Laugardagur, 29. nóvember 2008
Þjóðargjöf á þrautartíð Nýja hjartaþræðingatækið tekið í notkun
Guðmundur Bjarnason fyrrverandi heilbrigðisráðherra flutti ávarp
en hann er formaður Hjartaheilla.
Núverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, við hlið hans en lengst til hægri eru Kristján Eyjólfsson yfirlæknir hjartaþræðinga og Hulda Gunnlaugsdóttir forstjóri Landspítala
Þriðja hjartaþræðingartækið hefur verið tekið í notkun á hjartaþræðingarstofu Landspítala. Brýn þörf hefur verið á þessu tæki bæði vegna nauðsynlegrar endurnýjunar og sívaxandi starfsemi. Nú standa vonir til að biðlistar eftir hjartaþræðingum og kransæðavíkkunum heyri brátt sögunni til.
Árið 2007 voru tæplega 1800 þræðingar og tæplega 700 víkkanir á hjartaþræðingarstofu Landspítala. Nærri lætur að þeim fjölda sé þegar náð fyrir þetta ár. Hjartaþræðingar eru nú á tveimur stofum og sú þriðja er aðallega notuð fyrir raflífeðlisfræðilegar rannsóknir og meðferð, ígræðslur gangráða o.fl.
Byrjað var að nota nýju hjartaþræðingarstofuna snemma í nóvember og hefur á fimmta tug sjúklinga verið þræddur þar. Stofan er sambyggð núverandi tveimur hjartaþræðingarstofum á hjartaþræðingareiningu hjartadeildar á jarðhæð á Landspítala Hringbraut, byggð inn í húsnæði sem verið hefur hluti af vörumóttöku spítalans. Aðstaða rýmkar með nýju stofunni og tækjabúnaður batnar til að sinna hjartaþræðingum en margvíslegur búnaður var keyptur fyrir utan hjartaþræðingartækið sjálft. Gæði rannsókna aukast vegna betri mynda og annarra upplýsinga og samhæfing alls búnaðar gerir vinnu mun léttari en áður var.
Kostnaður og fjármögnun tækjabúnaðar:
Hjartaheillum, landssamtökum hjartasjúklinga og Gjafa- og styrktarsjóði Jónínu S. Gísladóttur má öðrum fremur þakka að þriðja hjartaþræðingarstofan er komin í notkun, ríkulega búin nýjustu og bestu tækjum. Framlög samtakanna og sjóðsins skipta þar sköpum. Áætlaður heildarkostnaður við nýju hjartaþræðingarstofuna nemur nú um 220 milljónum króna (miðað við gengi í dag) en af þeirri upphæð greiðir Landspítali kostnað við breytingu á húsnæði sem er áætlaður um 5 milljónir króna. Tækjabúnaðurinn er að langmestu leyti keyptur fyrir gjafafé og má að sönnu telja það þjóðargjöf á þrautartíð.
Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur var stofnaður árið 2001 með 200 milljóna króna framlagi Jónínu í sjóð til að efla hjartalækningar á Landspítala. Síðan hefur sjóðurinn stutt hjartalækningarnar ríkulega með fjárframlögum, þar á meðal vegna kaupa á hjartaþræðingartæki árið 2001.
Hjartaheillum, landssamtökum hjartasjúklinga eiga 25 ára afmæli á þessu ári og minnast tímamótanna meðal annars með því að styrkja kaup á hjartaþræðingartækinu og nauðsynlegum fylgibúnaði. Samtökin leggja fram 25 milljónir og ætla þar að auki að efna til landssöfnunar snemma á næsta ári fyrir átak til stuðnings hjartalækningum. Takmark Hjartaheilla hefur verið að safna 50 milljónum króna á afmælisárinu og rennur allt það fé sem safnast umfram áðurnefndar 25 milljónir einnig til hjartalækninga á Landspítala. Átakið felst í endurnýjun búnaðar og kerfis fyrir hjartalækningar og hefur kostnaður verið metinn um 300 milljónir króna. Búið er að safna fyrir um það bil helmingi þeirrar upphæðar.
Sjá nánar: http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/index.html
Og( Innsett og undirstrikað F.S.)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
31 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.