Færsluflokkur: Bloggar

Staða ellilífeyrisþega í aðildarríkjum OECD Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 16. ágúst 2007

 

 Það er alltaf forvitnilegt að skoða svona samanburð, eins og hér er birtur.

Hér kemur raunverulega ekki fram hvað ellilífeyrisþegar hafa sér til framfærslu, heldur aðeins ellilífeyri í hverju landi sem hlutfall af launum verkamanns sem vinnur í 45 ár.

Ekkert um skerðingarreglur, þáttöku hins opinbera í öðrum greiðslum eins og t.d. lyfjum.

Undirstrikanir eru mínar.                                  F.S.

------------------------------------------------------------------------------

  

FRÉTT FRÁ            STJR - Stjórnarráð Íslands | 2007-08-17

 Slóð: http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/almennar-frettir/almennar-frettir/nr/8964  

Staða ellilífeyrisþega í aðildarríkjum OECD

17.8.2007

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 16. ágúst 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Nýverið gaf OECD út skýrslu sem fjallar um eftirlaun til aldraðra, Pensions at a glance 2007.

Í skýrslunni eru teknir saman mælikvarðar sem sýna ellilífeyri í hverju landi sem hlutfall af launum verkamanns sem vinnur í 45 ár. Tölurnar í skýrslunni eiga við um árið 2004. Mælikvarðanum er skipt í þrennt, þ.e. sem hlutfall af lægri launum,   meðallaunum og   hærri launum.

Samkvæmt fyrri skýrslu OECD um sama málefni, sem kom út árið 2005, kom í ljós að íslenskir ellilífeyrisþegar voru rétt við meðaltal Norðurlandana og OECD. En í nýjustu skýrslunni kemur fram að staða íslenskra ellilífeyrisþega er nú enn betri í þessum samanburði og er vel yfir meðaltali Norðurlandanna og OECD landa eins fram kemur í meðfylgjandi töflu.

Land Lægri tekjur Meðal tekjur Hærri tekjur
Danmörk132,7 86,7 72,2
Finnland77,4 68,8 70,5
Ísland110,9 84,2 79,7
Noregur77,1 69,3 55,1
Svíþjóð81,4 64,0 73,9
Meðaltal Norðurlandanna95,9 74,6 70,3
Meðaltal OECD landa83,8 70,1 60,7


Í töflunni sést að staða íslenskra ellilífeyrisþega er hlutfallslega næst best á Norðurlöndunum á eftir Danmörku sé litið til hlutfalls af lægri og meðal tekjum en bestur ef litið er á hærri tekjur. Tölur OECD styðja aðra mælikvarða t.d. frá Nordisk Socialstatistisk Komité (NOSOSCO) þar sem að íslenskir ellilífeyrisþegar komu ágætlega út í samanburði við hin Norðurlöndin.

Nokkur atriði ber að hafa í huga varðandi skýrslu OECD. Í fyrsta lagi eru lífslíkur á Íslandi meðal þeirra hæstu innan OECD landa en hærri lífslíkur auki álag á lífeyriskerfin. Í öðru lagi er séreignarlífeyrissparnaður ekki tekinn með í tölum OECD en sá sparnaður er að verða umtalsverður hér á landi. Í þriðja lagi eiga tölur OECD við um árið 2004.

 


Dr. Þórólf Þórlindsson skipaður forstjóra Lýðheilsustöðvar til eins árs.

 

Nýr forstjóri Lýðheilsustöðvar

http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2547   

1.8.2007  

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra hefur sett Dr. Þórólf Þórlindsson forstjóra Lýðheilsustöðvar til eins árs. 

Dr. Þórólfur Þórlindsson hefur gegnt starfi prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt viðamiklum félagsvísindarannsóknum á hegðan ungmenna, birt fjölmargar ritrýndar vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum og ritað bækur um efnið. 

Dr. Þórólfur hefur um árabil lagt sitt af mörkum í forvarnastörfum, m.a. verið formaður Áfengis- og vímuvarnarráðs. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum, m.a. sem deildarforseti félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála. Þá hefur Dr. Þórólfur gegnt formennsku og setið í fjölmörgum ráðum og nefndum, verið formaður Félags háskólakennara og Félags prófessora og varaformaður Vísindaráðs. 

Lýðheilsustöð er stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumótun á sviði lýðheilsu og tók til starfa 1. júlí 2003. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipar forstjóra Lýðheilsustöðvar en stöðinni ætlað að efla og samræma lýðheilsustarf í landinu, efla kennslu og rannsóknir á sviði lýðheilsu, vinna að lýðheilsuverkefnum á eigin vegum og í samvinnu við aðra sem og að byggja upp þekkingasetur allra landsmanna, fagfólks jafnt sem almennings, á þessu sviði. 

Dr. Þórólfur Þórlindsson tekur við forstjórastarfinu af Önnu Elísabetu Ólafsdóttur. Hún hefur gegnt starfi forstjóra Lýðheilsustöðvar undanfarin fjögur ár og hyggst leggja stund á doktorsnám í lýðheilsufræðum í Bretlandi. 

 


Hvað segir svona frétt........

 

Það eru að verða mannaskipti í þessari stjórn, og eins og segir í fréttinni þá er:    "Hlutverk stjórnarinnar er að hafa eftirlit með starfsemi TR og gæta þess að rekstur hennar sé innan ramma fjárlaga.    Stjórnin staðfestir sömuleiðis skipulag stofnunarinnar, starfs- og fjárhagsáætlun hvers árs og markar henni stefnu".

Það virðast allir vera sammála að það þurfi að laga þær reglur sem þarna gilda.  Sumt er bundið í lögum,  annað í reglugerðum  og enn annað í innanhússreglum.  Því er stjórn TR oft vandi á höndum að vinna að breytingum.

Ef það á að gera TR aðeins manneskjulegri stofnun þá þarf að minnka tekjuskerðingar, og t.d. að hætta að skerða bætur þeirra sem "deila eldhúsi með öðrum", því að slíkar reglur geta neytt t.d. aldraða til að fara fyrr á öldrunarstofnun en ella væri.   Lífeyrisþegum munar um þennan pening og treysta sér jafnvel ekki heldur til að búa einir og fá því skertar bætur.

Breyta þarf reglum hvað varðar bílastyrki svo að fleyri en hreyfihamlaðir með hækju eða í hjólastól sem þurfa bíl vegna náms og vinnu, hafi möguleika á að fá stærri bílakaupastirkinn.

Lögin sem þessar reglur byggja á eru ekki svona takmarkandi og mismuna ekki fólki eftir því hvers eðlis þeirra hreyfihömlun er.

Oft er það þannig að það eina sem horft er á er að einhverjir lífeyrisþegar geti hugsanlega verið að misnota kerfið.

Ætli það séu ekki margfallt fleyri sem fara samkvæmt öllum reglum og eiga vart til hnífs og skeiðar.

Forsetisráðherra skipaði nefnd til að létta af lífeyrissjóðunum greiðslu örorkulífeyris, og er sú nefnd að vinna að breytingarhugmyndum á lífeyrisgreiðslum, langt útfyrir upphaflegan tilgang sinn.    Þeirra tillögur eru raunar aðallega "vinnumarkaðsaðgerðir" til að létta greiðslum af TR og svo lífeyrissjóðum á almennum markaði, og þvinga sem flesta í vinnu eða á atvinnuleyrisbætur ella.   Lífeyrisþegi með 50% örorkumat á þá að fá 50% örorkulífeyrir og er svo ætlað að vinna fyrir 50% sem á vantar.  Óháð því hvort vinnumarkaðurinn fæst til að taka öryrkjann í vinnu.  Vandamál öryrkja hefur verið að það hefur verið mjög erfitt að fá vinnu á almennum markaði fyrir öryrkja.    Lítið fer fyrir mannúðinni í þeirri nefndarvinnu og tillögugerð. 

Við skulum vona að ný stjórn TR geti bætt reglur stofnunarinnar og bætt lífsgæði og afkomu lífeyrisþega.  Ekki veitir af.   F.S.

 

 


mbl.is Benedikt Jóhannesson formaður stjórnar Tryggingastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helstu niðurstöður skattaálagningar árið 2007

Undirstrikanir eru mínar en annað er óbreytt.   Fróðleg lesning.   F.S.

 30.7.2007  
Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 12/2007

 Álagning opinberra gjalda á einstaklinga og þá sem stunda atvinnurekstur í eigin nafni fyrir árið 2007 liggur nú fyrir. 

Um er að ræða endanlega álagningu á tekjuskatti, fjármagnstekjuskatti og útsvari á tekjur ársins 2006, en meginhluti álagningarinnar hefur þegar verið innheimtur í formi staðgreiðslu eða fyrirframgreiðslu á árinu 2006. Einnig er hér um að ræða álagningu á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra, auk þess sem ákvarðaðar eru greiðslur barnabóta og vaxtabóta. Frekara talnaefni um álagningu skatta á einstaklinga og ákvörðun barna- og vaxtabóta fyrir árið 2007 verður fljótlega að finna á vefsíðu ríkisskattstjóra (www.rsk.is) undir staðtölur skatta. Helstu niðurstöður álagningarinnar nú eru eftirfarandi: 

  • Heildarfjöldi framteljenda við álagningu árið 2007 er 253.911. Fjölgun milli ára hefur aldrei verið meiri en framteljendum fjölgaði um 5,2% og voru 12.567 fleiri en árið áður. Skýringin er hinn mikli aðflutningur fólks sem hefur einkennt íbúaþróun undanfarin ár.
 
  • Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 185,5 milljörðum króna og hækkar um 13,4% frá fyrra ári. Álagðir tekjuskattar til ríkissjóðs skiptast í tekjuskatt annars vegar og fjármagnstekjuskatt hins vegar en útsvarið er tekjustofn sveitarfélaga.
 
  • Almennan tekjuskatt, samtals 81,9 milljarða króna, greiða 175.399 einstaklingar, eða 69% framteljenda. Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hefur hækkað um 5,1 % milli ára, eða mun minna en gjaldstofninn, sem hækkaði um 10%,  enda lækkaði tekjuskattshlutfallið úr 24,75% í 23,75% í upphafi ársins 2006 auk þess sem persónuafsláttur hækkaði um 2,5%.
 
  • Útsvar til sveitarfélaga nemur alls 87,3 milljörðum króna og hækkar um 12,4% frá fyrra ári. Gjaldendur útsvars eru 244.883 og fjölgar um 4,6% milli ára. Álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar samkvæmt því um 7,4% milli ára en meðalútsvarshlutfall breyttist ekki.
 
  • Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 16,3 milljörðum króna og hækkar um tæplega 34% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru 93 þúsund og fjölgar um tæp 10% milli ára. Söluhagnaður skýrir drjúgan helming af skattstofni fjármagnstekjuskatts en arður og vaxtatekjur tæpan fjórðung hvor liður. Fjármagnstekjuskattur eykur enn hlut sinn í tekjusköttum til ríkissjóðs og nemur hann nú 16,6% samanborið við 14,4% árið 2006.
 
  • Framtaldar eignir heimilanna námu rúmlega 2.800 milljörðum króna  í lok síðasta árs og höfðu þær aukist um 14,9% frá fyrra ári. Fasteignir heimilanna töldust 2.052 milljarðar að verðmæti eða nær 3/4 hlutar af eignum og verðmæti þeirra hafði aukist um 12,5% milli ára en eigendum fasteigna fjölgaði um 1,2%. Framtaldar skuldir heimilanna námu alls 1.113 milljörðum króna í árslok 2006 og höfðu þær vaxið um liðlega 21% frá árinu 2005. Framtaldar skuldir vegna íbúðarkaupa jukust minna eða um 17,8%, og námu rúmlega 700 milljörðum króna. Skuldir vegna íbúðarkaupa námu 34,4% af verðmæti þeirra og hafði það hlutfall hækkað nokkuð frá fyrra ári.
 
  • Á þessu ári verða greiddir út rúmir 7,4 milljarðar króna í barnabætur samanborið við 6 milljarða króna í fyrra sem er 24,1% aukning. Þá fjölgar þeim sem bótanna njóta um 14,8% frá síðasta ári. Hér kemur það til að tekjuskerðingarmörk vegna bótanna hafa verið hækkuð um 20%, auk þess sem bætur eru nú greiddar vegna barna allt að 18 ára aldri en áður voru einungis greiddar bætur vegna barna að 16 ára aldri. Barnabætur vegna barna yngri en 7 ára hafa einnig verið hækkaðar um 20%. Þá hafa skerðingarhlutföll vegna tekna umfram skerðingarmörk verið lækkuð. Þetta allt hefur í för með sér að meðalbætur á fjölskyldu hækka um 8%.
 
  • Ákvarðaðar vaxtabætur vegna vaxtagjalda af íbúðarlánum, sem einstaklingar greiddu af á árinu 2006, nema 5,3 milljörðum króna í ár.  Vaxtabætur fá um 50 þúsund aðilar. Meðalvaxtabætur eru nú 106 þúsund að meðaltali á hvern vaxtabótaþega en þeim er skipt á milli hjóna og sambýlisfólks. Sem kunnugt er var vaxtabótum endurúthlutað vegna síðasta árs eftir að í ljóst kom að mikil hækkun fasteignaverðs leiddi til verulegrar fækkunar þeirra sem þeirra höfðu notið. Að teknu tilliti til þeirrar endurúthlutunar hækka útborgaðar vaxtabætur um tæp 5% milli ára, en fjöldi vaxtabótaþega er svipaður bæði árin.
 
  • Hinn 1. ágúst n.k. koma til útborgunar 9,2 milljarðar króna eftir skuldajöfnun á móti ofgreiddum sköttum.    Vaxtabætur eru stærsti hluti útborgunarinnar en  útborgun þeirra nemur 4,3 milljörðum.    Fjórðungur barnabóta verða útborgaðar og nemur upphæð þeirra 1,6 milljörðum.    Afgangurinn, um 3 milljarðar króna, eru ofgreidd staðgreiðsla eða fyrirframgreiddir skattar af tekjum síðasta árs.     Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári og kemur síðasti hluti þeirra, tæpir 2 milljarðar króna, til útborgunar 1. nóvember n.k.
 Reykjavík 30. júlí 2007 

 


Verklagsreglur um læknisrannsókn á fólki sem flyst til Íslands

 

 

Breyttar verklagsreglur

18.7.2007  

Læknisrannsókn er ein forsendna atvinnu- eða dvalarleyfis útlendinga hér og hefur sóttvarnalæknir sett nýja reglur um rannsóknir þessar. Fyrst og fremst er hér verið að tala um verklagsreglur vegna læknisrannsókna sem þeir þurfa að gangast undir sem koma til landsins til tímabundinna starfa og dvalið hafa á landsvæðum þar sem sérstök hætta er á útbreiðslu alvarlegra sjúkdóma. Nýju reglurnar sem sóttvarnalæknir hefur sett taka ekki til íbúa á Evrópska efnahagssvæðinu að undanskildum Rúmenum og Búlgörum. Íbúar frá Sviss, Bandaríkjunum og Kanada eru einnig undanskildir læknisrannsókn. 

Sjá nánar á vef landlæknis: http://www.landlaeknir.is/Pages/1055?NewsID=1684  

 

Sóttvarnarlæknir Verklagsreglur um læknisrannsókn á fólki sem flyst til Íslands  

http://www.landlaeknir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3238

  

 


Vatn og "vatnshagkerfið" !

Vatnið er ein af frumþörfum okkar, og er sjálfsagt í huga okkar Íslendinga að hafa aðgang að  nánast ókeypis vatni í kranum heima hjá okkur.

Fyrsti vísirinn að einkavæðingu á vatnssölu til almennings hérlendis, var sala á hlut í Orkuveitu Suðurnesja til einkafyrirtækis.

Hvað verður langt í það að heimilin á Íslandi þurfi að borga "heimsmarkaðsvefð" fyrir ferskt vatn ?

Það er mikið ríkidæmi að hafa ferskt ómengað vatn, eins og er hérlendis, og við þurfum að fara vel með þessa auðlynd þjóðarinnar.                          F.S.

Hrund Atladóttir  er með góða hugleiðingu um vatn á    http://hrunda.blog.is/blog/hrunda/entry/262562


mbl.is Öld bláa gullsins runnin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn fréttir af berklum.

Það eru alltaf að koma fréttir af berklasmiti, m.a. í nágrannalöndum okkar.  Við megum ekki gleyma því að berklasmit uppgötvast líka á Íslandi, og því þarf að viðhafa sem nákvæmast eftirlit með heilsufari þeirra sem koma til landsins.

SÍBS hefur minnt á að ekki er búið að útríma berklum í heiminum.   Berklasmit eru þó frekar fá hérlendis.    Það gæti orðið erfitt að glíma við það ef margir fengju berkla sem hefðbundin síklalif virka ekki á.  Meðhöndlun á sjúkrahúsi gæti tekið sex mánuði og er kostnaðarsöm.

Það er ástæða til að halda vöku sinni og fylgjast með berklasýkingum og þróuninni í meðhöndlun berkla.     F.S.

 


mbl.is Víðförull berklasjúklingur útskrifaður af sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur glæsibýll.

 

 

 

 

forsetabill600h_250898  Lexus LS 600 h

 

Forsetaembættið fékk níverið afhentan nýjan bíl af gerðinni Lexus LS600h. sem er búinn svonefndu hybrid-kerfi, þ.e. bæði rafmótor og bensínvél. 

Hægt er að aka bílnum sem bensínbíl eða sem rafbíl. 

Ekki virðist vera hægt að hlaða rafhlöðurnar með því að stinga bílnum í samband, við mæsta tengil, heldur hlaðast rafgeimarnir eingöngu frá eigin rafkerfi bílsins.   Því er ekki um að ræða tengil-tvinbíl eins og fjallað ver um hér aðeins neðar.     Þetta minnkar umhverfisgildi bílsins.     Íbúi í þéttbýli hefði jafnvel geta keyrt bílinn eingöngu sem rafbíl, ef hægt hefði verið að hlaða hann frá rafkerfi heimilisins.

Þetta er glæsilegur bill og hæfir vel sem embættisbíll forsetans.

 

 Bíllinn er fjórhjóladrifinn með 5 lítra 438 hestafla V8 bensínvél og er sagður eyða um 11lítrum  á hundraðið í blönduðum akstri.

Svo er að sjálfsögðu líka rafmótorar sem einir sér skila bílnum á 60-70 km hraða á klst.Ekki er sagt hvað hleðslan á rafgeymunum dugar til margra kílómetra aksturs. 

Nú gæti forsetaembættið bætt um betur og bætt við hleðslubúnaði svo að hægt sé að hlaða rafgeymana frá samveitu.    Þá verður bíllinn orðinn tengil-tvinbíll.

 

Þróunin í orkunotkun bíla er mjög ör.  Verið er þróa búnað í bíla sem klýfur vatn í vetni og súrefni, og svo hægt að nota vetnið beint á bensínbótora.   Við brunann í mórornum myndast svo aftur bara vatn.

Kanski verður næsti forsetabíll með slíkum búnaði, eða einhverjum enn fullkomnari.

 

Við getum öll samglaðst forsetanum með þennan glæsilega luxusbíl.   F.S.

 


mbl.is Forsetaembættið fær umhverfisvænan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn og ungmenni með vefjagigt þjást af svefntruflunum

Komin er sérstakur vefur um vefjagikt og skilt efni, vefjagikt.is.  Þar er góð grein um svefntruflanir barna og unglinga með vefjagikt.  

Greinina má finna á  http://vefjagigt.is/greinalisti.php?id_teg=0  og ég birti hana hér okkur til fróðleiks.  Endilega kíkið inn á vefinn.  Þetta er einn besti vefurinn um málefni tiltekins sjúkdóms og sjúklingahóps.   Þetta er gott dæmi um óeigingjarnt framtak fagmanns í heilbrigðisgeiranum til að fræða um sína sérgrein.

Þessi vefur mætti verða fyrirmynd annarra, t.d. mættu SÍBS félögin koma upp svona aðgengilegum vef með upplýsingum fyrir sína sjúklingahópa og jafnvel fleyri.

Á vef Reykjalundar  www.reykjalundur.is er margskonar fræðsluefni og er það aðgengilegt á http://www.reykjalundur.is/Reykjalundur/Fraedsluefni/ .

Ég leyfi mér að birta hér greinina sem ég nefndi um svefntruflanir barna og unglinga með vefjagikt af vefnum vefjagikt.is.     Takk fyrir áhugaverða grein.    F.S. 

       ----------------     ---------------    ---------------

28.06.2007 | Pistlar/fréttir

Börn og ungmenni með vefjagigt þjást af svefntruflunum 

Meira en 90% vefjagigtarsjúklingar telja sig eiga við svefntruflanir að stríða. Svefntruflanir virðast skipa stórt hlutverk í einkennamynd vefjagigtar jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Moldofsky var fyrstur til að varpa ljósi á líklegan þátt svefntruflana í einkennum vefjagigtar 1970, sem hafa síðan verið staðfestar í fleiri rannsóknum.

Svipaðar niðurstöður hafa fengist í rannsóknum á svefni barna og ungmenna með vefjagigt. Svefn þeirra er einnig truflaður, en þó ekki alveg á sama hátt og svefn fullorðinna með vefjagigt.

Rannsókn Roizenblatt og félaga (1997) sýndi að svefntruflun barna með vefjagigt fælist í meiri óróleika í svefni, en svefntruflun mæðra þessara barna sem voru einnig með vefjagigt, einkenndist af tíðari uppvakningum, alfa-bylgju truflunum og minni svefngæðum. Þeirra niðurstaða var að svefntruflun væri ekki eins algeng hjá börnum og fullorðnum með vefjagigt. En niðurstöður rannsóknar sem gerð var af Siegel og félögum (1998) voru að 96% barna með vefjagigt voru með truflaðan svefn. Þeir notuðu víðari viðmið fyrir greiningu svefntruflana en voru notuð í fyrrnefndri rannsókn.

Tayag-Kier og félagar (2000) komust að því að svefn barna og ungmenna með vefjagigt (n=16) væri bæði óeðlilegur að uppbygginu og skertur samanborið við svefn heilbrigðra barna (n=14). Heildarsvefntími þeirra var styttri, þau voru mun lengur að sofna, vöktu lengur yfir nóttina, gæði svefns þeirra var lakari og þau þjáðust af lotuhreyfiröskun útlima (e. periodic limb movement disorders, PLMS) oft á hverjum klukkutíma. Lotuhreyfiröskun útlima var níu sinnum tíðari í vefjagigtarhópnum samanborið við viðmiðunarhópinn og átti sér stað rétt fyrir uppvakningar. Alfa-bylgu truflun á svefni sem einkennir svefntruflun fullorðinna vefjagigtarsjúklinga reyndist ekki vera einkennandi fyrir svefntruflanir fyrir þennan aldurshóp.  

Gerð svefntruflana er ekki eins hjá börnum og fullorðnum með vefjagigt. Hjá börnum og ungmennum er i alfa-bylgju truflum ekki jafn mikil og hjá fullorðnum, en þau eru órólegri í svefni og þjást af lotu-hreyfiröskun-útlima (PLMD).  

Heimildir:

Siegel, D.M., Janeway, D., Baum, J. (1998). Fibromyalgia syndrome in children and adolescents: clinical features at presentation and status at follow-up. Pediatrics,101,337-382.  

Roizenblatt, S., Goldenberg, J., Pinto, L.R., Hilario, M.O., Feldman, D. (1997) Juvenile fibromylagia: clinical and polysomnograpic aspects. Journal of Rheumatology,24,3,579-585.  

Tayag-Kier, C.E., Keenan, G.F., Scalzi, L.V., Schultz, B., Elliott, J., Zhao, H., Arens, R. (2000). Sleep and Periodic Limb Movement in Sleep in Juvenile Fibromylagia. Pediatrics, 106,5.

 


Vekur bílstjórann þegar hann sofnar

Enn ein grein að láni af mbl.is.   Föstudaginn 29. júní, 2007 - Daglegt líf   

Á sérstaklega erindi til fólks með ómeðhöndlaðan kæfisvefn.       F.S.

 

Öryggi Kerfið samanstendur af myndavél, ljósi og hátalara sem varar bílstjórann við þegar hann er við það að keyra út af.

Einfalt viðvörunarkerfi getur bjargað lífi þreyttra bílstjóra og farþega þeirra. Kerfið samanstendur af myndavél, ljósi og hátalara sem varar bílstjórann við þegar hann er við það að keyra út af. Kerfið nefnist Mobileye en að sögn forskning.

  

Einfalt viðvörunarkerfi getur bjargað lífi þreyttra bílstjóra og farþega þeirra. Kerfið samanstendur af myndavél, ljósi og hátalara sem varar bílstjórann við þegar hann er við það að keyra út af.

  

Kerfið nefnist Mobileye en að sögn forskning.no hafa rannsóknir norskra vísindamanna sýnt fram á að það geti komið í veg fyrir alvarleg bílslys sem hljótast af því að ökumaðurinn sofnar.

  

Í rannsókninni voru fimm ungir bílstjórar fengnir til að setjast undir stýri í aksturshermi, bæði útsofnir og þreyttir. Í ljós kom að eftir sólarhrings vöku versnuðu verulega hæfileikar þeirra til að aka. Tveir þeirra voru ekki langt frá því að keyra út af og aðrir upplifðu ofskynjanir og drauma meðan þeir óku.

  

Ökumennirnir, sem voru á aldrinum 22 til 26 ára, voru látnir keyra í tuttugu mínútur, einu sinni fyrir vökunótt og tvisvar sinnum eftir. Í annað af síðari skiptunum nýttu þeir sér Mobileye. Kerfið skynjar miðlínu vegarins, vegkantana og fjarlægðina að næsta bíl og gefur frá sér hljóð- og ljósmerki þegar viðkomandi er á leiðinni út af veginum. Í tilrauninni kom í ljós að Mobileye vakti ökumanninn þegar hann var við það að sofna og keyra út af akstursbrautinni.

  Vísindamennirnir segja rannsóknina sýna að hjálparmeðul á borð við Mobileye geti dregið úr alvarlegum bílslysum og vilja að það verði staðalbúnaður í öllum nýjum bílum. Þótt kerfið komi ekki í veg fyrir að fólk sofni undir stýrið auki það líkurnar á að það vakni áður en slys hljótist af.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband