gaf MND félaginu, sem nýttir voru til að kaupa hóstavélina, sem gefin var.

Lionsklúbbar, og mörg önnur félög hafa gert mikið af því að aðstoða sjúklingafélög við að fjármagna svona gjafir.   Oft kemur það ekki fram, að slíkir klúbbar standi á bak við slíkar gjafir.  

Oddfellov-hreyfingin hefur verið stórtæk í þessu, oft án þess að þeirra nafn komi fram.  

Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, hefur svo verið mjög virkt í að gefa tæki og styðja við þjónustu fyrir þeirra sjúklingahóp.

Allt þetta hefur bætt lífskjör og þjónustu við sjúklinga, og veitir ekki af því.     F.S.

 


mbl.is MND félagið gefur hóstavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband