Loksins, loksins.

Það var löngu tímabært að gera þessa samninga.

 Reglugerð um tílvísanaskyldu til hjartasérfræðinga fellur nú úr gildi.

Þessi deila skaðaði ekki ráðuneytið eða hjartalæknana.  Þetta bitnaði allt á hjartasjúklingum sem höfðu mikinn kostnað og fyrirhöfn af reglunum um tílvísanaskylduna.

Sjúklingarnir voru þolendur hér án þess að vera beinir aðilar að deilum læknanna og TR.   Þeir voru skikkaðir í ferðalag um kerfið.  1._Þeir þurftu að fara til heimilislæknis og fá tilvísun til hjartalæknis og borga fyrir tilvísunina.   2._Síðan þurftu þeir að fara til hjartalæknis og fá svo kvittun hjá honum fyrir veitta þjónustu.    3._Þá þurftu þeir að fara til TR og fá þetta endurgreitt að einhverju leiti.

Það er gott að þessu er lokið en það var ábyrgðarleysi af stjórnvöldum (TR og Heilbrigðisráðuneitinu)  að láta svona langan tíma líða án þess að gera samninginn,  og láta þetta bitna svona gróflega á sjúklingunum sjálfum.

F.S.

 


mbl.is Samið við hjartalækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband