Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 25. október 2013
Sykurfíkn: Er viljastyrkur nóg ?
Vísir Skoðun 24. október 2013 06:00
Esther Helga Guðmundsdóttir MSc., framkvæmdastjóri og matarfíknarráðgjafi hjá MFM-miðstöðinni og formaður Matarheilla.
Esther Helga Guðmundsdóttir skrifar: Það var frábær þáttur á RÚV 14. október sl. um sykur sem nautnafíkn.
Í þættinum var m.a. fjallað um hvaða áhrif sykur hefur á líkama okkar og heilastarfsemi og hvernig hann getur orðið ávanabindandi fyrir okkur. Því er einnig haldið fram að við getum breytt um lífsstíl og hætt neyslu sykurs - bara ef við ákveðum það og höfum nógu mikinn viljastyrk.
Þessu er enn og aftur haldið fram þrátt fyrir að mjög stór hópur fólks hafi látið reyna á allar mögulegar og ómögulegar leiðir til að hætta þessari neyslu og sé stöðugt að berjast við að hætta henni. Sumir hafa jafnvel náð því um tíma, en svo kemur aftur og aftur sú stund þegar viðkomandi ákveður" að fá sér aftur, þrátt fyrir þær afleiðingar sem neyslan hefur bæði líkamlega og andlega!
Rannsóknir sýna að sykur getur verið meira ávanabindandi en kókaín. Samt eigum við bara að nota hin fleygu orð Nancy Reagan: Just say no" gagnvart sykurneyslu.
Sífellt er verið að segja við okkur: Þú hefur valið! Og ef þú hefur ekki getað haldið þér frá sykrinum þá hefur þú bara ekki viljað það nógu mikið eða lagt nógu hart að þér." En af hverju eru þá ekki allir grannir sem hafa mikinn viljastyrk og hefur t.d. vegnað vel í námi og starfi? Er það kannski af því að þá einstaklinga langar að vera feitir? Og ef þetta er svona einfalt af hverju erum við þá ein feitasta þjóð í heimi?
Hér kemur í ljós þessi einkennilega afneitun á eðli fíknar. Það er búið að viðurkenna að áfengis- og vímuefnafíklar þurfi meira en viljastyrkinn, þeir þurfi að fara í meðferð, þeir þurfi 12 spora vinnu og annað sem virkar til að halda þeirri fíkn niðri.
Hér á landi eru tvenn 12 spora samtök fyrir þá sem eiga við matar- og/eða sykurfíkn að stríða, GSA (GreySheeters Anonymous) og OA (Overeaters Anonymous). Auk þess stendur matarfíklum til boða meðferð hjá MFM-miðstöðinni en hún hefur verið starfrækt síðan 2006. Þar hefur batinn og árangur verið mjög góður og erlendir sérfræðingar í fíknifræðum hafa gert sér ferðir til Íslands til að kynna sér starfsemi MFM-miðstöðvarinnar og hennar er getið í fyrstu kennslubók fyrir fagfólk um matarfíkn sem var gefin út á síðasta ári (Food and Addiction, a comprehensive handbook, höfundar; Kelly D. Brownell og Mark S. Gold).
Ég hef nú unnið með yfir 2.000 einstaklingum, bæði hér heima og erlendis, sem hafa fengið skimun á að þeir geti verið haldnir matar- eða sykurfíkn.
Stór hópur þessa fólks hefur, þegar hann fékk loks að vita hvað væri að og hvernig hægt er að halda þessum fíknisjúkdómi niðri, náð árangri í þessari baráttu í fyrsta skipti. Þessir einstaklingar hafa öðlast frelsi frá löngun í efnið og fengið stuðning til að viðhalda þessu frelsi. Þeir eru ekki lengur daginn út og inn í baráttu við sjálfa sig um hvort þeir eigi að fá sér ostakökuna eða ekki.
Það sem virkar fyrir þennan hóp er að nota sömu og/eða svipaðar aðferðir og þegar unnið er með aðrar fíknir. Í því felst að fræðast um sjúkdóminn, hvernig hann hefur áhrif á viðkomandi, átta sig á vangetunni til að hætta varanlega án stuðnings og síðan fá leiðbeiningar til að taka fíkniefnið út ásamt því að læra hvað viðheldur getunni til að segja nei, takk".
Í fyrsta lagi þarf að taka út fíkniefnið og aðstoða viðkomandi við að taka þau matvæli út úr fæðunni sem hafa þessi ávanabindandi áhrif á líkamann og heilann.
Í öðru lagi þarf að skilja hinn hlutann, þ.e. hugann og tilfinningarnar, og vinna með þá þætti, því að líkamlega löngunin er aðeins hluti af vanlíðaninni sem okkur finnst" að aðeins sykur eða önnur kolvetni geti lagað. Það er sá þáttur sjúkdómsins sem kemur yfir okkur og er svo lúmskur, þessi einkennilega fullvissa um að núna verði þetta öðruvísi, þrátt fyrir að við höfum verið hætt að borða sykur og unnin kolvetni og löngunin sem fylgir neyslunni sé farin. Við teljum okkur trú um að nú getum við alveg fengið okkur aðeins einn bita, þegar reynslan hefur kennt okkur að á eftir fyrsta bitanum fylgir alltaf annar biti og svo annar og annar þar til átkastið gengur yfir.
Eru þá allir sem eru feitir sykur- eða matarfíklar? Nei, við vitum að svo er ekki, margir þurfa einfaldlega að læra að borða hollari fæðu, sleppa ýmsum matartegundum, láta af óhollum matarvenjum, hreyfa sig eðlilega og málið er dautt.
En það er allt of stór hópur sem er að berjast í vandanum ár eftir ár og fær ekki hjálp við hæfi.
Á meðan stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk lokar augunum fyrir þessu og afneitar þessum heilbrigðisvanda þá stækkar hann stöðugt og kostnaður af honum vex í sömu hlutföllum. Talað er um að ef ekki fæst einhver lausn á offituvandanum muni kostnaðurinn sem af honum hlýst sliga heilu þjóðfélögin.
Á þeim stofnunum hér á landi þar sem unnið er með offitu og átraskanir er því alfarið hafnað að um matarfíkn geti verið að ræða. Unnið er eftir sömu vinnureglum ár eftir ár þrátt fyrir að árangur sé lítill hjá þeim hópum sem vinna með offitusjúklinga (sbr. skýrslur offituteyma settar fram á ráðstefnu Félags fagfólks um offituvandann 2012. Þar er talað um að meðaltali 5-10 kg þyngdartap á ári hjá hverjum skjólstæðingi).
Magaminnkunaraðgerðir bera árangur í einhverjum tilfellum. Vandinn við þær er hins vegar sá að þær eru gríðarlegt inngrip í líkama viðkomandi og hann verður aldrei samur. Aukaverkanir af aðgerðunum eru ekki afturkræfar og stór hópur nær aldrei kjörþyngd og/eða þyngist aftur eftir einhvern tíma. Þá eru þeir ótaldir sem í kjölfar aðgerðanna þróa með sér aðrar fíknir, t.d. í áfengi og önnur vímuefni eða spila- og eyðslufíkn svo að eitthvað sé nefnt. Þetta er fyrir utan kostnaðinn sem heilbrigðiskerfið þarf að bera af hverri aðgerð.
Síðastliðið vor voru samtökin Matarheill stofnuð. Samtökin eru réttinda- og baráttusamtök fyrir þá sem eiga við matarfíkn að stríða. Nú þegar eru yfir 100 meðlimir skráðir félagsmenn. Við í samtökunum Matarheill horfum til þess að farið verði að viðurkenna matarfíkn eins og aðra fíknisjúkdóma og tekið sé á málum á sama hátt og gert er með alkóhólisma. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig á vandanum, breyti stefnu sinni og viðurkenni vandann sem blasir við. Þær aðferðir sem hafa verið við lýði árum saman skila ekki tilætluðum árangri og gera þarf bragarbót á því.
Það sem þarf að koma til er algjör hugarfarsbreyting, samvinna fagstétta og vilji stjórnvalda til að styðja við bakið á meðferðarúrræðum sem taka á þessum vanda sem fíknivanda. Ef það gerist ekki höldum við áfram að vera ein feitasta þjóð í heimi. Er það það sem við viljum?
Innsett F.S.
(ÞAÐ ER MIKIL TENGING Á MILLI OFFITU OG KÆFISVEFNS, HVORT SEM KEMUR Á UNDAN. ÞESSI GREIN ER MJÖG ATHYGLISVERÐ FYRIR OKKAR HÓP OG ALLA AÐRA. F.S.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. september 2013
Enn um hrotur og kæfisvefn.
Af pressan.is
14. sep. 2013 - 17:00
Hrotur gera fólk kinnfiskasogið og ófrítt
Það er ekki nóg með að hrotur haldi mökum og öðrum fjölskyldumeðlimum oft vakandi heldur gera þær þann er hrýtur kinnfiskasoginn og ófríðan.
Vísindamenn segja að þeir sem þjást af svefntengdu öndunarstoppi, sem einkennist af hrotum og truflunum á andardrætti, séu líklegri til að virðast vera minna aðlaðandi, ekki eins unglegir og ekki eins árvakir og þeir sem sofa hrotulaust.
Í rannsókn sem var framkvæmd á 20 miðaldra sjúklingum sem þjást af hrotum kom fram að þeir sem fengu meðferð við hrotunum voru taldir mun meira aðlaðandi á myndum sem voru teknar af þeim eftir að meðferðinni lauk heldur en áður en hún hófst, þetta átti við í tveimur af hverjum þremur tilvikum. Enni viðkomandi þóttu ekki vera eins þrútin og andlit þeirra ekki eins rauð og fyrir meðferðina, segir á vefmiðli Daily Telegraph.
Vísindamennirnir tóku einnig eftir, en gátu ekki mælt það, að hrukkum á enni hrjótaranna fækkaði eftir að þeir höfðu fengið meðferð við hrotunum. Með því að nota nákvæma andlitsgreiningartækni eins og skurðlæknar nota, og óháðan hóp fólks til að skoða niðurstöðurnar, sást að nokkrum mánuðum eftir að fólk fékk aðstoð við að anda betur þegar það sefur og hætta að þjást af svefnleysi voru marktækar breytingar á enni þess.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Journal of Clinical Sleep Medicine.
Einnig á Pressan.is
Innsett F.S.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. ágúst 2013
Tengsl svefnleysis, ofþyngdar og kæfisvefns.
Hér á síðunni hefur oft verið byrtar greinar sem staðfesta tengslin á milli svefns, ofþyngdar og kæfisvefns.
Sé svefni ónógur þá virðist líkaminn leitast við að bæta sér orkuleysið upp með aukinni sykurneyslu eða annarskonar kolvetnaneyslu.
Því er grundvallaratriði að fá nægilegan svefn og hvíld.
innsett: F.S.
Svefnleysi eykur hættu á ofþyngd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. júlí 2013
Mun samrunaorka leysa orkuþörf jarðarbúa ?
02. júl. 2013 - 10:00 Pressa.is
Dýrasta vísindatilraun heimsins getur leyst orkuvanda framtíðarinnar
Dýrasta vísindatilraun heimsins getur leyst orkuvanda framtíðarinnar.
Síðan 2006 hafa vísindamenn frá sjö löndum unnið að byggingu samrunakjarnakljúfsins ITER í suðurhluta Frakklands. ITER er eins og kjarnorkuver en á að menga mun minna, vera öruggara og notast við sjó til að framleiða orku í stað kjarnorku. Ef verkefnið skilar árangri gæti það orðið til að leysa orkuvanda heimsins í framtíðinni.
Kostnaðurinn við byggingu ITER er mikill og kostar næstum helmingi meira að byggja ITER en risastóra öreindahraðalinn LHC við CERN rannsóknarmiðstöðina í Sviss. ITER mun kosta tæpa 16 milljarða evra en sú upphæð myndi duga til að kaupa 9 milljarða lítra af bensíni.
Í samtali við Norska ríkisútvarpið sagði Bjørn Samset, eðlisfræðingur hjá Cicero rannsóknarmiðstöðinni, að ef tilraunin gengi vel þá væri hægt að leysa orkuvanda heimsins í framtíðinni. Hann benti þó á að erfitt yrði að fá þetta til að virka eins og ætlast er til og því yrði að smíða risastóra vél til að komast að því hvort vísindamenn hafi rétt fyrir sér.
Á hverjum degi er risastór samrunakjarnaofn að störfum í sólkerfinu okkar en það er auðvitað sólin. Hún sendir frá sér gríðarlega mikla orku og það er sólin sem gerir næstum allt líf á jörðinni mögulegt. Sólin framleiðir svo mikla orku að jarðarbúar þurfa aðeins 0,0000002% af sólarljósinu til að sjá allri jörðinni fyrir nægilegri orku.
Það sem gerist inni í sólinni er samruni sem verður þegar að atóm rekast á hvert annað og bráðna og verða að þyngri atómum en þetta gerist vegna gríðarlegs þrýstings og hita í sólinni. Við venjulegar aðstæður rekast atómin bara á hvert annað og halda síðan för sinni áfram. Það hefur lengi verið draumur vísindamanna að geta stjórnað svona samruna til að geta framleitt mikla orku en til að geta gert það verður að búa til lítinn hluta af sólinni hér á jörðinni og það er ekki einfalt verk.
Til að skapa sömu aðstæður og eru í sólinni þarf að byggja samrunakjarnaofn sem vegur 23.000 tonn og þolir jafn mikinn hita og er í sólinni. Til að leysa orkuna úr læðingi sem verður til við samruna atómanna verður að hita vetnið sem knýr ofninn í rúmlega 100 milljón gráður á celsíus.
Það þarf gríðarlega mikla orku til að skapa réttan þrýsting og hita inni í ofninum og aðaltilgangurinn með ITER er að kanna hvort hægt sé að framleiða orku með svona ofni.
innsett F.S.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. maí 2013
Aukin vanskil hjá öryrkjum
http://www.ruv.is/frett/aukin-vanskil-hja-oryrkjum
Fyrst birt: 15.05.2013 12:29, Síðast uppfært: 15.05.2013 18:24
Flokkar: Innlent, Höfuðborgarsvæðið, Heilbrigðismál, Neytendamál, Stjórnmál
Brynja, hússjóður Öryrkjabandalagsins, sem leigir út íbúðir fyrir öryrkja, þurfti að afskrifa kröfur upp á tæpar 4,8 milljónir króna í fyrra vegna leiguskulda. Tveimur árum áður þurfti aðeins að afskrifa ríflega hálfa milljón.
Leigjendur hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, hafa undanfarin ár staðið frammi fyrir því að sífellt stærri hluti af tekjum þeirra fer í að borga leigu. Það má rekja meðal annars til þess að leigan er vísitölutengd og hefur því síðustu fimm árin hækkað um 37 prósent. Á sama tíma hafa húsaleigubæturnar aðeins hækkað um 9,5 prósent og aðrar greiðslur til öryrkja hafa ekki heldur haldið í við verðlag. Sem dæmi greiðir sá sem var með 50 þúsund króna leiguíbúð fyrir fimm árum yfir 50 prósentum meira í leigu á mánuði nú en þá, þegar búið er að draga húsaleigubæturnar frá leigunni.
Samkvæmt ársreikningum Brynju var ríflega hálf milljón af útistandandi kröfum vegna húsaleigu afskrifuð árið 2010. Í fyrra var þessi upphæð orðin 4,7 milljónir, næstum því níu sinnum hærri upphæð.
Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, sagði í samtali við fréttastofu að þessi staða hefði haft veruleg áhrif á skjólstæðinga sína. Hússjóðurinn hefði verið liðlegur við þá sem lentu í vandræðum og til dæmis reynt að semja um að dreifa greiðslunum. Það dygði þó ekki alltaf til og þegar allt um þryti yrði að grípa til útburðar. Nokkur slík tilvik hafi komið upp. Björn segir nauðsynlegt fyrir hússjóðinn að vísitölutengja leiguna þar sem verðtryggð lán hvíli á íbúðunum sem sjóðurinn verði að geta staðið skil á.
Það eykur svo enn á vandann að Reykjavíkurborg býður upp á sérstakar húsaleigubætur, en einungis þeir sem leigja hjá Félagsbústöðum njóta þeirra. Þegar er í gangi málarekstur út af þessu, en ekki er búist við að niðurstaða komi í það mál fyrr en í haust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 28. febrúar 2013
Stór hluti öryrkja við fátæktarmörk og fáum finnst það fréttnæmt.
Það er sama þó kannanir sýni að bætur öryrkja dugi ekki til mannsæmandi framfærslu þá telur velferðarráðherra að það hafi verið staðið vel við bakið á öryrkjum í kreppunni.
Þegar skerðingarlögin voru sett á bætur TR þá voru þær skerðingar tímasettar og áttu að ganga til baka á þremur árum. Velferðarráðuneytið sveik það.
Samkvæmt alþjóðlegum samningum þá má ekki skerða lágmarksframfærslu en velferðarráðuneytið gerði það samt.
Þeir öryrkjar sem leigja hjá BRYNJU-hússjóði ÖBI, eru svo lagðir í einelti af Reykjavíkurborg, með því að meina þeim að fá "SÉRSTAKAR HÚSALEIGUBÆTUR" sem aðrir lágt launaðir leigjendur fá. Það er gert þrátt fyrir að Velferðarráðuneytið hafi úrskurðað að það sé ólögleg mismunun, en ráðuneytið gerir svo ekkert við þessum lögbrotum Reykjavíkurborgar.
Til hvers Velferðarráðuneyti ef það getur ekki tryggt lágmarksframfærslu, samkvæmt eigin viðmiðunum, og getur ekki heldur tryggt öryrkjum sem leigja hjá BRYNJU sömu réttindi og öðrum leigjendum ?
Fyrir hvað fær Velferðarráðherra launin sín ?.....
F.S.
Stór hluti öryrkja við fátæktarmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2013
Fundur ÖBÍ með framboðum til Alþingis.
Fá allir að sitja við sama borð?
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Hver er afstaða framboða til Alþingis?
Hilton Reykjavík Nordica, A salur
miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 14.00-16.00
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) býður til opins fundar með fulltrúum framboða til Alþingiskosninga í apríl 2013. Rætt verður um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér framtíð mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. ÖBÍ hvetur fatlað fólk, þá sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn þar sem mannréttindasáttmálinn verður stefnumótandi í málefnum fatlaðs fólks í framtíðinni.
Framsöguerindi
Sagan, samhengið og hugmyndafræðin að baki sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks: Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum við HÍ
Skyldur íslenska ríkisins samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun: Brynhildur Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ
Fulltrúar framboða á landsvísu sitja fyrir svörum frá
Guðmundi Magnússyni, formanni Öryrkjabandalags Íslands
Gerði A. Árnadóttur, formanni Landssamtakanna Þroskahjálpar
Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands
Fundarstjóri: Ragnar Gunnar Þórhallsson
Boðið verður upp á veitingar í upphafi fundar
Táknmáls- og rittúlkun í boði
Allir velkomnir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. janúar 2013
16,4 milljarða skerðing á elli- og örorkulífeyri frá 2007.
| |
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. janúar 2013
Íslendingabók 10 ára.
Ég er mjög hrifinn af Íslendingabók og skoða oft skyldleika minn og vina og vandamanna. Það er gott að okkur býðst að not gagnagrunninn ókeypis svo að þetta ætti að henta öllum óháð efnahag.
Innsett: F.S.
Íslendingabók 10 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. janúar 2013
Bergþóra Fjölnisdóttir, nýr starfsmaður ÖBÍ
18.1.2013
Þorbera Fjölnisdóttir, ráðgjafi við öryrkja og aðstandendur um réttindi þeirra og skyldur.
Þorbera hefur verið ráðin í hálfa stöðu ráðgjafa. Hún sinnir því starfi á móti Guðríði Ólafsdóttur sem verði hefur félagsmálafulltrúi ÖBÍ til fjölda ár í fullu starfi, en hefur nú minnkað starfshlutfall sitt í hálft stöðugildi.
Starf Þorberu felst einkum í að veita ráðgjöf til öryrkja og aðstandenda um réttindi þeirra og skyldur. Mikilvægur liður í því sambandi eru samskipti við stofnanir sem snerta málaflokkinn vegna stjórnvaldsákvarðana s.s. við Tryggingastofnun Ríkisins, Sjúkratrygginga Íslands, lífeyrissjóði, og fleiri aðila. Þá er eftirlit með réttinda- og hagsmunamálum öryrkja í samvinnu við starfsfólk skrifstofu bandalagsins eitt af þeim verkefnum sem stöðugt þarf að vinna að.
Hún er fulltrúi ÖBÍ í EAPN (European Anti Poverty Network) sem eru evrópusamtök sem vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun. Hún er einnig virk í kjarahópi ÖBÍ og talskona Kvennahreyfingar ÖBÍ síðastliðin ár.Þorberu er óskað velfarnaðar í starfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
2 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar