Enn um kæfisvefn

 

„Það er kona í rúminu mínu sem hrýtur eins og lest"

Maður hringir furðu lostinn í neyðarlínu

Ritstjórn DVritstjorn@dv.is21:06 › 13. nóvember 2013

Ekki var allt sem sýndist í þessu lögreglumáli.

 

Lögreglan í Waukesha Ekki var allt sem sýndist í þessu lögreglumáli.

Karlmaður á fimmtugsaldri í Waukesha, Wisconsin hringdi í neyðarlínuna um helgina og óskaði eftir því að kona sem lá sofandi í rúmi hans og hraut „eins og lest" yrði fjarlægð þaðan. „Það er kona í rúminu mínu sem hrýtur eins og lest." Maðurinn sagðist í fyrstu ekki vita hvernig hún komst inn í íbúð hans. Þetta kom fram í lögregluskýrslu.

Við nánari skoðun komst lögreglan að því að maðurinn, sem var undir áhrifum vímuefna, hafði fengið konuna í heimsókn, þau drukkið saman og átt vingott og hún síðan sofnað í rúmi hans. Þegar maðurinn vildi svo sjálfur fara að sofa gat hann ekki vakið konuna og hringdi þá í neyðarlínuna. Konan var heil heilsu en með kæfisvefn, sem olli hrotunum

Innsett: F.S.

 


Stofnuð verða Hollvinasamtök Reykjalundar

Umfjöllun á Bylgjunni: http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP21713

Birgir Guðjónsson forstjóri Reykjalundar

Að undanförnu hefur komið saman hópur fólks, m.a. þeir sem notið hafa endurhæfingar á Reykjalundi og aðrir velunnarar með hlýjar taugar til starfseminnar undir Helgafelli, til að undirbúa stofnun hollvinasamtaka Reykjalundar.

Búið er að mynda undirbúningsstjórn en samtökin verða stofnuð formlega á hátíðarfundi að Reykjalundi laugardaginn 2. nóvember. Félagar úr Styrktar- og sjúkrasjóði verslunarmanna eru upphaflegir hvatamenn að stofnun hollvinasamtakanna.

Reykjalundur er stærsta endurhæfingarmiðstöð Íslands, er í eigu SÍBS og tók til starfa árið 1945. Þar vinna um 200 manns í 160 stöðugildum og árlega njóta um 1.200 sjúklingar þar endurhæfingar í fjórar til átta vikur í senn. Á göngudeild Reykjalundar koma fjögur til fimm þúsund manns á hverju ári, alls staðar að af landinu. Meginhlutverk hollvinasamtakanna verður að styðja við starfsemi Reykjalundar eins og kostur er í samráði við yfirstjórn stofnunarinnar með fjáröflun og fjárstuðningi frá öðrum aðilum sem vilja leggja starfseminni lið.  

Vantar aukið fjármagn
Enda þótt ætíð hafi verið lögð á það rík áhersla að viðhalda eignum Reykjalundar með reglulegu viðhaldi og fjárfestingum bíða engu að síður brýn viðhaldsverkefni úrlausnar sem ekki hefur tekist að ráðast í vegna fjárskorts. Þar á meðal er endurnýjun á þökum og gluggum vegna lekavandamála, endurnýjun vatns- og skolplagna auk endurnýjunar á endurhæfingar- og lækningatækjum og ýmsum tölvubúnaði. Fjárveitingar hafa verið skornar niður um 20%, eða um 300 milljónir króna. Hefur verkefnalistinn því lengst sem því nemur. Yfir 200 milljónir króna kostar nú að ráðast í þau viðhaldsverkefni sem nú teljast brýn. Ekki síst af þessum þessum ástæðum leitum við til alls almennings um þátttöku í væntanlegum hollvinasamtökum.

Meðalaldur sjúklinga aðeins 50 ár
Reykjalundur er stærsta endurhæfingarmiðstöð Íslands og hún þjónar landsmönnum öllum. Á Reykjalundi hafa þúsundir veikra einstaklinga náð heilsu sinni á ný eftir áföll af ýmsu tagi. Meðalaldur sjúklinga er einungis um fimmtíu ár og má því ljóst vera hversu mikilvægu samfélagshlutverki stofnunin gegnir í endurhæfingu sem leiðir til þess að einstaklingar komast aftur út á vinnumarkaðinn. Margir Sunnlendingar eru þar á meðal, sem náð hafa heilsu sinni á ný eftir dvöl á Reykjalundi.

Sem flestir séu með
Það er von okkar sem stöndum að undirbúningi þessa brýna hagsmunamáls að sem flestir landsmenn, hvar sem er á landinu, gangi til liðs við Hollvinasamtök Reykjalundar. Samtakamáttur margra getur lyft grettistaki eins og dæmin sanna. Í þeim efnum hafa Íslendingar oft sýnt mátt sinn. 

Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar

 

Í undirbúningsstjórn eru:

 Haukur Fossberg Leósson framkvæmdastjóri

Dagný Erna Lárusdóttir, formaður SÍBS

Auður Ólafsdóttir, varaformaður SÍBS

Ásbjörn Einarsson verkfræðingur

Bjarni Ingvar Árnason veitingamaður

Jón Ágústsson skipstjóri

Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður

Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona

Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóri

 

Birgir Gunnarsson, forstjóri Reykjalundar


Sykurfíkn: Er viljastyrkur nóg ?

 

 

Vísir Skoðun 24. október 2013 06:00

Esther Helga Guðmundsdóttir MSc.,
framkvæmdastjóri og matarfíknarráðgjafi hjá MFM-miðstöðinni og formaður Matarheilla.

 

Esther Helga Guðmundsdóttir MSc., framkvæmdastjóri og matarfíknarráðgjafi hjá MFM-miðstöðinni og formaður Matarheilla.

Esther Helga Guðmundsdóttir skrifar: Það var frábær þáttur á RÚV 14. október sl. um sykur sem nautnafíkn.
Í þættinum var m.a. fjallað um hvaða áhrif sykur hefur á líkama okkar og heilastarfsemi og hvernig hann getur orðið ávanabindandi fyrir okkur. Því er einnig haldið fram að við getum breytt um lífsstíl og hætt neyslu sykurs - bara ef við ákveðum það og höfum nógu mikinn viljastyrk.

Þessu er enn og aftur haldið fram þrátt fyrir að mjög stór hópur fólks hafi látið reyna á allar mögulegar og ómögulegar leiðir til að hætta þessari neyslu og sé stöðugt að berjast við að hætta henni. Sumir hafa jafnvel náð því um tíma, en svo kemur aftur og aftur sú stund þegar viðkomandi „ákveður" að fá sér aftur, þrátt fyrir þær afleiðingar sem neyslan hefur bæði líkamlega og andlega!

Rannsóknir sýna að sykur getur verið meira ávanabindandi en kókaín. Samt eigum við bara að nota hin fleygu orð Nancy Reagan: „Just say no" gagnvart sykurneyslu.

Sífellt er verið að segja við okkur: „Þú hefur valið! Og ef þú hefur ekki getað haldið þér frá sykrinum þá hefur þú bara ekki viljað það nógu mikið eða lagt nógu hart að þér." En af hverju eru þá ekki allir grannir sem hafa mikinn viljastyrk og hefur t.d. vegnað vel í námi og starfi? Er það kannski af því að þá einstaklinga langar að vera feitir? Og ef þetta er svona einfalt af hverju erum við þá ein feitasta þjóð í heimi?
Hér kemur í ljós þessi einkennilega afneitun á eðli fíknar. Það er búið að viðurkenna að áfengis- og vímuefnafíklar þurfi meira en viljastyrkinn, þeir þurfi að fara í meðferð, þeir þurfi 12 spora vinnu og annað sem virkar til að halda þeirri fíkn niðri.

Hér á landi eru tvenn 12 spora samtök fyrir þá sem eiga við matar- og/eða sykurfíkn að stríða, GSA (GreySheeters Anonymous) og OA (Overeaters Anonymous). Auk þess stendur matarfíklum til boða meðferð hjá MFM-miðstöðinni en hún hefur verið starfrækt síðan 2006. Þar hefur batinn og árangur verið mjög góður og erlendir sérfræðingar í fíknifræðum hafa gert sér ferðir til Íslands til að kynna sér starfsemi MFM-miðstöðvarinnar og hennar er getið í fyrstu kennslubók fyrir fagfólk um matarfíkn sem var gefin út á síðasta ári (Food and Addiction, a comprehensive handbook, höfundar; Kelly D. Brownell og Mark S. Gold).

Ég hef nú unnið með yfir 2.000 einstaklingum, bæði hér heima og erlendis, sem hafa fengið skimun á að þeir geti verið haldnir matar- eða sykurfíkn.

Stór hópur þessa fólks hefur, þegar hann fékk loks að vita hvað væri að og hvernig hægt er að halda þessum fíknisjúkdómi niðri, náð árangri í þessari baráttu í fyrsta skipti. Þessir einstaklingar hafa öðlast frelsi frá löngun í efnið og fengið stuðning til að viðhalda þessu frelsi. Þeir eru ekki lengur daginn út og inn í baráttu við sjálfa sig um hvort þeir eigi að fá sér ostakökuna eða ekki.

Það sem virkar fyrir þennan hóp er að nota sömu og/eða svipaðar aðferðir og þegar unnið er með aðrar fíknir. Í því felst að fræðast um sjúkdóminn, hvernig hann hefur áhrif á viðkomandi, átta sig á vangetunni til að hætta varanlega án stuðnings og síðan fá leiðbeiningar til að taka fíkniefnið út ásamt því að læra hvað viðheldur getunni til að segja „nei, takk".

Í fyrsta lagi þarf að taka út fíkniefnið og aðstoða viðkomandi við að taka þau matvæli út úr fæðunni sem hafa þessi ávanabindandi áhrif á líkamann og heilann.

Í öðru lagi þarf að skilja hinn hlutann, þ.e. hugann og tilfinningarnar, og vinna með þá þætti, því að líkamlega löngunin er aðeins hluti af vanlíðaninni sem okkur „finnst" að aðeins sykur eða önnur kolvetni geti lagað. Það er sá þáttur sjúkdómsins sem kemur yfir okkur og er svo lúmskur, þessi einkennilega fullvissa um að núna verði þetta öðruvísi, þrátt fyrir að við höfum verið hætt að borða sykur og unnin kolvetni og löngunin sem fylgir neyslunni sé farin. Við teljum okkur trú um að nú getum við alveg fengið okkur aðeins einn bita, þegar reynslan hefur kennt okkur að á eftir fyrsta bitanum fylgir alltaf annar biti og svo annar og annar þar til átkastið gengur yfir.

Eru þá allir sem eru feitir sykur- eða matarfíklar? Nei, við vitum að svo er ekki, margir þurfa einfaldlega að læra að borða hollari fæðu, sleppa ýmsum matartegundum, láta af óhollum matarvenjum, hreyfa sig eðlilega og málið er dautt.

En það er allt of stór hópur sem er að berjast í vandanum ár eftir ár og fær ekki hjálp við hæfi.

Á meðan stjórnvöld og heilbrigðisstarfsfólk lokar augunum fyrir þessu og afneitar þessum heilbrigðisvanda þá stækkar hann stöðugt og kostnaður af honum vex í sömu hlutföllum. Talað er um að ef ekki fæst einhver lausn á offituvandanum muni kostnaðurinn sem af honum hlýst sliga heilu þjóðfélögin.

Á þeim stofnunum hér á landi þar sem unnið er með offitu og átraskanir er því alfarið hafnað að um matarfíkn geti verið að ræða. Unnið er eftir sömu vinnureglum ár eftir ár þrátt fyrir að árangur sé lítill hjá þeim hópum sem vinna með offitusjúklinga (sbr. skýrslur offituteyma settar fram á ráðstefnu Félags fagfólks um offituvandann 2012. Þar er talað um að meðaltali 5-10 kg þyngdartap á ári hjá hverjum skjólstæðingi).

Magaminnkunaraðgerðir bera árangur í einhverjum tilfellum. Vandinn við þær er hins vegar sá að þær eru gríðarlegt inngrip í líkama viðkomandi og hann verður aldrei samur. Aukaverkanir af aðgerðunum eru ekki afturkræfar og stór hópur nær aldrei kjörþyngd og/eða þyngist aftur eftir einhvern tíma. Þá eru þeir ótaldir sem í kjölfar aðgerðanna þróa með sér aðrar fíknir, t.d. í áfengi og önnur vímuefni eða spila- og eyðslufíkn svo að eitthvað sé nefnt. Þetta er fyrir utan kostnaðinn sem heilbrigðiskerfið þarf að bera af hverri aðgerð.

Síðastliðið vor voru samtökin Matarheill stofnuð. Samtökin eru réttinda- og baráttusamtök fyrir þá sem eiga við matarfíkn að stríða. Nú þegar eru yfir 100 meðlimir skráðir félagsmenn. Við í samtökunum Matarheill horfum til þess að farið verði að viðurkenna matarfíkn eins og aðra fíknisjúkdóma og tekið sé á málum á sama hátt og gert er með alkóhólisma. Mikilvægt er að stjórnvöld átti sig á vandanum, breyti stefnu sinni og viðurkenni vandann sem blasir við. Þær aðferðir sem hafa verið við lýði árum saman skila ekki tilætluðum árangri og gera þarf bragarbót á því.

Það sem þarf að koma til er algjör hugarfarsbreyting, samvinna fagstétta og vilji stjórnvalda til að styðja við bakið á meðferðarúrræðum sem taka á þessum vanda sem fíknivanda. Ef það gerist ekki höldum við áfram að vera ein feitasta þjóð í heimi. Er það það sem við viljum?

 

 Innsett F.S.

(ÞAÐ ER MIKIL TENGING Á MILLI OFFITU OG KÆFISVEFNS,  HVORT SEM KEMUR Á UNDAN.  ÞESSI GREIN ER MJÖG ATHYGLISVERÐ FYRIR OKKAR HÓP OG ALLA AÐRA.   F.S.)

 


Sanngjarnt og réttlátt þjóðfélag.

 

Vísir Skoðun 24. október 2013 06:00

Ingimar Einarsson,
félags- og stjórnmálafræðingur

 

Ingimar Einarsson, félags- og stjórnmálafræðingur

Ingimar Einarsson skrifar: Um langa hríð hefur það verið eitt helsta viðfangsefni stjórnmála að byggja upp og viðhalda sanngjörnu og réttlátu samfélagi. Góð heilbrigðisþjónusta hefur verið talin einn af hornsteinum hvers velferðarþjóðfélags. Sátt hefur ríkt um að fyrir meginþætti heilbrigðisþjónustunnar skuli greitt með sköttum og að borgararnir gætu treyst því að þeim væri veitt viðeigandi þjónusta þegar þeir þyrftu á rannsóknum, meðferð eða endurhæfingu að halda.

Um þetta hefur ríkt eins konar sáttmáli í áratugi. Það hefur því vakið nokkra undrun hversu mikið fólk greiðir nú orðið úr eigin vasa fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins.

Á síðustu áratugum liðinnar aldar var oft rætt um að endurskoða þyrfti almannatryggingakerfið og breyta greiðsluþátttökukerfinu og aðlaga það betur að þörfum þeirra sem veikastir væru og þurfa mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Það var þó ekki fyrr en árið 2007 sem þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, setti á laggirnar nefnd sem ætlað var að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og aðra heilbrigðisþjónustu.

Nefndin, sem kennd var við formann hennar, Pétur Blöndal alþingismann, safnaði miklum upplýsingum og framkvæmdi um leið umfangsmikla greiningu á almannatryggingunum og greiðslum fólks fyrir heilbrigðisþjónustu.

Pétursnefndin varð ekki langlíf því arftaki Guðlaugs Þórs, Ögmundur Jónasson, fylgdi ekki sömu forgangsröðun og fyrirrennari hans. Nefndarstarfinu var því sjálfhætt þegar ekki var veitt fé til verkefnisins á fjárlögum ársins 2009. Í framhaldinu var samt sem áður komið á fót vinnuhópi sem vann áfram tillögu að greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf. Lög þess efnis voru samþykkt á árinu 2012, en kerfið var síðan tekið í notkun 4. maí 2013.

Háar upphæðir
Fljótlega kom í ljós óánægja með nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið og sneri hún einkum að því að tilteknir sjúklingahópar töldu erfitt að standa undir þeim greiðslum sem lagðar eru á þá samkvæmt hinu nýja kerfi. Krabbameinsfélag Íslands benti til dæmis á að margir krabbameinssjúklingar yrðu nú að greiða háar upphæðir fyrir lyf sem þeir fengu áður ókeypis eða verulega niðurgreidd. Við útfærslu hins nýja greiðsluþátttökukerfis hafi ekki verið gætt nægjanlega að því að verja alvarlega veikt fólk fyrir háum og vaxandi heilbrigðiskostnaði.

Í lok ágúst 2013 skipaði nýr heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, nefnd til að kanna forsendur fyrir því að fella saman margvíslega heilbrigðisþjónustu undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag. Formaður nefndarinnar er nú sem fyrr þingmaðurinn Pétur Blöndal. Nú þegar hafa verið boðaðar breytingar á lyfgreiðsluþátttökukerfinu sem fela í sér að sjúkratryggingar greiða sjálfkrafa lyfjakostnað þegar árlegum hámarkskostnaði er náð.

Það var því forvitnilegt að heyra viðtal við Pétur Blöndal á einni af síðdegisrásunum fyrir nokkru. Á öldum ljósvakans var Pétur að gæla við þá hugmynd að fólk myndi borga allt að 120 þúsund krónur á ári, hvert og eitt, fyrir heilbrigðisþjónustu áður en greiðsluþaki er náð. Enn fremur taldi hann nauðsynlegt að fólk greiddi alltaf eitthvað fyrir heilbrigðisþjónustu því annars mynduðust alltof langir biðlistar, fyrir því væri löng reynsla í útlöndum. Hvaðan sú vitneskja er fengin er ekki vitað, en í Danmörku, þar sem almennt tíðkast hvorki gjaldtaka í heilsugæslunni né á sjúkrahúsum, er ekkert sem styður þessar fullyrðingar formannsins.

Viðvörunarljós
Hér er greinilega ástæða til að staldra við, því í langan tíma hefur verið samstaða um grunnreglur samfélagins á sviði heilbrigðismála. Þegar almenningur er farinn að greiða það mikið fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa að margir fresta því að fara til læknis eða jafnvel neita sér alveg um læknisþjónustu eru það viðvörunarljós sem taka verður alvarlega. Einfaldlega vegna þess að í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu.

 

Innsett  F.S.

 


Svefninn er okkur mikilvægur.

Það hafa verið skrifaðar margar greinar um tengsl svefns,  svefngæða  og  lífsgæfa/heilsu.

Það er ánægjulegt hve svefninn er mikið rannsakaður núorðið og hve góð tækni eykur nákvæmni rannsóknanna.

Mér verður oft hugsað til gamalla bænda, og fleyra fólks, sem fengu sér smá lúr eftir hádegismatinn og töldu þann svefn skipta sig miklu máli.   Það virðist vera rétt hjá þeim.

Vonandi verður hægt að halda áfram með svefnrannsóknir sem nú er verið að gera.  Það skiptir miklu máli fyrir heilsu okkar allra.

F.S.


mbl.is Hversu mikið munar um lengri svefn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um hrotur og kæfisvefn.

 

 Af pressan.is

14. sep. 2013 - 17:00

 

Hrotur gera fólk kinnfiskasogið og ófrítt

 

 

 

Það er ekki nóg með að hrotur haldi mökum og öðrum fjölskyldumeðlimum oft vakandi heldur gera þær þann er hrýtur kinnfiskasoginn og ófríðan.

Vísindamenn segja að þeir sem þjást af svefntengdu öndunarstoppi, sem einkennist af hrotum og truflunum á andardrætti, séu líklegri til að virðast vera minna aðlaðandi, ekki eins unglegir og ekki eins árvakir og þeir sem sofa hrotulaust.

Í rannsókn sem var framkvæmd á 20 miðaldra sjúklingum sem þjást af hrotum kom fram að þeir sem fengu meðferð við hrotunum voru taldir mun meira aðlaðandi á myndum sem voru teknar af þeim eftir að meðferðinni lauk heldur en áður en hún hófst, þetta átti við í tveimur af hverjum þremur tilvikum. Enni viðkomandi þóttu ekki vera eins þrútin og andlit þeirra ekki eins rauð og fyrir meðferðina, segir á vefmiðli Daily Telegraph.

Vísindamennirnir tóku einnig eftir, en gátu ekki mælt það, að hrukkum á enni hrjótaranna fækkaði eftir að þeir höfðu fengið meðferð við hrotunum. Með því að nota nákvæma andlitsgreiningartækni eins og skurðlæknar nota, og óháðan hóp fólks til að skoða niðurstöðurnar, sást að nokkrum mánuðum eftir að fólk fékk aðstoð við að anda betur þegar það sefur og hætta að þjást af svefnleysi voru marktækar breytingar á enni þess.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Journal of Clinical Sleep Medicine.

Einnig á Pressan.is

Innsett F.S.



Tengsl svefnleysis, ofþyngdar og kæfisvefns.

 

Hér á síðunni hefur oft verið byrtar greinar sem staðfesta tengslin á milli svefns,  ofþyngdar  og  kæfisvefns.  

Sé svefni ónógur þá virðist líkaminn leitast við að bæta sér orkuleysið upp með aukinni sykurneyslu  eða annarskonar kolvetnaneyslu.

Því er grundvallaratriði að fá nægilegan svefn og hvíld.

 

innsett: F.S.


mbl.is Svefnleysi eykur hættu á ofþyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný lausn til að stöðva hrotur og bæta svefn fólks.

Þetta hef ég ekki séð áður en vonandi virkar þetta fyrir einhverja með kavisvefn.

____    ____    ____    ____   ____    ____    ____    ____

 http://www.howlifeworks.com/Article.aspx?Cat_URL=health_beauty&AG_URL=A_New_Solution_That_Stops_Snoring_and_Lets_You_Sleep_428&ag_id=1054&wid=0DDFB6DF-A979-4033-87A5-3F7C8FD843AF&did=3248&cid=1005&si_id=1188  

 

  Last Updated: 6/30/2013 18:16 PST Share on email Share on facebook Share on twitter Share on myspace More Sharing Services

A New Solution That Stops Snoring and Lets You Sleep

A New Solution That Stops Snoring and Lets You Sleep

If you're like most Americans you probably don't get eight hours sleep each night.

But, if you also constantly feel exhausted, experience headaches for no obvious reason or have high blood pressure, you could have a more serious problem.

That's because these can all be the result of snoring-which is, in turn, the most common symptom of a potentially serious health problem-obstructive sleep apnea (OSA).

While most people think of snoring as a minor annoyance, research shows it can be hazardous to your health.  That's because for over 18 million Americans it's related to obstructive sleep apnea (OSA). People who suffer from OSA repeatedly and unknowingly stop breathing during the night due to a complete or partial obstruction of their airway.  It occurs when the jaw, throat, and tongue muscles relax, blocking the airway used to breathe.  The resulting lack of oxygen can last for a minute or longer, and occur hundreds of times each night.  

Thankfully, most people wake when a complete or partial obstruction occurs, but it can leave you feeling completely exhausted.  OSA has also been linked to a host of health problems including:

  • Acid reflux
  • Frequent nighttime urination
  • Memory loss
  • Stroke
  • Depression
  • Diabetes
  • Heart attack

People over 35 are at higher risk.

OSA can be expensive to diagnosis and treat, and is not always covered by insurance.  A sleep clinic will require an overnight visit (up to $5,000).  Doctors then analyze the data and prescribe one of several treatments.  These may require you to wear uncomfortable CPAP devices that force air through your nose and mouth while you sleep to keep your airways open, and may even include painful surgery.

Fortunately, there is now a far less costly, uncomfortable, and invasive treatment option available.  A recent case study published by Eastern Virginia Medical School's Division of Sleep Medicine in the Journal of Clinical Sleep Medicine concludes that wearing a simple chinstrap while you sleep can be an effective treatment for OSA.

The chin strap, which is now available from a company called MySnoringSolution, works by supporting the lower jaw and tongue, preventing obstruction of the airway.  It's a made from a high-tech, lightweight, and super-comfortable material.  Thousands of people have used the MySnoringSolution chinstrap to help relieve their snoring symptoms, and they report better sleeping, and better health overall because of it.

An effective snoring solution for just $119

The "My Snoring Solution" Chinstrap is available exclusively from the company's website which is currently offering a limited time "2 for 1" offer.  The product also comes with a 100 percent satisfaction guarantee.

If you want to stop snoring once and for all, without expensive CPAP devices or other intrusive devices, this may be the solution you've been waiting for.  The free additional strap is great for travel or as a gift for a fellow sufferer.

Click here to learn more about this special $119 offer from MySnoringSolutions.

Learn More  

The statements and claims made about this product have not been evaluated by the Food and Drug Administration (U.S.). This product is not intended to diagnose, treat, cure, or prevent disease.

This article sponsored by MySnoringSolution Copyright Howlifeworks.com 2013

 

 

 

 

 

 

 

 


Mun samrunaorka leysa orkuþörf jarðarbúa ?

02. júl. 2013 - 10:00  Pressa.is

 

Dýrasta vísindatilraun heimsins getur leyst orkuvanda framtíðarinnar

Samrunaorkuver

Dýrasta vísindatilraun heimsins getur leyst orkuvanda framtíðarinnar.

Síðan 2006 hafa vísindamenn frá sjö löndum  unnið að byggingu samrunakjarnakljúfsins ITER í suðurhluta Frakklands. ITER er eins og kjarnorkuver en á að menga mun minna, vera öruggara og notast við sjó til að framleiða orku í stað kjarnorku. Ef verkefnið skilar árangri gæti það orðið til að leysa orkuvanda heimsins í framtíðinni.

Kostnaðurinn við byggingu ITER er mikill og kostar næstum helmingi meira að byggja ITER en risastóra öreindahraðalinn LHC við CERN rannsóknarmiðstöðina í Sviss. ITER mun kosta tæpa 16 milljarða evra en sú upphæð myndi duga til að kaupa 9 milljarða lítra af bensíni.

Í samtali við Norska ríkisútvarpið sagði Bjørn Samset, eðlisfræðingur hjá Cicero rannsóknarmiðstöðinni, að ef tilraunin gengi vel þá væri hægt að leysa orkuvanda heimsins í framtíðinni. Hann benti þó á að erfitt yrði að fá þetta til að virka eins og ætlast er til og því yrði að smíða risastóra vél til að komast að því hvort vísindamenn hafi rétt fyrir sér.

Á hverjum degi er risastór samrunakjarnaofn að störfum í sólkerfinu okkar en það er auðvitað sólin. Hún sendir frá sér gríðarlega mikla orku og það er sólin sem gerir næstum allt líf á jörðinni mögulegt. Sólin framleiðir svo mikla orku að jarðarbúar þurfa aðeins 0,0000002% af sólarljósinu til að sjá allri jörðinni fyrir nægilegri orku.

Það sem gerist inni í sólinni er samruni sem verður þegar að atóm rekast á hvert annað og bráðna og verða að þyngri atómum en þetta gerist vegna gríðarlegs þrýstings og hita í sólinni. Við venjulegar aðstæður rekast atómin bara á hvert annað og halda síðan för sinni áfram. Það hefur lengi verið draumur vísindamanna að geta stjórnað svona samruna til að geta framleitt mikla orku en til að geta gert það verður að búa til lítinn hluta af sólinni hér á jörðinni og það er ekki einfalt verk.

Til að skapa sömu aðstæður og eru í sólinni þarf að byggja samrunakjarnaofn sem vegur 23.000 tonn og þolir jafn mikinn hita og er í sólinni. Til að leysa orkuna úr læðingi sem verður til við samruna atómanna  verður að hita vetnið sem knýr ofninn í rúmlega 100 milljón gráður á celsíus.

Það þarf gríðarlega mikla orku til að skapa réttan þrýsting og hita inni í ofninum og aðaltilgangurinn með ITER er að kanna hvort hægt sé að framleiða orku með svona ofni.

innsett F.S.


Lausnamiðuð nálgun notuð til að leysa ágreining.

 

Á þetta ekki við um fleyri staði en vinnuna ?

Þetta hlýtur að eiga við um allskonar hópa.

Lausnarmiðuð nálgun hefur verið mikið notuð í allskonar meðferðarvinnu.

Það þarf samt góða þekkingu og færni til að nota lausnamiðaða nálgun við að leysa ágreining eða til meðferðarvinnu almennt.

 F.S.

 


mbl.is Svona leysir þú ágreining í vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband