Hjartaheill 25 ára í dag

 

Hjartaheill 25 ára í dag  Mynd_0462103

 

Hjartaheill 25 ára í dag  Mynd_0462104

Í dag, 8. október, eru 25 ár síðan samtökin Hjartaheill voru stofnuð, þá undir nafninu Landssamtök hjartasjúklinga.

 

Stofnfélagar voru 230 talsins, en nú eru félagsmenn hátt á fjórða þúsund.

 

Af þessu tilefni buðu samtökin stjórn samtakanna ásamt starfsmönnum, núverandi og fyrrverandi, til veglegrar veislu  í SÍBS húsinu í morgun

  

Hjartaheill er fjölmennusta aðildarfélag SÍBS, og hefur staðið sig öðrum fremur vel í því að byggja upp þjónustu fyrir sína félagsmenn.   

Einnig hefur félagið verið mjög virkt í öllu starfi innan SÍBS.

 

 Í tilefni afmælisársins þá ákváðu Hjartaheill að taka þátt í því að koma upp þriðja hjartaþræðingartækinu á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.

Áætlað var að það kostaði hátt á annað hundrað milljónir króna með aðstöðu og öllum aukabúnaði.

Samtökin hétu því að leggja 25 milljónir til tækjakaupanna.  Samtökin stefna að því að safna 50 milljónir á afmælisárinu og mun allt það fé sem safnast umfram áður nefndar kr. 25 millj. einnig renna til hjartalækningadeildar sjúkrahússins.

Þessu markmiða á að ná með landssöfnun undir nafni Hjartaheilla.

 

 

Hjartaheill hefur áður gefið tæki og með öðrum hætti stutt læknismeðferð og endurhæfingu hjartasjúklinga.

 

 

Einnig eiga amtökin 3ja herbergja íbúð í Reykjavík. Íbúðina geta hjartasjúklingar og aðstandendur hjartasjúklinga utan af landi nýtt sér þegar þeir þurfa að dvelja í Reykjavík..

 

 

Við óskum Hjartaheill til hamingju með 25 ára afmælið.

 

(  F.S.)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband