Lagt til að lágmarkslífeyrir verði 186 þúsund á mánuði

 

 

 

Vísir, 18. ágú. 2009 05:15

http://www.visir.is/article/20090818/FRETTIR01/557249197/-1

Huga skal að „lífskjaratryggingu", þannig að enginn fái lægri upphæð en lágmarksupphæð lífeyris til framfærslu, 186.000 krónur. Auka þarf fjárhagsaðstoð sveitarfélaga svo þetta geti orðið.

 

Einnig ættu atvinnulausir að greiða það sama fyrir heilbrigðis­þjónustu og aldraðir og öryrkjar greiða. Þeir ættu að fá ókeypis í sund, og frían aðgang að listasöfnum og íþróttaviðburðum.

 

Svo segir í skýrslu sem nefnd um sálfélagsleg viðbrögð við kreppunni skilaði nýlega af sér til heilbrigðisráðherra.

 

Ráðherrann, Ögmundur Jónasson, er ánægður með skýrsluna, sem miðar við reynslu Finna af síðustu kreppu þeirra.
„Lærdómur þeirra var að þeir hefðu gengið of langt í að draga úr útgjöldum til velferðarmála og það hefði í sjálfu sér framlengt krísuna," segir Ögmundur. Skýrslan sé því brýning fyrir okkur um að gæta hagsmuna þeirra sem lakast standi.

 

Spurður hvort farið verði eftir ábendingunum, segir hann: „Auðvitað eigum við að taka þessi varnaðarorð alvarlega og setja okkur að markmiði að hlíta þeim."

 

Í skýrslunni segir að nauðsynlegt sé að nýta strax allar leiðir til að vinna gegn neikvæðum afleiðingum kreppunnar á heilsu og félagslega stöðu fólks, til að forðast heilsubrest og hamla þannig gegn auknum útgjöldum á sviði heilbrigðis- og félagsmála.

 

„Íslendingar fá ekki annað tækifæri til að kanna hvort skynsamlegra hefði verið að bregðast öðruvísi við hér á landi eftir fimm ár. Það verður of seint," segir í niður­stöðum nefndarinnar.

 

Í skýrslunni er lýst yfir ánægju með stofnun Velferðarvaktar, til að fylgjast með afleiðingum hrunsins á einstaklinga og fjölskyldur.
Mikilvægt sé að tryggja sterka heilsugæslu, þótt minna fé sé til reiðu. Þá skal efla mæðra- og ungbarnavernd og setja á fót „virknimiðstöðvar" þar sem fólk getur komið til að „halda festu í daglegu lífi".
Hún telur að finnsk stjórnvöld hafi í sinni kreppu vanmetið síðari „sálfélagsleg eftirköst" hennar.
Finnskir sérfræðingar bentu nefndinni á að það sé ekki aðeins mannúðlegt að grípa til slíkra aðgerða, það sé einnig ódýrara en að gera það ekki.
Nefndin var skipuð af fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni. klemens@frettabladid.is

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband