Færsluflokkur: Bloggar

sMÁ FRÓÐLEIKUR UM HVERNIG SÉ HÆGT AÐ MINNKA EÐA KOMA Í VEG FYRIR ÞUNGLYNDI

 

Fólk sem glímir við langvarandi veikindi eða jafnvel fötlun getur átt erfitt með að halda andlegu jafnvægi sama hvað á dinur.

Erfitt er að lifa á örorkubótum TR og lífeyrissjóðanna og oft fylgja líka allskonar félagsleg útskúfum úr vinahópi langvarandi veikindum eða fötlun.

Þetta er ágætis grein.

Innsett: F.S.


mbl.is 12 leiðir til að koma sér út úr þunglyndinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarlokun skrifstofu ÖBÍ.

 

Lokun frá 7. júlí. Opnað 5. ágúst á hefðbundnum skrifstofutíma kl. 9.30.

Líkt og síðast liðin ár mun skrifstofa ÖBÍ loka í um mánaðartíma í júlí fram til byrjun ágúst.

Lokunin hófst mánudaginn 7. júlí og opnað verður að nýju eftir verslunarmannahelgi eða þriðjudaginn 5. ágúst kl. 9.30.

 Innsett F.S.


Langvinn lungnateppa hrjáir 18 prósent fertugra og eldri.

11.04 2014

 http://www.frettatiminn.is/frettir/langvinn_lungnateppa_hrjair_18_prosent_fertugra_og_eldri  

 

Helga Jónsdóttir, Þorbjörg S. Ingadóttir og Bryndís Halldórsdóttir hjá hjúkrunarþjónustu á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu.

 

Helga Jónsdóttir, Þorbjörg S. Ingadóttir og Bryndís Halldórsdóttir hjá hjúkrunarþjónustu á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu.

Rannsóknir sýna að um 18 prósent Íslendinga 40 ára og eldri eru með langvinna lungnateppu. Sjúkdómurinn er vangreindur og stór hluti þeirra sem er með sjúkdóminn veit ekki af því. Á Landspítala er starfrækt hjúkrunarþjónusta á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu sem starfar eftir hugmyndafræði um samráð við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Eftir að þjónustan hófst hefur innlögnum fólks með sjúkdóminn stórlega fækkað. 

Langvinn lungnateppa er sjúkdómur sem í flestum tilvikum má rekja til reykinga. Oft kemur hann fram um miðjan aldur og er ekki læknanlegur. Með réttri meðferð er þó hægt að gera líf með sjúkdómnum betra og lengra. Rannsóknir sýna að um 18 prósent Íslendinga yfir fertugt, eða tæplega 23.000 manns, séu með langvinna lungnateppu. Í hjúkrunarþjónustu á göngudeild Landspítala vinna þrír hjúkrunarfræðingar að því að veita fólki með sjúkdóminn á síðari stigum stuðning og meðferð með aðferðum sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Blaðamaður settist niður með hjúkrunarfræðingunum Helgu Jónsdóttur, sem unnið hefur að fræðilegum bakgrunni þjónustunnar, Þorbjörgu Sóleyju Ingadóttur, Bryndísi S. Halldórsdóttur og Guðrúnu Hlín Bragadóttur sem veita þjónustuna og ræddi við þær um alvarleika og afleiðingar sjúkdómsins og aðferðirnar sem þær hafa þróað. Hjúkrunardeildarstjóri göngudeildarinnar er Guðrún Magney Halldórsdóttir.

Þögul einkenni
„Langvinn lungnateppa þróast á mörgum árum sem gerir það að verkum að fólk áttar sig oft ekki á sjúkdómnum fyrr en hann er langt genginn. Einkennin eru þögul í fyrstu þó breytingar í lungum séu byrjaðar," segir Þorbjörg Sóley. Langvinn lungateppa er sambland tveggja sjúkdóma, annars vegar langvinnrar berkjubólgu og hins vegar lungnaþembu. „Algengt er að í stað þess að fólk átti sig á því að það hefur langvinna lungnateppu telji það að langvarandi mæði og hósti stafi af reykingum, hreyfingarleysi og hækkandi aldri," bætir Helga við.

Blástursmæling á heilsugæslustöð
Eins og áður segir er algengt að reykingafólk fái langvinna lungnateppu um miðjan aldur. Oft byrjar sjúkdómurinn með þrálátum hósta, mæði og slímuppgangi. Síðar fer að bera á andþyngslum við hreyfingu, til dæmis við það ganga upp stiga eða brekku og fólk hættir smám saman að gera hluti sem það var áður vant að gera. Helga segir vanta upp á markvissa þjónustu fyrir fólk með sjúkdóminn á fyrri stigum. „Það þyrfti að vera til staðar þjónusta til að hjálpa fólki á uppbyggilegan hátt við að hætta að reykja og takast á við breytingar. Fólk í þessum sporum þarf aðstoð og rétt lyf. Það er til mikils að vinna að hætta að reykja áður en sjúkdómurinn verður alvarlegur." Bryndís bendir á að mikilvægt sé að styðja við heilsugæsluna til að auka þjónustu við þennan hóp.

Með einfaldri öndunarmælingu er hægt að greina langvinna lungnateppu og segir Bryndís ráðlegt að öndunarmæling sé gerð hjá öllu reykingafólki yfir fertugt. Mælitækin eru til á öllum heilsugæslustöðvum.

Guðrún Hlín stundar meistaranám í hjúkrunarfræði og vinnur nú að verkefni tengdu náminu sem felst í stuðningi við fólk með sjúkdóminn á fyrri stigum. Hún segir að í sumum tilfellum sé fólk búið að leita oft til heilsugæslunnar vegna vandamála í öndunarfærum en fái ekki sjúkdómsgreiningu. „Ef hægt væri að grípa inn í fyrr myndi fólk eiga betra líf með sjúkdómnum og því mikilvægt að sinna þeim hópi betur," segir hún. Þorbjörg Sóley bætir við að algengt sé að fólk fái fyrst meðferð við sjúkdómnum þegar hann sé langt genginn og jafnvel á lokastigi og fólk orðið aldrað en að þannig þurfi það alls ekki að vera.

Stórir árgangar sem reykja
Þrátt fyrir að reykingar yngra fólks séu sjaldgæfari nú en á árum áður fer fólki með langvinna lungnateppu fjölgandi. Nú er kynslóðin sem byrjaði að reykja um miðbik síðustu aldar komin vel yfir miðjan aldur og margir úr þeim hópi því með langt gengna lungnateppu. „Áður voru reykingar á heimilum algengari en nú er og voru börn oft útsett fyrir óbeinum reykingum. Það eykur enn á áhættuna að þróa með sér sjúkdóminn ef viðkomandi reykir síðar á ævinni. Til okkar kemur fólk jafnvel um fimmtugt sem var fórnarlömb óbeinna reykinga sem börn," segir Sóley og Helga bætir við að skaðsemi óbeinna reykinga komi alltaf betur og betur í ljós.

Þjónusta byggð á samráði
Frá árinu 2005 hefur hjúkrunarþjónustan á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu verið starfrækt á Landspítala í Fossvogi. Starfsemin hefur vaxið og dafnað og frá og með 1. maí starfa hjúkrunarfræðingar þar í tveimur og hálfu stöðugildi. Helga hefur um áraraðir unnið að rannsóknum á lungnasjúkdómum og skrifaði á sínum tíma skýrslu og færði rök fyrir þörfinni á slíkri þjónustu. Hugmyndafræðin sem unnið er eftir hefur vakið athygli og er notuð sem fyrirmynd fyrir aðra hópa með langvinna sjúkdóma, eins og Parkinson og nýrnabilun.

„Þjónustan er persónuleg sem gerir starfið mjög ánægjulegt. Við nálgumst sjúklingana og fjölskyldur á þeirra forsendum eða þar sem þau eru stödd," segir Þorbjörg Sóley. Helga segir rannsóknir hafa sýnt að algengt sé að reykingafólk upplifi það að heilbrigðisstarfsfólk tali niður til þeirra og skipi því til dæmis að hætta að reykja. „Það samræmist ekki okkar aðferðum, heldur er rætt við fólk á meðvitaðan og markvissan hátt og þannig næst góður árangur."

Meðferðin byggist á gagnkvæmu trausti og virðingu. „Veitt er fræðsla um sjúkdóminn, einkenni og meðferðin er hluti af því. Þannig öðlast sjúklingurinn smám saman meiri skilning og lærir að þekkja einkenni til að geta brugðist við í samræmi við alvarleika þeirra. Það er þessi gagnkvæma virðing og stuðningur sem er svo mikilvægur til að ná árangri," segir Bryndís.

Skömmin algengur fylgifiskur
Eins og áður segir eru reykingar nær alltaf orsök langvinnrar lungnateppu og eru hjúkrunarfræðingarnir sammála um að sektarkennd sé algeng. Þess vegna gera sjúklingarnir oft litlar kröfur um þjónustu sér til handa og eru þjakaðir af hugsunum um að sjúkdómurinn sé þeim sjálfum að kenna. Þær leggja áherslu á að vinna með slíkar tilfinningar á uppbyggilegan hátt.

Langvinnri lungnateppu er skipt í fjögur stig og misjafnt er á hvaða stigi sjúkdómsins fólk er þegar það kemur inn í þjónustuna en algengast er að það sé á þriðja til fjórða stigi. „Þegar sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig er súrefnisupptaka orðin mjög léleg og þá þarf oft að gefa súrefni. Á síðari stigum sjúkdómsins eru einkenni orðin mikil og erfið. Einkennameðferð er einstaklingsbundin og stöðugt þarf að endurmeta meðferðina. Það er gert í þverfaglegu samráði við lækna og aðrar fagstéttir eftir þörfum hverju sinni. Helstu einkenni eru mæði, hósti, slímuppgangur, þreyta, orkuleysi, þyngdartap og kvíði. Einkennin hafa veruleg áhrif á athafnir daglegs lífs. Það að fara úr húsi, klæða sig og hátta reynist mörgum verulega erfitt, bara það að anda krefst mikillar orku," segir Þorbjörg Sóley.

Mikil fækkun legudaga 

Fjölskyldur sjúklinga með langvinna lungnateppu fá mikinn stuðning á göngudeildinni og er þeim hjálpað að verða öruggari við að aðstoða sitt fólk. „Þegar fólk er öruggt þarf það minna á kerfinu að halda og áttar sig á því hvað það getur gert sjálft og þarf því minni meðferð," segir Helga. 

Þær hafa rannsakað aðkomu fjölskyldunnar og komist að því að mikilvægt sé að veita henni athygli og tækifæri til að tjá þarfir sínar og áhyggjur og að finna fyrir stuðningi. 

Samfella er í þjónustu við fólk með langvinna lungnateppu og eiga hjúkrunarfræðingarnir í víðtæku þverfaglegu samstarfi við ýmsar aðrar stéttir innan heilbrigðiskerfisins. Rannsóknir hafa sýnt að legudögum sjúklinga með langvinna lungnateppu hefur fækkað verulega frá því göngudeildin tók til starfa. „Við leggjum áherslu á að ef fólk finnur fyrir breytingum á einkennum þá veiti það þeim athygli og leiti aðstoðar ef þörf krefur. Við leggjum áherslu á að koma snemma að málum ef einkenni vaxa og líðan breytist og gera ráðstafanir. Þannig er mögulegt að fækka ótímabærum innlögnum og auka öryggi fólks. Aðgengið skiptir miklu máli og að fólk viti að það sé alltaf hægt að hringja og fá leiðsögn á dagvinnutíma," segir Helga. 

dagnyhulda@frettatiminn.is

 Innsett F.S.

 


Óeðlileg skerðing lífeyrisgreiðslna

 
  • Ellen J Calmon formaður ÖBÍ


http://www.obi.is/frettabref/frett/nr/1568

4.4.2014  

Samkomulag ríkisstjórnarinnar við Landssamtök lífeyrissjóða er úti

Um síðustu áramót rann úr gildi samkomulag ríkisstjórnarinnar við Landssamtök lífeyrissjóða (LL) frá 30. desember 2010 sem miðaði að því að koma í veg fyrir víxlverkun bóta almannatrygginga og lífeyris lífeyrissjóða[1]. Samkomulagið tók gildi 1. janúar 2011 og gekk í meginatriðum út á að lífeyrissjóðirnar skerði ekki greiðslur til sjóðsfélaga vegna almennra hækkana bóta almannatrygginga og öfugt. Með þessu þá lækka bætur almannatrygginga ekki þrátt fyrir almennar hækkanir lífeyrissjóðanna.

Ástæður fyrir gerð samkomulagsins

Frá 2006 til 2011 fækkaði umtalsvert í hópi örorkulífeyrisþega með bætur frá TR sem einnig voru með lífeyrissjóðsgreiðslur. Til að átta okkur á því hvernig víxlverkunin er tilkomin þarf að skoða áhrif tekna við útreikning lífeyrissjóðanna á örorkulífeyri. Lífeyrissjóðum ber að greiða öryrkjum lífeyri vegna tekjutaps. Tekið er mið af áunnum réttindum við útreikninginn. Reiknaðar eru út viðmiðunartekjur hvers og eins sem taka mið af meðallaunatekjum síðustu ára fyrir örorkumat. Samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðanna mega tekjurnar ekki vera hærri en útreiknaðar viðmiðunartekjur. Árið 2006 var bætt inn í samþykktir margra lífeyrissjóða að taka skyldi í útreikninginn lífeyris- og bótagreiðslur frá almannatryggingum. Fram að því höfðu bætur almannatrygginga ekki áhrif á örorkugreiðslur lífeyrissjóðanna. Breytingin kom til framkvæmda árið 2007 hjá lífeyrissjóðum sem eiga aðild að Greiðslustofu lífeyrissjóða. Afleiðing þess var að greiðslur almennra lífeyrissjóða til fjölda öryrkja lækkuðu eða féllu niður á árunum 2007 til 2010.[2] Lífeyrissjóðirnir bentu sjóðsfélögum sínum á að hafa samband við Tryggingastofnun, þar sem lægri örorkulífeyrir frá lífeyrissjóði gat leitt til þess að almannatryggingar bættu lækkunina að hluta. Það leiddi til þess að örorkulífeyrinn var skertur enn frekar við næstu reglulegu tekjuathugun lífeyrissjóðanna. Að auki eru lífeyrissjóðstekjur tekjutengdar við bætur almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar. Víxlverkun örorkubóta almannatrygginga og örorkulífeyris lífeyrissjóða hefur bitnað harðast á þeim sem voru með lágar lífeyrissjóðstekjur og/eða uppbótargreiðslur vegna mikils kostnaðar sem hlýst af fötlun eða sjúkdómi.

Hvaða þýðingu hefur samkomulagið?

Samkomulaginu við LL var ætlað að koma í veg fyrir áframhaldandi víxlverkun á milli bóta almannatryggingakerfis og lífeyrissjóðsgreiðslukerfis, þ.e. að almennar hækkanir í öðru kerfinu myndu ekki leiða til lækkunar í hinu kerfinu. Á þeim tíma sem samkomulagið var í gildi átti að finna lausn til framtíðar. Framhald samkomulagsins er til skoðunar hjá velferðarráðuneytinu. Því miður hefur ÖBÍ enn ekki fengið nein formleg viðbrögð við fyrirspurn þess efnis hvort samkomulagið verði framlengt með einhverjum hætti  eða hvort sett verði lög sem sporna gegn því að slík víxlverkun geti átt sér stað.

Í bréfi formanns ÖBÍ til félags- og húsnæðismálaráðherra dags. 2. desember 2013, er hnykkt á mikilvægi þessa samkomulags og bent er á þá ríku hagsmuni sem varða þann hóp örorkulífeyrisþega sem samkomulagið hefur varið fyrir skerðingum. Stjórnvöld eru hvött til þess að ganga að samningaborðinu með LL til endurnýjunar samkomulagsins á meðan unnið er að varanlegri lausn. 

Samkomulag eða lög um lífeyrissjóði

Að öllu óbreyttu þ.e. ef samkomulagið verður ekki framlengt eða ekki gripið til annarra aðgerða til að koma í veg fyrir víxlverkun, mun hún fara af stað að nýju. Lífeyrissjóðirnir framkvæma tekjuathugun á þriggja mánaða fresti. Næsta tekjuathugun verður í maí nk. Þá er hætta á að sjóðsfélagar fái tilkynningu um breytingar til lækkunar á lífeyrisgreiðslum. Áhrif á greiðslur almannatrygginga kæmu ekki í ljós fyrr en sumarið 2015 eða þegar árið 2014 hefur verið gert upp. Því er mjög mikilvægt að óvissu um næstu örorkulífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna verði aflétt sem allra fyrst. Samfélagslega er einnig mjög mikilvægt að jafnvægi sé haldið á milli þessara meginstoða lífeyristrygginga landsmanna á meðan unnið er að varanlegri lausn.

Landsmönnum er samkvæmt lögum skylt að greiða í lífeyrissjóði enda eru þeir ein af grunnstoðum samfélagsins. Viljum við ekki að þær greiðslur sem við höfum innt af hendi til lífeyrissjóðanna komi okkur að gagni hvort sem við verðum örorku- eða ellilífeyrisþegar. Fyrir hvern erum við að greiða í lífeyrissjóðinn? Þess ber að geta að ríkið greiðir svokallaða örorkubyrði til lífeyrissjóðanna sem er ákveðið hlutfall af tryggingagjaldi. Því má ætla að lífeyrissjóðirnir eigi einnig að standa vörð um velferð sjóðsfélaga sinna hvort sem þeir verði elli- eða örorkulífeyrisþegar.

ÖBÍ hvetur ríkisstjórnina til að standa vörð um örorkulífeyrisþega þannig þeir tapi ekki lífeyrissjóðstekjum, að hluta eða öllu leyti.


Ellen Calmon, formaður ÖBÍ

  

[1] http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/32525 (Opnast í nýjum vafraglugga): Samkomulag varðandi víxlverkun bóta og hækkun frítekjumarks ellilífeyrisþega.

[2] ÖBÍ höfðaði prófmál fyrir hönd sjóðsfélaga sem við tekjuathugun 2007 varð fyrir verulegri skerðingu á örorkulífeyrisgreiðslum frá Gildi lífeyrissjóði. Í Héraðsdómi vannst varnarsigur í málinu, en Hæstiréttur sýknaði Gildi lífeyrissjóð í málinu. Lífeyrissjóðsmálinu var skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem vísaði málinu frá í maí 2011. 

 

Innsett: F.S.


Svefn barna og unglinga - Lykill að lífsgæðum.

Hið íslenska svefnrannsóknafélag ætlar að halda hinn alþjóðlega svefndag (World Sleep Day, http://worldsleepday.org/) hátíðlegan með fræðsludagskrá fimmtudaginn 13.mars.

 

Allir að sjálfsögðu velkomnir og viljum við biðja ykkur að áframsenda þetta á sem flesta - í von um góða þátttöku. Þetta málþing snertir allar fjölskyldur, skólafólk og heilbrigðisstarfsfólk.

Einnig má deila jpg. myndinni á Facebook og víðar!

 

  

Í tilefni af Degi svefnsins stendur Hið Íslenska Svefnrannsóknarfélag fyrir opnum fundi um tvö mikilvæg mál tengdum svefni.   Annars vegar verður farið yfir það hvaða áhrif hrotur geta haft á börn og hvaða úrræði eru til gegn hrotum og kæfisvefni barna.

Hins vegar verða færð rök fyrir því að íslenskir skólar byrji of snemma á daginn fyrir unglinga.   Allt of margir unglingar koma í skólann án þess að hafa náð hinum nauðsynlega átta tíma svefni.   Án hans er líklegt að geðheilsa, líkamlegt ástand, mataræði, einbeiting og fleira fari úr skorðum með neikvæðum afleiðingum.   Fjallað er um nýlegar rannsóknir á þessu sviði og kynntar lausnir.

Sérhver einstaklingur finnur á eigin skinni hver áhrif af góðum svefni eru. Með sama hætti þekkjum við máttleysi og vanlíðan vegna of lítils svefns. Segja má að góðar svefnvenjur séu undirstaða heilbrigðs samfélags. Á fræðslufundinum verða tvö mikilvæg atriði tekin til umfjöllunar.   Líklegt er að bæði þekkist innan flestra fjölskyldna.

 

Punktar úr efni fundarins:

-        Nægur svefn er börnum og unglingum nauðsynlegur fyrir lífsgæði og framtíðina

-        Íslenskir unglingar fara seint að sofa og þjást af mikilli dagssyfju

-        Dagsyfja hefur neikvæð áhrif á námsárangur og líðan

-        Unglingar sem sofa nóg eru hamingjusamari, lifa heilbrigðara lífi og gengur betur í skóla

-        Skólastarf ætti að byrja seinna á daginn

-        15% barna hrjóta

-        Viðvarandi hrotur barna eru alvarleg einkenni sem alltaf ber að athuga betur

-        Hrotur barna geta skert hæfileika þeirra til náms

-        3% barna eru með kæfisvefn

-        Einkenni kæfisvefns barna er öðruvísi en hjá fullorðnum, t.d. einkenni ofvirkni og athyglisbrests

 

 

 

 

 

 

 


17. mars kl. 17:00 í SÍBS-húsinu Síðumúla 6, 2.h. Allir velkomnir. Kaffiveitingar.

11. mar 2014

Fræðsluerindi um berkla og aðrar smitógnir

Haraldur Briem

 

Um 8 milljónir manna smitast af berklum árlega. Með auknum hreyfanleika vinnuafls og fjölgun ferðamanna aukast líkur á að berklaveiki geti borist hingað til lands. Um þetta ræðir dr. Haraldur Briem, sóttvarnaryfirlæknir. Hann kemur í erindi sínu inn á inflúensu og nýja stofna hennar, sem hafa verið að skjóta upp kollinum. Einnig ræðir hann um bráðalungnabólgu, sem er tiltölulega ný af nálinni. Gert er ráð fyrir að erindið sé um 25 mínútur að lengd, og svo svarar Haraldur spurningum á eftir.

Fyrirlesturinn er þann 17. mars kl. 17:00 í SÍBS-húsinu Síðumúla 6, 2.h. Allir velkomnir. Kaffiveitingar.

Innsett: F.S.


Fræðsluerindi 17. febrúar 2014 kl 17:00 í Síðumúla 6, annarri hæð

Félagsráð SÍBS stendur fyrir röð erinda sem haldin eru mánaðarlega fram á vor 2014.  Nú er komið að öðru erindinu og er það í samvinnu við Samtök lungnasjúklinga.


Ásdís Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari á ReykjalundiErindið:

Öndunarhreyfingar sjúklinga með langvinna lungnateppu og lungnaþembu í baklegu og standandi með framhalla á bol.

 

Flytjandi:

Ásdís Kristjánsdóttir, Sviðsstjóri, Sérfræðingur í sjúkraþjálfun á Reykjarlundi

Erindið fjallar um rannsókn sem gerð var á Reykjalundi og LSH Háskólasjúkrahúsi 2011-2012.   Rannsóknin hefur verið kynnt á Vísindadegi Reykjalundar 2012, Degi sjúkraþjálfunar 2013, Norræna lungnaþinginu NLC 2013 og á Evrópsku lungnaráðstefnunni ERS 2013.

 

Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir.


Hefur kæfisvefn áhrif á holdafar ?

 

þetta er athyglisverð grein,  og þá sérstaklega fyrir okkur sem erum með kæfisvefn.

Í greininni segir höfundurinn meðal annars: 

Ég fékk mér tæki (CPAP-Continuous Positive Airway Pressure) út af kæfisvefni. Margir sem eru of þungir eru með kæfisvefn. Það skapar hormónaumhverfi í líkamanum sem ýtir undir aukinn kílóafjölda, sem hækkar magn cortisol í líkamanum sem gerir það að verkum að líkaminn vill skyndibita. Um leið og ég fór að sofa með tækið leið mér betur og var með meiri orku og langaði minna í skyndibita. Auk þess fuku kílóin af mér og komu ekki aftur.

Lesist af varfærni....


mbl.is Missti 99 kíló án þess að fara í megrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Videó inni á heimasíðu SÍBS

 

Aðildarfélög SÍBS og fleyri hafa verið að framleiða myndbönd til kynningar á sjúkdómi sinna félagsmanna,  meðferð og fleyru.

Á heimasíðu SÍBS eru aðgengileg mörg af þessum myndböndum.

Kíkið inn á linkinn:  http://vimeo.com/sibs/videos/rss 

Mörg góð og fróðleg myndböndbönd.

Mynd VÍFILS  "Hrjóta ekki allir?,fræðslumynd um kæfisvefn á Íslandi" er því miður ekki þarna inni ennþá.  Vonandi verður fljótlega bætt úr því.

Kv.  Frímann Sigurnýasson

 

 


Stofnuð verða Hollvinasamtök Reykjalundar

Umfjöllun á Bylgjunni: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP21713

Birgir Guðjónsson forstjóri Reykjalundar

Að undanförnu hefur komið saman hópur fólks, m.a. þeir sem notið hafa endurhæfingar á Reykjalundi og aðrir velunnarar með hlýjar taugar til starfseminnar undir Helgafelli, til að undirbúa stofnun hollvinasamtaka Reykjalundar.

Búið er að mynda undirbúningsstjórn en samtökin verða stofnuð formlega á hátíðarfundi að Reykjalundi laugardaginn 2. nóvember. Félagar úr Styrktar- og sjúkrasjóði verslunarmanna eru upphaflegir hvatamenn að stofnun hollvinasamtakanna.

Reykjalundur er stærsta endurhæfingarmiðstöð Íslands, er í eigu SÍBS og tók til starfa árið 1945. Þar vinna um 200 manns í 160 stöðugildum og árlega njóta um 1.200 sjúklingar þar endurhæfingar í fjórar til átta vikur í senn. Á göngudeild Reykjalundar koma fjögur til fimm þúsund manns á hverju ári, alls staðar að af landinu. Meginhlutverk hollvinasamtakanna verður að styðja við starfsemi Reykjalundar eins og kostur er í samráði við yfirstjórn stofnunarinnar með fjáröflun og fjárstuðningi frá öðrum aðilum sem vilja leggja starfseminni lið.  

Vantar aukið fjármagn
Enda þótt ætíð hafi verið lögð á það rík áhersla að viðhalda eignum Reykjalundar með reglulegu viðhaldi og fjárfestingum bíða engu að síður brýn viðhaldsverkefni úrlausnar sem ekki hefur tekist að ráðast í vegna fjárskorts. Þar á meðal er endurnýjun á þökum og gluggum vegna lekavandamála, endurnýjun vatns- og skolplagna auk endurnýjunar á endurhæfingar- og lækningatækjum og ýmsum tölvubúnaði. Fjárveitingar hafa verið skornar niður um 20%, eða um 300 milljónir króna. Hefur verkefnalistinn því lengst sem því nemur. Yfir 200 milljónir króna kostar nú að ráðast í þau viðhaldsverkefni sem nú teljast brýn. Ekki síst af þessum þessum ástæðum leitum við til alls almennings um þátttöku í væntanlegum hollvinasamtökum.

Meðalaldur sjúklinga aðeins 50 ár
Reykjalundur er stærsta endurhæfingarmiðstöð Íslands og hún þjónar landsmönnum öllum. Á Reykjalundi hafa þúsundir veikra einstaklinga náð heilsu sinni á ný eftir áföll af ýmsu tagi. Meðalaldur sjúklinga er einungis um fimmtíu ár og má því ljóst vera hversu mikilvægu samfélagshlutverki stofnunin gegnir í endurhæfingu sem leiðir til þess að einstaklingar komast aftur út á vinnumarkaðinn. Margir Sunnlendingar eru þar á meðal, sem náð hafa heilsu sinni á ný eftir dvöl á Reykjalundi.

Sem flestir séu með
Það er von okkar sem stöndum að undirbúningi þessa brýna hagsmunamáls að sem flestir landsmenn, hvar sem er á landinu, gangi til liðs við Hollvinasamtök Reykjalundar. Samtakamáttur margra getur lyft grettistaki eins og dæmin sanna. Í þeim efnum hafa Íslendingar oft sýnt mátt sinn. 

Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar

 

Í undirbúningsstjórn eru:

 Haukur Fossberg Leósson framkvæmdastjóri

Dagný Erna Lárusdóttir, formaður SÍBS

Auður Ólafsdóttir, varaformaður SÍBS

Ásbjörn Einarsson verkfræðingur

Bjarni Ingvar Árnason veitingamaður

Jón Ágústsson skipstjóri

Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður

Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona

Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóri

 

Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband