Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 15. desember 2012
Víða liggja þræðir Framsóknarflokksins...
"Auk Jóns voru þau Einar Jón Ólafsson, Hrönn Pétursdóttir, bæði fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Ólafur Haraldsson, fyrir hönd Blindrafélagsins og Blindravinafélags Íslands, Elínborg Magnúsdóttir, fyrir hönd Eflingar - stéttarfélags, Sveinn Guðmundsson, fyrir SÍBS, og Hákon Björnsson, fyrir hönd Mosfellsbæjar, kjörin í stjórn Eirar.
Ný stjórn mun koma saman í næstu viku til að fara yfir stöðu Eirar, ákveða næstu skref og móta stefnu varðandi áframhaldið. Það fer fram kynning á stöðunni og upplýsa þessa nýju aðila um málið," segir Sigurður framkvæmdastjóri Eirar."
Sigurður Rúnar Sigurjónsson, fyrrverandi formaður SÍBS, er framkvæmdastjóri Eirar og hann er maðurinn sem hefur verið að koma þessum málum upp á yfirborðið.
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er formaður stjórnar Eirar. Enn einn pólitíkusinn sem er dubbaður upp í svona stjórnarstarf.
Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst spón úr sínum aski, og sinna aflóga pólitíkusa.
Vonandi nær nýa stjórn Eirar að tryggja framtíð hjúkrunarheymilisins og líka þeirra einstaklinga sem keyptu sinn hluta í þjónustuíbúðunum með því að kaupa sér búseturétt þar.
Þeð verður erfitt að leysa þessi vandamál og það er mikilvægt að nýja stjórnin standi sog vel í því starfi.
Innfært: Frímann
Jón nýr formaður stjórnar Eirar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. júní 2012
Hvernig er að vera haldinn langvinnum sjúkdómi sem ekki finnst lækning við ?
11 heilræði frá 11 veikindaárum
þriðjudagur, 12. júní 2012
Fegið að láni frá:
http://gudnypalina.blogspot.com/2012/06/11-heilri-fra-11-veikindaarum.html
Toni Bernhard er fyrrum lagaprófessor við Kaliforníuháskóla. Fyrir 11 árum fór hún ásamt manni sínum í ferð til Parísar. Þar veiktist hún af alvarlegum vírus og hefur ekki náð sér síðan. Í kjölfarið þurfti hún að hætta að vinna og þrátt fyrir margar tilraunir til lækningar, er hún ennþá mikið veik. Toni lifir lífi sínu að mestu heimavið og er rúmliggjandi stóran hluta sólarhringsins.
Velflestir myndu sjálfsagt missa móðinn við slíkar kringumstæður, en hún hefur fundið leið til að lifa með ástandi sínu og segir nánar frá því í bók sem hún skrifaði (rúmliggjandi) og nefnist How to Be Sick: A Buddhist-Inspired Guide for the Chronically Ill and their Caregivers (Wisdom Publications, September 2010). Á heimasíðu bókarinnar er einnig hægt að lesa meira um Toni sjálfa og líf hennar.
Hún skrifar einnig greinar fyrir vefútgáfu Psychology Today, og þar birtist grein sem ber heitið 11 tips from 11 years sick, What Ive learned from 11 years of chronic illness., en þar deilir Toni reynslu sinni af 11 ára veikindum og kemur með jafnmörg heilræði fyrir fólk sem haldið er langvinnum sjúkdómum.
Að mínu mati veitir þessi stutta grein í heilræða-formi mikla innsýn í það hvernig er að vera haldinn langvinnum sjúkdómi sem ekki finnst lækning við. Toni kemur hér með margar góðar ábendingar fyrir fólk í þessari stöðu, og ég held að ég sjálf hafi gott af því að reyna að tileinka mér ýmislegt sem þarna kemur fram. En vonandi geta fleiri en ég nýtt sér eitthvað af þessum heilræðum.
Ég snaraði greininni yfir á íslensku og fékk góðfúslegt leyfi Toni til að birta hana á blogginu mínu.
Og hér tekur Toni við:
-------------------------------------------------------------------
11 heilræði frá 11 veikindaárum
Fyrir ári síðan skrifaði ég grein með fyrirsögninni 10 heilræði frá 10 veikindaárum. Síðan er liðið eitt ár og ég er ennþá veik. Þannig að ég fann fram gamla pistilinn, breytti sumum ráðunum og bætti við önnur. Og að sjálfsögðu eru þetta núna 11 ráð, ekki 10!
1. Upphaf langvinnra sjúkdóma eða verkja, markar einnig upphaf sorgarferlis
Ég hefði getað gengið í gegnum fyrstu þrjú stig sorgarferlisins - afneitun, reiði, sorg - með mun meiri reisn, hefði ég vitað að sorg er eðlilegt viðbragð við skyndilegum og óvæntum heilsubresti. Það vissi ég hins vegar ekki. Upphaf langvinnra verkja eða veikinda er gríðarleg lífsreynsla. Núna þegar ég horfi til baka á það sem kom fyrir mig, þá virðist það svo augljóst, að það að missa getu mína til að vera virk, myndi hafa í för með sér afneitun, reiði og sorg. En það tók mig mörg ár að átta mig á því, og allan þann tíma var ég ekki nálægt því að komast á fjórða stig sorgarferlisins: samþykki.
2. Þetta er bara líf þitt
Skrif Zen kennarans Joko Beck, hafa hjálpað mér að verða sátt við líf mitt. Í einni af uppáhaldstilvitnunum mínum segir hún: "Líf okkar er alltaf í lagi. Það er ekkert að því. Jafnvel þó við eigum við hræðileg vandamál að stríða, þá er þetta bara líf okkar." Þessi orð veita mér mikla hughreystingu. Það er ekki hægt að laga allt - hugsanlega ekki einu sinni heilsu mína.
Í orðunum "bara líf mitt" felst að ég þurfti að hætta að vinna mörgum árum áður en ég reiknaði með því, ég fer sjaldan út úr húsi, mér líður alltaf eins og ég sé veik og ég hef ekki lifað félagslífi í langan tíma. Þetta eru staðreyndirnar um líf mitt. Ég samþykki þær og reyni að gera það besta úr því lífi sem mér hefur verið gefið. Hluti af því að gera hið besta úr þessu lífi, hefur verið að skapa mér nýtt líf, sem fer að mestu leyti fram í rúminu.
3. Hugsaðu út fyrir rammann þegar þú skapar þér nýtt líf
Hið nýja líf þitt getur falið í sér ljósmyndun, hannyrðir, skriftir, eða að hjálpa öðrum í gegnum síma eða tölvu. Hugsaðu út fyrir rammann ef þú getur ekki lengur gert það sem þér finnst skemmtilegast. Ef einhver hefði sagt mér, fyrstu árin sem ég var veik, að ég ætti eftir að skrifa bók liggjandi í rúminu, þá hefði ég svarað, "Ekki séns". En ég gerði það og nú er ég að skrifa bók númer tvö. Ég vona að þú munir opna hjarta þitt og huga fyrir þeim möguleikum sem eru innan seilingar.
4. Ekki eyða þinni dýrmætu orku í að hafa áhyggjur af því hvað aðrir kunni að hugsa um veikindi þín
Fyrst þegar ég varð veik, þá var ég mjög viðkvæm fyrir því sem ég taldi vera álit annarra á veikindum mínum. Skilja þau hversu veik ég er? Halda þau að ég sé að gera mér upp veikindi? Ef einhver sér mig á kaffihúsi, mun hann draga þá ályktun að mér sé batnað?
Þessar streituvaldandi sögur sem ég sagði sjálfri mér, urðu aðeins til þess að bæta andlegri þjáningu ofan á mínar líkamlegu þjáningar. Það tók mig þónokkur ár að skilja að ég yrði fyrst og fremst að hugsa um sjálfa mig, í stað þess að hugsa um álit annarra á mér! Nú velti ég ekki lengur vöngum yfir því hvernig aðrir sjá veikindi mín. Ég veit sjálf að ég er veik, og það er nóg fyrir mig.
5. Það er ekki hægt að horfa framhjá því: langvinnir verkir og veikindi taka sinn toll af vináttusamböndum
Sumir vina minna hurfu á braut. Aðrir voru áfram til staðar, en samband okkar hefur breyst. Áður en ég veiktist naut ég þess að segja frá atburðum í lífi mínu. En núna eru þessir atburðir ekki svo spennandi: Lýsing sjúkdómseinkenna eða upptalning yfir aukaverkanir af lyfjum, frásögn af heimsóknum til lækna. Það tók mig nokkur ár að læra að vera vinur þegar ég er veik. Nú einbeiti ég mér að því að tala um málefni sem eru ótengd veikindum mínum, og mér til undrunar þá hefur það orðið mér dýrmætur stundarléttir frá sjúkdómi mínum.
Áður fyrr var ég bitur í garð þeirra vina minna sem létu sig hverfa, en ég hef áttað mig á því að vinskapur, eins og allt annað í lífinu, er síbreytilegur. Fólk gæti hafa horfið úr lífi mínu vegna ýmissa ástæðna - vegna álags og streitu í þeirra eigin lífi, eða þau upplifa vanlíðan í tengslum við veikindi (sem kannski minna þau á þá staðreynd að þau eru ekki ódauðleg). Ég veit að þau óska mér alls hins besta, og ég óska þeim alls hins besta.
6. Þú getur verið að vinna, jafnvel þó þú sért ekki útivinnandi
Ég ligg í rúminu stóran hluta dagsins, og mér hættir til að hugsa um sjálfa mig eins og ég sé ekki í vinnu. En ég er að vinna! Það er vinna að skrifa þennan pistil. Það er vinna að svara tölvupósti frá fólki sem hefur lesið bókina mína. Það er vinna að skrifa nýju bókina mína! Kannski teiknar þú, prjónar eða saumar út (svo ekki sé minnst á umönnun barna): það er vinna. Ef út í það er farið, getur það raunar verið töluverð vinna að leyfa fólki að fylgjast með stöðu mála varðandi heilsufar okkar. Sjónarmið mitt er, að á sama hátt og við erum orðin vön að hugsa um foreldra sem eru heima með börnum sínum, sem vinnandi fólk, þá eru þeir sem hafa þurft að yfirgefa atvinnulífið sökum langvinnra verkja eða veikinda, oft að vinna. Jafnvel þó það sé ekki launuð vinna. Þannig að þegar fólk segir við okkur, Ég vildi að ég gæti legið fyrir allan daginn aðgerðalaus, þá vitum við að þau eru engan veginn að átta sig á hlutunum.
7. Ekki hræðast depurð
Fólk við góða heilsu verður af og til dapurt, svo auðvitað verðum við það líka. Okkar depurð getur verið sérlega sterk, af því hún tengist oft þeirri gremju og vonleysi sem við upplifum vegna veikinda okkar. Eitt af því sem kallar fram depurð hjá mér, er dagur þar sem ég vakna og er óendanlega þreytt á því að vera veik. Ég hef áður sagt söguna af því þegar ég hitti heimilislækninn minn, skömmu eftir að bókin mín var gefin út. Eins og venjulega spurði hann mig hvernig mér liði. Ég andvarpaði og sagði, Ég er þreytt á því að vera veik. Ég bjóst hálf partinn við því að hann myndi svara, Ha? Er höfundur bókarinnar Hvernig á að vera veikur þreytt á því að vera veik? En hann gerði það ekki. Hann skildi mig.
Kosturinn við depurðina er sá að hún er eins og veðrið. Blæs upp og síðan lygnir aftur. Hún birtist í huganum, stoppar í einhverja stund og fer síðan. Ég hef lært að reyna ekki að þvinga hana til að hverfa, því við það versnar hún bara. Í staðinn reyni ég að afvopna hana með því að taka vingjarnlega á móti henni, jafnvel þó hún komi óboðin. Ég segi eitthvað þessu líkt, Ég þekki þig depurð. Þú ert bara komin í heimsókn aftur? Síðan bíð ég eftir að hún fari, svona eins og ég bíð eftir því að lægð gangi yfir kannski með því að klappa hundinum mínum, búa mér til uppáhalds heita drykkinn minn eða horfa á mynd í sjónvarpinu.
8. Guði sé lof fyrir internetið
Ég veit að mörg okkar þurfa að passa sig, því orkubirgðirnar klárast fljótt þegar verið er í tölvu, en ef ég hefði ekki aðgang að internetinu þá væri svo margfalt erfiðara að lifa með þessum sjúkdómi. Hugsaðu þér hvað fólk var einangrað þegar það komst ekki út úr húsi vegna ástands síns. Það hafði kannski síma, en engan tölvupóst, engan aðgang að heilsu-upplýsingum, og enga möguleika á að hafa samskipti við aðra sem haldnir voru sambærilegum sjúkdómi. Við hinsvegar getum hitt fólk víðsvegar úr heiminum í gegnum blogg og Facebook og aðra félagslega miðla.
Ég hef heyrt í mörgum sem búa einir og komast ekki út úr húsi. Þeir segja mér að vinir þeirra á netinu séu eini stuðningur þeirra. Ég er svo lánsöm að hafa elskandi eiginmann mér við hlið, en engu að síður finnst mér mjög hughreystandi að geta tengst einhverjum á netinu sem er líka með langvinnan sjúkdóm og geta sagt, Það er einmitt svona sem MÉR líður! (og hér er ég að tala bæði um andlega og líkamlega líðan).
9. Finndu fegurðina í hversdagsleikanum
Hversdagslífið er ekki óspennandi ef við horfum vandlega á það. Ég er mjög hrifin af setningu úr bókinni Emmu eftir Jane Austin, þar sem Emma horfir út um gluggann, á litlu uppákomurnar sem áttu sér stað á þorpsgötunni og segir, A mind lively and at ease, can do with seeing nothing, and can see nothing that does not answer.
Áður fyrr fannst mér að fátt væri að gerast í húsinu mínu og nánasta umhverfi. Núna finnst mér eins og það sé heill heimur til sýnis fyrir utan gluggann minn. Árstíðirnar fjórar eru svo greinilegar sumarfuglar og vetrarfuglar; litlir íkornar sem vaxa upp og verða að fullorðnum íkornum; græn lauf sem verða appelsínugul. Einnig þykir mér vænt um alla litlu atburðina í svefnherberginu mínu: könguló sem dettur niður úr loftinu á mjóum silkiþræði og stoppar rétt fyrir ofan rúmið mitt; fluga sem flýgur hring eftir hring um herbergið, eins og brjálaður ökumaður úti á þjóðveginum.
10. Reyndu meðvitað að finna jákvæðar hliðar á hinu nýja lífi þínu
Dag einn var hugur minn fullur af hugsunum um það hversu óréttlátt það væri að þurfa að lifa með langvinnan sjúkdóm. Undir áhrifum af Byron Katie (sem ég útskýri nánar í bókinni), ákvað ég að snúa þessum hugsunum við. Ég tók upp penna og ákvað að skrifa niður allt sem mér þætti gott við að vera veik. Ég byrjaði að gera þessa æfingu með háðslegt glott á andlitinu, en þegar ég hófst handa við að skrifa varð ég undrandi á því hvað mér datt í hug. Hér eru fjögur af tólf atriðum á listanum mínum: Ég þarf ekki að vakna við vekjaraklukku; ég er aldrei föst í umferðarteppu; ég hef fullkomna afsökun til að þurfa ekki að mæta á viðburði sem mig langar ekki að taka þátt í; Þarf að gera listinn minn er mjög stuttur.
Ég vona að þú prófir að gera þessa litlu æfingu. Ég held að niðurstöðurnar komi þér á óvart.
11. Það er allt í lagi að vera gangandi mótsögn
Í þessu samhengi hefði ef til vill verið réttara að segja sitjandi mótsögn eða liggjandi mótsögn en ég held mig við þann háttinn að tala um gangandi mótsögn sem vísar til þess að hafa einkenni sem virðast vera í mótsögn við hvert annað.
Ég hef uppgötvað að það er allt í lagi að upplifa tilfinningar sem virðast vera í mótsögn hver við aðra. Ég get verið glöð og sorgmædd á sama tíma sorgmædd vegna þess að ég er veik, en glöð vegna þess að ég get haft samskipti við annað fólk í gegnum internetið, sem skilur hvernig svona líf er. Búddatrúarkennarinn Jack Kornfield, lýsti lífinu einu sinni á námskeiði sem hamingjusamt-sorgmætt. Ég kann vel við þá lýsingu.
Ég get líka verið skelfilega vonsvikin, en á sama tíma verið sátt við líf mitt. Það sem veldur mér vonbrigðum núna er að það lítur út fyrir að ég geti ekki mætt á 30 ára endurfundi útskriftarárgangsins míns úr lagadeildinni. Mig langar óskaplega mikið til að fara og er mjög vonsvikin yfir því að komast ekki, en eins undarlega og það hljómar þá er ég engu að síður sátt við líf mitt ég á ágætis heimili, umhyggjusama fjölskyldu og vinalegan hund.
Þegar ég leyfi þessum andstæðu tilfinningum að fá pláss í hjarta mínu, þá líður mér betur og er sáttari við líf mitt. Það er einlæg ósk mín að þú munir einnig læra að ná síkri sátt
Innsett: F.S.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. apríl 2012
Hugmyndin byggir á því bjóða upp á meðferð fyrir of feit börn á aldrinum 13 til 16 ára.
Við byggjum á hugmyndum Ragnars Bjarnasonar, prófessors og barnalæknis, um það að krakkar á þessum aldri eru þau einu sem geta haft áhrif á lífsgæði sín. Þau fara ekki eftir því hvað pabbi eða mamma, kennari eða læknar segja, þau verða að vilja þetta sjálf," segir Sigmar.
Meðferðin myndi því í fyrsta lagi byggja á fræðslu, til að gera börnunum það ljóst að þau geti haft áhrif á líkamsvöxt sinn og líf ef þau vilji. Í öðru lagi að taka þau úr sínu venjulega umhverfi og gefa þeim færi á að kynnast hreyfingu og heilbrigðu mataræði á nýjum vettvangi, sem yrði þá landsbyggðin á Íslandi. Grundvallaratriði að sögn Sigmars er að meðferðin verði skemmtileg. Aðalmálið er að fá þau til að vilja þetta einlæglega sjálf."
Innsett: F.S.
Of feit börn í meðferð á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. apríl 2012
Kynningarfundur ÖBÍ um nýja byggingarreglugerð
Viðburðir
| 11 apr.. 2012 | 12 apr.. 2012 »
Kynningarfundur um nýja byggingarreglugerð
Haldinn í sal ÖBÍ, Hátúni10 á 9. hæð, miðvikudaginn 11. apríl, kl. 13:00-15:00
Kynningarfundur um nýja byggingarreglugerð verður þann 11. apríl næstkomandi frá kl. 13:00 15:00. Fundurinn verður haldinn í fundarsal ÖBÍ í Hátúni 10 á 9. hæð. Fulltrúar frá Mannvirkjastofnun og Umhverfisráðuneyti sjá um kynninguna.
Ný lög um mannvirki tóku gildi 1. janúar 2011 og í framhaldi af því fór fram umfangsmikil vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar, sem nú hefur verið undirrituð. Á fundinum verður farið sérstaklega í þau atriði í byggingarreglugerð er tengjast aðgengismálum. Aðgengismál varða okkur öll og tekur ný reglugerð tillit til allra fötlunarhópa.
Aðildarfélög ÖBÍ og ráðuneyti eru hvött til að senda 1-3 fulltrúa á fundinn.
Táknmálstúlkar og rittúlkur verða á staðnum sé þess óskað við skráningu.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síðasta lagi þann 2. apríl til Hafdísar ferlimálafulltrúa ÖBÍ hafdisr@obi.is eða á skrifstofu ÖBÍ í síma 530 6700.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. mars 2012
Fyrirlestur um endurhæfingu mánudag 26. mars.
Mánudaginn 26. mars kl 17:00 heldur Ásdís Kristjánsdóttir sviðsstjóri lungnasjúkraþjálfunar á Reykjalundi fyrirlestur um langtímaáhrif endurhæfingar á sjúklinga með langvinna lungnateppu eða langvinna hjartabilun.
Fyrirlesturinn verður haldinn í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6, gengið inn bakdyramegin. Kaffiveitingar. Allir velkomnir.
innsett: F.S.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. mars 2012
Hverjir eiga rétt á sérstökum húsaleigubótum?
Sérstakar húsaleigubætur
Sveitarstjórn getur tekið ákvörðun um að borga hærri húsaleigubætur sem viðbót við almennar húsaleigubætur og er þá um sérstakar húsaleigubætur að ræða. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði um tekjur og eignir, einnig þarf viðkomandi að sýna fram á að hann eigi við sérstakan félagslegan vanda að etja.
Það er ekki skylda sveitarfélaga að greiða sérstakar húsaleigubætur. Það eru einungis 20 af 76 sveitarfélögum sem greiða þær. Nú ber að hafa í huga að þessum sérstöku húsaleigubótum var komið á í tengslum við gerð kjarasamninga 2008 og það hlýtur að skjóta skökku við að öryrkjar skuli ekki ná þessum bótum. Öryrkjar er sá hópur sem minnst bar úr býtum við þessa samninga.
Það fá ekki allir sérstakar húsaleigubætur
Það er ekki nóg í öllum tilfellum að uppfylla skilyrði um tekju- og eignamörk. Eitt af skilyrðum er að um sé að ræða leiguíbúð á frjálsum markaði eða leigu hjá félagsbústöðum. Leigjendur hjá Brynju hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, sem á og rekur 700-800 íbúðir, uppfylla ekki skilyrði um sérstakar húsaleigubætur. Þar er um að ræða sérstakt leiguúrræði fyrir öryrkja og uppfylla þar af leiðandi ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fá sérstakar húsaleigubætur.
Ákvæði sem mismunar leigjendum gróflega
Í langflestum tilfellum eru þeir sem leigja hjá ÖBÍ (Brynju hússjóði) eingöngu með örorkubætur og uppfylla því skilyrði fyrir sérstökum húsaleigubótum um tekju- og eignamörk, en vegna þess að Brynja hússjóður leigir einungis öryrkjum þá eiga þeir ekki rétt á þeim. 30% af leigjendum félagsbústaða í Reykjavík eru öryrkjar og fá þeir sérstakar húsaleigubætur. Þess vegna sækja öryrkjar í meira mæli inn í það kerfi eðlilega.
Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borð
Það sjá allir að við þetta verður ekki unað. Sjálfsbjörg krefst þess að allir sitji við sama borð og hafi sama rétt og aðrir þegar kemur að þessu almenna bótakerfi. Annað er gróf mismunun og stenst enga skoðun að mínu mati. Sjálfsbjörg skorar á ráðamenn að taka nú upp rauða pennann og strika yfir þetta ósamræmi og óréttlæti sem þessi reglugerð er. Rauðu strikin eiga að virka í báðar áttir, ekki bara þegar þarf að skera niður þjónustu við fatlaða, heldur einnig þegar um er að ræða svona grófa mismunun eins og fellst í þessu ákvæði um rétt til sérstakra húsaleigubóta.
Sveitarfélögin bera ábyrgð
Sveitarfélögunum ber skylda til að útvega fólki húsnæði sem hefur ekki tök á að kaupa eða leigja á almennum markaði. Nú er staðan þannig að með tilkomu Brynju hússjóðs hafa sveitarfélögin getað vikið sér undan því að uppfylla þessa skyldu sína. Þá vaknar sú spurning, hvar væri allt þetta fólk sem nú leigir af Brynju statt í dag ef Brynju nyti ekki við? Svona til upprifjunar, þá var staðan þannig áður en Brynja kom til, að þá hírðust margir öryrkjar í litlum herbergjum og geymslum víðs vegar um bæinn. Það sem ég er að segja með þessu er að Brynja hefur leyst mikið af þeim húsnæðisvandamálum sem annars hefðu lent á sveitarfélögunum og eiga heima þar strangt til tekið. Þess vegna skýtur það skökku við að þau sveitarfélög sem greiða sérstakar húsaleigubætur neiti að greiða því fólki sem leigir hjá Brynju þessar bætur.
innfært FS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. mars 2012
Tillaga um frumvarp um líffæragjafir
Þriðjudagur, 14. febrúar 2012 14:39 |
Tilgangur þess að ég legg þetta fram ásamt meðflutningsmönnum er að freista þess að fjölga líffæragjöfum á Íslandi. Íslendingar hafa gefið um ellefu líffæri á ári og það er í neðri kantinum miðað við Norðurlönd. Biðlistinn eftir líffærum er langur og þurfa sjúklingar okkar að bíða svo mánuðum skiptir. Við þá bið tekur heilsunni að hraka. Þetta er því spurning um mannslíf, segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar og fyrsti flutningsmaður tillögu til þingsályktunar um svonefnt ætlað samþykki við líffæragjafir.
Gert ráð fyrir ætluðu samþykki Með tillögunni er Alþingi ætlað að álykta að fela velferðarráðherra að láta semja frumvarp sem geri ráð fyrir ætluðu samþykki við líffæragjafir í stað ætlaðrar neitunar, þannig að látinn einstaklingur verði sjálfkrafa líffæragjafi nema hinn látni hafi látið í ljós vilja til hins gagnstæða Neiti aðstandendur líffæragjöf við lát einstaklings skuli þó taka tillit til þeirrar óskar, segir í þingsályktunartillögunni.
Siv bindur vonir við að frumvarpið geti orðið að lögum síðla árs. Ég vonast til að tillagan verði samþykkt hið fyrsta á Alþingi. Það er ekki mjög flókið að vinna svona tillögu. Við höfum fyrirmyndir til að styðjast við frá Norðurlöndum. Við gætum því séð ný lög á þessu ári ef þingið vinnur hratt og ráðherrann hefur hraðar hendur, segir Siv og á við Guðbjart Hannesson velferðarráðherra.
Hún bendir á að hlutfall neitunar af hálfu aðstandenda sé hærra hér en t.d. á Spáni. Ein ástæðan er sú að þetta er erfið ákvörðun fyrir aðstandandann. Hann veit ekki hvað hinn látni vildi sjálfur. Aðstandendur hafa því oft lítið til að styðjast við. Ef við breytum lagaumhverfinu og gerum ráð fyrir ætluðu samþykki auðveldar það aðstandendum að segja já. Við höldum hins vegar að sjálfsögðu rétti þeirra til að segja nei, segir Siv.
Margir eiga því lífið að launa Við líffæraþegar vonumst eftir góðum undirtektum og að þetta gangi hratt fyrir sig. Sjálfur á ég líf mitt því að launa að fólk sé jákvætt gagnvart þessu. Við erum mörg sem værum ekki til frásagnar annars.
Morgunblaðið þriðjudaginn 31. janúar 2012
http://www.althingi.is/altext/140/s/0730.html þingsályktunin um ætlað samþykki http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVE9F90E0B-5541-487E-935E-B131D4837689 |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 29. janúar 2012
Fræðslufundur SÍBS um gróðurofnæmi
http://www.sibs.is/forsida/820-fraeeslufundur-um-groeurofnaemi
Mánudaginn 30. janúar kl 17:00 mun Davíð Gíslason læknir flytja fræðsluerindi um gróðurofnæmi á Íslandi, orsakir, greiningu og meðferð.Erindið er haldið SÍBS-húsinu, Síðumúla 6 (inngangur á bakhlið hússins).
Félagsráð SÍBS
Innsett F.S.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. janúar 2012
Minni kostnaður vegna tauga og geðlyfja 2010
Það er endalaust verið að skera niður í þáttöku ríkisins í lyfjakostnaði.
Er það gott að greiðsluþáttaka ríkisins í þunglyndislyfjum hafi minnkað ?
Þeir sem þurfa á þessum lyfjum að halda eiga oft sín lífsgæiði undir því að fá lyfin sín. Hver er sparnaðurinn ef þetta fólk þarf að leggjast inn á sjúkrahús.
innfært F.S.
Mikill sparnaður í þunglyndislyfjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. janúar 2012
Hvaða valkosti hefur öryrki við þessar aðstæður ?
Lítið er eftir af sjálfsvirðingu margra öryrkja. Þeir hafa nánast ekkert val um þjónustu sem þeir fá, búið er að skerða fjárhasstöðu þeirra svo að nánast ómögulegt er að lifa með reysn.
Vonandi verður orðið við hans óskum um hvaðan hann fær sína þjónustu og honum skapað ánægjulegra líf.
Það verður að vera val öryrkjans, að sem mestu leiti, hvernig þjónustu hann fær og hver veitir honum þjónustuna.
innsett: FS
Hefur mótmælasvelti á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
2 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar