Mánudagur, 25. ágúst 2008
Hrotur raktar til gæludýraeignar í æsku
Frétt af: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item222977
Fyrst birt: 25.08.2008 12:48
Síðast uppfært: 25.08.2008 12:50
Ástæðan fyrir því að sumir hrjóta kann að mega rekja til gæludýraeignar í æsku. Þetta er á meðal niðurstaðna í nýrri norrænni rannsókn. Sextán þúsund karlar og konur á aldrinum 25 til 54 ára tóku þátt í rannsókninni sem var gerð við Háskólasjúkrahúsið í Umeo í Svíþjóð.
Fólk á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Eistlandi og í Svíþjóð var spurt um æsku sína, fjölskylduhagi, svefn, reykingar, hæð og þyngd.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að 16% karla á miðjum aldri hrjóta og 7% kvenna.
Átján prósent þátttakenda reyndust hrjóta að minnsta kosti þrjár nætur í viku.
Rannsakendur komust að því að reynsla æskuáranna geti leitt til þess að viðkomandi hrjóti á fullorðinsárum. Tuttugu og sjö prósent þátttakenda hafði til dæmis þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna sýkingar í öndunarfærum áður en þeir náðu tveggja ára aldri. Þeir sem oft fengu eyrnabólgu eða sýkingu í eyrum á unga aldri voru 18% líklegri til að hrjóta. Þá leiða niðurstöður rannsóknarinnar það í ljós að þeir sem ólust upp í stórri fjölskyldu voru líklegri til að hrjóta.
Þeir sem ólust upp með hund á heimilinu reyndust 18% líklegri til að hrjóta seinna meir en þeir sem ekki áttu hund.
Karl Franklin, stjórnandi rannsóknarinnar, segir að hundum fylgi agnir sem berist í lofti og geti ýtt undir bólgur og þar með leitt til þess að breytingar verði á öndunarfærum snemma á lífsleiðinni. Það geti síðan aukið líkurnar á hrotum seinna á lífsleiðinni.
Aðrir sérfræðingar vilja hins vegar ekki taka undir þá fullyrðingu að hundaeign geti leitt til þess að fólk hrjóti.
Hrotur megi rekja til titrings sem verði í öndunarfærum og óhljóðin sem myndist verði til vegna þess að loft nái ekki að berast óhindrað um öndunarveginn á meðan hrotubelgurinn sofi. Óreglulegt loftstreymi megi annaðhvort rekja til slappleika í hálsi, að kjálki sé skakkur eða spenna í vöðvum, fita hafi safnast í kringum hálsinn eða fyrirstaða sé í nefholi.( Uppsett, leturbreytingar og fl. F.S. )
Meginflokkur: Greinar um kæfisvefn og fl. | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:38 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
32 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 30274
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.