Opið bréf ÖBÍ til stjórnmálaflokka

http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/421

26.3.2009

Öryrkjabandalag Íslands,   Landssamtökin Þroskahjálp  og  Landssamband eldri borgara   hafa sent opið bréf til allra stjórnmálaflokka fyrir hönd lífeyrisþega.

Þar sem athygli er vakin á því að um áramót var lögvernduð lágmarkshækkun lífeyris samkvæmt 69. gr. laga 100/2007 um almannatryggingar rofin, sem skerti þar með um 10% greiðslur almannatryggingabóta til lífeyrisþega fyrir árið 2009.

Í bréfinu er farið fram á að allir flokkar svari því skýrt og skilmerkilega hvort og þá hvernig þeir hyggist leiðrétta ofannefnda gjörninga. Óskað er svara frá stjórnmálaflokkunum fyrir 2. apríl.

http://www.obi.is/media/frettir/Opid_bref_til_stjmfl.-Heils.18.03.09.pdf      

OPIÐ BRÉF FRÁ LÍFEYRISÞEGUMTIL STJÓRNMÁLAFLOKKA  

Reykjavík, 18. mars 2009.  

Ríkisstjórn Sjálfstæðis_okks og Samfylkingar tók ákvörðun um að skerða lögverndaðan lífeyri almannatrygginga um 10 prósent sl. áramót hjá meginþorra lífeyrisþega. Þetta var gert þrátt fyrir öryggisákvæði laga sem var sérstaklega sett til að vernda lífeyrisþega á krepputímum. Forsvarsmenn samtaka lífeyrisþega telja að þar haf ekki verið forgangsraðað í anda velferðarsamfélags.

Frá sama tíma hefur auk þess verið brugðið á það ráð að tvöfalda skerðingarhlutfall vegna svokallaðra fjármagnstekna – aðgerð sem beinist fyrst og fremst að þeim lífeyrisþegum sem eiga hóflegar bankainnistæður.

Vextir og verðbætur munu því skerða greiðslur almannatrygginga verulega og bitna á þeimsem hefur tekist með erfðismunum að leggja til hliðar til framtíðar.

Athygli vekur að hin nýja ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar hefur ekki enn horfið frá því að ráðist sé með þessum hætti á tugþúsundir lífeyrisþega.

Það er lýðræðisleg krafa að ríkisstjórnar_okkarnir svari því skýrt og skilmerkilega hvort, og þá hvenær, þeir hyggist leiðrétta ofannefnda gjörninga. Að öðrum kosti er óhjákvæmilegt að líta svo á að þetta sé í raun stefna þeirra.

Vegna komandi kosninga er mikilvægt að önnur framboð upplýsi einnig um afstöðu sína til þeirragrundvallarmála sem hér um ræðir. Er þess óskað að svör berist eigi síðar en _mmtudaginn 2. apríl. 

Með vinsemd og virðingu,

  F.h. Landssambands eldri borgara,

Helgi K. Hjálmsson, formaður.

  F.h. Öryrkjabandalags Íslands,

Halldór Sævar Guðbergsson, formaður.

  F.h. Landssamtakanna Þroskahjálpar,

Gerður Aagot Árnadóttir, formaður.    

Innsett F.S. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband