Ný norræn velferðarstofnun

 

3.6.2008   http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2811 

Norrænu félags- og heilbrigðisráðherrarnir samþykktu í dag að setja á fót nýja norræna stofnun „Norrænu velferðarstofnunina", stofnunin mun hafa aðsetur í Stokkhólmi.

Markmið ráðherranna með nýju stofnuninni er að sameina norræna krafta og leggja enn frekari áherslu á velferðarsviðið. Nýja stofnunin sameinar nokkrar stofnanir þ.e. NSH ( þ.m.t. NUH), NOPUS, NUD og NAD. Reiknað er með að „Norræna velferðarstofnunin" hefji starfsemi 1. janúar 2009.

Ný vefgátt um almannatryggingar var kynnt á mánudag, gáttinni er ætlað að auðvelda frjálsa för á milli landanna. Upplýsingar til almennings og kynning á ólíkum almannatryggingakerfum landanna skiptir miklu máli við afnám hindrana milli Norðurlandanna. Mikilvægt er að upplýsingar um almannatryggingar séu aðgengilegar þegar Norðurlandabúar flytja á milli Norðurlanda og yfir landamæri.

Ráðherrarnir ætla að vinna að því í sameiningu að takast á við alþjóðlegar áskoranir á velferðarsviðinu. Meðal annars lýðfræðilegar breytingar, samþætting hópa sem eiga undir högg að sækja og norræna hnattvæðingarverkefnið „Öndvegisrannsóknir" þar sem ein af megináherslunum er á heilbrigði og velferð.

Gæðaþróun með árangursríkri upplýsinga- og samskiptatækni á Norðurlöndunum, „E-heilsa", er eitt af því sem ráðherrarnir munu leggja mikla áherslu á. Rafrænir lyfseðlar voru meðal þess sem rætt var um. Markmiðið er að gera allan ferilinn rafrænan til hægðarauka fyrir almenning, lyfsala og heilbrigðisstarfsfólk. Almenningur á Norðurlöndunum á að geta tekið út lyf alls staðar á Norðurlöndunum gegn rafrænum lyfseðlum sem gefnir eru út í heimalandinu.

Rætt var um norrænt lyfjasamstarf og umræðan um sameiginlegan lyfja- og heilbrigðismarkað með ESB hélt áfram.

Ráðherrarnir ræddu einnig hvernig stuðla megi að bættri heilsu fólks á Norðurlöndunum.

Norrænu lýðheilsuverðlaunin hafa verið veitt og í ár var það Danuta Wasserman á Karólínsku stofnuninni í Svíþjóð sem hlaut þau fyrir fyrirbyggjandi starf sitt til að koma í veg fyrir geðsjúkdóma. Verðlaunin eru veitt árlega með það að markmiði að vekja athygli á lýðheilsu á Norðurlöndunum. Verðlaunin eru 50.000 sænskar krónur ásamt viðurkenningarskjali.

Jafnframt samþykktu ráðherrarnir að leggja alls 5 milljónir danskra króna í samnorræn verkefni í geðheilbrigðismálum á árunum 2009 og 2010. Aukið norrænt samstarf á þessu sviði mun efla tengsl, miðla reynslu og styrkja uppbyggingu á sviði geðheilbrigðismála. Starfið mun jafnframt koma í veg fyrir mismunun á Norðurlöndunum.

Svíþjóð fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2008 og fundurinn var haldinn í Visby í Svíþjóð dagana 2. og 3. júní 2008.

(Frétt af Norden.org)

innsett F.S.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband