Færsluflokkur: Bloggar

Ráðgjafahópur skipaður um bólusetningar og skimanir vegna smitsjúkdóma og krabbameina

23.6.2008          http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2824    

Heilbrigðisráðherra hefur skipað ráðgjafahóp um bólusetningar og skimanir vegna smitsjúkdóma og krabbameina. 

Tilgangur vinnu ráðgjafahópsins er að fara yfir og meta forvarnir á borð við bólusetningar og skimanir í tengslum við nýja heilsustefnu. Hópurinn skal eins og kostur er leitast við að leggja mat á kostnaðarhagkvæmni bólusetninga og skimana fyrir lýðheilsu Íslendinga almennt og skilgreina betur hvernig best sé að standa að málum. Hópurinn var skipaður þann 18. júní 2008 og skal skila tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. október 2008. 

Ráðgjafahópurinn er þannig skipaður: 

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, formaður
Ásgeir Theódórs, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum
Kristján Sigurðsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands
Sigurður B. Þorsteinsson, sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum
Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri, heilbrigðisráðuneytinu
Tinna Ásgeirsdóttir, lektor í heilsuhagfræði við viðskipta- og hagfræðideild H.Í.
Vilhjálmur Rafnsson, prófessor í heilbrigðisfræði og fyrirbyggjandi læknisfræði við læknadeild H.Í.
Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á bólusetningasviði hjá sóttvarnalækni.
 

( Innsett  F.S. )


Íslendingar og Svíar auka samstarf sitt á lyfjasviði

3.6.2008  http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2812 

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og sænskur starfsbóðir hans undirrituðu viljayfirlýsingu um aukið samstarf í lyfjamálum á ráðherrafundi á Gotlandi í dag. Fundur heilbrigðisráðherra Norðurlandanna var haldinn í Visby á Gotlandi dagana 2. og 3. júní. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, lagði áherslu á það í máli sínu á fundi norrænu ráðherranna að efla norrænt samstarf í lyfjamálum, en Guðlaugur Þór Þórðarson hefur lagt ríka áherslu á að opna norræna lyfjamarkaðinn.     Gerði hann á fundinum grein fyrir tilraunaverkefni og samstarfi Íslendinga og Svía á þessu sviði á fundinum og var í þessu sambandi ma. rætt um rafræna afgreiðslu lyfseðla.      Í lok ráðherrafundarins undirrituðu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Göran Hägglund, félags-og heilbrigðisráðherra Svía, viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórna sinna um aukið samstarf Íslendinga og Svía í lyfjamálum.     Í viljayfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram vilji til að auka samstarf á sviði verðmyndunar lyfja og endurgreiðslna vegna lyfjanotkunar.

 innsett/leturbreytingar/undirstrikanir-F.S.


Ný norræn velferðarstofnun

 

3.6.2008   http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2811 

Norrænu félags- og heilbrigðisráðherrarnir samþykktu í dag að setja á fót nýja norræna stofnun „Norrænu velferðarstofnunina", stofnunin mun hafa aðsetur í Stokkhólmi.

Markmið ráðherranna með nýju stofnuninni er að sameina norræna krafta og leggja enn frekari áherslu á velferðarsviðið. Nýja stofnunin sameinar nokkrar stofnanir þ.e. NSH ( þ.m.t. NUH), NOPUS, NUD og NAD. Reiknað er með að „Norræna velferðarstofnunin" hefji starfsemi 1. janúar 2009.

Ný vefgátt um almannatryggingar var kynnt á mánudag, gáttinni er ætlað að auðvelda frjálsa för á milli landanna. Upplýsingar til almennings og kynning á ólíkum almannatryggingakerfum landanna skiptir miklu máli við afnám hindrana milli Norðurlandanna. Mikilvægt er að upplýsingar um almannatryggingar séu aðgengilegar þegar Norðurlandabúar flytja á milli Norðurlanda og yfir landamæri.

Ráðherrarnir ætla að vinna að því í sameiningu að takast á við alþjóðlegar áskoranir á velferðarsviðinu. Meðal annars lýðfræðilegar breytingar, samþætting hópa sem eiga undir högg að sækja og norræna hnattvæðingarverkefnið „Öndvegisrannsóknir" þar sem ein af megináherslunum er á heilbrigði og velferð.

Gæðaþróun með árangursríkri upplýsinga- og samskiptatækni á Norðurlöndunum, „E-heilsa", er eitt af því sem ráðherrarnir munu leggja mikla áherslu á. Rafrænir lyfseðlar voru meðal þess sem rætt var um. Markmiðið er að gera allan ferilinn rafrænan til hægðarauka fyrir almenning, lyfsala og heilbrigðisstarfsfólk. Almenningur á Norðurlöndunum á að geta tekið út lyf alls staðar á Norðurlöndunum gegn rafrænum lyfseðlum sem gefnir eru út í heimalandinu.

Rætt var um norrænt lyfjasamstarf og umræðan um sameiginlegan lyfja- og heilbrigðismarkað með ESB hélt áfram.

Ráðherrarnir ræddu einnig hvernig stuðla megi að bættri heilsu fólks á Norðurlöndunum.

Norrænu lýðheilsuverðlaunin hafa verið veitt og í ár var það Danuta Wasserman á Karólínsku stofnuninni í Svíþjóð sem hlaut þau fyrir fyrirbyggjandi starf sitt til að koma í veg fyrir geðsjúkdóma. Verðlaunin eru veitt árlega með það að markmiði að vekja athygli á lýðheilsu á Norðurlöndunum. Verðlaunin eru 50.000 sænskar krónur ásamt viðurkenningarskjali.

Jafnframt samþykktu ráðherrarnir að leggja alls 5 milljónir danskra króna í samnorræn verkefni í geðheilbrigðismálum á árunum 2009 og 2010. Aukið norrænt samstarf á þessu sviði mun efla tengsl, miðla reynslu og styrkja uppbyggingu á sviði geðheilbrigðismála. Starfið mun jafnframt koma í veg fyrir mismunun á Norðurlöndunum.

Svíþjóð fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2008 og fundurinn var haldinn í Visby í Svíþjóð dagana 2. og 3. júní 2008.

(Frétt af Norden.org)

innsett F.S.


Norræn almannatryggingagátt opnuð

.6.2008   http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2810   

Cristina Husmark Pehrsson opnaði í dag nýja norræna gátt um almannatryggingar. Markmiðið er að einfalda frjálsa för milli Norðurlandanna. „Upplýsingaskortur veldur mörgum þeim hindrunum sem almenningur rekst á, á sviði almannatrygginga. Á almannatryggingagáttinni verður meðal annars hægt að nálgast upplýsingar um reglur sem gilda um sjúkdóma, foreldraleyfi og lífeyrisréttindi á Norðurlöndunum. Þetta ætti að auðvelda þeim lífið sem eru að huga að flutningi eða starfa nú þegar annars staðar á Norðurlöndunum en í heimalandinu", segir Cristina Husmark Pehrsson, en hún er bæði félagsmála- og samstarfsráðherra Svíþjóðar.

Á almannatryggingagáttinni verða upplýsingar um almannatryggingar á Norðurlöndunum og um reglur hvað varðar tryggingar við ólíkar aðstæður, auk þess verða þar krækjur á vefi viðkomandi stjórnvalda á Norðurlöndunum. Á gáttinni verða upplýsingar um réttindi hvað varðar veikindi, foreldraleyfi, atvinnuleysi, nám og lífeyrissjóðsmál.

Vefgáttin er ætluð einstaklingum sem flytja, starfa eða nema í öðru Norðurlandi en heimalandinu og einnig fjölskyldu þeirra, hvor sem hún flytur með eða býr áfram í heimalandi.

Upplýsingarnar eru á öllum Norðurlandamálunum, þar með talið færeysku og grænlensku og einnig á ensku. Stjórnsýsla og umsjón með uppfærslu á upplýsingum er hjá viðkomandi stjórnvöldum á Norðurlöndunum.

Sjá nánar: http://nordsoc.org

(Frá af Norden.org)

innsett  F.S.


Ráðherra mælir fyrir frumvarpi um sjúkratryggingar

 

15.5.2008    http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2802  

Ráðherra rakti í upphafi í máli sínu aðdraganda breytinga á skipulagi stjórnarráðsins og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í heilbrigðismálum sem sjúkratryggingafrumvarpið hvílir á. Ráðherra fór svo yfir helstu atriði og þættina sem frumvarpinu er ætlað að breyta. Ráðherra fór yfir megin atriði frumvarpsins sem hann sagði vera þessi:

“Eins og áður sagði er sjúkratryggingakafli laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, fluttur í frumvarpið og ákvæðin sett upp með öðrum hætti.   Kveðið er skýrar á um markmið með sjúkratryggingum,   gildissvið laga um sjúkratryggingar er afmarkað og helstu hugtök skilgreind, sbr. I. kafla.

 

Kveðið er á um nýja sjúkratryggingastofnun, hlutverk hennar, stjórn og forstjóra, sbr. II. kafla.  Hlutverk stjórnar og forstjóra eru sambærileg hlutverki stjórnar og forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins.

 

Sjúkratryggingar eru skilgreindar með ítarlegri hætti en í lögum um almannatryggingarSjúkratryggingar taka til heilbrigðisþjónustu og annarrar aðstoðar sem ákveðið hefur verið með lögunum, reglugerðum eða samningum að veita á kostnað ríkisins eða með greiðsluþátttöku ríkisinsJafnframt taka sjúkratryggingar til bóta samkvæmt lögunum sem greiddar eru í peningum.  Sjúkratryggðir eiga rétt til aðstoðar svo sem nánar er mælt fyrir um í lögunum.

 

Ákvæði um hverjir eru sjúkratryggðir eru skýrari og ítarlegri en í lögum um almannatryggingar, t.d. er tekið mið af ákvæðum EES-samningsins um almannatryggingar, sbr. III. kafla A.

 

Ákvæði um réttindi sjúkratryggðra eru efnislega óbreytt en hafa verið sett upp með öðrum hætti og orðalag gert skýrara, sbr. III. kafla B-D.

 

Gert er ráð fyrir að ákvæði um styrk til að kaupa bifreið verði flutt úr sjúkratryggingum í lög nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, og heyri þar með undir félags- og tryggingamálaráðherra, sbr. 3. tölul. 58. gr.  Ekki er um efnislega breytingu á réttindum einstaklinga að ræða.

 

Gjaldtökuákvæði eru sett í eina grein í frumvarpinu og eru efnislega óbreytt.  Vegna ábendinga fjármálaráðuneytisins voru ákvæðin gerð ítarlegri en ekki ver verið að breyta eða auka gjaldtöku af sjúkratryggðum.

 

Gert er ráð fyrir að heimilt sé að kæra ágreining um bætur til úrskurðarnefndar almannatrygginga með sama hætti og er heimilt samkvæmt lögum um almannatryggingar.

 

Sérstakur kafli, IV. kafli, fjallar um samninga um heilbrigðisþjónustu og hlutverk sjúkratrygginga­stofnunarinnar að því er varðar samningagerð.  Ákvæði og samningaheimildir heilbrigðisráðherra eru flutt úr lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, og jafnframt eru ítarlegri ákvæði um endurgjald fyrir heilbrigðisþjónustu, gagnreynda þekkingu, gæði og eftirlit, upplýsingaskyldu, vanefndir og aðgerðir vegna vanefnda og hvernig skuli fara með ágreining.

 

Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. september 2008 en eigi síðar en 1. júlí 2009 taki sjúkratryggingastofnunin við samningsgerð sem nú er í höndum heilbrigðisráðuneytisins.  Þá er gert ráð fyrir að stofnunin taki við samningsgerð við heilbrigðisstofnanir í eigu ríkisins og samningsgerð við sveitarfélög og aðra er reka hjúkrunarheimili eigi síðar en 1. janúar 2010.

 Gert er ráð fyrir að ákvæði um mat sjúkratryggðra á þörf fyrir heilbrigðisþjónustu í hjúkrunarrýmum verði sett í lög um heilbrigðisþjónustu, sbr. 4. tölul. 59. grÁkvæðin eru nú í lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra.

Gert er ráð fyrir að sjúkratryggingastofnunin taki við hlutverki Tryggingastofnunar ríkisins 1. september 2008   að því er varðar framkvæmd laga nr. 111/2000, um sjúklingatryggingu, sbr. 61. gr.

 

Gert er ráð fyrir að starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins sem hafa starfað við sjúkratryggingar almannatrygginga og/eða sjúklingatryggingu og eru í starfi við gildistöku laganna skuli boðið starf hjá sjúkratryggingastofnuninni, sbr. ákvæði til bráðabirgða númer eitt.  Hið sama gildir um þá starfsmenn heilbrigðisráðuneytis, heilsugæslunnar og Landspítala sem sinnt hafa samningsgerð og öðrum verkefnum er munu falla undir verksvið stofnunarinnar.

 

Gert er ráð fyrir að forstjóri sjúkratryggingastofnunarinnar hafi heimild til að undirbúa gildistöku laganna, þ.m.t. að bjóða tilteknum starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins, heilbrigðisráðuneytis og Landspítala starf hjá stofnuninni frá 1. september 2008, sbr. ákvæði til bráðabirgða númer tvö.

 

Gert er ráð fyrir að sjúkratryggingastofnunin taki við eignum, réttindum og skyldum Tryggingastofnunar ríkisins að því er varðar framkvæmd sjúkratrygginga,   sbr. ákvæði til bráðabirgða númer þrjú.

 

Gert er ráð fyrir að ráðherra ákveði daggjöld vegna heilbrigðisþjónustu í hjúkrunarrýmum sjúkrahúsa, öldrunarstofnana og hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum þar til sjúkratryggingastofnunin tekur við því hlutverki að semja um heilbrigðisþjónustu í síðasta lagi 1. janúar 2010, sbr. ákvæði til bráðabirgða númer fjögur.”

 (Talað orð gildir)    

( Uppsetning Leturbreytingar F.S, )

 


Tekjur aldraðra samkvæmt Vefriti fjármálaráðuneytisins

14.4.2008    http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/almennar-frettir/almennar-frettir/nr/10478  

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 10. apríl 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á tekjum landsmanna.

Tekjur og ráðstöfunartekjur hafa vaxið og kaupmáttur ráððstöfunartekna einnig. Þá hefur samsetning tekna tekið miklum breyttingum, aðallega vegna þess að hlutur fjármagnstekna, beint og óbeint, hefur aukist. Aldraðir hafa ekki farið varhluta af þessari þróun. Hér á eftir verður fjallað um tekjur aldraðra hjóna og teljast þær nokkuð dæmigerðar fyrir aldraða.

Árið 1995 voru meðaltekjur hjóna sem voru eldri en sjötug um 30% lægri en meðaltekjur allra hjóna, en það er í samræmi við alþjóðlega þróun á vinnumarkaði að heildartekjur fólks lækki eftir miðjan aldur. Þegar uppsveiflan fram að aldamótum gekk yfir náðu hinir eldri ekki að halda fyllilega í við þá yngri og tekjurnar urðu 41% lægri en allra hjóna árið 2000. Síðan þá hefur dregið saman með hverju ári og árið 2006 var hópurinn með tekjur sem voru 37,7% lægri en allra hjóna.

hlutfallsleg-skipting-heildartekna-hjona0408

Samsetning tekna hjá eldra fólki hefur tekið miklum breytingum og þær breytingar munu halda áfram á næstu árum.

Hlutur fjármagnstekna hefur þannig vaxið úr því að vera 8% af tekjum árið 1995 í að vera orðinn 39% árið 2006. Allan tímann sem hér er til athugunar hafa fjármagnstekjur þessa hóps verið hærri en meðalfjármagnstekjur allra hjóna.

Hlutur atvinnutekna, sem er uppistaðan af því sem á myndinni er í flokknum aðrar tekjur hefur farið stöðugt minnkandi á þessu tímabili enda fækkar í þeim hópi sem heldur áfram störfum eftir 70 ára aldur til að afla nauðsynlegra ráðstöfunartekna. Eftir árið 2000 hafa lífeyrissjóðirnir haldið sínum hlut nokkurn veginn í tekjumynd þessa hóps og það hefur Tryggingastofnun einnig gert þótt vaxandi tekjur hópsins hafi leitt til þess að hluturinn hefur rýrnað örlítið. Að sjálfsögu er það svo með aldraða eins og aðra landsmenn að fjármagnstekjum er skipt misjafnar á milli manna en öðrum tekjum og sumir aldraðir bera lítið úr býtum meðan aðrir hafa góða afkomu.

Eftir því sem lífeyriskerfi landsmanna byggist upp fjölgar í þeim hópi aldraðra sem hefur góðar og öruggar tekjur. Breytingar á skattkerfinu á undanförnum árum hafa auk þess auðveldað þeim sem það vilja að halda áfram störfum án þess að það bitni á þeim stuðningi sem þeir njóta frá samfélaginu.

 

( Uppsetning, leturbreytingar  F.S. )

 

Þetta eru ekki ný tíðindi......

Þetta er enn ein rannsóknin sem bendir til tengsl séu á milli offita og ófullkomins svefns.

Áður hefur verið bent á þessi tengs vegna virkni hormóna sem eingöngu virka þegar einstaklingurinn sefur.

Svefninn er merkilegt fyrirbæri og mikið rannsakaður erlendis og hér á Íslandi.

Í fyrra var 20ára afmæli svefnrannsókna á Íslandi.  Um það ékkert fjallað í fjölmiðlum.

Þórarinn Gíslason læknir  á Lungnadeild LHS í Fossvogi ( áður á Vífilsstöðum ) og hanns samstarfsfólk hefur verið í fararbroddi þessara rannsókna hérlendis.    Með starfi sínu hefur það fólk stórbætt lífsgæði mörg þúsund Íslendinga.

F.S.


mbl.is Tengsl milli offitu og svefns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins.

Það var löngu tímabært að gera þessa samninga.

 Reglugerð um tílvísanaskyldu til hjartasérfræðinga fellur nú úr gildi.

Þessi deila skaðaði ekki ráðuneytið eða hjartalæknana.  Þetta bitnaði allt á hjartasjúklingum sem höfðu mikinn kostnað og fyrirhöfn af reglunum um tílvísanaskylduna.

Sjúklingarnir voru þolendur hér án þess að vera beinir aðilar að deilum læknanna og TR.   Þeir voru skikkaðir í ferðalag um kerfið.  1._Þeir þurftu að fara til heimilislæknis og fá tilvísun til hjartalæknis og borga fyrir tilvísunina.   2._Síðan þurftu þeir að fara til hjartalæknis og fá svo kvittun hjá honum fyrir veitta þjónustu.    3._Þá þurftu þeir að fara til TR og fá þetta endurgreitt að einhverju leiti.

Það er gott að þessu er lokið en það var ábyrgðarleysi af stjórnvöldum (TR og Heilbrigðisráðuneitinu)  að láta svona langan tíma líða án þess að gera samninginn,  og láta þetta bitna svona gróflega á sjúklingunum sjálfum.

F.S.

 


mbl.is Samið við hjartalækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsaleigubætur hækkaðar í fyrsta sinn frá árinu 2000

Fréttatilkynningar    http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3752  

 

7.4.2008

  

Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, undirritaði í dag reglugerð sem kveður á um hækkun húsaleigubóta frá og með 1. apríl 2008. Húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000. Einnig mun ríkið nú í fyrsta skipti koma að greiðslu sérstakra húsaleigubóta.

  

Samkvæmt reglugerðinni hækka grunnbætur húsaleigubóta um 69%, úr 8.000 krónum í 13.500 krónur,     bætur vegna fyrsta barns hækka um 100%, úr 7.000 krónum í 14.000 krónur og   bætur vegna annars barns hækka um 42%, úr 6.000 krónum í 8.500 krónur. Hámarkshúsaleigubætur hækka þar með um 15.000 krónur eða um 48% og geta hæstar orðið 46.000 krónur í stað 31.000 krónur áður.

Hækkunin tekur gildi frá og með 1. apríl síðastliðnum en húsaleigubætur hækkuðu síðast árið 2000.

  

Í samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga um hækkun húsaleigubóta er einnig kveðið á um þátttöku ríkisins í greiðslu sérstakra húsaleigubóta.

Sveitarfélög eru hvött til að taka upp sérstakar húsaleigubætur og rýmka skilyrði fyrir sérstökum húsaleigubótum svo þær nái til fleiri heimila.

Hámarksgreiðsla almennra og sérstakra húsaleigubóta gæti þar með orðið 70.000 krónur í stað 50.000 króna áður.

Ríkið kemur nú í fyrsta sinn að greiðslu sérstakra húsaleigubóta.

  

Áætlaður árlegur viðbótarkostnaður vegna þessara aðgerða er um 620 milljónir króna vegna húsaleigubóta og um 100 milljónir króna vegna sérstakra húsaleigubóta.

Samkomulag er um að ríkissjóður greiði 60% af heildarkostnaði vegna hækkunarinnar og sveitarfélögin 40%.

( Uppsetning/ undirstrikanir F.S. )


Nýjar reglugerðir á sviði almannatrygginga og málefna aldraðra

Fréttatilkynningar

31.3.2008

 

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur undirritað sjö nýjar reglugerðir sem allar öðlast gildi 1. apríl næstkomandi. Annars vegar er um að ræða tvær reglugerðir um hækkanir bóta sem öðlast þegar gildi og hins vegar fimm reglugerðir sem öðlast gildi 1. apríl næstkomandi og tengjast breytingum á lögum um almannatryggingar og málefni aldraðra sem samþykktar voru á Alþingi 13. mars síðastliðinn.

 

Reglugerðirnar og helstu nýmæli þeirra eru eftirfarandi:

1. Reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar.

Samkvæmt reglugerðinni hækka fjárhæðir bóta lífeyristrygginga, vasapeninga, félagslegrar aðstoðar auk meðlaga frá 1. febrúar 2008 um 4,0% frá því sem þær voru í janúar 2008.

  

2. Reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárhæð atvinnuleysistrygginga, nr. 548/2006.

Reglugerðin kveður á um hækkun atvinnuleysistrygginga frá 1. febrúar 2008. Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta hækkar úr 191.518 krónum á mánuði í 220.729 krónur og grunnatvinnuleysisbætur hækka úr 5.446 krónum í 6.277 krónur á dag. Þá segir í reglugerðinni að mismunur greiddra atvinnuleysisbóta fyrir febrúar og mars 2008 og þeirrar hækkunar sem reglugerðin kveður á um greiðist eigi síðar en 15. apríl 2008.

  

3. Reglugerð um breytingu á reglugerð um greiðslur vasapeninga sjúkratryggðra, nr. 213/1991.

Samkvæmt reglugerðinni hækkar mánaðarleg fjárhæð vasapeninga úr 31.200 krónum í 38.225 krónur á mánuði.

   

4. Reglugerð um breytingu á reglugerð um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, nr. 1225/2007.

Í

 reglugerðinni er meðal annars mælt fyrir um hækkun frítekjumarks tekjutryggingar vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega úr 327.000 krónum á ári í 1.200.000 krónur. Sú breyting kemur til framkvæmda 1. júlí 2008. Einnig er frítekjumark ellilífeyris hækkað frá 1. apríl næstkomandi.

   

5. Reglugerð um breytingu á reglugerð um heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 595/1997.

Mikilvægasta breytingin í reglugerðinni felst í því að fellt er brott ákvæði um hámarkstekjur sem hjón gátu haft til þess að fá greidda uppbót á lífeyri. Tekjur maka lífeyrisþega hafa þannig ekki lengur áhrif við ákvörðun uppbóta.

   

6. Reglugerð um breytingu á reglugerð um heimild Tryggingastofnunar ríkisins til að framlengja bótagreiðslur þrátt fyrir dvöl á sjúkrahúsi eða stofnun fyrir aldraða, nr. 357/2005.

Með reglugerðinni er fellt brott ákvæði um að sameiginlegar tekjur eða eignir hjóna geti haft áhrif við mat á því hvort heimilt sé að framlengja greiðslur þrátt fyrir dvöl á sjúkrahúsi eða stofnun fyrir aldraða. Með því eru rýmkaðar heimildir til að framlengja bótagreiðslur.

   

7. Reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnanaþjónustu fyrir aldraða, nr. 1112/2006.

Samkvæmt reglugerðinni er sett 90.000 króna frítekjumark vegna fjármagnstekna vistmanna frá 1. apríl og hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna úr 327.000 krónum í 1.200.000 krónur frá 1. júlí. Þá er kveðið á um afnám áhrifa tekna maka við útreikning dvalarkostnaðar á dvalar- og hjúkrunarheimilum og þá hafa greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði sömuleiðis ekki lengur áhrif. Loks er kveðið á um heimild til að dreifa tekjum sem stafa af fjármagnstekjum til allt að tíu ára.



« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband