Færsluflokkur: Mannréttindi
Þriðjudagur, 21. júní 2016
Réttarríkið virkar seint.
Það hefur tekið ÖBÍ langan tíma að reka þetta dómsmál en nú er niðurstaðan komin.
Svo er spurning hvort Reykjavíkurborg eigi að greiða leigjendum BRYNJU-hússjóð ÖBÍ bætur afturvirkt. Vonandi verður látið á það reyna.
ÖBÍ er með fleyri dómsmál fyrir dómsstólum núna og alltaf tekur þetta langan tíma og þarf góðan undirbúning. Oft virðist þurfa að fara dómstólaleiðina til að gæta réttinda öryrkja ogeldriborgara.
Óheimilt að synja íbúa um bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. júní 2016
Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
Loksins er komin niðurstaða Hæstaréttar um að Reykjavíkurborg má ekki neita leigjendum Brynju-Hússjóðs ÖBÍ um sérstakar húsaleigubætur.
Loksins kominn vísir að smá réttlæti hvað sérstakar húsaleigubætur varðar.
Það var ÖBÍ (Danúel Isebarn Ágústsson hrl.) sem rak þetta dómsmál fyrir hönd skjólstæðings samtakanna.
Dóminn er hægt að sjá á vef Hæstaréttar: http://www.haestirettur.is/domar?nr=11354
Úr dóminum:
„Fimmtudaginn 16. júní 2016.
Nr. 728/2015.
Reykjavíkurborg (Kristbjörg Stephensen hrl.)
Gegn.......A......(Daníel Isebarn Ágústsson hrl.)
Stjórnsýsla. Sveitarfélög. Stjórnvaldsákvörðun. Jafnræði. Rannsóknarregla.
Í málinu krafðist A ógildingar á ákvörðun R um synjun á beiðni hennar um sérstakar húsaleigubætur. Fyrir lá að A leigði íbúð af Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, en samkvæmt 3. gr. reglna R um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík var ekki unnt að fá slíkar bætur nema umsækjandi leigði húsnæði á almennum leigumarkaði eða væri í leiguíbúð á vegum Félagsbústaða hf.
Í dómi Hæstaréttar kom fram að með hliðsjón af 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar væri R heimilt að setja almennar reglur um félagslegar íbúðir og sérstakar húsaleigubætur að því tilskildu að þær brytu ekki í bága við ákvæði laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur eða önnur viðeigandi lagaákvæði. Sú skylda hvíldi á R sem sveitarfélagi að gæta þess við afgreiðslu á umsókn A um sérstakar húsaleigubætur samkvæmt 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að ekki væri á hana hallað í samanburði við aðra íbúa sveitarfélagsins sem nytu þeirra bóta, en meðal þeirra væru leigjendur hjá Félagsbústöðum hf. sem byggju óumdeilanlega við hliðstætt húsnæðisöryggi og A. Hefði R því ekki fullnægt þessari skyldu sinni á viðhlítandi hátt.
Var ákvörðun R felld úr gildi.“
„Stefnandi krefst þess aðallega að felld verði úr gildi stjórnvaldsákvörðun stefnda 12. nóvember 2013 um að veita stefnanda ekki sérstakar húsaleigubætur. Stefnandi krefst þess að viðurkennt verði að stefnda sé óheimilt á grundvelli 3. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík að útiloka að stefnandi geti þegið sérstakar húsaleigubætur af þeirri ástæðu að hún er leigutaki hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins.“
Dómsorð
„Felld er úr gildi ákvörðun stefnda frá 12. nóvember 2013 um að veita stefnanda ekki sérstakar húsaleigubætur.
Þeirri kröfu stefnanda að viðurkennt verði að stefnda sé óheimilt á grundvelli 3. gr. reglna um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur í Reykjavík að útiloka að stefnandi geti þegið sérstakar húsaleigubætur af þeirri ástæðu að hún er leigutaki hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, er vísað frá dómi.
Stefndi greiði 1.100.000 krónur í málskostnað er rennur í ríkissjóð.
Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 1.100.000 krónur.“
Fimmtudagur, 30. október 2014
Frá ÖBÍ.
ÖBÍ tekur undir ályktun Kjaranefndar FEB
varðandi launa- og kjaramál
Öryrkjabandalagið tekur undir það sem fram kemur í eftirfarandi ályktun Kjaranefndar Félags eldri borgara (FEB):
Samkvæmt stjórnarskránni eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum og allir eiga að njóta mannréttinda.
Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. Mikill misbrestur hefur verið á því, að þessum lagaákvæðum hafi verið framfylgt.
Rannsóknir leiða í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra sem yngri eru.
Í launa- og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annarri meðferð en aðrir launþegar. Kjörum eldri borgara hefur verið haldið niðri og þau skert á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið kjarabætur.
Embættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á kjörum sínum afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst.
Eldri borgurum hefur því verið mismunað freklega. Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á þeim.
Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi árið 2009, var brot á mannréttindum og hið sama er að segja um kjaragliðnun krepputímans.
Kjaranefnd FEB skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta strax lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar sl. fimm ár, þar eð um mannréttindabrot er að ræða og stjórnarflokkarnir báðir lofuðu því fyrir kosningar að framkvæma þessa leiðréttingu strax, ef þeir kæmust til valda.
Innsett: F.S.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28. október 2014
Ráðstefna ÖBÍ.
Mannréttindi fyrir alla
Framtíðarsýn Öryrkjabandalags Íslands
Fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 9.00 - 16.00.
Hilton Hóteli Nordica Suðurlandsbraut 2
Öryrkjabandalag Íslands býður til ráðstefnu þar sem kynnt verður hvernig framtíðarsýn bandalagsins tengist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Fyrir hádegi verður greint frá framtíðarsýn bandalagsins í ljósi samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem verður kynntur frá mismunandi sjónarhornum. Einnig mun verða fjallað um félagslega sýn á fötlun sem samningurinn byggir á.
Eftir hádegi verða fjórar málstofur sem munu fjalla um:
a) Sjálfstætt líf og réttarstöðu
b) Menntun og atvinnu
c) Lífskjör og heilsu
d) Aðgengi og ferlimál.
Munu þar bæði koma fram einstaklingar með sérþekkingu á þessum málefnum og fulltrúar frá mismunandi aðildarfélögum munu einnig greina frá því hvernig samningurinn tengist þeirra málefnum og hvernig hann nýtist sem leiðarvísir í hagsmunabaráttu fatlaðs fólks.
Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis, boðið verður upp á kaffiveitingar og geta ráðstefnugestir keypt sér léttan hádegisverð.
Skráning og dagskrá verður auglýst þegar nær dregur
Allir velkomnir - Takið daginn frá
Innsett. F.S.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. október 2014
45 samtök mótmæla niðurskurði til LSH
http://www.ruv.is/frett/44-samtok-motmaela-nidurskurdi-til-lsh
Fyrst birt: 23.10.2014 10:06, Síðast uppfært: 23.10.2014 11:37 Flokkar: Innlent, Heilbrigðismál
Samtökin gagnrýna meðal annars bágan húsnæðiskost Landspítalans. Hér sjást fötur sem stillt hefur verið upp vegna leka.
Fulltrúar 44 samtaka mótmæla harðlega að til standi að lækka framlög til rekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í ályktun segir að við blasi að rekstrarfé sem gert er ráð fyrir í fjárlögum, dugi ekki til að sjúkrahúsið geti veitt þá þjónustu sem lög kveða á um.
Í ályktun samtakanna segir að niðurskurður samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kunni að valda ómældum kostnaði fyrir spítalann og alla sem njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu."
Þá segir: Til að Ísland geti talist velferðarríki verður heilbrigðisþjónusta landsins að standast þær kröfur sem gerðar eru til sjúkrahúsa á Norðurlöndum." Skorað er á ríkisstjórn, fjárlaganefnd og Alþingi að breyta fjárlagafrumvarpinu.
Meðal þeirra samtaka sem skrifa undir álytkunina eru Félag eldri borgara í Reykjavík, Hjartaheill, Krabbameinsfélag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, SÍBS og Öryrkjabandalag Íslands.
Ályktunin í heild. (pdf)
Innsett: F.S.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. september 2014
Kynningafundur um tillögur um breytingar á skipulagi ÖBÍ og lagabreytingatillögur frá laganefnd ÖBÍ.
Dagskrá kynningarfundar um tillögur að breyttu skipulagi ÖBÍ og nýjum lögum bandalagsins
sem haldinn verður á Grand hóteli, sal Gullteigi B, þriðjudaginn 9. september 2014
frá kl. 20:00 til 22:00.
20:00 Ellen Calmon formaður ÖBÍ býður fundarmenn velkomna og horfir til framtíðar.
20:10 Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ og varaformaður Blindarfélagsins kynnir megintilgang skipulags- og lagabreytinga.
20:20 Hrönn Pétursdóttir starfsmaður skipulagsnefndar skýrir frá því nýja skipulagi sem nefndin leggur til að ÖBÍ taki upp.
20:45 Kaffihlé.
21:00 Sigurjón Unnar Sveinsson lögfræðingur ÖBÍ fer yfir drög að nýjum lögum ÖBÍ sem laganefnd bandalagsins hefur unnið að.
21:30 Umræður. Ingveldur Jónsdóttir, formaður laganefndar og Fríða Bragadóttir, formaður skipulagsnefndar munu vera á staðnum og taka þátt í umræðum.
Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum ÖBÍ, ekki þarf að tilkynna þátttöku.
Táknmálstúlkar verða á staðnum. Tónmöskvakerfi verður einnig tiltækt.
---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ----
FUNDURINN ER OPINN ÖLLUM FÉLAGSMÖNNUM AÐILDARFÉLAGA ÖBÍ
SÍBS og aðildarfélög þess teljast þar með
Innsett F.S.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. ágúst 2014
Útifundur BÓTAR við Velferðarráðuneytið þriðjud. 2. sept kl 13.oo til 14.oo
KEÐJUVERKANDI
SKERTUR LÍFEYRISSJÓÐUR
Boðar til BÓTar-fundar þriðjudag 2.sept 2014
frá kl. 13:00 til 14:00 við
Velferðarráðuneytið Hafnarhúsinu við Tryggvagötu
101 Reykjavík !
1. Skerðingum á bótum bótaþega TR verði hætt strax. Skerðingar sem eru ekkert annað en 80% skattur á lífeyrissjóðsgreiðslur og hvað þá keðjuverkandi skerðingum sem fara yfir 100% eða í mínus. - Bara veikir (öryrkjar) og eldriborgarar (afar og ömmur) borga hverja krónu til baka og tapa einnig öðrum bótum, og fara í mínus vegna skerðinga. Bara skerðingar og keðjuverkandi skerðingar fyrir öryrkjar og eldriborgar, en ekki fyrir Alþingismenn, ráðuneytin, sveitastjórnendur, TR, ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, SA og alla hina ? Lífeyrisþegar eru þvingaðir til að greiða í lífeyrissjóði. - Sem þekkist ekki í Skandinavíu, Hollandi né annars staðar í heiminum.
____ ____ ____ ____ ____
2. Húsnæðismál öryrkja og lífeyrisþega verði strax komið í lag og að við fáum sömu leiðréttingar á lánum eins og aðrir þegnar landsins (Stjórnaskrá - Bann við mismunun).
3. Skerðingum frá 2008 til 2014 verði, skilað til bótaþega TR strax. Bótaþegar hjá TR eru skertir í mínus á meðan útvaldir fá allt að 40% hækkun eða sexhundruð þús. krónur á mánuði. Skerðingar vegna verðbóta eru 60%, frá 2008-14 eða 70.000. kr. á mánuði eftir skatt. Skertir bótaþegar sveltir og GEFAST UPP Á LÍFINU en stjórarnir á milljónakrónalaununum fá í ár 360.000. kr. hækkun á mánuði eftir skatt, eða tvöfaldar bætur, bótaþega hjá TR eftir skatt , en fá engar skerðingar ???
- Opinn míkrafónn". Lífeyrisþegar eru hvattir til að mæta og hafa með sér hávaðatól til að vekja eftirtekt.
- Guðmundur Ingi Kristinsson, öryrki og formaður BÓTar gik@simnet.is S: 896-1495
- BÓT-AÐGERÐARHÓPUR UM BÆTT SAMFÉLAG sjá hér: https://www.facebook.com/groups/120279531356843/
Mætið með svört SORGARBÖND
---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ---- ----
Innsett: F.S.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. apríl 2014
Trúnaðarbrot læknis
Persónuvern úrskurðar að læknir hafi brotið persónuverndarlög með því að nýta upplýsingar úr gögnum sem læknirinn fékk hjá sjúklinginum.
Nokkrir öryrkjar hafa sagt frá áþekkum dæmum og telja sig ekki geta treyst því að læknar og t.d. starfsfólk Tryggingastofnunar Ríkisins virði trúnaðarreglur við sjúklinginn. Því eru margir öryrkjar mikið á móti auknum rétti starfsmanna T.R. til að skoða læknaskírslur og önnur gögn um skjólstæðinga T.R.
Þetta er álit Persónuverndar og dæmi eru um að dómstólar lýti öðruvísi á málin en það er virkilega gróft að nota trúnaðargögn til efnisöflunar í blaðagrein um viðkomandi sjúkling.
Allsstaðar þar sem persónuupplýsingar eru geymdar eða notaðar þá er einhver tiltekinn starfmaður ábyrgur fyrir því að aðgangur að og notkun á persónuupplýsingum sé í samræmi við lögin. Nafn þess einstaklings á að vera skráð hjá Persónuvernd.
Hver er sá ábyrgðaraðili í þessu tilviki ?
Læknir braut persónuverndarlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Valgeir Matthias Pálsson berst fyrir réttindum öryrkja og vill svör.
Valgeir Matthías Pálsson
April 6 at 5:14pm
Vegna neyðar ástands í málefnum öryrkja settist ég niður og ritaði eftirfarandi aðilum þetta bréf sem birt er hér að neðan.
Ég bað um það að bréfi mínu yrði svarað fyrir föstudaginn 11.apríl 2014!
---
Bréf sent á eftirfarandi aðila:
Ellen Calmon (formann ÖBÍ)
Lilju Þorgeirsdóttir (framkv.st. ÖBÍ)
Hannes Inga Guðmundsson (lögfræðing ÖBÍ)
---
Sigmund Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra)
Bjarna Benediktsson (fjármálaráðherra)
Eygló Harðardóttur (félags og húsnæðismálaráðerra)
Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur (form. velferðarnefndar Alþingis)
---
Sælt veri fólkið.
Ég ákvað að setjast niður og skrifa ykkur örstutt bréf vegna stöðu og málefni öryrkja á Íslandi í dag. Árið 2014 er bráðum hálfnað og ríkisstjórn Íslands verður brátt eins árs ef áfram heldur sem horfir.
Mér finnst svo ég byrji að opna umræðuna hér að málefni öryrkja og aldraðra hafi lítið verið í umræðunni upp á síðkastið. Mér finnst lítið hafa heyrst frá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) varðandi mál sem líta að öryrkjum á Íslandi á síðustu mánuðum.
Ég og reyndar margir aðrir vissu mæta vel að málefni öryrkja yrðu ekki ofarlega uppi á pallaborðinu hjá þeirri ríkisstjórn sem tók við fyrir ári síðan. Það vissu menn. En mér finnst núna vera komin tími á aðgerðir af hálfu Öryrkjabandalgs Íslands og sérsambanda þess ásamt ríkisstjórnar íslands. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Mælirinn er orðin fullur og það fyrir mörgum árum síðan.
Nú er svo komið að ég og margir fleiri lítum á það sem okkar neyðar brauð að fara með málefni er lúta að framfærslu öryrkja á Íslandi til Mannréttindadómstóls Evrópu og jafnvel Alþjóða glæpa dómstólsins. Hvert er álit ÖBÍ og sérsambanda þess á þessum málum? ÖBÍ hefur höfðað fleiri mál fyrir dómstólum hér heima en þau hafa í raun og veru öll tapast. Ef ég veit rétt. Það hafa kannski unnist nokkur léttvægari mál en þau hafa ekki skipt sköpum fyrir heildar mynd mála.
Mig langar að vita eitt. Eru einhver dómsmál er lúta að öryrkjum á Íslandi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu nú um þessar mundir? Eru einhver mál fyrir dómstólum á Íslandi nú um þessar mundir er snúa að framfærslu öryrkja á Íslandi.
Mælir öryrkja á Íslandi er orðin algjörlega fullur. Hér sveltur fólk og fólk á ekki ofan í sig og á þegar t.d. 2-3 vikur eru eftir af hverjum einasta almanaks mánuði ársins. Það er slæmt og óréttlátt og það er í raun og veru mannréttindabrot.
Mannréttindabrot segi ég vegna þess að öllum skal tryggð mannsæmandi framfærsla í stjórnarskrá. Það eru víða framin mannréttindabrot á Öryrkjum á Íslandi. Það er mál að linni. Nú þarf að fara að bretta upp ermar og fara að vinna í málunum.
Ef að Öryrkjabandalag Íslands og Alþingi Íslendinga treystir sér ekki í þessi mál að þá vil ég sem öryrkji og mikill og harður talsmaður þess að hér verði bætur hækkaðar til samræmis við það sem gerist í öðrum nágranna löndum okkar, vita það. Það gengur ekki að láta þessi mál leika á reiðanum mikið lengur.
Það eru öryrkjar hér sem svelta part úr hverjum einasta mánuði ársins og það er slæmt. Það er slæmt vegna þess að þannig á ekki að koma fram við þegna þessa lands. Mannréttindi eru ekki virt á Íslandi.
Þið verðið að athuga það ágæta starfsfólk (nota þetta yfir ykkur öll í þessu bréfi) að við öryrkjar erum líka fólk, alveg eins og þið hin. Við eigum okkar væntingar og þrár. En við getum aldrei leyft okkur neitt í hinu daglega lífi vegna þess að endar okkar ná ekki saman.
Sem sagt.
1. Hver er afstaða ÖBÍ vegna fyrirhugaðrar málshöfðunar fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna framfærslu öryrkja á Íslandi?
2. Ætlar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að beita sér í málefnum öryrkja á komandi mánuðum? Heiðarleg svör óskast!
3. Munu öll málefni er snúa að öryrkjum og öldruðum verða endurskoðuð á komandi vikum og mánuðum eða verðum við svelt endalaust?
Þið áttið ykkur kannski ekki á því en hér á landi fremja margir öryrkjar sjálfsvíg vegna þess að þeir ná ekki endum saman. Það er staðreynd sem ekki verður horft framhjá!
Með vinsemd og virðingu.
Valgeir Matthías Pálsson
Hs: 5177661 og Gsm: 7706690
Innsett: F.S.
Föstudagur, 25. október 2013
Sanngjarnt og réttlátt þjóðfélag.
Vísir Skoðun 24. október 2013 06:00
Ingimar Einarsson, félags- og stjórnmálafræðingur
Ingimar Einarsson skrifar: Um langa hríð hefur það verið eitt helsta viðfangsefni stjórnmála að byggja upp og viðhalda sanngjörnu og réttlátu samfélagi. Góð heilbrigðisþjónusta hefur verið talin einn af hornsteinum hvers velferðarþjóðfélags. Sátt hefur ríkt um að fyrir meginþætti heilbrigðisþjónustunnar skuli greitt með sköttum og að borgararnir gætu treyst því að þeim væri veitt viðeigandi þjónusta þegar þeir þyrftu á rannsóknum, meðferð eða endurhæfingu að halda.
Um þetta hefur ríkt eins konar sáttmáli í áratugi. Það hefur því vakið nokkra undrun hversu mikið fólk greiðir nú orðið úr eigin vasa fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins.
Á síðustu áratugum liðinnar aldar var oft rætt um að endurskoða þyrfti almannatryggingakerfið og breyta greiðsluþátttökukerfinu og aðlaga það betur að þörfum þeirra sem veikastir væru og þurfa mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Það var þó ekki fyrr en árið 2007 sem þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, setti á laggirnar nefnd sem ætlað var að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og aðra heilbrigðisþjónustu.
Nefndin, sem kennd var við formann hennar, Pétur Blöndal alþingismann, safnaði miklum upplýsingum og framkvæmdi um leið umfangsmikla greiningu á almannatryggingunum og greiðslum fólks fyrir heilbrigðisþjónustu.
Pétursnefndin varð ekki langlíf því arftaki Guðlaugs Þórs, Ögmundur Jónasson, fylgdi ekki sömu forgangsröðun og fyrirrennari hans. Nefndarstarfinu var því sjálfhætt þegar ekki var veitt fé til verkefnisins á fjárlögum ársins 2009. Í framhaldinu var samt sem áður komið á fót vinnuhópi sem vann áfram tillögu að greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf. Lög þess efnis voru samþykkt á árinu 2012, en kerfið var síðan tekið í notkun 4. maí 2013.
Háar upphæðir
Fljótlega kom í ljós óánægja með nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið og sneri hún einkum að því að tilteknir sjúklingahópar töldu erfitt að standa undir þeim greiðslum sem lagðar eru á þá samkvæmt hinu nýja kerfi. Krabbameinsfélag Íslands benti til dæmis á að margir krabbameinssjúklingar yrðu nú að greiða háar upphæðir fyrir lyf sem þeir fengu áður ókeypis eða verulega niðurgreidd. Við útfærslu hins nýja greiðsluþátttökukerfis hafi ekki verið gætt nægjanlega að því að verja alvarlega veikt fólk fyrir háum og vaxandi heilbrigðiskostnaði.
Í lok ágúst 2013 skipaði nýr heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, nefnd til að kanna forsendur fyrir því að fella saman margvíslega heilbrigðisþjónustu undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag. Formaður nefndarinnar er nú sem fyrr þingmaðurinn Pétur Blöndal. Nú þegar hafa verið boðaðar breytingar á lyfgreiðsluþátttökukerfinu sem fela í sér að sjúkratryggingar greiða sjálfkrafa lyfjakostnað þegar árlegum hámarkskostnaði er náð.
Það var því forvitnilegt að heyra viðtal við Pétur Blöndal á einni af síðdegisrásunum fyrir nokkru. Á öldum ljósvakans var Pétur að gæla við þá hugmynd að fólk myndi borga allt að 120 þúsund krónur á ári, hvert og eitt, fyrir heilbrigðisþjónustu áður en greiðsluþaki er náð. Enn fremur taldi hann nauðsynlegt að fólk greiddi alltaf eitthvað fyrir heilbrigðisþjónustu því annars mynduðust alltof langir biðlistar, fyrir því væri löng reynsla í útlöndum. Hvaðan sú vitneskja er fengin er ekki vitað, en í Danmörku, þar sem almennt tíðkast hvorki gjaldtaka í heilsugæslunni né á sjúkrahúsum, er ekkert sem styður þessar fullyrðingar formannsins.
Viðvörunarljós
Hér er greinilega ástæða til að staldra við, því í langan tíma hefur verið samstaða um grunnreglur samfélagins á sviði heilbrigðismála. Þegar almenningur er farinn að greiða það mikið fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa að margir fresta því að fara til læknis eða jafnvel neita sér alveg um læknisþjónustu eru það viðvörunarljós sem taka verður alvarlega. Einfaldlega vegna þess að í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu.
Innsett F.S.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
337 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar