Íslendingar og Svíar auka samstarf sitt á lyfjasviði

3.6.2008  http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2812 

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og sænskur starfsbóðir hans undirrituðu viljayfirlýsingu um aukið samstarf í lyfjamálum á ráðherrafundi á Gotlandi í dag. Fundur heilbrigðisráðherra Norðurlandanna var haldinn í Visby á Gotlandi dagana 2. og 3. júní. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, lagði áherslu á það í máli sínu á fundi norrænu ráðherranna að efla norrænt samstarf í lyfjamálum, en Guðlaugur Þór Þórðarson hefur lagt ríka áherslu á að opna norræna lyfjamarkaðinn.     Gerði hann á fundinum grein fyrir tilraunaverkefni og samstarfi Íslendinga og Svía á þessu sviði á fundinum og var í þessu sambandi ma. rætt um rafræna afgreiðslu lyfseðla.      Í lok ráðherrafundarins undirrituðu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Göran Hägglund, félags-og heilbrigðisráðherra Svía, viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórna sinna um aukið samstarf Íslendinga og Svía í lyfjamálum.     Í viljayfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram vilji til að auka samstarf á sviði verðmyndunar lyfja og endurgreiðslna vegna lyfjanotkunar.

 innsett/leturbreytingar/undirstrikanir-F.S.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband