Starf Íslands á vettvangi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar

 

(Skýrsla lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007–2008.)

 

16.4.2008    http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2777  

 

 

Dreift hefur verið á Alþingi skýrslu heilbrigðisráðherra um þátttöku Íslands í starfsemi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. 

 

 

Í skýrslunni er greint frá fundum framkvæmdastjórnar WHO, alþjóðaheilbrigðisþinginu, fundum svæðisnefndar WHO í Evrópu og fjölmörgum öðrum fundum og athöfnum á vegum stofnunarinnar á árinu 2007. 

 

 

Það bar helst til tíðinda að í byrjun ársins tók dr. Margaret Chan frá Kína við starfi forstjóra WHO. Hún lýsti því yfir í upphafi ferils síns að hún myndi halda áfram þeim umbótum innan WHO sem forveri hennar dr. Lee Jong-Wook hóf og að ekki væri von á sérstöku umróti í rekstri eða starfsmannamálum stofnunarinnar. Nýi forstjórinn boðaði að sex mál yrðu höfð til viðmiðunar í starfi WHO á næstu árum. Tvö þeirra beindust að grundvallarþörfum fyrir heilbrigðisþróun og heilbrigðisöryggi. Tvö önnur mál snúa að áætlanagerð og varða eflingu heilbrigðiskerfa og þörf fyrir áreiðanlegri upplýsingar við stefnumörkun og mat á árangri. Tvö hin síðustu eru bæði starfslegs eðlis og varða traust á samstarfsaðilum, sérstaklega við framkvæmd verkefna, og þörfina á því að WHO nái árangri sem ein skipulagsheild. 

 

 

Hugsanlegur heimsfaraldur inflúensu var eitt aðalumræðuefnið á alþjóðaheilbrigðisþinginu 2007 og öðrum fundum WHO á árinu. Á þinginu var samþykkt ályktun þar sem skorað er á aðildarríkin að deila með sér upplýsingum um inflúensuveirur og að aðgangur að bóluefnum og öðrum úrræðum til að verjast inflúensunni sé gerður greiður. Ályktunin fer einnig fram á að WHO komi sér upp birgðum af bóluefnum gegn H5N1 veirunni og öðrum inflúensuveirum sem gætu valdið faraldri. Malaría heldur áfram að valda á ári hverju meira en milljón dauðsföllum í heiminum en hægt er að koma í veg fyrir flest þessara dauðsfalla með einföldum forvörnum. Ákveðið var að framvegis yrði 25. apríl tileinkaður baráttunni gegn malaríu. 

 

Fram kom að mikill árangur hefði náðst í baráttunni gegn mislingum og hefur dánartíðni vegna þeirra lækkað um 60% á tímabilinu 1999 - 2005.

Aðgerðir gegn berklum hafa ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt og er núna áætlað að um 1,6 milljón manna deyi úr berklum árlega.

Aðgerðir til þess að draga úr langvinnum sjúkdómum og barátta gegn offitu og ofþyngd skipa æ veigameiri sess í starfsemi WHO bæði á heimsvísu og svæðisbundið. Mannaflamál heilbrigðisþjónustunnar voru einnig til umfjöllunar. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki er vandi sem menn glíma jafnt við í ríkum sem fátækum löndum. Heilbrigðisstarfsfólk flytur í vaxandi mæli frá þróunarlöndunum til þeirra landa þar sem velmegun er meiri og þróuðu ríkin mennta ekki nægjanlega marga sérhæfða heilbrigðisstarfsmenn. Fulltrúar Íslands hafa á fundum WHO á undanförnum árum einkum beitt sér í lýðheilsumálum.

   

   http://www.heilbrigdisraduneyti.is/media/frettir_fylgiskjol/Skyrsla_um_starf_a_vettvangi_WHO.pdf    

Tvö atriði úr skýrslu heilbrigðisráðherra um

120. fund framkvæmdastjórnar WHO í Genf 22.–30. janúar 2007,   

alþjóðaheilbrigðisdaginn 7. apríl 2007,

60. alþjóðaheilbrigðisþingið í Genf 14.–23. maí 2007,

121. fund framkvæmdastjórnar WHO í Genf 24.–26. maí 2007 og

57. fund svæðisnefndar WHO í Evrópu í Belgrad 17.–21. september 2007.

(Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007–2008.)

    120. FUNDUR FRAMKVÆMDASTJÓRNAR WHO Í GENF 22.–30. JANÚAR 2007 

 

3. Helstu umræðuefni fundarins.

 

 3.3 Baráttan gegn berklum.Í skýrslu til framkvæmdastjórnarinnar var gerð grein fyrir hvernig gengið hefur að námarkmiðum, sem sett voru af alþjóðaheilbrigðisþinginu árið 1991, varðandi greiningu berklaog lækningu þeirra.    Þegar ljóst var að markmiðunum yrði ekki náð árið 2000 var fresturinnframlengdur til ársins 2005. Skýrslan sýnir að enn vantar nokkuð upp á að markmiðunum

hafi verið náð. Árið 2005 er áætlað að 8,8 milljónir manna hafi verið greindir með berkla og dauðsföll vegna berkla voru 1,6 milljónir.

Í ályktun stjórnarinnar eru aðildarríkin hvött til frekari dáða í baráttunni gegn berklum og skorað á þau að útfæra langtímaáætlanir um forvarnir og stjórn á þeim í samræmi við heimsáætlun stofnunarinnar um að stöðva berkla  2006–2015.    

 

ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISÞINGIÐ 2007

4. Ályktanir og helstu umræðuefni tekin fyrir í nefnd A.

 

  4.6 Baráttan gegn berklum.Aðildarríki voru hvött til að útbúa og innleiða langtímaáætlanir fyrir forvarnir og meðferðberkla sem væru samhljóða heimsáætlun WHO um að stöðva berkla 2006–2015, sem miðar að því að minnka um helming tíðni berkla og dauðsfalla af þeirra völdum fyrir árið 2015.

WHO var beðið um að auka stuðning sinn við þau lönd þar sem berklar finnast, sérstaklega þau lönd þar sem finna má ónæma berkla og berklasmitaða alnæmissjúklinga.

 

 

 

 

(  Innsett/ undirstrikanir  F.S. )  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband