Sunnudagur, 23. október 2011
Ályktun um yfirfærslu þjónustu fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.
samþykkt á aðalfundi ÖBÍ í dag, 22. október.
http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/942
22.10.2011
Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn á Grand hóteli, Reykjavík, laugardaginn 22. október 2011 ályktar um yfirfærslu á þjónustu fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga sem átti sér stað 1. janúar 2011.
Ljóst er að þeir fyrirvarar sem Öryrkjabandalag Íslands hafði uppi um yfirfærsluna voru allir á rökum reistir. Þrátt fyrir undirritun samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fyrir fjórum árum er langt í land að fatlað fólk njóti þeirra mannréttinda sem því ber samkvæmt stjórnarskrá og alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að.
Nægilegt fé hefur ekki fylgt málaflokknum, svo hið svokallaða SIS mat virðist ekki hafa þjónað þeim tilgangi sem því var ætlað, búsetumál hluta fatlaðs fólks eru enn í ólestri, húsaleigubætur hafa ekki fylgt verðlagi um nokkurra ára skeið og verða ráðstöfunartekjur því sífellt minni hjá fólki sem nú þegar hefur lítið handa í millum. Ekki hefur verið mótaður farvegur fyrir þá aðstoð sem framkvæmdasjóður fatlaðra sinnti og kemur það sér meðal annars mjög illa fyrir hagsmunasamtök og félög fatlaðs fólks.
Öryrkjabandalagið hefur staðið fyrir fundaröð þetta ár og náð þannig að kynnast stöðu mála um allt land. Ljóst er að vilji er fyrir hendi hjá sveitarfélögunum að gera betur í þessum málaflokki og er bandalagið tilbúið að taka þátt í þeirri uppbyggingu á grundvelli mannréttinda og jafnræðis.
Ekkert um okkur án okkar!
Innsett F.S.
Sunnudagur, 23. október 2011
Ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar til fjárlaga íslenska ríkisins fyrir árið 2012
http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/943
22.10.2011
Samþykkt á aðalfundi ÖBÍ, 22 október.
Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn á Grand hóteli, Reykjavík, laugardaginn 22. október 2011 ályktar um frumvarp til fjárlaga íslenska ríkisins fyrir árið 2012.
Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012 ber með sér að þær réttindaskerðingar og sá niðurskurður sem hófst í janúar 2009, í því velferðarkerfi sem við búum við, verður ekki bættur að sinni.
Samkvæmt 76. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og með hliðsjón af þeim alþjóðlegu mannréttindasamningum og sáttmálum sem Ísland er aðili að er kveðið á um að tryggja skuli fólki viðeigandi lífsafkomu, þannig að hægt sé að lifa með reisn. Ekki verður séð að gert sé ráð fyrir því í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi og skorar ÖBÍ á alþingismenn að endurskoða frumvarpið í ljósi þess. Þrátt fyrir verðlagshækkanir og aukna greiðsluþátttöku fólks í lyfja- og lækniskostnaði, sjúkraþjálfun, hjálpartækjum o.fl. hefur öllum viðmiðunartölum í félagslega stuðningskerfinu verið haldið óbreyttum frá 2008. Er þar með enn þrengt að öryrkjum og sjúklingum.Samkvæmt 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks viðurkenna aðildarríkin rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara því til handa, m.a. viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis, og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar.
Viðunandi lífskjör eru sjálfsögð mannréttindi. Við hvetjum ríkisstjórn sem vill kenna sig við velferð að vinna að samfélagi fyrir alla, með mannréttindi og jafnræði að leiðarljósi.
Ekkert um okkur án okkar!
Innsett F.S.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. ágúst 2011
Er verðtryggingin svikamylla ?
Guðbjörn Jónsson ráðgjafi hefur skoðað hvort verðtrygging, í núverandi formi, sé lögleg. Hann hefur næu gert þrjú myndbönd sem nálgast má á www.youtube.com .
Ég tek undir hans ábendingar og hvet ykkur öll til þess að skoða myndböndin og meta svo hans athugasemdir við núverandi framkvæmd og mér sýnist að bankakerfið sé að hlunnfara viðskiptavini sína með ólöglegum útreikningum á verðtryggingu.
Hér er stórmál á ferðinni og full ástæða til að láta reyna á hvort verðtryggingin standist lög og hvort núverandi reikningskúnstir bankakerfisins á verðtryggðum lánum standist lög.
Myndbönd Guðbjörns Jónssonar má nálgast á:
http://www.youtube.com/watch?v=ATOYpV8NVr8
http://www.youtube.com/watch?v=BKpdiYG8pnQ
http://www.youtube.com/watch?v=M3xfp7ke5po
Ég hvet ykkur til að horfa á öll myndböndin og svo getið þið kveðið upp ykkar úrskurð.
Ég fagna þessu frumkvæði Guðbjörns og þakka honum fyrir að hafa lagt á sig alla þá vinnu sem gerð myndbandanna kallar á.
Þess má geta að Guðbjörn starfar innan ÖBÍ og er nú í bakhóp um lög um almannatryggingar. Öflugur félagi þar.
Kv. Frímann Sigurnýasson
![]() |
Hagsmunasamtökin standa við útreikninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 6. júní 2011
Hækkanir bóta almanna- og atvinnuleysistrygginga
6/6/2011
Velferðarráðherra hefur kynnt hækkanir á bótum almanna- og atvinnuleysistrygginga í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins á almennum vinnumarkaði í maí síðastliðnum.
Bætur almannatrygginga og atvinnuleysistrygginga hækka frá 1. júní síðastliðnum þannig að lífeyrisþegar og atvinnuleitendur njóti hliðstæðra kjarabóta og samið var um í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Markmiðið er ekki síst að bæta hag þeirra sem lökust kjörin hafa og draga úr fátækt.
Almannatryggingar
Bætur hækka um 8,1%
Bætur almannatrygginga hækka um 8,1% og er þar með tryggt að lífeyrisþegar með óskertar bætur njóta 12.000 kr. hækkunar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þannig munu lífeyrisþega njóta hækkunarinnar og þá einnig þeir sem hafa aðrar tekjur, til dæmis frá lífeyrissjóðum eða atvinnutekjur.
Eftirtaldir bótaflokkar almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar hækka um 8,1%:
- Elli- og örorkulífeyrir.
- Tekjutrygging.
- Heimilisuppbót.
- Aldurstengd örorkuuppbót.
- Endurhæfingarlífeyrir.
- Barnalífeyrir.
- Barnalífeyrir vegna menntunar.
- Dánarbætur.
- Maka- og umönnunargreiðslur.
- Mæðra- og feðralaun.
- Sérstök uppbót til framfærslu.
- Sjúkra- og slysadagpeningar.
- Uppbætur vegna kostnaðar.
- Umönnunargreiðslur.
- Vasapeningar.
- Örorkustyrkur.
Viðmið á útreikningum framfærsluuppbótar hækkar.
Enn fremur er viðmiðið á útreikningum framfærsluuppbótar hækkað um 12.000 kr. þannig að lágmarkstrygging einstaklinga verður 196.140 kr. og 169.030 kr. hjá hjónum eða sambýlisfólki. Með þessu er verið að tryggja að þeir sem minnst hafa njóti einnig þeirra hækkana sem kjarasamningar á almennum vinnumarkaði kveða á um.
Jafnframt er gerð sú breyting frá og með 1. júní síðastliðnum verður ekki tekið tillit til uppbótar vegna reksturs bifreiðar (bensínstyrkur) við útreikning framfærsluuppbótar. Uppbót vegna reksturs bifreiðar hækkar jafnframt um 8,1% og verður 11.705 kr.
Eingreiðsla
Þeir sem hafa fengið greiddan lífeyri innan almannatryggingakerfisins á tímabilinu 1. mars til 31. maí 2011 eiga rétt á eingreiðslu að fjárhæð 50.000 kr. Þeir sem eiga rétt á fullum lífeyri fá því óskerta eingreiðslu án tillits til lækkunar vegna annarra tekna. Tryggingastofnun greiðir eingreiðsluna til lífeyrisþega 15. júní næstkomandi.
Desember- og orlofsuppbætur hækka
Orlofsuppbót verður 28,3% af tekjutryggingu og heimilisuppbót í stað 20% eins og gert hafði verið ráð fyrir á þessu ári sem svarar til 10.000 kr. álags samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.
Desemberuppbót verður 42% af tekjutryggingu og heimilisuppbót í stað 30% eins og gert hafði verið ráð fyrir á þessu ári sem svarar til 15.000 kr. álags samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.
Atvinnuleysistryggingar
Grunnatvinnuleysisbætur hækka
Grunnatvinnuleysisbætur hækka um 12.000 kr. sem svarar til krónutöluhækkunar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og verða því 161.523 kr. á mánuði frá og með 1. júní síðastliðnum.
Eingreiðsla
Atvinnuleitendur sem eru að fullu tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hafa staðfest atvinnuleit á tímabilinu 20. febrúar til 19. maí síðastliðinn fá 50.000 kr. eingreiðslu sem greidd verður út 10. júní næstkomandi.
Atvinnuleitendur sem eru hlutfallslega tryggðir eða hafa ekki staðfest atvinnuleit á öllu tímabilinu 20. febrúar til 19. maí síðastliðinn fá greidda hlutfallslega eingreiðslu. Biðtími eftir atvinnuleysisbótum teljast með við útreikninga enda hafi atvinnuleitandi verið skráður á atvinnuleysisskrá þann tíma. Eingreiðslan verður aldrei lægri en 12.500 kr. miðað við að atvinnuleitandi hafi verið að fullu tryggður.
Desemberuppbót
Enn fremur hefur verið ákveðið að atvinnuleitendur njóti desemberuppbóta sem reiknast sem 30% af grunnatvinnuleysisbótum. Er jafnframt gert ráð fyrir að greitt verði álag að fjárhæð 15.000 kr. í desember 2011 í samræmi við álag á desemberuppbót launafólks á almennum vinnumarkaði. Desemberuppbótin í desember 2011 til atvinnuleitenda verður því 63.457 kr.
Aðrar greiðslur
Jafnframt verða greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna hækkaðar um 8,1% sem og fæðingarstyrkur til foreldra og ættleiðingarstyrkir.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. apríl 2011
Um hrotur. Hér er vitaskuld ekki átt við þá sem glíma við kæfisvefn.
Af http://www.ruv.is/pistlar/gudmundur-palsson/hrotur
30.03.2011 Senda
Hrotur
Allir sem hafa heyrt aðra manneskju sofa þekkja óhljóðin sem oft fylgja sofandi fólki. Hroturnar. Þennan hvimleiða fylgifisk alsælunnar sem oft fylgir - eða á að fylgja, svefninum. Þessu dásamlega og bráðnauðsynlega ástandi sem langflest dýr fara í. Þegar við sofum hlöðum við batteríin fyrir næsta dag, hvílum okkur og endurnærumst. Og auðvitað getur það verið erfitt og dálítið leiðinlegt að vakna upp við hroturnar í næsta manni. Kannski um miðja nótt. Ef til vill þegar maður er nýdottinn inn í draumalandið og þann furðuheim sem opnast manni í svefni.
En afhverju í ósköpunum hrýtur fólk? Þegar við sofum slaknar á vöðvum líkamans. Líka þeim sem eru í munni og koki. Þeir síga því inn á við og geta valdið fyrirstöðu þegar loftið sem við öndum að okkur þröngvar sér framhjá gómfillunni og úfnum. Úfurinn er semsagt dinglumdanglið við op koksins á okkur. Þá titrar þessi skemmtilegi og kannski pínulítið furðulegi húðflipi, úfurinn, aftast í munninum á okkur, sem og gómfillan og þá myndast þetta brak og þessir brestir sem eru hrotur. Og ekki má gleyma blessaðri tungunni sem lekur niður þegar menn sofa með opinn munninn og ýtir úfnum aftur í kok. Þá heyrast jafnvel enn hærri hrotur.
Og hrotur eru mismunandi. Allt frá nokkuð sakleysislegu og ef til vill dálítið róandi og notalegu suði til ærandi hávaða. Tæpur helmingur fólks hrýtur af og til og fjórðungur hrýtur nær alltaf þegar hann sefur. Karlar hrjóta frekar en konur og gamlir karlar frekar en ungir. Það er vegna þess að með aldrinum slaknar á vöðvum líkamans. Svo er þyngra fólki hættara til að hrjóta en þeim sem eru léttari.
Ýmislegt fleira getur valdið því að fólk hrýtur. Áfengi og sljóvgandi lyf slaka á vöðvunum. Kvef getur valdið fyrirstöðu, ofnæmi og reykingar geta líka valdið hrotum.
En er eitthvað hægt að gera til að losna við þessa óspennandi hliðarverkun svefnsins? Jú, það er víst ýmislegt, en fer að sjálfsögðu eftir ástandi fólks. Þeir sem eru of þungir gætu létt sig um nokkur kíló, það getur verið gott að sofa á hliðinni til að tungan renni ekki aftur í kok - þar kemur þyngdaraflið til sögunnar - svo er líka hægt að prófa að sofa með hátt undir höfðinu, þeir sem eru með stíflað nef geta úðað nefúða í nasirnar og losað þannig um stíflu og svo getur verið gott að sleppa því að drekka áfengi eða taka inn sljóvgandi lyf. Að maður tali ekki um reykingar, sem allir eiga auðvitað að hætta hvort sem er. Hér er vitaskuld ekki átt við þá sem glíma við kæfisvefn, sem þarfnast læknisfræðilegrar meðferðar af allt öðru tagi.
Svo er náttúrulega hægt að stinga bara töppum í eyrun á þeim sem deila með manni rúmi eða herbergi. Góða nótt.
innsett: F.S.
Greinar um kæfisvefn og fl. | Breytt s.d. kl. 03:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Guðmundur Löve ráðinn framkvæmdastjóri SÍBS.
Guðmundur Löve hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri SÍBS.
Margir sóttu um starfið og var ráðning hans niðurstaða ítarlegra viðtala og mats á umsækjendum.
Vífill, félag einstaklinga með kafisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir, býður Guðmund velkominn til starfa og væntir góðs af ráðningu hans og samstarfi í framtíðinni.
Frímann Sigurnýasson
![]() |
Nýr framkvæmdastjóri SÍBS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tilkynningar til félagsmanna | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. apríl 2011
22 smituðust af berklum í fyrra: Sprenging miðað við fyrri ár - Flestir smitaðra útlendingar
02. apr. 2011 - 20:20
Ástæða er til að hafa áhyggjur að verulegri fjölgun berklatilfella meðal barna í Evrópu. 22 einstaklingar greindust með berkla á Íslandi á síðasta ári. Tilfellin eru óvenjumörg miðað við fyrri ár.
Þetta kemur fram í nýjasta hefti Læknablaðsins. Samkvæmt nýrri skýrslu um útbreiðslu berkla í Evrópu kemur fram að heildartala þeirra sem smitast af berklum fer lækkandi, en berklasmit á meðal barna hefur aukist nokkuð.
Alls greindust 22 einstaklingar hafi greinst með berkla í fyrra sem er óvenju mikið miðað við fyrri ár. Til samanburðar voru tilfellin 9 árið 2009. Af þeim sem greindust með berkla voru 16 af erlendu bergi brotnir.
Um miðjan 9. áratug síðust aldar greindust nánast engin börn á skólaaldri með berkla og því var almennum berklahúðprófum í skólum hætt.
"Á undanförnum áratugum hefur hlutur innflytjenda til landsins meðal berklaveikra farið vaxandi. Nú sem fyrr eru Asíubúar hlutfallslega flestir meðal berklaveikra, en tíðni jákvæðra berklaprófa meðal íbúa frá Afríku, Asíu og Austur-Evrópu er einnig há. Það er ljóst að ekki næst til allra innflytjenda í læknisskoðun við komu til landsins. Því er afar brýnt að heilsugæslustöðvar hafi í huga berkla þegar fólk sækir læknisþjónustu vegna einkenna sem bent gætu til berkla",
er haft eftir Haraldi Briem, sóttvarnarlækni, í Læknablaðinu. Árlega látast 1.300 manns úr berklum í heiminum öllum, en sjúkdómurinn er vel læknanlegur ef hann er greindur nógu fljótt. talið er að 25 til 30 prósent af fólki séu sýkt af berklabakteríunni þótt aðeins 10 prósent af þeim taka sjúkdóminn.
---- ---- ---- ---- ---- ----
Greinina má finna hér:
http://www.laeknabladid.is/tolublod/2011/04/nr/4183
innsett: F.S.
Greinar um kæfisvefn og fl. | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. mars 2011
Fundaröð ÖBÍ á Austurlandi 30. mars
Fundaröð Öryrkjabandalags Íslands
Fatlað fólk á tímamótum
Eru mannréttindi virt?
Fundir á Austurlandi miðvikudaginn 30. mars 2011
Reyðarfirði kl. 11.00
Egilsstöðum kl. 16.00
Yfirfærsla á þjónustu fyrir fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga fór fram um síðustu áramót. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) heldur af því tilefni fræðslu- og umræðufundi víðs vegar um landið. Næstu fundir verða í safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 11.00 - 13.30 og á Hlymsdölum á Egilsstöðum kl. 16.00 - 18.30.
Efni funda:
- Ný hugmyndafræði um fötlun og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Helga Baldvinsd. Bjargardóttir - Fötlunarfræði HÍ
- Þekkir þú réttindi þín? Hrefna K. Óskarsdóttir - ÖBÍ
- Viðbrögð ÖBÍ vegna yfirfærslunnar. Guðmundur Magnússon - formaður ÖBÍ
- Notendastýrð persónuleg aðstoð. Freyja Haraldsdóttir og Embla Ágústsdóttir- NPA miðstöðin
- Fyrirhuguð Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar. Ingibjörg Loftsdóttir- Sjálfsbjörg
- Umræður og fyrirspurnir.
Fatlað fólk, aðstandendur, starfsfólk og stjórnendur sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og aðrir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir.
Mætum öll Ekkert um okkur án okkar
innfært F.S.
Tilkynningar til félagsmanna | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. mars 2011
LÍF MEÐ LYFJUM
Málþing í boði SÍBS, þriðjudaginn 22. mars kl. 16:00
í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.
Fjallað verður um reynsluna af breyttri og minni greiðsluþátttöku
ríkisins á lyfjum. Hverju þarf að breyta? Hvað má bæta?
DAGSKRÁ
Setning
Dagný Erna Lárusdóttir, formaður SÍBS.
Öndunarfæralyf, sparnaður og lífsgæði.
Hjörleifur Þórarinsson lyfjafræðingur.
,,Er ríkið okkar gæfusmiður?
Salome Arnardóttir, heimilislæknir.
Reynslusaga sjúklings.
Haraldur Haraldsson.
Blóðfitumeðferð, forvarnir og framtíðin.
Dr. Karl Andersen, dósent í hjartalækningum.
Pallborðsumræður
Fundarstjóri Guðmundur Bjarnason, formaður Hjartaheilla.
Málþingið er öllum opið.
sibs.is
Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga
innsett F.S.
Tilkynningar til félagsmanna | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. mars 2011
Vilt þú vera trúnaðarmaður fatlaðs fólks?
http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/874
11.3.2011
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa eftir fólki sem er áhugasamt um að sinna verkefnum trúnaðarmanns fatlaðs fólks. Umsóknarfrestur er til 22. mars nk.
Samkvæmt 37. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 (Opnast í nýjum vafraglugga), skal velferðarráðherra skipa fötluðu fólki trúnaðarmenn eftir tilnefningum frá heildarsamtökum fatlaðs fólks.
Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um trúnaðarmenn fatlaðs fólks nr. 172/2011 (Opnast í nýjum vafraglugga) skulu þeir vera átta talsins og skiptast þeir milli landshluta með eftirfarandi hætti:
- Á þjónustusvæði Reykjavíkur og Seltjarnarness starfi tveir trúnaðarmenn.
- Kópavogur, Garðabær, Álftanes, Mosfellsbær og Kjós hafi einn trúnaðarmann.
- Hafnarfjörður og Suðurnes hafi einn trúnaðarmann.
- Vesturland og Vestfirðir hafi einn trúnaðarmann.
- Norðurland vestra, Akureyri og Norðurþing hafi einn trúnaðarmann.
- Austurland og Hornafjörður hafi einn trúnaðarmann.
- Vestmannaeyjar og Suðurland hafi einn trúnaðarmann.
Helstu verkefni:
Trúnaðarmenn skulu fylgjast með högum fatlaðs fólks og vera því innan handar við réttindagæslu hvers konar. Trúnaðarmaður skal vera sýnilegur í störfum sínum, halda reglulega fundi með fötluðu fólki á sínu svæði og standa fyrir fræðslu fyrir fatlaða einstaklinga og þá sem veita þeim þjónustu. Um frekari verkefni trúnaðarmanna fatlaðs fólks vísast til reglugerðar um trúnaðarmenn fatlaðs fólks nr. 172/2011. (Opnast í nýjum vafraglugga)
Hæfniskröfur:
- Reynsla og þekking á málefnum fatlaðs fólks er nauðsynleg.
- Menntun sem nýtist í starfi er æskileg.
- Leitað er eftir einstaklingum sem eru liprir í mannlegum samskiptum, taka frumkvæði og geta unnið sjálfstætt.
Ráðgert er að skipa trúnaðarmenn til eins árs til að byrja með meðan unnið er að lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.
Velferðaráðherra ákvarðar vinnuskyldu og þóknun trúnaðarmanna.
Nánari upplýsingar veita:
Lilja Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri ÖBÍ, sími 530-6700 / 869-0224, netfang lilja@obi.is
Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, sími 588-9390 / 861-2752, netfang fridrik@throskahjalp.is
Þeir sem hafa áhuga á ofangreindum störfum skili umsóknum, rafrænt á ofangreind netföng fyrir 22. mars merkt Trúnaðarmaður eða bréfleiðis til ÖBÍ, Hátúni 10, 105 Reykjavík eða til Landssamtakanna Þroskahjálpar, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík.
innsett F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
246 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar