Þriðjudagur, 18. mars 2008
Ný lög um bætt kjör aldraðra og öryrkja samþykkt á Alþingi.
FEL - Fréttir frá félagsmálaráðuneyti 2008-03-13
http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3723
Í dag voru samþykkt á Alþingi ný lög um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um málefni aldraðra. Hér er um að ræða fyrsta frumvarp félags- og tryggingamálaráðherra á þessu sviði en málefni aldraðra og almannatryggingar fluttust frá heilbrigðisráðuneyti til félags- og tryggingamálaráðuneytisins um síðustu áramót.
Með frumvarpinu eru stigin afar mikilvæg skref sem munu bæta stöðu fjölda einstaklinga og fjölskyldna þeirra, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, þegar lögin höfðu verið samþykkt í dag. Ég legg hins vegar áherslu á að hér er um að ræða skref á lengri leið. Gert var ráð fyrir í greinargerð með frumvarpinu að lagðar yrðu fram tillögur sem tryggðu örorkulífeyrisþegum sama frítekjumark og ellilífeyrisþegum eða ígildi þess. Gengið er út frá því að tillögur berist frá örorkumatsnefnd forsætisráðherra nú á vorþinginu þannig að hægt verði að afgreiða þá lagasetningu fyrir gildistöku 1. júlí næstkomandi. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að bæta kjör aldraðra og öryrkja er jafnframt kveðið á um að ríkissjóður tryggi ellilífeyrisþegum lífeyri að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði eða sambærilega réttarbót með öðrum hætti fyrir 1. júlí næstkomandi. Mikilvægt er að vinnu á vegum fjármálaráðuneytisins við útfærslu á því verði hraðað svo bæta megi stöðu tekjulægstu hópa ellilífeyrisþega í landinu.
Lagabreytingarnar eru byggðar á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 23. maí 2007 og byggjast á niðurstöðum verkefnisstjórnar félagsmálaráðherra frá 30. nóvember 2007 og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. desember síðastliðinn. Breytingarnar munu taka gildi í þremur áföngum. Helstu nýmæli í lögunum eru eftirfarandi:
- Skerðing bóta vegna tekna maka verður að fullu afnumin frá og með 1. apríl.
- Sett verður 90.000 króna frítekjumark á fjármagnstekjur elli- og örorkulífeyrisþega frá 1. apríl, meðal annars í þeim tilgangi að draga úr ofgreiðslum bóta.
- Vasapeningar til einstaklinga á dvalar- og hjúkrunarheimilum munu hækka frá 1. apríl 2008.
- Skerðingarhlutfall ellilífeyris verður lækkað úr 30% í 25% frá 1. apríl og frítekjumark hækkað frá sama tíma.
- Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega 6770 ára verður hækkað í 100.000 krónur á mánuði frá 1. júlí.
- Sett verður 300.000 króna frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur örorkulífeyrisþega frá 1. júlí.
- Aldurstengd örorkuuppbót hækkar frá 1. júlí.
- Loks verður skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreignarsparnaðar afnumin frá og með 1. janúar 2009.
Verkefnisstjórn félags- og tryggingamálaráðherra mun áfram vinna að endurskoðun og einföldun almannatryggingakerfisins og hefur henni verið falið að skila ráðherra heildstæðum tillögum þar að lútandi fyrir 1. nóvember 2008.
( Innsett F.S. )
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tilkynningar til félagsmanna, Örorkumat og mál öryrkja | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
32 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 30274
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.