Góðar ábendingar hjá siðmennt.

 

Nú þegar fólk hefur minni ráðstöfunartekjur þá er orðið mjög erfitt fyrir efnaminna fólk að gæta réttar síns, vegna kostnaðar við lögfræðiaðstoð.

Það er ógnun við réttarríkið og réttlætið í þjóðfélaginu þegar alltaf er verið að þrengja möguleika fólks á að fá gjafsókn.   Það gerir það að fórréttindum hinna efnameiri að  fara í málarekstur til að verja eða sækja sín lögbundnu réttindi.

Við sem sjúklingasamtök þekkjum þetta vandamál vel því að réttindi okkar félaga þarf stundum að verja og/eða leita réttinda sem okkar félagar telja að þeim beri, að lögum.

Við höfum verið að reyna að fá efnismeðferð í máli sem snýst um gjaldtöku fyrir fylgihluti og þjónustu tilheyrandi CPAP-öndunarvélum sem fólk með kæfisvefn þarf að nota.  Við teljum það vera brot á lögum um almannatryggingar að rukka sjúklingana fyrir þessu.   

Þetta er kostnaðarsamt og nú hafa allir nema 2 gert upp sína meintu skuld til að losna við vesenið og kostnaðinn við að láta reyna á réttindi sín.

Er þetta framtíðin sem við viljum ?

Á réttarríkið nýja Ísland bara að vera fyrir ríka fólkið ?

F.S.

 


mbl.is Telur mannréttindi skert í nýjum lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband