Miðvikudagur, 8. október 2008
Hjartaheill 25 ára í dag
Í dag, 8. október, eru 25 ár síðan samtökin Hjartaheill voru stofnuð, þá undir nafninu Landssamtök hjartasjúklinga.
Stofnfélagar voru 230 talsins, en nú eru félagsmenn hátt á fjórða þúsund.
Af þessu tilefni buðu samtökin stjórn samtakanna ásamt starfsmönnum, núverandi og fyrrverandi, til veglegrar veislu í SÍBS húsinu í morgun
Hjartaheill er fjölmennusta aðildarfélag SÍBS, og hefur staðið sig öðrum fremur vel í því að byggja upp þjónustu fyrir sína félagsmenn.
Einnig hefur félagið verið mjög virkt í öllu starfi innan SÍBS.
Í tilefni afmælisársins þá ákváðu Hjartaheill að taka þátt í því að koma upp þriðja hjartaþræðingartækinu á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.
Áætlað var að það kostaði hátt á annað hundrað milljónir króna með aðstöðu og öllum aukabúnaði.
Samtökin hétu því að leggja 25 milljónir til tækjakaupanna. Samtökin stefna að því að safna 50 milljónir á afmælisárinu og mun allt það fé sem safnast umfram áður nefndar kr. 25 millj. einnig renna til hjartalækningadeildar sjúkrahússins.
Þessu markmiða á að ná með landssöfnun undir nafni Hjartaheilla.
Hjartaheill hefur áður gefið tæki og með öðrum hætti stutt læknismeðferð og endurhæfingu hjartasjúklinga.
Einnig eiga amtökin 3ja herbergja íbúð í Reykjavík. Íbúðina geta hjartasjúklingar og aðstandendur hjartasjúklinga utan af landi nýtt sér þegar þeir þurfa að dvelja í Reykjavík..
Við óskum Hjartaheill til hamingju með 25 ára afmælið.
( F.S.)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Tilkynningar til félagsmanna | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
1 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.