Álögur á sjúklinga vegna komu- og umsýslugjalda sérfræðilækna

Af:  http://www.visir.is/alogur-a-sjuklinga-vegna-komu--og-umsyslugjalda-serfraedilaekna/article/2012705089993

Fréttablaðið Aðsendar greinar 08. maí 2012 06:00
Heilbrigðismál
Guðmundur Magnússon
formaður Öryrkjabandalag Íslands
Heilbrigðismál Guðmundur Magnússon
formaður Öryrkjabandalag Íslands
Guðmundur Magnússon skrifar:
Ár er liðið frá því að samningar á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna runnu út þann 31. mars 2011. Í kjölfarið og vegna samningsleysis hafa sjúklingar þurft að greiða komu- og umsýslugjald fyrir þjónustu sérfræðilækna á stofum þeirra. Hér er um viðbótargjald að ræða, sem leggst við hluta sjúklings í útlögðum kostnaði. Rétt er að taka fram að ekki allir sérfræðilæknar innheimta slíkt gjald. ÖBÍ hafa borist dæmi um viðbótargjöld á bilinu 500 kr. til 3.500 kr. fyrir hverja komu.

Staðan bitnar fyrst og fremst á tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa á þjónustu sérfræðilækna að halda. Þar er þyngst byrðin á langveikum og öldruðum, sem þurfa meira á heilbrigðisþjónustu að halda, þar með talið þjónustu sérfræðilækna, en allur almenningur í samfélaginu. Ástandið hefur í för með sér auknar álögur fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra og kemur sérstaklega illa við tekjulága aldraða, öryrkja og foreldra langveikra barna. Í rannsókn sem framkvæmd var 2006 af Rúnari Vilhjálmssyni félagsfræðingi kom fram að öryrkjar vörðu um 6% af heildartekjum heimilisins í heilbrigðismál. Sú tala hefur að öllum líkindum hækkað, en gjaldtaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu jókst umtalsvert í kjölfar bankahrunsins, sbr. könnun Hagdeildar ASÍ frá byrjun árs 2009.

Einstaklingur með afsláttarkort borgar að fullu komu- og umsýslugjald. Þar sem þetta er viðbótargjald gefur það ekki rétt upp í afsláttarkort Sjúkratrygginga Íslands. Hér er því um að ræða hreint viðbótargjald sem sjúklingurinn einn ber kostnaðinn af. Sjúklingar sem reglulega leita til sérfræðilækna bera þá tugi þúsunda í viðbótargjald yfir lengra tímabil.

Eitt af markmiðum laga um réttindi sjúklinga er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi. Óheimilt er að mismuna sjúklingum, meðal annars á grundvelli efnahags. Þjónusta sérfræðilækna er einn nauðsynlegur þáttur í veitingu heilbrigðisþjónustu. Gjaldtaka fyrir hvers kyns heilbrigðisþjónustu á að fara eftir ákvæðum laga um sjúkratryggingar og ákvæðum sérlaga eftir því sem við á, og engu öðru.

Minna má á Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem undirritaður var af Íslands hálfu fyrir réttum 5 árum (30. mars 2007) en í 25. gr. samningsins er kveðið á um að aðildarríkin skuli „…viðurkenna að fatlað fólk hafi rétt til þess að njóta góðrar heilsu að hæsta marki sem unnt er án mismununar vegna fötlunar. […] að sjá fötluðu fólki fyrir heilsugæslu og heilbrigðisáætlunum, sem eru ókeypis eða á viðráðanlegu verði og eins að umfangi, gæðum og á sama stigi og gildir fyrir aðra einstaklinga…“.

Hver er staðan í samningaviðræðum Sjúkratrygginga Íslands og samninganefndar sérfræðilækna? Eru samningaviðræður í gangi á milli samninganefndanna eða er algjör biðstaða?
ÖBÍ skorar á samningsaðila að sameinast í þeirri viðleitni að semja sín á milli þannig að öllum notendum þjónustu sérfræðilækna sé tryggt aðgengi að sérfræðiþjónustu án aukinnar kostnaðarhlutdeildar sjúklinga.
 
Innsett: F.S.



Bættu svefninn og kynlífið

 

AF:  http://www.dv.is/mobile/lifsstill/2011/4/29/baettu-svefninn-og-kynlifid/

23:07 › 29. apríl 2011

Þið hjónin gantist kannski með hvað hitt hrýtur mikið á nóttunni en hugsanlega er þetta ekkert gamanmál og jafnvel kemur það niður á kynlífinu án þess að neinn geri sér það ljóst.

Ef marka má nýlega rannsókn á svefnvandamálum og afleiðingum þess staðfesta 61 prósent fullorðinna að svefnvandinn komi beint niður á kynlífinu. Vandinn stafar ekki einungis af því að fólk fær ekki nægan svefn og er þar með of þreytt til að stunda kynlíf heldur geta kæfisvefn og hrotur einnig haft sínar afleiðingar.

Í þýskri rannsókn sem gerð var árið 2009 kom fram að 69 prósent þeirra sem þjást af kæfisvefni eiga einnig við alvarleg kynlífsvandamál að etja. Þar má telja vandamál með reisn, erfiðleika við að kalla fram fullnægingu og almenna ófullnægju með kynferðislega ánægju.

Þetta er meðal annars talið orsakast af súrefnisskorti en fái líkaminn ekki það súrefni sem hann þarfnast er hætt við að framleiðsla á „nitric oxide“ (efni sem er karlmönnum nauðsynlegt til að öðlast og halda reisn) falli niður í lágmark.

HROTUR
Fólk sem hrýtur er tvisvar sinnum líklegra en það sem ekki hrýtur til að vera ósátt við kynlíf sitt. Niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var af Mayo Clinic í Rochester í Minnesota sýna að hroturnar skapa fjarlægð í samböndum, bæði líkamlega, andlega og bókstaflega þar sem fólk endar oft á að sofa hvort í sínu herberginu til að þurfa ekki að vakna við hroturnar í makanum.

Hvað er til ráða?
Ef fólk tekur málin í sínar hendur eru oftast lausnir og ráð á reiðum höndum. Til dæmis er hægt að láta greina svefnvandann og þá getur lausnin verið svo einföld að ekki þarf annað en að skipta um stellingu og sofa þá ýmist á hlið eða baki, með minna eða meira undir höfðinu. Sumir gætu þurft að fá súrefniskút í svefnherbergið og öðrum gæti gagnast að fara í einfalda aðgerð sem opnar nasirnar.
Lykilatriðið er að vera á verði og leita lausna: Ef makinn segir að þú hrjótir á nóttunni og þú færð átta stunda svefn á en ert þrátt fyrir það þreytt/ur allan daginn – þá er mál að leita til læknis og láta kanna ástandið

Innsett: F.S.

 

 

 

 


Nauðung er vandmeðfarin þar sem hennar er þörf.

" Í greinargerðinni segir einnig að umræða síðustu ára um mannréttindi og réttindi fatlaðs fólks hafi dregið beitingu nauðungar fram í dagsljósið og að krafan um samræmdar og skýrar reglur um beitingu nauðungar hafi orðið háværari.

Annars vegar hefur verið bent á hve afdrifaríkt það getur reynst ef starfsfólk í þjónustu við fatlað fólk virðir ekki eðlileg mörk í samskiptum og hins vegar að skortur á skýrum viðmiðum og óvissa um hvar mörkin liggi geti haft slæm áhrif á þjónustu við fatlað fólk og leitt til þess að starfsfólk beiti sér ekki sem skyldi þar sem ástæða og tilefni er til inngrips".

Eins og hér er bent á þá getur skortur á viðmiðunum hindrað að sterfsfólk sinni sínu hlutverki þegar nauðsin er á valdbeitingu.


Svo er aðal málið að tryggja þarf ÖLLUM FÖTLUÐUM full  mannréttindi og þar með að taka eigin ákvarðanir um sitt líf.

Þetta eru mikilvæg lög og líka þarf að tryggja fé til að tryggja úrræði og viðeigandi þjónustu fyrir fatlaða.

Innsett:  F.S.


mbl.is Bannað að beita fatlað fólk nauðung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætum öll í 1. maí gönguna

 

 

30.4.2012

ÖBÍ tekur þátt í 1. maí hátíðarhöldunum.

Kl.13.00  Hittumst á bílaplani fyrir ofan Hlemm og tökum spjöld eða fána.

Kl.13.30  Ganga hefst – höldum hópinn alla leið niður á Ingólfstorg.

 

Bíll verður við Velferðarráðuneytið (Hafnarhúsið) þar sem fólk skilar spjöldum og fánum og verður hann merktur ÖBÍ.


Innsett: F.S.

 


Vandamál öryrkja á Norðurlöndum

 

 http://www.visir.is/vandamal-oryrkja-a-nordurlondum/article/2012704219993 

Fréttablaðið Aðsendar greinar 21. apríl 2012 06:00

Lilja Þorgeirsdóttir
framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands

Lilja Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands
Lilja Þorgeirsdóttir skrifar:
Sífellt fleiri öryrkjar sem hafa búið í öðru norrænu ríki leita til ráðgjafa ÖBÍ vegna þess að þeir fá ekki örorkulífeyrisgreiðslur frá almannatryggingakerfinu frá því landi sem þeir bjuggu í. Meginástæðan er sú að mismunandi lög og reglur gilda í hverju landi og ólík túlkun og framkvæmd þeirra. Þá getur fólk verið með örorkumat í einu norrænu landi á sama tíma og það fær ekki mat í öðru. Mismunandi matsaðferðum er beitt og ekki er tekið tillit til örorkumats í öðrum löndum. Vandamálum hefur fjölgað á síðustu árum meðal annars vegna kreppunnar og breytts pólitísks landslags. Þeir sem fá ekki greiðslur erlendis frá eiga í erfiðleikum með að framfleyta sér hér á landi.

Tvö dæmi um öryrkja sem búa á Íslandi:
Kona, um fimmtugt, fær ekki greiðslur frá Danmörku þar sem hún bjó í 20 ár. Á Íslandi veikist hún og verður óvinnufær. Tryggingastofnun ríkisins (TR) samþykkir að hún fái tímabundið örorkumat. Hún fær 52% af þeim örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á frá Íslandi. Það sem upp á vantar á hún að fá frá Danmörku. Pensionsstyrelsen í Danmörku metur að hún eigi ekki rétt á greiðslum þar sem starfsgeta hennar sé ekki varanlega skert og að hún geti, eftir mikla endurhæfingu, hugsanlega unnið í hlutastarfi og fengið aðstoð samkvæmt dönskum lögum sem nefnist „fleksjob“. Vandamálið er að á Íslandi fær fólk sjaldnast varanlegt örorkumat og úrlausnin „fleksjob“ er ekki til á Íslandi. Konan fær því aðeins 52% af örorkulífeyrisgreiðslum sem hún á rétt á og engin lausn í sjónmáli fyrr en hún kemst á eftirlaun því þá fær hún það sem upp á vantar frá Danmörku.

Karlmaður, rúmlega fertugur, fær ekki greiðslur frá Svíþjóð þar sem hann bjó í 20 ár. Þegar hann bjó í Svíþjóð fékk hann tímabundið örorkumat. Hann flutti síðan til Íslands og fékk örorkumat. Þegar sænska örorkumatið rann út sótti hann um aftur en var synjað. Ísland greiðir nú aðeins hluta þeirra örorkulífeyrisgreiðslna sem hann á rétt á eða um 30% þar sem hann hafði ekki búið lengi hérlendis þegar hann varð öryrki. Það sem upp á vantar á hann að sækja til Svíþjóðar. Försäkringskassan í Svíþjóð mat hann þannig að starfsgeta hans væri ekki skert um að minnsta kosti fjórðung hvað snertir öll störf á vinnumarkaðnum, þar með talin störf á vernduðum vinnustöðum og önnur vernduð störf. Til að fá örorkumat í Svíþjóð yrði skerðingin að vera varanleg um fyrirsjáanlega framtíð og allir möguleikar á endurhæfingu að fullu nýttir. Ljóst er að hann getur ekki framfleytt sér þrátt fyrir að hann fái fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sem er neyðaraðstoð til skamms tíma.

Reglur á Íslandi
Réttur til örorkulífeyris á Íslandi myndast á aldrinum 16-67 ára og miðast við að viðkomandi búi í 40 ár hérlendis. Örorkulífeyrisgreiðslur eru uppreiknaðar eftir ákveðinni reiknireglu og skiptir ekki máli hvort viðkomandi sé með íslenskan ríkisborgararétt. Vert er að benda á að frá 1. janúar 2010 lýtur endurhæfingarlífeyrir sömu reglum um búsetuhlutfallsútreikning og örorkulífeyrir. Eftir breytinguna geta þeir, sem búið hafa erlendis, lent í þeirri stöðu að fá skertan endurhæfingarlífeyri á Íslandi og engar greiðslur erlendis frá þar sem hann er ekki greiddur úr landi. Því er fólki bent á að sækja um örorkulífeyri en sú leið getur leitt til þess að fólk fái synjun á örorkumati erlendis á þeim forsendum að endurhæfing hafi ekki verið fullreynd.

Skortur á aðstoð
Starfsfólk TR aðstoðar fólk við að sækja um örorkulífeyri í öðrum löndum. Ef umsókn er synjað fær fólk ekki aðstoð við að kæra. Hver og einn þarf sjálfur að leita réttar síns sem getur reynst erfitt fyrir fólk með fötlun eða alvarlegan sjúkdóm.

Brýnt að leysa sem fyrst
Umsóknarferlið um örorkulífeyri erlendis frá getur tekið nokkur ár. Á meðan lifir fólk á tekjum undir lágmarksframfærslu. Rétt er að öryrkjar fái óskertar greiðslur í sínu landi á meðan beðið er eftir niðurstöðu erlendis frá og að Norðurlöndin skipti kostnaði á milli sín eftir ákveðnum reglum. Þá þarf að leysa mál þeirra sem fá synjun erlendis þrátt fyrir gilt örorkumat á Íslandi. Mögulega þarf að setja reglur um að örorkumat í einu Norðurlandanna gildi í öðru.

ÖBÍ hefur unnið markvisst að því að koma þessum málum á framfæri á norrænum vettvangi og hér innanlands en ljóst er að betur má ef duga skal. Mál þessi þarf að leysa sem allra fyrst. Samræma þarf lög og reglur um örorkumat milli norrænu landanna. Einnig er nauðsynlegt að fólk fái aðstoð við að leita réttar síns hjá opinberum aðilum. Málum á eftir að fjölga á næstu árum vegna aukins flutnings fólks á milli landa. Stjórnmálamenn ættu að láta sér þessi mál varða til að þeir öryrkjar, sem hafa búið í fleiri en einu Norðurlandanna, getið notið sjálfsagðra mannréttinda í norræna velferðarkerfinu sem við viljum kenna okkur við.

Innsett: F.S.


Líkami barna og unglinga eldist langt fyrir aldur fram – Lífslíkur minnka verulega á næstu áratugum

 

 Sunnudagur - 22.4 2012 - 22:35 - Ummæli (1)

http://eyjan.is/2012/04/22/likami-barna-og-unglinga-eldist-langt-fyrir-aldur-fram-lifslikur-minnka-verulega-a-naestu-aratugum/?fb_comment_id=fbc_10151546535495364_31828672_10151546664245364#f6dbaa245f7201 

feittbarn

Vilhjálmur hefur verulegar áhyggjur af ofþyngd barna og unglinga.

Sykursýki er mun stærra og vaxandi vandamál en tölur gefa til kynna. Allt að tuttugu sinnum fleiri gætu verið ógreindir eða með forstig sykursýki en fyrirliggjandi tölur sýna. Þetta vandamál gæti kollvarpað hugmyndum manna um lífslíkur, segir heimilislæknir.

Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir, gerir sykursýki ítarleg skil í grein sem hann skrifar á Eyjuna. Hann segir hættu á að þetta vandamál, sem við höfum sjálf skapað, vaxi okkur yfir höfuð. Hins vegar þarf ekki háskólasjúkrahús til að vinna bug á vandanum, heldur einungis skilning almennings.

Vilhjálmur segir að fátt ógni heilsu fólks í hinum vestræna heimi og sykursýkin, en til hennar má rekja alvarlega kvilla eins og hjarta- og æðasjúkdóma, nýrnabilun, heilablóðfall og blindu, svo eitthvað sé nefnt. Rót vandanst felst fyrst og fremst í hreyfingarleysi og slæmu mataræði.

Alla jafna ætti sykursýki að vera aldursbundinn við fullorðna, en málið verður alvarlegra þegar líkami barna og ungmennna „eldist langt fyrir aldur fram.“ Að öllu óbreyttu, segir Vihjálmur, stefnir í að helmingur þjóðarinnar fái sykursýki innan fárra áratuga.

Greind sykursýki er líka aðeins eins og toppurinn á ísjaka af miklu stærra vandamáli. Þar sem margfalt fleiri eru ógreindir eða með forstig sjúkdómsins. Talað er um allt að tuttugufalda tíðni miðað við tölurnar sem við sjáum í dag. Aðallega hjá vaxandi fjölda fólks sem á við ofþyngd að stríða og eru komnir með fyrstu einkenni skerts sykurþols, neyta of mikils sykurs og hreyfa sig ekki nóg. Nokkuð sem við í heilsugæslunni sjáum í dag í vaxandi mæli.

Vilhjálmur bendir á að í Bandaríkjunum stefnir hátt í helmingur íbúa að verða allt of þungur. Íslendingar virðast næstir í röðinni. Mestar áhyggjur hefur Vilhjálmur af lífstíl ungu kynslóðarinnar.

Sem færa má rök fyrir að tengist mest mikilli neyslu sykurs, aðlalega sykraðra drykkja, auk meiri neyslu sælgætis og aukabita, yfir daginn og langt fram á kvöld. Eins og ákveðin fíkn, sykurfíkn. Alls drekka Íslendingar um 130 lítra af sykruðum gosdrykkjum á ári hverju og innbyrða að meðaltali sem samsvar um 1 kíló af hreinum sykri á viku, töluvert meira en nokkur önnur Norðurlandaþjóð,

segir Vilhjálmur og bætir við:

Há tíðni sykursýki í offitufaraldrinum sem nú gengur yfir hinn vestræna heim og allt stefnir í að versni tugfalt að öllu óbreyttu, mun kollvarpa hugmyndum manna um auknar meðallífslíkur. Þess í stað draga líkurnar verulega niður. Fjöldi sjúklinga með alvarlegar afleiðingar sykursýkinnar mun verða heilbrigðiskerfinu ofviða og draga úr gæðum þess.

Grein Vilhjálms í heild sinni.

Innsett: F.S.

 


Ertu rétt greindur? eftir Vilhjálm Ara Arason

http://blog.eyjan.is/vilhjalmurari/2012/04/16/ertu-rett-greindur

16.4 2012

 

Miklu máli skiptir að gera sér grein fyrir einkennum gróðurofnæmis, sem líkst getur slæmu kvefi, jafnvel með mikilli slímhimnubólgu í augum eins og sést á myndinni og miklum nefstíflum og hnerraköstum, ennis- og kinnholubólgum og jafnvel berkjubólgu og asthma. Allt einkenni sem verulega dregur úr lífsgæðunum og eykur hættu á fylgisýkingum. Ömurlegur sjúkdómur hjá annars frísku fólki, vanmetinn, vangreindur og oft undirmeðhöndlaður hjá okkur Íslendingum á sumrin. Þegar fólk grætur alla daga, af allt öðrum ástæðum en helst væri ástæða að gráta yfir. Jafnvel vakir á nóttunni og missir úr vinnunni.

Verst er þegar viðkomandi veður síðan í villu eða hefur ekki aðgang að fullnægjandi útskýringum á sjúkdómseinkennum og réttri meðferð. Ofnæmissjúkdómar og þá sérstaklega gróðurofnæmi, eru alltaf að verða algengari í hinum vestræna heimi. Heimi hreinlætis þar sem vöntun virðist vera á eðlilegri nálgun við náttúruna, flóruna okkar, moldina, gróðurinn og dýrin. Talið er að allt upp undir 30% ungs fólks á Norðurlöndunum sé með ofnæmi af einhverju tagi, flestir fyrir gróðri. Tíðnin hefur að því er virðist aukist mest hjá unga fólkinu. Mest er sennilega öllu hreinlætinu um að kenna, frá blautu barnsbeini og áhrifa ýmissa kemískra efnanna í umhverfinu, í þvottaefnum og snyrtivörum. Í því sambandi má ekki heldur gleyma vaxandi tíðni ofnæmissjúkdóma og excema hjá börnum og unglingum, tengt fæðuofnæmi og stundum hugsanlega skorti á D-vítamíni sem mikið var talað um í vetur. Eins hvernig við nálgumst okkar nánasta umhverfi og vægum sýkingum með oft stórbrotnum inngripum. Vonandi þó ekki þrávirkum iðnaðarefnunum sem stöðugt safnast meira upp í náttúrunni, mest í köldum sjónum.

Þeir sem eru með ofnæmi fyrir fíflum, eru með þeim fyrstu sem fá einkenni ofnæmis snemma á vorin á Íslandi. Þegar þeir fyrstu springa út, út undir húsveggjunum okkar nú í lok mars. Síðan eru það trjátegundirnar sem margar eru alltaf að verða fleiri og stærri, ekki síst aspirnar, bjarkir og hlynurinn. Birkið okkar alíslenska hefur síðan mikið að segja fram eftir öllu sumri, en yfir hásumarið eru það grösin og smárinn sem eru allsráðandi í sjúkdómsmyndinni, ekki síst á þurrum slátturdögum.

Ofnæmi er eins og hver annar langvinnur sjúkdómur sem oft er hægt að halda niðri með réttri meðferð. Meðferðin getur hins vegar verið bæði flókin og dýr. Ofnæmistöflur sem ekki valda of mikill sljóvgun, fyrirbyggjandi steraspray í nefið alla daga, æðaherpandi spray við bráðaeinkennum og miklum stíflum í nefi, augndropar sem eru gefnir fyrirbyggjandi 2-3 svar á dag allt sumarið eða æðaherpandi augndropar við miklum einkennum og bjúg í augum, sem samt oft geta líka valdið þurrki í slímhúðum við of mikla notkun. Stundum jafnvel sterakúrar í töfluformi sem þarf að trappa niður eða fyrirbyggjandi sterasprautur í vöðva á vorin sem gerir gæfumuninn fyrir þá allra verstu og sem oft er reyndar vannýttur möguleiki strax á vorin. Og þrátt fyrir góða meðferð geta komið einstaka grátdagar, eins og gengur, í þurrki og roki þar sem augun verða bæði rauð og bólgin.

Meðferð við ofnæmi á þannig að vera klæðskerasaumuð að þörfum hvers og eins, til að lágmarka einkenni og til að reyna að koma í veg fyrir óæskilegar aukaverkanir af lyfjunum. Eins og á við auðvitað um meðferð allra langvinna sjúkdóma. Kostnaður við lyfjakaup á ofnæmisltyfjum er hins vegar því miður allt of hár, enda niðurgreiðsla þess opinbera takmarkaður. Margir hafa þannig ekki ráð á bestu lyfjunum í dag og láta sig því hafa það næst besta, eða bara að vera oft hálf grátandi og hnerrandi yfir sumarið. Á tíma sem flestum ætti að geta liðið aðeins betur en á öðrum tímum ársins og fengiðtækifæri til að njóta þess sem sumarið hefur best upp á að bjóða, sumarfrí, útivist og ferðalög.

Þreyta og pirringur sem er samfara gróðurofnæmi er vanmetið vandamál í þjóðfélaginu og sem veldur vinnutapi og umtalsvert skertum lífsgæðum þess sem í hlut eiga og jafnvel nánustu aðstandendum. Ráðgjöf og fræðsla um ofnæmi þarf því að vera miklu betri og aðgengilegri á heilsugæslustöðvunum en hún er í dag. Auk heilsugæslunnar sinna síðan sérfræðingar í ofnæmisjúkdómum verstu tilfellunum og gera ofnæmispróf þegar þeirra er þörf. Greiningin er þó oftast fenginn með góðri sögu einni saman og klínísku mati á einkennum. Rétt meðferð er síðan lykilatriðið til að sem flestir fái að njóta björtu grænu mánuðanna sem best, ekkert síður en þeirra löngu, hvítu og svörtu, á landinu annars hinu ágæta.

Innsett F.S.

 


Nafnasamkeppni fyrir vefrit ÖBÍ

AF:  http://www.obi.is/utgafa/frettir/nr/1075 

22.3.2012

skilafrestur til 27. mars - verðlaun í boði fyrir gott nafn

Til stendur að gefa út vefrænar fréttir ÖBÍ og er undirbúningur í gangi þessa dagana. Um er að ræða mánaðarlegar fréttir sem segja frá því helsta sem er að gerast í málefnum fatlaðs fólks, bæði hérlendis sem og erlendis. Af því tilefni hefur ritnefnd ÖBÍ ákveðið að blása til nafnasamkeppni. Verðlaun verða veitt ef gott nafn berst sem notað verður. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt sendið vinsamlega tillögur inn á netfangið margret@obi.is fyrir miðnætti 27. mars.

Fyrir hönd ritnefndar,
Margrét Rósa Jochumsdóttir

Innsett: F.S.


Hugmyndin byggir á því bjóða upp á meðferð fyrir of feit börn á aldrinum 13 til 16 ára.

 

„Við byggjum á hugmyndum Ragnars Bjarnasonar, prófessors og barnalæknis, um það að krakkar á þessum aldri eru þau einu sem geta haft áhrif á lífsgæði sín. Þau fara ekki eftir því hvað pabbi eða mamma, kennari eða læknar segja, þau verða að vilja þetta sjálf," segir Sigmar.

Meðferðin myndi því í fyrsta lagi byggja á fræðslu, til að gera börnunum það ljóst að þau geti haft áhrif á líkamsvöxt sinn og líf ef þau vilji. Í öðru lagi að taka þau úr sínu venjulega umhverfi og gefa þeim færi á að kynnast hreyfingu og heilbrigðu mataræði á nýjum vettvangi, sem yrði þá landsbyggðin á Íslandi. Grundvallaratriði að sögn Sigmars er að meðferðin verði skemmtileg. „Aðalmálið er að fá þau til að vilja þetta einlæglega sjálf." 

Innsett: F.S.


mbl.is Of feit börn í meðferð á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

iBrain í þróun - Gæti nýst við einhverfu, þunglyndi og kæfisvefn

 

Af:  http://eyjan.is/2012/04/03/ibrain-i-throun-stephen-hawking-adstodar

Þriðjudagur - 3.4 2012 - 21:30 - Ummæli (3)

iBrain í þróun – Gæti nýst við einhverfu, þunglyndi og kæfisvefn

Vísindamaðurinn Stephen Hawking.

Stephen Hawking aðstoðar nú við að hanna tæki sem hlotið hefur nafnið iBrain og er ætlað að lesa hugsanir. Tækið sem vísindamenn vona að verði til þess að Hawking geti tjáð sig einungis með því að nota hugann á þó langt í land með að vera fullklárað.

Í  New York Times kemur fram að tilgangurinn sé þó ekki einungis að komast inn í höfuð Hawking og aðstoða hann í tjáskiptum heldur er markmiðið að tækið geti aðstoðað við að fylgjast með og sjúkdómsgreina einhverfu, þunglyndi og kæfisvefn. Tækinu er meðal annars ætlað að leysa af hólmi dýrar stofur fyrir svefnrannsóknir sem krefjast þess af sjúklingum að þeir verji nóttinni þar.

Philip Low leiðir hópinn og segir að tækið geti safnað upplýsingum um einstaklinginn í rauntíma og skiptir má engu máli hvað hann er að gera. Um tilraunina með Hawking segir Dr.Low að markmiðið sé að Hawking geti búið til nægilega stöðug og endurtekin mynstur svo að tækið geti þýtt það í stafi og orð. Sjálfur er Hawking mjög ánægður með þetta framlag Low og segist munu halda áfram að taka þátt í þróuninni.

Innsett F.S.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband