Mánudagur, 22. júní 2009
Áhrif fyrirhugaðra breytinga á lögum um almannatrygginga.
Félags- og tryggingamálaráðuneytið 18. júní 2009 Fylgiskjal Áhrif fyrirhugaðra breytinga á lögum um almannatrygginga, sbr. frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum
http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/09FrettatengtFEL09/18062009FylgiskjalMedFrett.pdf
Lækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og afnám heimildar til að velja á milli frítekjumarks og þess að telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar.
Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar lækkar úr 1.315.200 kr. á ári í 480.000 kr. á ári eða 40.000 kr. á mánuði. Er það gert vegna þess mikla atvinnuleysis sem þjóðin stendur frammi fyrir en gríðarlegur fjöldi atvinnufærra manna og kvenna þarf að lifa af atvinnuleysisbótum einum saman. Aftur á móti mun frítekjumark örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna haldast óbreytt, en það er nú 1.315.200 kr. á ári Er talið sérstaklega mikilv.ægt að stuðla áfram að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja í því efnahagsástandi sem nú ríkir.
Þessi breyting hefur það í för með sér að bætur ellilífeyrisþega, sem býr einn og hefur 50.000 kr. tekjur af atvinnu, lækka um 5.826 kr. á mánuði. Ráðstöfunartekjur hans eru fyrir breytinguna 198.977 kr. en verða frá og með 1. júlí 193.151 kr. Ef tekjurnar eru 100.000 kr. á mánuði nemur lækkun bótanna 34.956 kr. á mánuði, ráðstöfunartekjur lækka úr 248.977 kr. í 214.021 kr. á mánuði. Breytingin hefur engin áhrif á greiðslur örorkulífeyrisþega þar sem frítekjumark vegna atvinnutekna þeirra verður óbreytt.
Heimild til að velja á milli frítekjumarks og þess að telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar verður nú afnumin. Þetta úrræði hefur aðeins nýst þeim lífeyrisþegum sem hafa hæstar atvinnutekjur eða um 274.000 kr. á mánuði og hærri. Það er því aðeins lítill fjöldi elli- og örorkulífeyrisþega sem fær hærri tekjutryggingu vegna þessarar heimildar, sem var sett í lög áður en frítekjumörk vegna atvinnutekna voru lögleidd. Afnám reglunnar leiðir auk þess til mikillar einföldunar á almannatryggingakerfinu.
Alls munu bætur um 2.250 lífeyrisþega lækka við þessar breytingar, þar af 2.120 ellilífeyrisþega og 130 örorkulífeyrisþega.
Lífeyrissjóðstekjur hafa áhrif á útreikning grunnlífeyris. Tekjur úr lífeyrissjóðum munu eftir breytinguna hafi áhrif á útreikning elli- og örorkulífeyris, en í dag teljast þær tekjur ekki til tekna við útreikning grunnlífeyris. Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í ríkisfjármálum er nauðsynlegt að telja þessar tekjur til tekna við útreikning bótanna. Frítekjumark vegna grunnlífeyris er nú tæplega 215.000 kr. á mánuði þannig að grunnlífeyrir mun eftir sem áður ekki byrja að skerðast fyrr en því tekjumarki er náð og falla niður við um 332.000 kr. á mánuði.
Alls munu bætur um 5.750 lífeyrisþega lækka við þessar breytingar, þar af 5.210 ellilífeyrisþega og 540 örorkulífeyrisþega.
Aldurstengd örorkuuppbót skerðist vegna tekna.
Greiðslur aldurstengdrar örorkuuppbótar eru ekki tekjutengdar í dag að öðru leyti en því að skilyrði er að viðkomandi öryrki fái greiddan grunnlífeyri. Aldurstengd örorkuuppbót mun eftir breytinguna skerðast með sama hætti og örorkulífeyrir, þ.e. með sama frítekjumarki, sama skerðingarhlutfalli og vegna sömu tekna. Skerðing uppbótarinnar hefst því þegar mánaðarlegartekjur viðkomandi nema tæplega 215.000 kr. á mánuði en fellur niður þegar mánaðarlegar heildartekjur hans nema um 332.000 kr. á mánuði eða um 4 millj. kr. á ári.
Alls munu bætur um 1.000 örorkulífeyrisþega lækka við breytinguna, en mismikið eftir fjárhæð uppbótarinnar og samsetningu teknanna. Örorkulífeyrisþegi sem býr einn og hefur fulla aldurstengda örorkuuppbót sem hefur 50.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði á mánuði mun aðeins lækka um 1.939 kr. á mánuði við breytinguna og ef lífeyrissjóðstekjurnar eru 100.000 kr. á mánuði þá munu bætur hans lækka um 6.229 kr. Heildartekjur hans lækka þannig úr 243.709 kr. á mánuði í 237.480 kr.
Skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkar í 45%.
Skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkar úr 38,35% í 45%. Hlutfall þetta hefur farið lækkandi á undanförnum árum, þannig fór það úr 45% í 39,95% árið 2007 og aftur úr 39,95% í 38,35% árið 2008. Því er í raun verið að hverfa til sama skerðingarhlutfalls og var í gildi á árinu 2006. Lögð er áhersla á að þessi breyting hafi ekki áhrif á fjárhæðir bóta tekjulægstu lífeyrisþeganna, þar sem lækkun tekjutryggingar til þeirra mun leiða til hækkunar á sérstakri uppbót á lífeyri ef heildartekjur einhleyps lífeyrisþega eru lægri en 180.000 kr. á mánuði eða 153.500 kr. hjá lífeyrisþega sem er í hjónabandi eða fær ekki greidda heimilisuppbót af öðrum ástæðum. Sem dæmi má nefna að ellilífeyrisþegi sem hefur 50.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði á mánuði mun ekkert lækka við breytinguna og ef lífeyrissjóðstekjurnar eru 100.000 kr. á mánuði þá munu bætur hans aðeins lækka um 2.784 kr. á mánuði.
Alls munu bætur um 27.780 lífeyrisþega lækka við þessa breytingu, þar af 18.940 ellilífeyrisþega og 8.840 örorkulífeyrisþega. Sá fjöldi skýrist einkum af því að mjög stór hluti allra lífeyrisþega fær greidda tekjutryggingu, en skerðingin er mismikil hjá hverjum og einum.
10.000 kr. frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar.
Sett verður nýtt frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur ellilífeyrisþega vegna útreiknings tekjutryggingar sem nemur 10.000 kr. á mánuði. Á síðasta ári var örorkulífeyrisþegum tryggt slíkt frítekjumark og nemur það nú 27.400 kr. á mánuði. Með þessari breytingu er mörkuð stefna til framtíðar, þ.e. að allir lífeyrisþegar njóti frítekjumarks vegna lífeyrissjóðstekna sem ráðherra er heimilt að hækka með reglugerð. Breytingin leiðir til hækkunar bóta hjá ellilífeyrisþegum sem fá greidda tekjutryggingu.
Áhrif breytinga á einstaklinga Áhrif breytinganna eru mismunandi eftir aðstæðum hvers og eins, hvernig samsetning tekna þeirra er og hvort um er að ræða elli- eða örorkulífeyrisþega. Í töflunum hér að neðan er miðað við einstaklinga sem búa einir og fjárhæðir bóta fyrir og eftir breytingar innihalda samanlagðar upphæðir grunnlífeyris, tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar uppbótar til framfærslu. Ef ekki er um greiðslu heimilisuppbótar að ræða verða áhrif breytinganna minni en hér er sýnt
1. Ellilífeyrisþegar eingöngu með atvinnutekjur
Tekjur | Er | Verður | Mism. |
0 | 180.000 | 180.000 | 0 |
10.000 | 170.000 | 170.000 | 0 |
20.000 | 160.000 | 160.000 | 0 |
30.000 | 150.000 | 150.000 | 0 |
50.000 | 148.977 | 143.151 | 5.826 |
75.000 | 148.977 | 128.586 | 20.391 |
100.000 | 148.977 | 114.021 | 34.956 |
150.000 | 128.918 | 84.891 | 44.027 |
2. Ellilífeyrisþegar eingöngu með lífeyrissjóðstekjur
Tekjur | Er | Verður | Mism. |
0 | 180.000 | 180.000 | 0 |
10.000 | 170.000 | 170.000 | 0 |
20.000 | 160.000 | 160.000 | 0 |
30.000 | 150.000 | 150.000 | 0 |
50.000 | 130.000 | 130.000 | 0 |
75.000 | 111.740 | 111.108 | 632 |
100.000 | 99.327 | 96.543 | 2.784 |
150.000 | 74.502 | 67.413 | 7.089 |
200.000 | 49.677 | 38.283 | 11.394 |
250.000 | 29.294 | 20.445 | 8.850 |
300.000 | 29.294 | 7.945 | 21.350 |
3. Örorkulífeyrisþegar með atvinnutekjur
Aldurstengd örorkuuppbót 100% | Aldurstengd örorkuuppbót 15% | ||||||
Tekjur | Er | Verður | Mism | Er | Verður | Mism | |
0 | 180.000 | 180.000 | 0 | 180.000 | 180.000 | 0 | |
10.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 170.000 | 170.000 | 0 | |
20.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 160.000 | 160.000 | 0 | |
30.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 154.739 | 154.739 | 0 | |
50.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 154.739 | 154.739 | 0 | |
75.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 154.739 | 154.739 | 0 | |
100.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 154.739 | 154.739 | 0 | |
150.000 | 159.645 | 156.179 | 3.466 | 134.745 | 131.279 | 3.466 | |
200.000 | 134.900 | 127.144 | 7.756 | 110.000 | 102.244 | 7.756 | |
250.000 | 110.155 | 89.259 | 20.896 | 85.255 | 71.881 | 13.374 | |
300.000 | 90.557 | 47.724 | 42.833 | 65.657 | 40.971 | 24.686 | |
4. Örorkulífeyrisþegar með lífeyrissjóðstekjur
Aldurstengd örorkuuppbót 100% | Aldurstengd örorkuuppbót 15% | ||||||
Tekjur | Er | Verður | Mism | Er | Verður | Mism | |
0 | 180.000 | 180.000 | 0 | 180.000 | 180.000 | 0 | |
10.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 170.000 | 170.000 | 0 | |
20.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 160.000 | 160.000 | 0 | |
30.000 | 178.352 | 178.129 | 223 | 153.452 | 153.229 | 223 | |
50.000 | 168.454 | 166.515 | 1.939 | 143.554 | 141.615 | 1.939 | |
75.000 | 156.082 | 151.998 | 4.084 | 131.182 | 127.098 | 4.084 | |
100.000 | 143.709 | 137.480 | 6.229 | 118.809 | 112.580 | 6.229 | |
150.000 | 118.964 | 108.445 | 10.519 | 94.064 | 83.545 | 10.519 | |
200.000 | 94.219 | 79.410 | 14.809 | 69.319 | 54.510 | 14.809 | |
250.000 | 69.474 | 43.378 | 26.097 | 44.574 | 26.000 | 18.575 | |
300.000 | 58.588 | 15.889 | 42.699 | 33.688 | 9.136 | 24.552 | |
Fjöldi einstaklinga sem lækkar Í töflunum sem sýndar eru hér að neðan kemur fram heildarfjöldi þeirra lífeyrisþega sem fá lægri bætur frá Tryggingastofnun ríkisins eftir breytingarnar. Rétt er að geta þess að langflestir lífeyrisþegar fá greidda tekjutryggingu en um 2/3 hluti þeirra lækkar við það að skerðingarhlutfall tekjutryggingar er hækkað í 45%. Ástæða þess að ekki fleiri lækka er sú að greiðsla sérstakrar uppbótar hækkar á móti lækkaðri tekjutryggingu hjá tekjulægstu lífeyrisþegunum þannig að heildartekjur þeirra lækka ekki við breytinguna, 1. Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega lækkað í 480.000 kr. á ári og afnumið ákvæði um að heimilt sé að láta 60% atvinnutekna skerða tekjutryggingu bæði elli- og örorkulífeyrisþega.
1._Fjöldi lífeyrisþega sem lækkar í bótum.
Ellilífeyrisþegar | 2.120 |
Örorkulífeyrisþegar | 130 |
Samtals | 2.250 |
2._Skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað í 45%. Fjöldi lífeyrisþega sem lækka í bótum.
Ellilífeyrisþegar | 18.940 |
Örorkulífeyrisþegar | 8.840 |
Samtals | 27.780 |
3._Lífeyrissjóðstekjur skerða grunnlífeyri. Fjöldi lífeyrisþega sem lækka í bótum.
Ellilífeyrisþegar | 5.210 |
Örorkulífeyrisþegar | 540 |
Samtals | 5.750 |
4._Aldurstengd örorkuuppbót skerðist með sama hætti og grunnlífeyrir. Fjöldi lífeyrisþega sem lækkar í bótum.
Ellilífeyrisþegar | 0 |
Örorkulífeyrisþegar | 1.000 |
Samtals | 1.000 |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kjaramál, Tilkynningar til félagsmanna, Örorkumat og mál öryrkja | Breytt 20.6.2009 kl. 22:02 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
33 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 30271
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.