Lyfin dýrust í Danmörku og á Íslandi, samkvæmt könnun Lyfjaverðsnefndar.

 

Af   http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1192300

Þriðjudaginn 12. febrúar, 2008 - Innlendar fréttir  

Smásöluverð á lyfjum reyndist vera hæst í Danmörku í 15 tilvikum en í 14 tilvikum á Íslandi í febrúar. Um er að ræða þær 33 veltuhæstu pakkningar sem Tryggingastofnun niðurgreiddi fyrir landsmenn árið 2006. Lyfjaverð reyndist aldrei hæst í Noregi en lægst þar í 20 tilvikum. Á Íslandi reyndist verð á tveimur lyfjum lægst á Íslandi. Í Svíþjóð voru fjórar tegundir dýrastar en níu ódýrastar. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun sem lyfjagreiðslunefnd hefur gert.  

Samanburðarlöndin eru Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Í verðkönnuninni kemur fram að heildsöluverð á þessum lyfjum er í 9 tilvikum lægst á Íslandi og hæst í 4 tilvikum. Í Danmörku er heildsöluverðið í tveimur tilvikum lægst í Danmörku en hæst í 19 tilvikum. Í Noregi er heildsöluverð lægst í 15 tilvikum en aldrei hæst.

( uppsett FS ) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband