Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Fimmtudagur, 30. október 2014
Rabbkvöld um fæðuofnæmi og -óþol.
- 30. okt 2014
Rabbkvöld um fæðuofnæmi og -óþol
Mánudaginn 3. nóvember kl. 20 - 22, munu Astma- og ofnæmisfélag Íslands og Selíak- og glútenóþolssamtök Íslands halda rabbkvöld í húsakynnum sínum í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6, 2. hæð.
Tilgangurinn með rabbkvöldum er að hittast og ræða um fæðuofnæmi og -óþol og þá þætti sem hafa þarf í huga í daglegu lífi og starfi.
Á þessu fyrsta rabbkvöldi vetrarins mun Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og formaður AO opna fundinn og ræða tilgang fundanna. Einnig mun hún kynna bókina "Kræsingar" sem hún þýddi fyrir tilstuðlan félagsins. Kræsingar verða á tilboðsverði á rabbkvöldinu.
Kvöldið er opið fyrir alla áhugasama. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Innsett: F.S.
Fimmtudagur, 26. júní 2014
Lífsstílsbreytingar virka.
150 Pounds Ago, I Was One Chinese Buffet Away from a Health Crisis
http://www.forksoverknives.com/150-pounds-ago-one-chinese-buffet-away-health-crisis
By John Dempsey | Posted on June 25, 2014
On March 1st of 2012 I was 44 years old, weighed 380 pounds, and was on blood pressure and cholesterol medicine. I watched Fork Over Knives, then checked out some other resources for plant-based eating, which really opened my eyes and saved my life! I came to realize that most sickness came from my high-fat and high-protein animal-based diet. The main thing that FOK showed me was that most of what we learned from the media, school, government, and society was all a big lie.
With this new knowledge, I started changing my diet, beginning with 80% whole plants. By doing this, the weight flew off. After two months of eating this way, I was down 48 pounds, and slowly that remaining 20% animal foods became smaller and smaller. It took me around six months to lose 100 pounds, and by the one year mark I was down 130 pounds. After three months, I was able to come off my blood pressure and cholesterol meds.
In August of 2013, I decided to give up eating meat altogether. The only thing I was holding out on was cheese, eggs, and milk in baked goods. Then in January of 2014, I went all the way to a 100% plant-based diet. Today the scale reads 229 - down 150 pounds in less than 26 months!
I recently went for a blood test, and my numbers are now better than when I was on medicine. It really does prove that disease and sickness can be changed by eating whole plant foods and eliminating animal products.
With the weight loss and this newfound energy, I am able to do so much more. Before, just walking up a flight of stairs at work was a struggle. Now I love to run! I started signing up for races, and a year and a half after starting at 380 pounds, I ran my first half marathon. I even started taking a yoga class, which is taking me to a total new level not only physically but also mentally.
I can't even imagine where I would be today if I didn't start on this journey. I was one Chinese buffet away from even more serious health issues, or even death, if I hadn't changed my ways. I will forever be grateful for films like FOK that started me on this Journey. Every time someone asks me what I did to lose weight, one of the first things I tell them is to go watch FOK.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. mars 2014
Fræðslufundur næsta fimmtudag kl: 19:30 - Góður svefn - grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu
Fræðslufundur
Góður svefn - grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu
Gigtarfélagið og Samtök psoriasis- og exemsjúklinga standa fyrir fræðslufundi fimmtudaginn 20. mars n.k. kl. 19:30.
Fyrirlesari verður Erla Björnsdóttir með erindið:
Góður svefn - grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu".
Í fyrirlestrinum verður m.a. fjallað um svefn og langvarandi svefnleysi og nokkur úrræði við því.
Erla er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og sinnt þeirri meðferð undanfarin ár.
Staður: Gigtarfélag Íslands Ármúla 5, 2.hæð.
Stund: 20. mars kl: 19:30
Allir velkomnir
Innsett F.S.
Þriðjudagur, 12. mars 2013
María og Tinna þjást af arfgengri heilablæðingu sem getur dregið þær til dauða
Ég er mjög þakklát fyrir mitt líf"
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is17:22 11. mars 2013
Frá vinstri: Tinna Björk Kristinsdóttir, María Ósk Kjartansdóttir, Mímir Hafliðason og Jón Birgir Eiríksson.
Ég er mjög þakklát fyrir mitt líf, þó ég myndi deyja í dag þá er ég þakklát," segir hin 23 ára Tinna Björk Kristinsdóttir sem þjáist af arfgengri heilablæðingu. Um er að ræða séríslenskan sjúkdóm sem erfist ókynbundið ríkjandi, en hann veldur heilablæðingu hjá ungu fólki. Tinna hefur ekki enn fengið blæðingu en hún gæti fengið slíka hvenær sem er. Hún lætur það þó ekki stoppa sig, lifir eðlilegu lífi og nýtur þess að vera til.
María Ósk Kjartansdóttir þjáist einnig af sjúkdómnum. Hún er 26 ára og hefur fengið þrjár heilablæðingar. Þá fyrstu fékk hún 24 ára en á síðasta ári fékk hún tvær blæðingar sama daginn. Aðra mjög alvarlega og var henni vart hugað líf. Móðir hennar lést úr sama sjúkdómi 32 ára og systir Maríu lést aðeins 27 ára eftir að hafa fengið blæðingu.
Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur en talið er að um tuttugu Íslendingar þjáist af arfgengri heilablæðingu.
Tíminn er naumur
Rannsóknarhópur, undir stjórn Ástríðar Pálsdóttur, hefur rannsakað sjúkdóminn um árabil við tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. Rannsóknarvinnan er kostnaðarsöm og þurfa vísindamennirnir að miklu leyti að reiða sig á styrkveitingar sem hafa dregist saman eftir hrun.
María og Tinna vita að tíminn er naumur. Þær geta ekki hugsað sér að rannsóknarvinnan leggist af vegna fjárskorts og hafa því brugðið á það ráð að safna sjálfar peningum með ýmsum leiðum. María hefur til að mynda lagt um tvær og hálfa milljón króna í rannsóknarsjóðinn sem hún safnaði með því standa fyrir fjáröflunarsamkomum. Við erum að safna svo þau geti haldið rannsóknunum áfram," segir Tinna.
Hafði samband við nemendafélag Verzló
Eftir að farið á nemendamótssýningu Verzlunarskóla Íslands, V.Í Will Rock You, á dögunum setti María sig í samband við nemendamótsnefndina og óskaði eftir samstarfi við nemendafélagið með fjáröflun. Úr varð að næstkomandi fimmtudag verður sérstök fjáröflunarsýning á söngleiknum þar sem allur ágóði rennur til rannsóknarsjóðs arfgengrar heilablæðingar.
María sem má ekki mikið reyna á sig eftir heilablæðingarnar, hvorki líkamlega né andlega, segir frábært að komast í svona samstarf með fjáröflun. Það tekur mesta álagið af henni sjálfri að þurfa ekki að standa í að skipuleggja viðburðinn.
Trúa að lækning finnist
Eftir blæðingarnar í fyrra var Maríu haldið sofandi í öndunarvél í þrjár vikur og voru læknar mjög svartsýnir á að hún næði bata. Þið verðið að vera búin undir að hún fari, var sagt við ættingja mína," segir María. Þegar hún vaknaði gat hún sig í fyrstu hvergi hreyft og var bundin við hjólastól um tíma. Nú hefur hún nánast náð fullum styrk en verður að fara mjög vel með sig. María viðurkennir það hlæjandi að hún fari áfram á þrjóskunni. Fyrir ári síðan sat ég í hjólastól og gat ekki talað. En ég sleppti hjólastólnum, það var ekki sjéns að yrði föst við hann," segir hún ákveðin.
María og Tinna vilja í kjölfar styrktarsýningarinnar opna frekari umræðu um sjúkdóminn í samfélaginu og nauðsyn þess að hann sé rannsakaður. En markmið rannsóknanna er að skilgreina sjúkdómsferla sem valda sjúkdóminum í þeim tilgangi að finna meðferðarúrræði. Þær eru báðar mjög bjartsýnar, halda í vonina og trúa að lækning finnist við sjúkdómnum. Ég trúi að einn daginn finnist lækning, hvort sem það verður í okkar lífstíð eða ekki," segir Tinna.
Stefna á að safna milljón
Söngleikurinn V. Í Will Rock You hefur gengið fyrir fullu húsi í Austurbæ síðan 7. febrúar og hefur aðsóknin farið fram úr björtustu vonum. Þeir Mímir Hafliðason og Jón Birgir Eiríksson, sem báðir eru í nemendamótsnefndinni ,segja tilvalið þegar svona vel gengur að leggja góðu málefni lið. Leikstjóri sýningarinnar er Björk Jakobsdóttir en hún samdi einnig handritið. Eins og nafnið gefur til kynna þá spila lög hljómsveitarinnar Queen stórt hlutverk í sýningunni sem fjallar um nokkra stráka sem eru að útskrifast úr Versló árið 2007 og fá vinnu í banka. Líkt og í öllum góðum söngleikjum fléttast ástin svo inn í söguþráðinn. Við gerum svolítið grín af sjálfum okkur í Versló og hvernig þetta var allt saman fyrir hrun," útskýrir Mímir. Mikið er lagt í sýninguna en 160 manns vinna að henni með einhverjum hætti og undirbúningur hófst í apríl á síðasta ári.
Ef fyllum salinn þá getum við safnað hátt í milljón til styrktar rannsóknum á þessum sjúkdómi," segir Jón Birgir. Miðað við hvernig aðsóknin hefur verið ætti það vel að takast að mati Jóns Birgis og Mímis. Styrktarsýningin fer fram í Austurbæ á fimmtudaginn, þann 14. mars næstkomandi og hefst klukkan 20:00. Hægt er að nálgast miða á Miði.is.
Þeir sem ekki komast á sýninguna en vilja leggja sitt af mörkum geta gefið frjáls framlög í styrktarsjóðinn.
Bankanúmer: 0542-14-403403
Kennitala: 201186-3829
Innsett: F.S.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. mars 2013
Nýtt afbrigði af berklum er algjörlega ónæmt fyrir lyfjum: Vísindamenn áhyggjufullir
10. mar. 2013 - 20:00
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/nytt-afbrigdi-af-berlkum-er-algjorlega-onaemt-fyrir-lyfjum-visindamenn-ahyggjufullir
Getty Images
Ný rannsókn suður-afrískra vísindamanna hefur leitt í ljós að nýtt afbrigði berkla er komið fram og er þetta nýja afbrigði algjörlega ónæmt fyrir öllum lyfjum. Danskur vísindamaður telur þetta vera mikla ógn við alla heimsbyggðina og það verði strax að reyna að einangra þetta afbrigði þannig að það berist ekki út um allan heim.
Sem betur fer eru berklar ekki mjög algengur sjúkdómur í vestrænum löndum en er samt einn af þeim sjúkdómum sem verður flestum að aldurtila á heimsvísu. Fram að þessu hefur verið hægt að lækna berkla með sýklalyfjum en samkvæmt frétt videnskab.dk hefur nýtt afbrigði fundist sem er ónæmt fyrir sýklalyfjum.
Peter Lawætz Andersen, læknir hjá Smitsjúkdómavörnum Danmerkur, sagðist vera mjög áhyggjufullur vegna þessa nýja afbrigðis.
Það er full ástæða til að vera áhyggjufullur vegna þessa á heimsvísu. Svona sjúkdómar smitast. Það er mikilvægt að greina sjúkdóminn og einangra sjúklinga sem fyrst.
Vandamálið við meðhöndlun berkla er að hún tekur svo langan tíma að sjúklingurinn getur náð að þróa ónæmi á meðan á meðferðinni stendur en venjulega tekur meðferð við berklum sex til níu mánuði.
Peter Lawætz Andersen sagði að nú væri unnið að þróun bóluefnis gegn berklum og að bólusetning og greining sjúkdómsins á byrjunarstigum væri besta leiðin til að berjast við hann.
Það er mikilvægt að finna smitið áður en það breiðist út. Berklar eru þannig að fólk getur verið smitberar án þess að vera veikt. Sýkingin bíður eftir veikleikamerkjum í ónæmiskerfinu og lætur síðan til skara skríða. Við erum að reyna að þróa bóluefni sem hindrar berklana í að brjótast út.
Jens Lundgren, sérfræðingur í vírussjúkdómum við Kaupmannahafnarháskóla, sagði að þrjú atriði væru mikilvægust þegar barist væri við berkla: Ný lyf, hraðari greining sjúkdómsins og þróun bóluefnis.
Smelltu HÉR og fylgstu með okkur á Facebook. Þá færð þú tilkynningar um skemmtilegar og fróðlegar frét
Innsett: F.S.
Föstudagur, 1. mars 2013
Enn um svefnraskanir
http://www.visir.is/stuttur-svefn-raedst-a-onaemiskerfid/article/2013130229057
Stuttur svefn ræðst á ónæmiskerfið
Vísir Innlent 27. febrúar 2013 19:0
Við vitum það að svefntruflanir leiða til ýmissa kvilla í líkamanum eins og sykursýki og háþrýstings," segir Helgi Gunnar Helgason, svefntæknifræðingur. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar við þáttastjórnendur um niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá í dag. Þar kemur fram að hundruðir gena í mannslíkamanum breytist við það að fá of stuttan svefn.
Helgi bendir á að það sé afar slæmt að eiga og búa við svefnsjúkdóma á borð við kæfisvefn. En það sem er athyglisvert við þessa rannsókn sem BBC vísar í eru þau áhrif sem stuttur svefn hefur á erfðafræði mannsins og genin okkar. Það er verið að skoða 700 gen sem tóku breytingum."
Hann telur að svefninn eigi undir höggi að sækja í nútíma samfélagi. Þegar svefnsjúkdómar bætast við er voðinn vís. Frumurnar verða að fá tækifæri til að endurnýja sig með hvíld. Öll dýr þurfa hvíld."
Sp. blm. En hvaða breytingar eiga sér stað?
Það sem athyglisverðast í þessari rannsókn eru áhrif á ónæmiskerfið. Við vitum það nú að stuttur svefn og svefnsjúkdómar eykur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. En með því skoða þessi áhrif á ónæmiskerfið, einkar og sér í lagi á bólgumyndanir í líkamanum."
Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Helga hér fyrir ofan.
innsett: F.S.
Fimmtudagur, 28. febrúar 2013
Ónógur svefn veldur skaða
http://www.ruv.is/frett/onogur-svefn-veldur-skada
Fyrst birt: 27.02.2013 15:46,
Síðast uppfært: 27.02.2013 21:50
Flokkar: Erlent, Tækni og vísindi
Fái menn minna en sex klukkustunda svefn á sólarhring í vikutíma slokknar á erfðavísum, sem eru mikilvægir til viðhalds líkamanum.
Nýjar rannsóknir vísindamanna við háskólann í Surrey í Bretlandi benda til þess að of lítill svefn stöðvi framleiðslu eggjahvítuefna sem eru manninum nauðsynleg til þess að líkaminn geti endurnýjað sig.
Í ljós kom við samanburðarrannsókn að svefnleysið hafði áhrif á starfsemi mörg hundruð mikilvægra erfðavísa. Blóðprufur þeirra í hópi sjálfboðaliða sem fengu minna en sex tíma svefn hverja nótt sýndu að svefnleysið hafði áhrif á starfsemi 711 erfðavísa. Þeirra á meðal voru erfðavísar sem hafa áhrif á ónæmiskerfið, efnaskipti og bólgumyndun ásamt viðbrögðum líkamans við streitu.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að svefnleysi komi í veg fyrir að líkaminn geti endunýjað sig. Að svefnleysi geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu manna og leitt m.a. til offitu og hjartasjúkdóma.
innsett: F.S.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. janúar 2013
Margskonar svefnvandamál.
Ég hef ekki séð neinar hlutfallstölur yfir hve algeng svefnvandamál eru.
VÍFILL er félag fólks með kæfisvefn og aðra svefnháðar öndunartruflanir. Það getur valdið allskonar afleiddum sjúkdómum og á sér fjölbreyttar orsakir, þó yfirleitt tengt þrengingum í öndunarvegi.
Á Íslandi eru stundaðar miklar rannsóknir á svefnháðum öndunartruflunum og og fleyri sjúkdómum í lungum og öndunarvegi og tengsl þeirra við aðra sjúkdóma.
Við teynum að byrta fréttir af slíkum rannsóknum hér á vefnum ef fólk hefur áhuga á að kynna sér slíkt.
Innsett: F.S.
Þriðji hver með svefnvandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 04:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. október 2012
Eru allir öryrkjar fatlaðir?
Fréttablaðið Aðsendar greinar 11. október 2012 00:01 Samfélagsmál Helga Björk Grétudóttir f.h. Aðgerðahóps háttvirtra öryrkja Helga Björk Grétudóttir skrifar Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks.
Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis.
Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand.
Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa.
Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk.
Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða.
Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki og þar með öryrkjum þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal.
Innsett: F.S.
Sunnudagur, 30. september 2012
Ný íslensk rannsókn um Alzheimer og kæfisvefn
Innlent 30. september 2012 19:30
http://www.visir.is/ny-islensk-rannsokn-um-alzheimer-og-kaefisvefn/article/2012120939938
Íslensk rannsókn sem gerð var fyrir um einu og hálfu ári sýndi að kæfisvefn væri algengari hjá Alzheimerssjúklingum. Nú er komin í gang rannsókn á Landspítalanum þar sem tengslin eru skoðuð enn betur en þrjátíu einstaklingar með Alzheimer á byrjunarstigi taka þátt í henni og sofa með sérstakt svefnrannsóknartæki sem greinir kæfisvefn auk þess sem þeir svara spurningum sem reyna á minni og einbeitingu.
Það sem er kannski nýlunda í þessu, því þetta hefur verið gert í einhverjum mæli áður, er að við endurtökum þetta í 5 skipti. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikill þetta hefur verið er að við endurtökum þetta, þanni gað þetta er gert í 5 skipti samtals. Það sem við erum að leita eftir er hvort að það sé mikil breyting frá einni nótt til annarrar þegar fólk sefur heima hjá sér og allt er í svipuðu horfi," segir Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild LSH á Landakoti.
Rannsókninni lýkur í lok þessa árs en samkvæmt allra fyrstu niðurstöður virðist breytileiki á kæfisvefni þátttakenda meiri milli nótta en rannsóknarmenn áttu von á. Niðurstöðurnar hafa töluverða þýðingu að mati Jóns ef þær reynast réttar.
Því við höfum alltaf gengið út frá því að það sé hægt að ganga út frá fólki svipuðu á hvaða stigi sjúkdómsins sem er, þannig að það sé nokkuð svipað frá degi til dags."
Jón segir að niðurstöðurnar geti nýst í öðrum rannsóknum t.d. þegar áhrif lyfja eru könnuð.
Ef breytileikinn er mjög mikill þá þarf að prófa fólk oftar en kannski færri en heldur færri en hefur verið að gera núna. Í lyfjarannsóknum er verið að prófa hundruð manna, til þess að komast að niðurstöðu. Hugsanlega má komast af með færri en þá að hver einstaklingur er skoðaður oftar."
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
337 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar