Færsluflokkur: Bloggar

Hin nýja hagspeki

 

feykir.is | Gagnlausa Hornið | 13.10.08 | 21:07

 

Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf í Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.

 

Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!

( innsett F.S. )

Hjartaheill 25 ára í dag

 

Hjartaheill 25 ára í dag  Mynd_0462103

 

Hjartaheill 25 ára í dag  Mynd_0462104

Í dag, 8. október, eru 25 ár síðan samtökin Hjartaheill voru stofnuð, þá undir nafninu Landssamtök hjartasjúklinga.

 

Stofnfélagar voru 230 talsins, en nú eru félagsmenn hátt á fjórða þúsund.

 

Af þessu tilefni buðu samtökin stjórn samtakanna ásamt starfsmönnum, núverandi og fyrrverandi, til veglegrar veislu  í SÍBS húsinu í morgun

  

Hjartaheill er fjölmennusta aðildarfélag SÍBS, og hefur staðið sig öðrum fremur vel í því að byggja upp þjónustu fyrir sína félagsmenn.   

Einnig hefur félagið verið mjög virkt í öllu starfi innan SÍBS.

 

 Í tilefni afmælisársins þá ákváðu Hjartaheill að taka þátt í því að koma upp þriðja hjartaþræðingartækinu á Landspítala-háskólasjúkrahúsi.

Áætlað var að það kostaði hátt á annað hundrað milljónir króna með aðstöðu og öllum aukabúnaði.

Samtökin hétu því að leggja 25 milljónir til tækjakaupanna.  Samtökin stefna að því að safna 50 milljónir á afmælisárinu og mun allt það fé sem safnast umfram áður nefndar kr. 25 millj. einnig renna til hjartalækningadeildar sjúkrahússins.

Þessu markmiða á að ná með landssöfnun undir nafni Hjartaheilla.

 

 

Hjartaheill hefur áður gefið tæki og með öðrum hætti stutt læknismeðferð og endurhæfingu hjartasjúklinga.

 

 

Einnig eiga amtökin 3ja herbergja íbúð í Reykjavík. Íbúðina geta hjartasjúklingar og aðstandendur hjartasjúklinga utan af landi nýtt sér þegar þeir þurfa að dvelja í Reykjavík..

 

 

Við óskum Hjartaheill til hamingju með 25 ára afmælið.

 

(  F.S.)

 

 


Lungun okkar og súrefnið Pálmi Stefánsson skrifar um mannslíkamann og súrefni

Miðvikudaginn 27. ágúst, 2008 - Aðsent efni http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1238473  

 

 MANNSLÍKAMINN er afarflókinn og gerður úr tugum billjóna frumna sem vinna saman. Tvennt er sameiginlegt frumum líkamans:   allar þurfa þær næringu og    svo eru boðskipti milli þeirra.    Þetta síðara er ekki eins vel vitað og hið fyrra. Í einni frumu er talið að allt að 150.000 efnahvörf geti átt sér stað á sekúndu hverri!   

Heilinn okkar er gerður af billjónum frumna og er gífurlega orkufrekur og þarf aðallega sykurinn glúkósa (sem er kolvatn) og súrefni úr loftinu til orkuframleiðslu og starfsemi.    Vanti súrefni í fáar mínútur deyja frumurnar og leysast upp.    Talið er að fimmtungur súrefnisþarfar líkamans sé eingöngu vegna heila okkar. Ekki er vitað nema heilabilunarsjúkdómar séu að einverju leyti vegna skorts á nægjanlegu súrefni til heilans. Öll líkamsþjálfun miðar að því að styrkja hjartað og æðakerfið til að flytja nægjanlegt súrefni til frumnanna auk næringar.  

Þar sem um 21% andrúmloftsins er súrefni þarf lungun til að koma því yfir í blóðið, en þar flytur blóðrauðinn það til frumnanna og tekur koldíoxíð frá bruna sykursins til baka.    Sé nú CO (kolmónoxíð) í loftinu þá binst það blóðrauðanum í stað súrefnisins og blóðið flytur minna súrefni.    Hjá reykingafólki getur þetta orðið allt að 15% minni súrefnisupptaka.   Sama á við um H²S (brennisteinsvetni).   Þá má nefna, að ég hef unnið með mönnum sem hættu ekki að reykja fyrr en stórir tjörublettir voru komnir framan á brjóstið og aftan á bakið.     Tjara telst til kolvetna 

Lungun eru með í kringum 300–400 milljónir viðkvæmra lungnablaðra, sem smá-skemmast yfir ævina, þótt líkaminn sé duglegur við að gera við skemmdir á frumunum.   Til að mynda getur H²S og SO² (brennisteinsdíoxíð) myndað sýrur sem skemma þær varanlega, auk skemmda vegna ýmissa sýkinga af völdum gerla eða vírusa. Séu lungun orðin illa farin þurfa sumir aldraðir í dag að draga á eftir sér súrefnisflöskur til að geta andað.  

Sum efni í loftinu valda krabbameini, sé ertingin eða viðveran við efnið næg, styrkur skiptir litlu máli. Þetta á við um kolvetnin (olíuvörur) en þau telja yfir 700 efni.     Má hér t.d. nefna benzól í olíu, en í bensín er oft sett 1% í stað „blýsins“ áður til að auka oktanið. Benzólið sest í fituvef og veldur lungnakrabbameini. Önnur heilsuskaðleg efni í lofti undir iðnaðarmarkgildum eiga að skila einstaklingum í gegnum starfsævina í t.d. iðnaði. En samt fylgjast sumir atvinnuveitendur grannt með lungnaheilsu starfsliðsins!   Í áliðnaði eru lungun t.d. skoðuð tvisvar á ári.   Sé hins vegar mengun loftsins há og yfir markgildum veldur hún eitrunum. Heilinn fær einfaldlega ekki nóg súrefni og fólk fær að lokum yfirlið. Sé ekkert að gert þarf ekki margar mínútur til þess að einstaklingurinn deyi úr eitrun eða súrefnisskorti.  

Það verður því aldrei ofmetið hvað hreint ómengað loft er mikilvægt heilsu okkar. Að leyfa að hreinsa ekki brennisteinsdíoxíð úr útblæstri stóriðjunnar og brennisteinsvetni frá varmaaflsvirkjunum er glapræði.    Þá er t.d. rafbílavæðing lausn á mengun bílanna í þéttbýli.     Fólk ætti að hafa í huga, að mengunin getur orðið 4–6 sinnum meiri inni í bíl í dag á fjölfarinni götu en á gangi meðfram götunni. Þá eru öll bílagöng með mjög slæmt loft.     Það er hægt að læra ýmislegt af Norðmönnum sem hafa m.a. losnað við brennisteinsdíoxíð-mengun að kalla í þéttbýli með markvissum aðgerðum síðustu tuttugu árin.  

Flestir deyja nú til dags úr lungnasjúkdómum,   þar á meðal krabbameinssjúklingar.    Það eru því einhver bestu lífsgæðin að stuðla að hreinu lofti fyrir landsmenn.   En langtímamarkmið með úrræðum sem framkvæmd verða þarf til. Lýðheilsan mun bara versna verði ekkert að gert.    Það þarf að huga að heilsuþættinum líka      samhliða öllum stóriðju- og varmaaflsvirkjunaráformunum.  

 Höfundur er efnaverkfræðingur.

( innsett, undirstrikanir og leturbreytingar F.S. ) 


Kæfisvefn tíðkast meðal barna

24 stundir miðvikudaginn 11. júní 2008

Kæfisvefn  barna   haldidabarni

Áætlað er að þrjú til tólf prósent barna á grunnskólaaldri hrjóti. Flest þeirra eiga ekki við nein önnur vandkvæði að stríða en um tvö prósent barna þjást af kæfisvefni sem í auknum mæli er talinn valda hegðunarvandamálum hjá börnum.   

Þekkt einkenni

Samkvæmt ráðleggingum frá félagi bandarískra sérfræðinga um svefnvandamál er ýmislegt sem getur bent til þess að barnið þjáist af kæfisvefni. Þau börn eru gjarnan þreytt á daginn og sofa óreglulega og illa þar sem þau vakna oft, grípa andann á lofti í svefni og geta átt erfitt með að halda athygli þegar í skólann er komið. Kæfisvefn hjá börnum getur verið fylgifiskur ofstórra hálskirtla, of hás blóðþrýstings eða þess að barnið er of þungt.  

Hægt er að rannsaka barnið með ýmsum ráðum, t.d. þar sem hegðun þess í svefni er tekin upp eða rannsökuð með þar til gerðri tækni.  

Kæfisvefn

Á Vísindavefnum segir að kæfisvefn (e. sleep apnea) geti verið hættulegur og full ástæða sé fyrir þá sem þjást af honum að leita til læknis. Þar segir einnig að kæfisvefn sé til hjá börnum en sé þó langalgengastur hjá fullorðnum karlmönnum. Á vefsíðunni doktor. is ritar Þórarinn Gíslason læknir að öndunartruflanir fyrirfinnist einnig hjá börnum og hafi rannsókn meðal sex mánaða til sex ára barna í Garðabæ sýnt að að minnsta kosti 2,4% þeirra voru með öndunartruflanir í svefni.   

Rannsóknir hafa verið gerðar á kæfisvefni barna hér á landi en slíkar rannsóknir eru taldar mikilvægur þáttur í greiningu barna með svefnraskanir þar sem þær geta varpað ljósi á algengi, orsakir og alvarleika þessa sjúkdómsástands.   

Einnig geta svefnrannsóknir auðveldað valið fyrir þau börn sem þurfa á sértækri meðferð að halda á borð við skurðaðgerð eða öndunarvélarmeðferð við kæfisvefni eða lyfjameðferð við vélindabakflæði.   

Til er íslenskt félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflarnir sem kallast Vífill og má lesa ýmsan fróðleik á vefsíðu félagsins www.vifill.blog.is  .  

 

Innsett: F.S.


Hrotur raktar til gæludýraeignar í æsku

Frétt af:  http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item222977

 Fyrst birt:           25.08.2008 12:48

Síðast uppfært:  25.08.2008 12:50

Sofandi kona af ruv.is  165989_63_preview

 

Ástæðan fyrir því að sumir hrjóta kann að mega rekja til gæludýraeignar í æsku. Þetta er á meðal niðurstaðna í nýrri norrænni rannsókn. Sextán þúsund karlar og konur á aldrinum 25 til 54 ára tóku þátt í rannsókninni sem var gerð við Háskólasjúkrahúsið í Umeo í Svíþjóð.

 

 

Fólk á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Eistlandi og í Svíþjóð var spurt um æsku sína, fjölskylduhagi, svefn, reykingar, hæð og þyngd.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu   16% karla á miðjum aldri hrjóta og   7% kvenna. 

 

Átján prósent þátttakenda reyndust hrjóta að minnsta kosti þrjár nætur í viku.

Rannsakendur komust að því að reynsla æskuáranna geti leitt til þess að viðkomandi hrjóti á fullorðinsárum. Tuttugu og sjö prósent þátttakenda hafði til dæmis þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna sýkingar í öndunarfærum áður en þeir náðu tveggja ára aldri.   Þeir sem oft fengu eyrnabólgu eða sýkingu í eyrum á unga aldri voru 18% líklegri til að hrjóta.   Þá leiða niðurstöður rannsóknarinnar það í ljós að þeir sem ólust upp í stórri fjölskyldu voru líklegri til að hrjóta.   

Þeir sem ólust upp með hund á heimilinu reyndust 18% líklegri til að hrjóta seinna meir en þeir sem ekki áttu hund.   

  

Karl Franklin, stjórnandi rannsóknarinnar, segir að hundum fylgi agnir sem berist í lofti og geti ýtt undir bólgur og þar með leitt til þess að breytingar verði á öndunarfærum snemma á lífsleiðinni. Það geti síðan aukið líkurnar á hrotum seinna á lífsleiðinni.

Aðrir sérfræðingar vilja hins vegar ekki taka undir þá fullyrðingu að hundaeign geti leitt til þess að fólk hrjóti.

Hrotur megi rekja til titrings sem verði í öndunarfærum og óhljóðin sem myndist verði til vegna þess að loft nái ekki að berast óhindrað um öndunarveginn á meðan hrotubelgurinn sofi. Óreglulegt loftstreymi megi annaðhvort rekja til slappleika í hálsi, að kjálki sé skakkur eða spenna í vöðvum, fita hafi safnast í kringum hálsinn eða fyrirstaða sé í nefholi.  

( Uppsett, leturbreytingar og fl. F.S. )

 


Tvöföld afmælisveisla 22. ágúst SÍBS og NHL eiga afmæli

 

Frétt af SÍBS.is
Reykjalundur loftmynd Mynd_0096878

 Reykjalundur

Á þessu ári fagnar SÍBS 70 ára afmæli sínu og jafnframt eiga NHL, norrænu hjarta- og lungnasamtökin 60 ára afmæli, en þau voru stofnuð á Reykjalundi í ágúst árið 1948.

  

Af þessu tilefni verður efnt til afmælisveislu á Reykjalundi þann 22. ágúst n.k. Þar verður hátíðardagskrá með tónlistar- atriðum og ræðuhöldum og síðan veislukaffi eins og sæmir á stórafmælum. Á þriðja hundrað manns verður boðið til veislunnar. Í tengslum við þessi tímamót er svo vinnufundur NHL hér á landi, en SÍBS hefur verið aðili að þessu norræna samstarfi frá byrjun.

 

 

( Innsett/uppsetning F.S.) 


Styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur og Hjartaheill kosta nýtt hjartaþræðingatæki

21.7.2008     http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2843   

Hjartatradingataki 

Frá vinstri: Jón Pálmason, fyrir hönd Gjafa- og styrktarsjóðs Jónínu S. Gísladóttur, Guðmundur Bjarnason, formaður Hjartaheilla, Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, Linda B. Gunnlaugsdóttir frá A. Karlsson, og hjartalæknarnir Kristján Eyjólfsson og Þórarinn Guðnason.

 

Það eru Gjafa - og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur og Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, sem standa undir kostnaðinum við nýju tækin. Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur leggur fram 75 milljónir króna til kaupa á hjartaþræðingartækinu. Þessi sjóður var stofnaður árið 2001 með 200 milljóna króna framlagi Jónínu í sjóð til að efla hjartalækningar á Landspítala.  Síðan hefur sjóðurinn stutt hjartalækningarnar ríkulega með fjárframlögum, þar á meðal vegna kaupa á seinna hjartaþræðingartækinu árið 2001. Framlög úr sjóðnum hafa verið ómetanleg við uppbyggingu hjartadeildarinnar. Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, eiga 25 ára afmæli á árinu og minnast tímamótanna meðal annars með því að styrkja kaup á hjartaþræðingartækinu og nauðsynlegum fylgibúnaði. Samtökin leggja fram 25 milljónir og ætla þar að auki að efna til landssöfnunar. Takmark Hjartaheilla er að safna 50 milljónum króna á afmælisárinu og rennur allt það fé sem safnast umfram áðurnefndar 25 milljónir einnig til hjartalækninga á Landspítala. 

Samningurinn um kaup á hjartaþræðingartækinu var undirritaður á hjartaþræðingardeildinni á Landspítala Hringbraut þar sem nýja hjartaþræðingarstofan verður líka. Viðstaddir voru meðal annarra Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason formaður Hjartaheilla, Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hjartaheilla og Jón Pálmason, sonur Jónínu S. Gísladóttur, en hann á sæti í stjórn sjóðsins sem við hana er kenndur. 

Hjartaþræðingartækið sjálft, sem nú er undirritaður kaupsamningur um er framleitt af bandaríska fyrirtækinu General Electric Healthcare og heitir Innova 2100 IQ en umboðsaðili GE og seljandi tækisins er fyrirtækið A. Karlsson ehf. Kaupverð tækisins er um 61 milljón króna án virðisaukaskatts.  Tækið er af nýjustu og fullkomnustu gerð og er búið stafrænum myndskynjara en með honum fást aukin myndgæði í hjartaþræðingarrannsóknum og hægt er að komast af með minni geislun á sjúklinga og starfsfólk. GE hefur langa reynslu af stafrænum myndskynjurum í röntgentækjum og hefur boðið upp á stafræn hjartaþræðingartæki um árabil.  Allur stjórnbúnaður tækisins og á þeim búnaði sem notaður er á hjartaþræðingastofunni verður sambyggður, sem einfaldar vinnuumhverfi starfsfólks við rannsóknirnar.  Fullkomin vinnustöð fyrir lækna fylgir með tækinu. Vinnustöðin er búin öllum nauðsynlegum hugbúnaði fyrir frekari skoðun, mælingar og úrvinnslu þeirra gagna sem tengjast hjartaþræðingum. 

Áætlaður heildarkostnaður við nýju hjartaþræðingarstofuna nemur um 140 milljónum króna en af þeirri upphæð greiðir Landspítali byggingarkostnað stofunnar sem er áætlaður um 40 milljónir króna. Stofan verður sambyggð núverandi tveimur hjartaþræðingarstofum á hjartaþræðingareiningu hjartadeildar Landspítala í byggingu W. Stofan er byggð inn í húsnæði sem verið hefur hluti af vörumóttöku spítalans. Eftir er að ganga frá kaupum á ýmsum tækjabúnaði sem þarf fyrir starfsemi stofunnar fyrir utan hjartaþræðingatækið en stefnt er að því að hægt verði að taka fyrsta sjúklinginn í hjartarannsókn á stofunni í fyrstu viku nóvember n.k. 

Þriðja hjartaþræðingartækið eflir enn starfsemi og afköst hjartadeildarinnar. en það hefur verið markviss stefna heilbrigðisráðherra og stjórnenda LSH og yfirmanna hjartadeildarinnar að draga úr biðtíma eftir hjartaþræðingum. Nú er staðan sú að:

  • Engin bið er eftir bráðahjartaþræðingum
  • meðalfjöldi hjartaþræðinga á mánuði hefur   aukist  úr 143 í 163 (jan-júní 2007 og      2008)
  • enginn sjúklingur hefur beðið lengur en þrjá mánuði eftir kransæðavíkkun
  • meðalbiðtími miðað við þessi auknu afköst er rúmur mánuður

 Að lokinni undirritun kynntu hlutaðeigandi sér hjartaþræðingatæki á LSH. 

 

( Undirstrikanir / innsett F.S.)

 

 

 


ESB freistar þess að auka rétt sjúklinga.

9.7.2008    http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2839   

Í júlíbyrjun samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögu sem miðar að því að auðvelda íbúum Evrópu að sækja læknisþjónustu til annarra landa innan sambandsins, auk orðsendingar um aukið samstarf aðildarríkjanna á þessu sviði.

 

Þrátt fyrir að nokkrir úrskurðir Evrópudómstólsins staðfesti að sáttmálinn um Evrópusambandið veiti einstaklingum rétt til þess að leita sér heilbrigðisþjónustu í öðru aðildarríki og fá hana greidda í heimalandinu, er enn til staðar almenn óvissa um lagalegar forsendur þess að geta nýtt sér þennan rétt. Með tillögunni vill framkvæmdastjórnin skapa lagaleg skilyrði fyrir þessum rétti.

 

Framkvæmdastjórnin er með tillögunni að bregðast við ákalli Evrópuþingsins og Ráðherraráðins um að koma með tillögu um hvernig hægt væri að koma á heilbrigðisþjónustu yfir landamæri aðildarríkjanna sem tæki tillit til sérstöðu heilbrigðisgeirans. Ennfremur er tilskipunartillögunni ætlað að verða grundvöllur fyrir því að leysa úr læðingi þá miklu möguleika sem talið er evrópsk samvinna geti skilað í þeirri viðleitni að auka skilvirkni og árangur í heilbrigðiskerfum aðildarríkjanna.

 Ávinningur

Verði tilskipunin samþykkt af Ráðherraráðinu og Evrópuþinginu mun hún skapa ramma fyrir heilbrigðisþjónustu yfir landmæri á öllu EES-svæðinu. Framkvæmdastjórnin gerir ráð fyrir margvíslegum ávinningi og hefur hún sérstaklega tilgreint eftirtalda þætti:

  •  Sjúklingar munu öðlast rétt til þess að sækja heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum Evrópusambandsins og fá hana greidda í heimalandinu að því marki er sambærileg aðgerð kostar þar.
  • Aðildarríkin eru ábyrg fyrir þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er á landssvæði hvers um sig og verða að sjá til þess að hún uppfylli tilgreindar gæða- og öryggiskröfur.
  • Tilskipunin mun auðvelda samstarf Evrópuríkja á sviði heilbrigðismála. Hún mun stuðla m.a. að myndun tengslaneta og samvinnu um hagnýtingu hátækni í heilbrigðisþjónustunni og meðhöndlun sjaldgæfra sjúkdóma.
  • Sameiginlegar úttektir og mat á heilbrigðistækni munu skila ákveðnum virðisauka fyrir þátttökulöndin. Um er að ræða aðgerðir er draga væntanlega úr skörun og endurtekningum á ýmsum sviðum og stuðla þannig að betri nýtingu tækja og fjármuna.
  • Rafrænni heilbrigðisþjónustu (eHealth) verður gert hærra undir höfði en verið hefur fram til þessa. Nútíma samskipta- og upplýsingatækni mun áreiðanlega skila sér í auknum gæðum, öryggi og afköstum heilbrigðisþjónustunnar.
  Mat

Sú meginregla að “leyfa borgurunum að velja þann stað þar sem þeir leita sér lækninga” eins og gert er í tillögu framkvæmdastjórnarinnar, er að mati sérfræðinga bæði rausnarleg og flestum áreiðanlega að skapi. Texti tillögunnar þar sem þessi regla er útfærð er hins vegar flókinn og gefur takmarkaða leiðsögn um framkvæmd hennar. Jafnframt er ljóst að áfram verða vissar takmarkanir fyrir því að sækja heilbrigðisþjónustu yfir landamæri og á það einkum við mjög sérhæfða og dýra sjúkrahúsþjónustu. Er þá gert ráð fyrir að leyfi þurfi fyrirfram fyrir tilgreindum aðgerðum áður en þær eru framkvæmdar utan heimalands viðkomandi sjúklings. Samt sem áður er greinilegt að réttindum sjúklinga er almennt gert hærra undir höfði en verið hefur fram að þessu í ríkjum Evrópusambandsins.

 

Þess ber að geta að heilbrigðisþjónusta var á sínum tíma undanskilin frá Tilskipun 2006/123/EC um þjónustu á innri markaði ESB. Bæði Ráðherraráðið og Evrópuþingið fólu framkvæmdastjórninni að fjalla um málið og koma með tillögur um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á innri markaði ESB. Tillaga framkvæmdastjórnarinnar verður nú til umræðu og meðhöndlunar í Ráðherraráðinu og Evrópuþinginu. Fastlega má gera ráð fyrir því að endanleg tilskipun um heilbrigðisþjónustu líti ekki dagsins ljós fyrr en eftir 2-3 ár. Kemur þar einkum til að nokkrir þættir málsins eru umdeildir og á næsta ári verður auk þess kosið til Evrópuþingsins. Það getur orðið til þess að meðferð einstakra mála getur dregist á langinn. Fyrst þegar Ráðherraráðið og Evrópuþingið hafa samþykkt tilskipunina þá hefst umfjöllun um hana á vettvangi EFTA. Þannig að hún tekur vart gildi á öllu Evrópska Efnahagssvæðinu fyrr en eftir 3 - 4 ár.

 

(Tekið af  Brusselsetri heilbrigðisráðuneytisins)

( Innsett F.S. )   


Stefna í málefnum aldraðra til næstu ára

27.6.2008      http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3862  

Frá áramótum hefur félags- og tryggingamálaráðherra farið með yfirstjórn öldrunarmála. Í því felst að annast stefnumótun og áætlanagerð fyrir landið í heild og beita sér fyrir almennri umræðu og kynningu á stöðu og valkostum aldraðra. Stefnumótun liggur nú fyrir.

Ráðgjafarhópur sem félags- og tryggingamálaráðherra fól að gera tillögur um helstu áherslur sem leggja bæri til grundvallar við mótun stefnu í málefnum aldraðra til næstu ára hefur skilað tillögum sínum. Þar eru grundvallaráherslurnar skýr réttindi, fjölbreytt úrræði, valfrelsi og einstaklingsmiðuð þjónusta.

Tillögurnar voru fengnar samstarfsnefnd um málefni aldraðra til umsagnar og tekur samstarfsnefndin undir tillögur ráðgjafarhópsins og þau markmið sem búa þar að baki og lúta að bættri þjónustu og aukinni uppbyggingu í þágu aldraðra.

Í ljósi stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá maí 2007 og tillagna ráðgjafarhópsins og vinnu sem fram hefur farið í félags- og tryggingamálaráðuneytinu að undanförnu hefur félags- og tryggingamálaráðherra sett fram eftirfarandi áhersluatriði sem unnið verður að á næstu misserum:

  • Aldraðir fái viðeigandi stuðning og einstaklingsmiðaða þjónustu til að geta dvalið sem lengst á eigin heimili.
  • Aldraðir og aðstandendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um réttindi og þjónustu.
  • Almannatryggingakerfið verði einfaldað og réttindi aldraðra verði betur skilgreind.
  • Réttur aldraðra til sjálfstæðrar búsetu og sjálfsforræðis verði virtur.
  • Öldruðum standi til boða fjölbreytt val búsetuforma.
  • Dagvistar-, hvíldar- og skammtímarýmum verði fjölgað.
  • Gæðaviðmið um þjónustu við aldraða verði sett.
  • Eftirlit með þjónustu við aldraða verði aukið og bætt.
  • Nýjar áherslur verði teknar upp við uppbyggingu hjúkrunarheimila og endurbætur á eldra húsnæði.
  • Greiðsluþátttöku aldraðra í hjúkrunar- og dvalarrýmum verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af.
  • Hjúkrunarrýmum verði fjölgað til að mæta þörf.
  • Fjölbýlum á hjúkrunarheimilum verði útrýmt að mestu leyti.
  • Tryggt verði að öldrunarþjónustan hafi ávallt á að skipa hæfu og metnaðarfullu starfsfólki.
  • Heildarábyrgð á þjónustu við aldraða verði færð til sveitarfélaga eigi síðar en á árinu 2012.

Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu hefur undanfarna mánuði verið unnið að gerð tímasettrar áætlunar um uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma og verulegri fækkun fjölbýla. Áætlunin verður kynnt innan tíðar. 

Tillögur ráðgjafarhóps til félags- og tryggingamálaráðherra um stefnu í þjónustu við aldraða til næstu ára (PDF, 627KB)

Umsögn samstarfsnefndar um málefni aldraðra um tillögur hópsins (PDF, 967KB) 

 

(  Öll verðum við gömul og stór hluti virkra félagsmanna Vífils eru jafnframt eldri borgarar.  Því fannst mér ástæða til að benda á þessa fréttatilkynningu Félagsmálaráðuneytisins.  Ég mæli með því að allir kynni sér plöggin tvo sem nefnd eru í fréttinni, og eru linkar inn á plöggin hér ofar.   Hvort sem við erum sammála því sem er verið að stefna að þá er alltaf betra fylgjast með stefnum og straumum, og jafnvel að senda bréf og benda á sínar hugmindir.                              Innsett+eftirmálu  F.S.  )


Fjölgun leiguíbúða

27.6.2008    http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3863  

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, um að veita 5 milljarða króna lánsfjárheimild til Íbúðalánasjóðs vegna leiguíbúða. Ákvörðunin er tekin á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á fasteigna- og fjármálamarkaði frá 19. júní síðastliðnum. Heimildin nær til leiguíbúðalána á almennum markaði vegna söluíbúða sem ekki seljast. Leiguíbúðalán verða veitt aðilum í þeim sveitarfélögum þar sem eftirspurn eftir leiguhúsnæði er fyrir hendi.

Lánað verður til íbúða sem hafa náð að minnsta kosti fokheldisstigi 1. júlí 2008. Til að takmarka útlánaáhættu Íbúðalánasjóðs vegna lánanna verða ekki veitt lán til íbúða í sveitarfélögum þar sem leiguíbúðir fjármagnaðar af Íbúðalánasjóði standa auðar. Uppfylli íbúðirnar þessi skilyrði getur Íbúðalánasjóður veitt lánsvilyrði en lánin greiðast út þegar íbúðirnar eru fullbúnar og þinglýstur leigusamningur til eins árs liggur fyrir.

Félags- og tryggingamálaráðherra mun óska eftir því við stjórn Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hefji lánveitingar í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar

( Innsett F.S. )


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband