Ekki hætta með morgunleikfimina. Áskorun SL til Páls Magnússonar útvarpsstjóra

Samtök Lungnasjúklinga sendu útvarpsstjóra svohljóðandi bréf:

Hr. Páll Magnússon útvarpsstjóri.

Samtök lungnasjúklinga fara þess á leit að þú endurskoðir þá ákvörðun þína að hefja sparnað RÚV á því að hætta með morgunleikfimina.

Hjá mjög mörgum öryrkjum og öldruðum er þetta eina hreyfingin sem það hefur kost á.

Það eru ekki allir sem eiga bíla né hafa efni á því að fara í ræktina og eiga því mjög erfitt með að nýta sér þjónustu líkamsræktarstöðva.

Í gegn um árin teljum við að morgunleikfimi RÚV hafi sparað þjóðfélaginu miklar fjárhæðir í lyfjakostnað og einnig innlagnir á sjúkrahús. Á mörgum stofnunum safnast fólk saman fyrir framan útvarpið og allir taka þátt í leikfiminni.

Vonum við að þú ígrundir vel þörf þessa fólks.

Fyrir hönd Samtaka lungnasjúklinga

Jóhanna Pálsdóttir, formaður

 

( innsett F.S.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Því miður held ég að Páll Magnússon útvarpsstjóri og Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri hugsi ekki svona langt.

Haraldur Bjarnason, 28.11.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband