Enn um svefnraskanir

 

 http://www.visir.is/stuttur-svefn-raedst-a-onaemiskerfid/article/2013130229057

 

Stuttur svefn ræðst á ónæmiskerfið

Vísir Innlent 27. febrúar 2013 19:0

Stuttur svefn ræðst á ónæmiskerfið

 

„Við vitum það að svefntruflanir leiða til ýmissa kvilla í líkamanum eins og sykursýki og háþrýstings," segir Helgi Gunnar Helgason, svefntæknifræðingur. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar við þáttastjórnendur um niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá í dag. Þar kemur fram að hundruðir gena í mannslíkamanum breytist við það að fá of stuttan svefn.

Helgi bendir á að það sé afar slæmt að eiga og búa við svefnsjúkdóma á borð við kæfisvefn. „En það sem er athyglisvert við þessa rannsókn sem BBC vísar í eru þau áhrif sem stuttur svefn hefur á erfðafræði mannsins og genin okkar. Það er verið að skoða 700 gen sem tóku breytingum."

Hann telur að svefninn eigi undir höggi að sækja í nútíma samfélagi. Þegar svefnsjúkdómar bætast við er voðinn vís. „Frumurnar verða að fá tækifæri til að endurnýja sig með hvíld. Öll dýr þurfa hvíld."

Sp. blm. En hvaða breytingar eiga sér stað?

„Það sem athyglisverðast í þessari rannsókn eru áhrif á ónæmiskerfið. Við vitum það nú að stuttur svefn og svefnsjúkdómar eykur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. En með því skoða þessi áhrif á ónæmiskerfið, einkar og sér í lagi á bólgumyndanir í líkamanum."

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Helga hér fyrir ofan.

 

 innsett: F.S.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband