Færsluflokkur: Tilkynningar til félagsmanna
Sunnudagur, 24. október 2010
OPIÐ HÚS SÍBS "Töfralyfið hreyfing"
Mánudaginn 25. október n.k. verður að venju opið hús í SÍBS húsinu, Síðumúla 6.
Gígja Gunnarsdóttir, íþróttafræðingur BSc, MPH, verkefnastjóri hreyfingar hjá Lýðheilsustöð fjallar um gildi hreyfingar.
Heiti fyrirlestursins er: ,,Töfralyfið hreyfing".
Fyrirlesturinn hefst kl. 16.15.
Allir velkomnir.
innsett FS
Tilkynningar til félagsmanna | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. október 2010
List án landamæra 2011.
Vilt ÞÚ vera með?
24.9.2010
Undirbúningur er nú hafin fyrir List án landamæra 2011.
Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt eru hvattir til að tilkynna sig sem fyrst.
Hátíðin verður haldin frá lok apríl fram til miðs maí 2011.
Allar nánári upplýsingar á heimasíðu Listar án landamæra
Einnig má hafa samband við Margrét M. Norðdahl starfsmann Listar án landamæra í síma: 691-8756
innsett FS
Tilkynningar til félagsmanna | Breytt s.d. kl. 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. janúar 2010
Gott fjör í æðum? Sunnudaginn 10. janúar verður opið hús kl. 13 - 16 í SÍBS húsinu, Síðumúla 6.
8. janúar 2010 18:00 |
Gott fjör í æðum? |
Opið hús og mælingar á sunnudag |
Sunnudaginn 10. janúar verður opið hús kl. 13 - 16 í SÍBS húsinu, Síðumúla 6. Kynning á Happdrætti SÍBS Þar gefst kostur á að fá ókeypis mælingar á blóðþrýstingi, blóðfitu og súrefnismettun. Allir eru velkomnir og þeir sérstaklega sem ekki þekkja gildi sín hvað þessa þætti varðar. Einnig gefst kostur á fræðslu um starfsemi SÍBS og aðildarfélaganna. |
Tilkynningar til félagsmanna | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. júní 2009
Áhrif fyrirhugaðra breytinga á lögum um almannatrygginga.
Félags- og tryggingamálaráðuneytið 18. júní 2009 Fylgiskjal Áhrif fyrirhugaðra breytinga á lögum um almannatrygginga, sbr. frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum
http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/09FrettatengtFEL09/18062009FylgiskjalMedFrett.pdf
Lækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og afnám heimildar til að velja á milli frítekjumarks og þess að telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar.
Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar lækkar úr 1.315.200 kr. á ári í 480.000 kr. á ári eða 40.000 kr. á mánuði. Er það gert vegna þess mikla atvinnuleysis sem þjóðin stendur frammi fyrir en gríðarlegur fjöldi atvinnufærra manna og kvenna þarf að lifa af atvinnuleysisbótum einum saman. Aftur á móti mun frítekjumark örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna haldast óbreytt, en það er nú 1.315.200 kr. á ári Er talið sérstaklega mikilv.ægt að stuðla áfram að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja í því efnahagsástandi sem nú ríkir.
Þessi breyting hefur það í för með sér að bætur ellilífeyrisþega, sem býr einn og hefur 50.000 kr. tekjur af atvinnu, lækka um 5.826 kr. á mánuði. Ráðstöfunartekjur hans eru fyrir breytinguna 198.977 kr. en verða frá og með 1. júlí 193.151 kr. Ef tekjurnar eru 100.000 kr. á mánuði nemur lækkun bótanna 34.956 kr. á mánuði, ráðstöfunartekjur lækka úr 248.977 kr. í 214.021 kr. á mánuði. Breytingin hefur engin áhrif á greiðslur örorkulífeyrisþega þar sem frítekjumark vegna atvinnutekna þeirra verður óbreytt.
Heimild til að velja á milli frítekjumarks og þess að telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar verður nú afnumin. Þetta úrræði hefur aðeins nýst þeim lífeyrisþegum sem hafa hæstar atvinnutekjur eða um 274.000 kr. á mánuði og hærri. Það er því aðeins lítill fjöldi elli- og örorkulífeyrisþega sem fær hærri tekjutryggingu vegna þessarar heimildar, sem var sett í lög áður en frítekjumörk vegna atvinnutekna voru lögleidd. Afnám reglunnar leiðir auk þess til mikillar einföldunar á almannatryggingakerfinu.
Alls munu bætur um 2.250 lífeyrisþega lækka við þessar breytingar, þar af 2.120 ellilífeyrisþega og 130 örorkulífeyrisþega.
Lífeyrissjóðstekjur hafa áhrif á útreikning grunnlífeyris. Tekjur úr lífeyrissjóðum munu eftir breytinguna hafi áhrif á útreikning elli- og örorkulífeyris, en í dag teljast þær tekjur ekki til tekna við útreikning grunnlífeyris. Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í ríkisfjármálum er nauðsynlegt að telja þessar tekjur til tekna við útreikning bótanna. Frítekjumark vegna grunnlífeyris er nú tæplega 215.000 kr. á mánuði þannig að grunnlífeyrir mun eftir sem áður ekki byrja að skerðast fyrr en því tekjumarki er náð og falla niður við um 332.000 kr. á mánuði.
Alls munu bætur um 5.750 lífeyrisþega lækka við þessar breytingar, þar af 5.210 ellilífeyrisþega og 540 örorkulífeyrisþega.
Aldurstengd örorkuuppbót skerðist vegna tekna.
Greiðslur aldurstengdrar örorkuuppbótar eru ekki tekjutengdar í dag að öðru leyti en því að skilyrði er að viðkomandi öryrki fái greiddan grunnlífeyri. Aldurstengd örorkuuppbót mun eftir breytinguna skerðast með sama hætti og örorkulífeyrir, þ.e. með sama frítekjumarki, sama skerðingarhlutfalli og vegna sömu tekna. Skerðing uppbótarinnar hefst því þegar mánaðarlegartekjur viðkomandi nema tæplega 215.000 kr. á mánuði en fellur niður þegar mánaðarlegar heildartekjur hans nema um 332.000 kr. á mánuði eða um 4 millj. kr. á ári.
Alls munu bætur um 1.000 örorkulífeyrisþega lækka við breytinguna, en mismikið eftir fjárhæð uppbótarinnar og samsetningu teknanna. Örorkulífeyrisþegi sem býr einn og hefur fulla aldurstengda örorkuuppbót sem hefur 50.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði á mánuði mun aðeins lækka um 1.939 kr. á mánuði við breytinguna og ef lífeyrissjóðstekjurnar eru 100.000 kr. á mánuði þá munu bætur hans lækka um 6.229 kr. Heildartekjur hans lækka þannig úr 243.709 kr. á mánuði í 237.480 kr.
Skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkar í 45%.
Skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkar úr 38,35% í 45%. Hlutfall þetta hefur farið lækkandi á undanförnum árum, þannig fór það úr 45% í 39,95% árið 2007 og aftur úr 39,95% í 38,35% árið 2008. Því er í raun verið að hverfa til sama skerðingarhlutfalls og var í gildi á árinu 2006. Lögð er áhersla á að þessi breyting hafi ekki áhrif á fjárhæðir bóta tekjulægstu lífeyrisþeganna, þar sem lækkun tekjutryggingar til þeirra mun leiða til hækkunar á sérstakri uppbót á lífeyri ef heildartekjur einhleyps lífeyrisþega eru lægri en 180.000 kr. á mánuði eða 153.500 kr. hjá lífeyrisþega sem er í hjónabandi eða fær ekki greidda heimilisuppbót af öðrum ástæðum. Sem dæmi má nefna að ellilífeyrisþegi sem hefur 50.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði á mánuði mun ekkert lækka við breytinguna og ef lífeyrissjóðstekjurnar eru 100.000 kr. á mánuði þá munu bætur hans aðeins lækka um 2.784 kr. á mánuði.
Alls munu bætur um 27.780 lífeyrisþega lækka við þessa breytingu, þar af 18.940 ellilífeyrisþega og 8.840 örorkulífeyrisþega. Sá fjöldi skýrist einkum af því að mjög stór hluti allra lífeyrisþega fær greidda tekjutryggingu, en skerðingin er mismikil hjá hverjum og einum.
10.000 kr. frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar.
Sett verður nýtt frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur ellilífeyrisþega vegna útreiknings tekjutryggingar sem nemur 10.000 kr. á mánuði. Á síðasta ári var örorkulífeyrisþegum tryggt slíkt frítekjumark og nemur það nú 27.400 kr. á mánuði. Með þessari breytingu er mörkuð stefna til framtíðar, þ.e. að allir lífeyrisþegar njóti frítekjumarks vegna lífeyrissjóðstekna sem ráðherra er heimilt að hækka með reglugerð. Breytingin leiðir til hækkunar bóta hjá ellilífeyrisþegum sem fá greidda tekjutryggingu.
Áhrif breytinga á einstaklinga Áhrif breytinganna eru mismunandi eftir aðstæðum hvers og eins, hvernig samsetning tekna þeirra er og hvort um er að ræða elli- eða örorkulífeyrisþega. Í töflunum hér að neðan er miðað við einstaklinga sem búa einir og fjárhæðir bóta fyrir og eftir breytingar innihalda samanlagðar upphæðir grunnlífeyris, tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar uppbótar til framfærslu. Ef ekki er um greiðslu heimilisuppbótar að ræða verða áhrif breytinganna minni en hér er sýnt
1. Ellilífeyrisþegar eingöngu með atvinnutekjur
Tekjur | Er | Verður | Mism. |
0 | 180.000 | 180.000 | 0 |
10.000 | 170.000 | 170.000 | 0 |
20.000 | 160.000 | 160.000 | 0 |
30.000 | 150.000 | 150.000 | 0 |
50.000 | 148.977 | 143.151 | 5.826 |
75.000 | 148.977 | 128.586 | 20.391 |
100.000 | 148.977 | 114.021 | 34.956 |
150.000 | 128.918 | 84.891 | 44.027 |
2. Ellilífeyrisþegar eingöngu með lífeyrissjóðstekjur
Tekjur | Er | Verður | Mism. |
0 | 180.000 | 180.000 | 0 |
10.000 | 170.000 | 170.000 | 0 |
20.000 | 160.000 | 160.000 | 0 |
30.000 | 150.000 | 150.000 | 0 |
50.000 | 130.000 | 130.000 | 0 |
75.000 | 111.740 | 111.108 | 632 |
100.000 | 99.327 | 96.543 | 2.784 |
150.000 | 74.502 | 67.413 | 7.089 |
200.000 | 49.677 | 38.283 | 11.394 |
250.000 | 29.294 | 20.445 | 8.850 |
300.000 | 29.294 | 7.945 | 21.350 |
3. Örorkulífeyrisþegar með atvinnutekjur
Aldurstengd örorkuuppbót 100% | Aldurstengd örorkuuppbót 15% | ||||||
Tekjur | Er | Verður | Mism | Er | Verður | Mism | |
0 | 180.000 | 180.000 | 0 | 180.000 | 180.000 | 0 | |
10.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 170.000 | 170.000 | 0 | |
20.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 160.000 | 160.000 | 0 | |
30.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 154.739 | 154.739 | 0 | |
50.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 154.739 | 154.739 | 0 | |
75.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 154.739 | 154.739 | 0 | |
100.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 154.739 | 154.739 | 0 | |
150.000 | 159.645 | 156.179 | 3.466 | 134.745 | 131.279 | 3.466 | |
200.000 | 134.900 | 127.144 | 7.756 | 110.000 | 102.244 | 7.756 | |
250.000 | 110.155 | 89.259 | 20.896 | 85.255 | 71.881 | 13.374 | |
300.000 | 90.557 | 47.724 | 42.833 | 65.657 | 40.971 | 24.686 | |
4. Örorkulífeyrisþegar með lífeyrissjóðstekjur
Aldurstengd örorkuuppbót 100% | Aldurstengd örorkuuppbót 15% | ||||||
Tekjur | Er | Verður | Mism | Er | Verður | Mism | |
0 | 180.000 | 180.000 | 0 | 180.000 | 180.000 | 0 | |
10.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 170.000 | 170.000 | 0 | |
20.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 160.000 | 160.000 | 0 | |
30.000 | 178.352 | 178.129 | 223 | 153.452 | 153.229 | 223 | |
50.000 | 168.454 | 166.515 | 1.939 | 143.554 | 141.615 | 1.939 | |
75.000 | 156.082 | 151.998 | 4.084 | 131.182 | 127.098 | 4.084 | |
100.000 | 143.709 | 137.480 | 6.229 | 118.809 | 112.580 | 6.229 | |
150.000 | 118.964 | 108.445 | 10.519 | 94.064 | 83.545 | 10.519 | |
200.000 | 94.219 | 79.410 | 14.809 | 69.319 | 54.510 | 14.809 | |
250.000 | 69.474 | 43.378 | 26.097 | 44.574 | 26.000 | 18.575 | |
300.000 | 58.588 | 15.889 | 42.699 | 33.688 | 9.136 | 24.552 | |
Fjöldi einstaklinga sem lækkar Í töflunum sem sýndar eru hér að neðan kemur fram heildarfjöldi þeirra lífeyrisþega sem fá lægri bætur frá Tryggingastofnun ríkisins eftir breytingarnar. Rétt er að geta þess að langflestir lífeyrisþegar fá greidda tekjutryggingu en um 2/3 hluti þeirra lækkar við það að skerðingarhlutfall tekjutryggingar er hækkað í 45%. Ástæða þess að ekki fleiri lækka er sú að greiðsla sérstakrar uppbótar hækkar á móti lækkaðri tekjutryggingu hjá tekjulægstu lífeyrisþegunum þannig að heildartekjur þeirra lækka ekki við breytinguna, 1. Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega lækkað í 480.000 kr. á ári og afnumið ákvæði um að heimilt sé að láta 60% atvinnutekna skerða tekjutryggingu bæði elli- og örorkulífeyrisþega.
1._Fjöldi lífeyrisþega sem lækkar í bótum.
Ellilífeyrisþegar | 2.120 |
Örorkulífeyrisþegar | 130 |
Samtals | 2.250 |
2._Skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað í 45%. Fjöldi lífeyrisþega sem lækka í bótum.
Ellilífeyrisþegar | 18.940 |
Örorkulífeyrisþegar | 8.840 |
Samtals | 27.780 |
3._Lífeyrissjóðstekjur skerða grunnlífeyri. Fjöldi lífeyrisþega sem lækka í bótum.
Ellilífeyrisþegar | 5.210 |
Örorkulífeyrisþegar | 540 |
Samtals | 5.750 |
4._Aldurstengd örorkuuppbót skerðist með sama hætti og grunnlífeyrir. Fjöldi lífeyrisþega sem lækkar í bótum.
Ellilífeyrisþegar | 0 |
Örorkulífeyrisþegar | 1.000 |
Samtals | 1.000 |
Tilkynningar til félagsmanna | Breytt 20.6.2009 kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. janúar 2009
ÖBÍ mótmælir aðför að velferðarkerfinu!
Af: http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/397
21.1.2009
Ályktun fundar aðalstjórnar ÖBÍ 21. janúar 2009
Í desember síðastliðnum ákvað ríkisstjórn Íslands að ganga gegn lögum um verðbætur á greiðslur almannatrygginga til yfirgnæfandi meirihluta elli- og örorkulífeyrisþega þann 1. janúar síðastliðinn. Í stað þess að forgangsraða í anda velferðarþjóðfélags var ákveðið að taka með þessum hætti um 2,5 milljarða (netto) af lögvernduðum lífeyri landsmanna.
Ennfremur hefur ríkisstjórnin stóraukið greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og innleitt þar nýja og áður óþekkta gjaldaliði sem bitna harðar á öryrkjum, langveikum og öðrum þeim sem mest þurfa á þessari þjónustu að halda. Þetta er gert þrátt fyrir að ekki hafi verið settar reglur um hámark á greiðsluþátttöku sjúklinga.
Skyndiatlaga að velferðarkerfinu mun koma harðar niður á samfélaginu og auka kostnað þess þegar til lengri tíma er litið.
Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir þessari aðför að lífeyrisþegum og langveikum harðlega og fer fram á að stjórnvöld grípi til annarra og réttlátari aðgerða í þeim efnahagsvanda sem við er að glíma. Verði landslög ekki virt mun bandalagið fela lögmönnum sínum að kanna lagalegan rétt félagsmanna sinna.
Aðalstjórn ÖBÍ 21. janúar 2009
Í skjóli kreppuástands í þjóðfélaginu hefur ríkisstjórnin sett lög (svokallaðan bandorm) á ýmis lögvarin réttindi almennings þar á meðal á bætur almannatrygginga.
Í lögum um almannatryggingar 100/2007, 69. gr. segir m.a. að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög, ?þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.
Hækkun bóta nú um áramótin hefði í réttu samkvæmt lögum átt að vera um 19% vegna þróunar vísitölu neysluverðs á árinu 2008. Hækkun til lífeyrisþegar er þó aðeins 9,6% samkvæmt lagaákvæði bandormsins. Breyting á sjúkratryggingalögum
Í lögum um sjúkratryggingar 112/2008, 18. gr. segir að: Sjúkratryggingar taka til ókeypis vistar að ráði læknis í sjúkrahúsum sem rekin eru af ríkinu eða samkvæmt samningum ?
Sett hefur verið á 6.000 kr. innlagnargjald við vistun á sjúkrahús fyrir almenning og kr. 3.000 fyrir lífeyrisþega. Getur slíkt verið verulega íþyngjandi ofan á annan kostnað sem lífeyrisþegar hafa af sínum veikindum.
Athygli skal vakin á að í bandorminum, Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum 173/2008, 16. gr. er ekki tilgreint að um bráðarbyrgðaákvæði sé að ræða varðandi innlagnargjaldið eins og tilgreint er við flestar aðrar breytingar sem gerðar eru á lögum.
( innsett F.S. )
Tilkynningar til félagsmanna | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Ný reglugerð um hjálpartæki - styrkir hækka
HBR- Fréttir frá heibrigðisráðuneyti
http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2938
9.12.2008
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur sett nýja reglugerð um hjálpartæki sem felur í sér verulega hækkun styrkja vegna tækjanna. Meginbreytingin frá reglugerðum nr. 460/2003 og nr. 752/2002 felst í hækkun styrkja, sem tilgreindir eru í fastri krónutölu í reglugerðunum. Vegna gengisbreytinga undanfarið hefur verð á innfluttum hjálpartækjum hækkað undanfarna mánuði. Þess vegna er talið nauðsynlegt að hækka styrkina sem til að koma til móts við vaxandi útgjöld sjúkratryggðra. Kostnaðarauki vegna þeirra breytinga sem lagðar eru til nemur rúmlega 230 milljónir króna á ársgrundvelli. Um 45 milljóna króna hækkun er á styrkjum til kaupa á stómavörum, og er það um 40% hækkun.Um er að ræða fyrstu reglugerð þess efnis sem sett verður samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og mun koma í stað reglugerðar nr. 460/2003, um styrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna hjálpartækja, og að hluta til reglugerðar nr. 752/2002, um styrki og uppbætur Tryggingastofnunar ríkisins til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.
Fyrir utan hækkun styrkja eru lagðar til nokkrar efnislegar breytingar. Þær eru þessar helstar:- Að styrkur til brunaumbúða verði 100%. Ekki er um mörg tilvik að ræða á ári en búnaður er dýr og þörf á endurnýjun á meðan sár eru að gróa.
- Að styrkur vegna kviðbelta verði aukinn í samræmi við spelkur almennt, þ.e. áfram 70% ef notkun er styttri en eitt ár, en verði 100% ef um alvarlegt langvarandi ástand er að ræða.- Styrkupphæðir vegna gervibaðfóta eru hækkaðar úr 50% í 70%. Heimildin hefur ekki verið mikið nýtt og er skýringin talin vera of mikil hlutdeild notanda.
- Breyting á styrkjum til kaupa á tilbúnum bæklunarskóm þannig að sama upphæðin gildi fyrir alla, bæði börn og fullorðna. Þróunin síðastliðin 10 ár hefur verið í þá átt að tilbúnum bæklunarskóm hefur fjölgað en sérsmíðuðum fækkað.- Lögð er til breyting á stómavörum þannig að val á stómaplötum verði aukið.
- Lagt er til að fjárveitingar vegna sáraumbúða verði fluttar til heimahjúkrunar heilsugæslunnar. Þetta er gert að beiðni heilsugæslunnar.- Lögð er til breyting á gildandi reglum um öfluga rafknúna útihjólastóla fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri, þannig að þeir einstaklingar sem nú eiga rétt á rafknúnum hjólastól hafi val um það hvort þeir vilja öflugan rafknúin útihjólastól, án tillits til aldurs.
- Veittur hefur verið styrkur til kaup á hvíldarstólum og lyftustólum. Lagt er til að styrkur til kaupa á hvíldarstólum verði felldur niður og í staðinn veittur fastur styrkur til kaupa á lyftustólum fyrir þá sem eiga verulega erfitt með að standa upp úr stólum og eru alla jafna háðir hjólastól.- Lagt er til að greiðsluþátttaka vegna dyra- og gluggaopnara/lokara hækki úr 90% í 100%.
- Að lokum er lagt er til að auka skilgreiningar í flokknum samtalshjálpartæki og bætt við flokki varðandi forrit fyrir samtal/nærsamskipti. Ennfremur að auka skilgreiningar á viðvörunarbúnaði og bæta við í flokkinn rafstýrðum dagatölum og minnishjálpartækjum.
Reglugerðin gildir frá 5. desember 2008.
Leturbreytingar, undirstrikanir og innsetning: F.S.
Tilkynningar til félagsmanna | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. desember 2008
Sérhannað íslenskt hálsmen til styrktar hjartveikum börnum
MBL Laugardaginn 6. desember, 2008 - Innlendar fréttir
Sex ára og sex sinnum í hjartaaðgerð
ANNEY Birta Jóhannesdóttir, sem afhenti í gær Dorrit Moussaieff forsetafrú fyrsta eintakið af silfurhálsmeni til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, er sex ára hnáta sem hefur farið sex sinnum til Boston í hjartaaðgerð
Móðir Anneyjar Birtu, Guðrún Bergmann, sem er formaður Neistans, kveðst afar þakklát fyrir stuðninginn við félagið en á hverju ári fæðast hér á landi allt að 70 börn með hjartagalla.
Hálsmenið ber heitið Hjartarfi og er það selt í versluninni Leonard.
Hönnuðir eru Eggert Pétursson og Sif Jakobs.
(innsett F.S. )
Tilkynningar til félagsmanna | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Verjum velferðina Útifundur á Ingólfstorgi á mánudag kl.16:30
Af: BSRB.is
BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands standa fyrir útifundi á Ingólfstorgi mánudaginn 24. nóvember nk. kl. 16:30. Tilefni fundarins er óvissuástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, kjaraskerðing sem nú þegar blasir við mörgum og síðast en ekki síst hugmyndir stjórnvalda um stórkostlegan niðurskurð á útgjöldum til velferðar.
Óvissa um þróun mála á næstu mánuðum og misserum leggst þungt á þjóðina. Verst er óvissan fyrir þá sem mega alls ekki við kjaraskerðingu, þ.e.a.s. almennt launafólk, fólk sem þarf að framfleyta sér af lífeyri eingöngu eða af atvinnuleysisbótum. Leggja verður sérstaka áherslu á að verja kjör hinna verst settu. Þá er það eindregin krafa að staðinn verði vörður um velferðarkerfið, þ.e.a.s. félagsþjónustuna, heilbrigðisþjónustuna, almannatryggingar og loks skólakerfið. Þjónustu þessara mikilvægu grunnstofnana má ekki skerða - þvert á móti ber að efla hana og stuðla að jöfnuði.
Brýnt er að þeir sem höllustum fæti standa njóti öflugrar þjónustu og verndar samfélagsins. Þjónusta sem stuðlar að samfélagslegri þátttöku og eðlilegu lífi má ekki skera niður. Þá eru það grundvallar mannréttindi að fólki sé tryggð sómasamleg framfærsla. Því kemur ekki til greina að greiðslur almannatryggingakerfisins verði skertar. Stjórnvöld verða að grípa strax til raunverulegra aðgerða til bjargar heimilunum - aðgerða sem fela ekki einungis í sér bakreikninga sem fólk þarf að standa skil á síðar.
Íslenskt samfélag stendur nú á krossgötum. Við teljum að grundvöllur hins nýja Íslands verði að byggjast á samkennd og sameiginlegri ábyrgð okkar hvert á öðru. Það að vega að núverandi velferðarkerfi er ekki fyrsta skref á þeirri leið. Verjum því velferðina sem fyrsta áfanga að bættri framtíð. Við krefjumst síðan lýðræðislegra vinnubragða stjórnvalda, opinnar stjórnsýslu og upprætingu spillingar.
Ræðumenn á fundinum verða Gerður A. Árnadóttir formaður Þroskahjálpar, Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB, Halldór Sævar Guðbergsson formaður Öryrkjabandalagsins og Margrét Margeirsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Fundarstjóri verður Björg Eva Erlendsdóttir. Í lok fundarins verður borin upp ályktun.
BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Landssamtökin Þroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands
innsett FS
Tilkynningar til félagsmanna | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Kynning á HL-stöðinni
Opið hús SÍBS verður næst Mánudaginn 10. nóvember 2008 kl. 16:30
Þá kemur Sólrún H. Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri
HL stöðvarinnar og kynnir fyrir okkur starfsemi stöðvarinnar.
Kaffiveitingar og góður félagsskapur.
Mætum öll og tökum með okkur gesti.
Vífill.
Innsett: F.S.
Tilkynningar til félagsmanna | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Fundur um myglusveppi í húsum og áhrif þeirra á heilsufar íbúanna, einkum á astma og ofnæmi.
Astma- og ofnæmisfélagið efnir til fundar þriðjudaginn 11. nóv. n.k. í Gerðubergi kl. 20:00.
Fjallað verður um myglusveppi í húsum og áhrif þeirra á heilsufar íbúanna, einkum á astma og ofnæmi.
Erindi halda:
Dr. Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur: Orsök myglusveppa í húsum
Dr. María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir, lungnalæknir: Valda myglusveppir í húsum astma og ofnæmi?
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur: Myglusveppir - hvað, hvar, af hverju og hvernig skal bregðast við
Fundurinn er öllum opinn. Kaffiveitingar í boði félagsins.
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins http://ao.is/
Innsett F S.
Tilkynningar til félagsmanna | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
2 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar