Svefnvandamál og hjartasjúkdómar....

Þriðjudaginn 16. október, 2007 - Daglegt líf

  

Svefnvandamál og hjartasjúkdómar

  
Góður svefn Æskilegt er að ná um sjö tíma svefni á hverri nóttu.  
 

EF þú sefur í fimm tíma eða skemur á nóttunni til lengri tíma er dauðdagi um aldur fram 1,7 sinnum líklegri en hjá þeim sem sefur í sjö tíma. Vefmiðill Berlingske Tidende segir frá nýrri umsvifamikilli enskri rannsókn sem athugaði svefnvenjur og heilsu 10.308 manns á 20 ára tímabili.  

Ónægur svefn er lífshættulegur því tvöfalt meiri hætta er á dauða vegna hjartasjúkdóma. 

 "Sjö tíma svefn er ákjósanlegur en síðasta áratuginn hefur það orðið sífellt algengara að fólk sofi í færri tíma og margir þjást af svefnvandamálum. Rannsóknin sýnir að slíkt hefur margvíslegar heilsufarslegar afleiðingar," segir Francesco Cappuccio, prófessor í Warwick-háskóla.  

Jon Ovesen, danskur sérfræðingur í svefnrannsóknum, segir að fimmti hver fullorðinn Dani glími við svefnvandamál og telur það allt of mikið. "Fólk ætti að virða betur mikilvægi svefnsins. Við erum beinlínis nauðbeygð til að ætla okkur tíma í góðan nætursvefn – og það á hverri nóttu!" segir hann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband