Laugardagur, 17. maí 2008
Frítekjumark atvinnutekna örorkulífeyrisþega hækkar í 100.000 kr. á mánuði 1. júlí nk.
Fréttatilkynningar Félags- og tryggingamálaráðuneytið
11.4.2008 http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3756
Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, þar sem lagt er til að á tímabilinu 1. júlí 2008 til 1. janúar 2009 geti öryrkjar valið um að hafa 100.000 kr. frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna eða telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar.
Frumvarpið felur í sér að á umræddu tímabili geti örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar aflað atvinnutekna allt að 100.000 kr. á mánuði án þess að þær skerði tekjutryggingu. Hér er um mikla hækkun frítekjumarksins að ræða en í dag skerðist tekjutrygging vegna atvinnutekna umfram 327.000 kr. á ári eða um 27.000 kr. á mánuði. Þann 1. janúar 2009 er gert ráð fyrir að nýtt örorkumatskerfi hafi öðlast gildi og komi í stað þessa frítekjumarks.
Ætla má að hækkun frítekjumarksins muni leiða til aukinnar atvinnuþátttöku örorkulífeyrisþega og hafa þannig í för með sér hærri tekjur þeim til handa. Öryrkjabandalag Íslands hefur lagt áherslu á hækkun frítekjumarks í baráttunni fyrir bættum kjörum öryrkja og virkrar þátttöku þeirra í samfélaginu og er þessi breyting í samræmi við áherslur bandalagsins. Breytingin er jafnframt í samræmi við þau markmið sem hugmyndir örorkumatsnefndar um starfshæfnismat og starfsendurhæfingu byggja á. Í ljósi fyrirhugaðra breytinga á örorkulífeyriskerfinu með áherslu á starfshæfnismat og starfsendurhæfingu mun hækkun frítekjumarks örorkulífeyrisþega aðeins gilda til bráðabirgða þar til nýtt kerfi með nýjar viðmiðunarreglur hefur verið tekið upp.
Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins voru liðlega 30% örorkulífeyrisþega með launatekjur eða reiknað endurgjald í desember 2007 eða um 4.600 einstaklingar. Samkvæmt útreikningum stofnunarinnar má áætla að þar af muni um 2.650 einstaklingar hafa ávinning af hækkun frítekjumarks á atvinnutekjur í 100.000 kr. á mánuði. Ekki er unnt að áætla fyrirfram þann fjölda sem mun nýta sér nýjar viðmiðunarreglur varðandi frítekjumark á atvinnutekjur, en þess má vænta að talsvert fjölmennur hópur örorkulífeyrisþega nýti sér þetta tækifæri til þess að feta sig á ný út á vinnumarkaðinn. Breytingin mun því fela í sér aukin tækifæri til handa örorkulífeyrisþegum með þeim auknu lífsgæðum sem þátttaka á vinnumarkaði felur í sér fyrir lífeyrisþegana sjálfa og samfélagið í heild.
( Innsett F.S.)
Meginflokkur: Örorkumat og mál öryrkja | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tilkynningar til félagsmanna, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
33 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 30270
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Vífill. Gott útaf fyrir sig!
Mér datt í hug að læða hér inn dálitlu sem ekki er rætt!
En hvað skyldu margir geta nýtt sér þetta.Það er fjöldinn allur sem er svo veikur/fattlaður að hann/hún getur ekki nytt sér þetta.
Hvað verður gert fyrir þá? það verður athygglivert að sjá hverju verður rétt að þeim.
Og Þó svo að fólk MEGI VINNA FYRIR ÞESSU,þá er ekki þar með sagt að eins staðan er í þjóðfélaginu um þessar mundir að það verði auðvelt fyrir YFIRLÝSTAN ÖRYRKJA AÐ FÁ VINNU.
Verður þetta enn ein gjáin fyrir suma öryrkja
Góðar stundir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 04:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.