Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Opið bréf ÖBÍ til stjórnmálaflokka
http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/421
26.3.2009Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Landssamband eldri borgara hafa sent opið bréf til allra stjórnmálaflokka fyrir hönd lífeyrisþega.
Þar sem athygli er vakin á því að um áramót var lögvernduð lágmarkshækkun lífeyris samkvæmt 69. gr. laga 100/2007 um almannatryggingar rofin, sem skerti þar með um 10% greiðslur almannatryggingabóta til lífeyrisþega fyrir árið 2009.
Í bréfinu er farið fram á að allir flokkar svari því skýrt og skilmerkilega hvort og þá hvernig þeir hyggist leiðrétta ofannefnda gjörninga. Óskað er svara frá stjórnmálaflokkunum fyrir 2. apríl.
http://www.obi.is/media/frettir/Opid_bref_til_stjmfl.-Heils.18.03.09.pdf
OPIÐ BRÉF FRÁ LÍFEYRISÞEGUMTIL STJÓRNMÁLAFLOKKA
Reykjavík, 18. mars 2009.
Ríkisstjórn Sjálfstæðis_okks og Samfylkingar tók ákvörðun um að skerða lögverndaðan lífeyri almannatrygginga um 10 prósent sl. áramót hjá meginþorra lífeyrisþega. Þetta var gert þrátt fyrir öryggisákvæði laga sem var sérstaklega sett til að vernda lífeyrisþega á krepputímum. Forsvarsmenn samtaka lífeyrisþega telja að þar haf ekki verið forgangsraðað í anda velferðarsamfélags.
Frá sama tíma hefur auk þess verið brugðið á það ráð að tvöfalda skerðingarhlutfall vegna svokallaðra fjármagnstekna aðgerð sem beinist fyrst og fremst að þeim lífeyrisþegum sem eiga hóflegar bankainnistæður.
Vextir og verðbætur munu því skerða greiðslur almannatrygginga verulega og bitna á þeimsem hefur tekist með erfðismunum að leggja til hliðar til framtíðar.
Athygli vekur að hin nýja ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar hefur ekki enn horfið frá því að ráðist sé með þessum hætti á tugþúsundir lífeyrisþega.
Það er lýðræðisleg krafa að ríkisstjórnar_okkarnir svari því skýrt og skilmerkilega hvort, og þá hvenær, þeir hyggist leiðrétta ofannefnda gjörninga. Að öðrum kosti er óhjákvæmilegt að líta svo á að þetta sé í raun stefna þeirra.
Vegna komandi kosninga er mikilvægt að önnur framboð upplýsi einnig um afstöðu sína til þeirragrundvallarmála sem hér um ræðir. Er þess óskað að svör berist eigi síðar en _mmtudaginn 2. apríl.
Með vinsemd og virðingu,
F.h. Landssambands eldri borgara,
Helgi K. Hjálmsson, formaður.
F.h. Öryrkjabandalags Íslands,
Halldór Sævar Guðbergsson, formaður.
F.h. Landssamtakanna Þroskahjálpar,
Gerður Aagot Árnadóttir, formaður.
Innsett F.S.
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Rýmri heimildir til að veita fötluðum einstaklingum aukalán vegna sérþarfa.
Frétt af: http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/400
Til þessa hefur einungis verið heimilt að veita fötluðu fólki aukalán vegna sérþarfa hafi slíkt lán komið til viðbótar öðrum fasteignaveðlánum frá Íbúðalánasjóði. Með breytingunni er þetta skilyrði fellt brott og heimilað að veita aukalán óháð því hver er lánveitandi annarra fasteignalána sem hvíla á íbúðarhúsnæðinu. Jafnt aðgengi fatlaðra að þessum lánamöguleika er þannig tryggður. Auk þessa eru gerðar ýmsar breytingar til einföldunar við framkvæmd þessara lána til hagsbóta fyrir fatlaða.
Fréttin í heild sinni á heimasíður Félags- og tryggingamálaráðuneytisins
Reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs nr. 57/2009
Innfært F.S.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. janúar 2009
SÍBS í þágu landsmanna Helgi Hróðmarsson fjallar um sögu og starf SÍBS
Helgi Hróðmarsson.
Fréttablaðið, 27. des. 2008 06:00
SÍBS í þágu landsmanna
Hinn 24. október 1938 komu berklasjúklingar saman á Vífilsstaðahæli til að stofna Samband íslenskra berklasjúklinga. Tilgangurinn var að hjálpa útskrifuðum berklasjúklingum að ná fótfestu í lífinu, eftir ára eða áratuga dvöl á heilsuhælum. Þörfin var brýn og aðstæðum berklasjúklinga á þessum tíma er vel lýst með orðum Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar í grein sem hann skrifaði í blaðið Berklavörn 1940: Eftir að ég kom af hælinu allslaus og linur til heilsu, að hírast í kjallarakompum, sem ekki líktust neinum mannabústöðum, fékk sjaldan nægju mína að éta og aldrei holla fæðu, skjólföt sæmileg átti ég engin."
Stofnendur SÍBS hófust strax handa um stofnun deilda um allt land, undir nafninu Berklavörn. Fjársöfnun var undirbúin og 6. október 1939 voru seld merki SÍBS og blaðið Berklavörn og dagurinn nefndur Berklavarnardagur". Það var gengið nánast í hvert hús á landinu og viðtökur voru slíkar að unnt var að byggja Reykjalund og hefja starf sem löngu er landsþekkt. SÍBS hefur frá þeim tíma átt" fyrsta sunnudag í október og sá dagur m.a. verið nýttur til fjáröflunar og kynningar. Síðustu áratugi hefur dagurinn verið nefndur SÍBS dagurinn.Ráðist var í kaup á landi af Reykjabændum í Mosfellssveit. Á því landi var jarðhiti og braggar eftir herinn, sem síðar voru notaðir fyrir eldhús, borðstofu og verkstæði. Bygging 10 smáhýsa hófst 1944 og voru 5 þeirra tilbúin 1. febrúar 1945 en þá tók vinnuheimilið til starfa undir nafninu Reykjalundur. Þessi ár og næstu var safnað fé og áfram var byggt og aðalbygging Reykjalundar tekin í notkun 1. febrúar 1950. Þá fjölgaði vistmönnum úr 40 í 90.
Markmið SÍBS
Markmið SÍBS er að styðja sjúka til sjálfsbjargar með forvörnum, endurhæfingu og félagslegri uppbyggingu. SÍBS sameinar innan vébanda sinna fólk með berkla, hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma, astma og ofnæmi og svefnháðar öndunartruflanir og vinnur að því að heilbrigðisþjónusta og félagsleg aðstaða þess fólks sé sem fullkomnust.
Aðildarfélög og starfsemi
Með tilkomu berklalyfjanna um miðja síðustu öld fór berklasjúklingum fækkandi. Með fækkun þeirra var talið rétt að fá aðra brjóstholssjúklinga til liðs við SÍBS. Astma- og ofnæmisfélagið gerðist aðili að SÍBS árið 1974. Það ár var nafni samtakanna breytt í Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. Landssamtök hjartasjúklinga - nú Hjartaheill - urðu svo aðilar að samtökunum árið 1992. Vífilstaðadeild SÍBS - Nú Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir, gengu í samtökin árið 1994 og Samtök lungnasjúklinga árið 1998.
Auk Reykjalundar endurhæfingarmiðstöðvar starfrækir SÍBS Múlalund, vinnustofu fyrir öryrkja og Happdrætti SÍBS sem er kjölfesta alls starfs SÍBS. Í samstarfi við Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni rekur SÍBS Múlabæ, dagvistun fyrir aldraða og Hlíðabæ, dagvistun fyrir minnissjúka. HL- stöðvar voru stofnaðar af SÍBS, Landssamtökum hjartasjúklinga og Hjartavernd. Þar er veitt endurhæfing eftir veikindi og aðgerðir auk viðhaldsþjálfunar.
SÍBS blaðið er gefið út í 8-10 þúsund eintökum og dreift til allra félagsmanna SÍBS, á sjúkrahús, þjálfunarstaði og aðrar sjúkrastofnanir. Heimasíða SÍBS er sibs.is. Þar er að finna upplýsingar um SÍBS, Happdrætti SÍBS og aðildarfélög samtakanna.
Skrifstofur SÍBS eru í Síðumúla 6 í Reykjavík. Þar er aðalumboð og höfuðstöðvar Happdrættis SÍBS. Starfsmenn SÍBS og Happdrættis SÍBS starfa þar ásamt starfsmönnum Hjartaheilla, Astma- og ofnæmisfélagsins og Samtaka lungnasjúklinga. Skrifstofan er opin 8.45 til 16.00.
Endurhæfing á Reykjalundi
Á Reykjalundi eru eftirtalin endurhæfingarsvið: svið fyrir gigtarsjúka, fyrir geðsjúka, fyrir þá sem hafa orðið fyrir áfalli í miðtaugakerfi, fyrir fólk sem á við langvinn verkjavandamál að stríða, fólk sem glímir við ofþyngd, börn og ungmenni sem ekki hafa náð eðlilegum þroska, auk sérstakra endurhæfingarsviða fyrir annars vegar hjartasjúklinga og hins vegar lungnasjúklinga. Þá er starfandi sérstakt svið atvinnuendurhæfingar.
Á hverju sviði er starfsmannateymi og hafa þau náð að þróa með ágætum aðferðir og tækni í endurhæfingu innan hvers sviðs. Starfsfólk Reykjalundar hefur leitast við að fylgjast vel með breyttum lifnaðarháttum landsmanna og svara breyttum þörfum sem skapast hafa m.a. með svokölluðum lífsstílssjúkdómum". Þetta hlýtur að teljast afar mikilvægt á tímum örra breytinga sem m.a. koma til vegna hreyfingarleysis og breytts mataræðis.
Í janúar 2002 var tekin í notkun á Reykjalundi 2.700 fermetra þjálfunarhús með sundlaug og þjálfunarlaug, pottum, stórum þjálfunarsölum og margvíslegri annarri aðstöðu. Hluti byggingarkostnaðar var fjármagnaður með landssöfnun 1998 og hægt var að hefja byggingu þessa glæsilega húss. Byggingin hefur þegar sannað ríkulega gildi sitt og stórbætt aðstöðu til endurhæfingar. En þörfin fyrir endurhæfingu er mikil og biðlisti sjúklinga langur.
Happdrætti SÍBS stuðningur landsmanna
Landsmenn hafa í gegnum tíðina haldið tryggð við starfsemi SÍBS og í samstarfi við þjóðina hefur SÍBS tekist að byggja upp og bjóða upp á þjónustu á heimsmælikvarða sem opin er öllum landsmönnum. Um þessar mundir er sérstaklega brýn þörf fyrir forvarnir og endurhæfingu og aðra þá þjónustu sem SÍBS veitir og þá uppbyggingu sem á sér stað á vegum samtakanna.
Auðveldasta leiðin til þess að styðja við starfsemi SÍBS er að kaupa miða í Happdrætti SÍBS. Þannig er hægt að aðstoða SÍBS við að ná fram markmiðum sínum og renna þannig enn frekari stoðum undir þá mikilvægu starfsemi sem unnið er að hjá SÍBS - á Reykjalundi og í öðrum rekstrareiningum á vegum samtakanna.
Tugir þúsunda einstaklinga hafa notið endurhæfingar á Reykjalundi og annarrar þjónustu á vegum SÍBS og áfram munu samtökin vinna í þágu landsmanna undir kjörorðum SÍBS: Styðjum sjúka til sjálfsbjargar".
Höfundur er framkvæmdastjóri hjá SÍBS.
Innsett F.S.
Sunnudagur, 7. desember 2008
Sérhannað íslenskt hálsmen til styrktar hjartveikum börnum
MBL Laugardaginn 6. desember, 2008 - Innlendar fréttir
Sex ára og sex sinnum í hjartaaðgerð
ANNEY Birta Jóhannesdóttir, sem afhenti í gær Dorrit Moussaieff forsetafrú fyrsta eintakið af silfurhálsmeni til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, er sex ára hnáta sem hefur farið sex sinnum til Boston í hjartaaðgerð
Móðir Anneyjar Birtu, Guðrún Bergmann, sem er formaður Neistans, kveðst afar þakklát fyrir stuðninginn við félagið en á hverju ári fæðast hér á landi allt að 70 börn með hjartagalla.
Hálsmenið ber heitið Hjartarfi og er það selt í versluninni Leonard.
Hönnuðir eru Eggert Pétursson og Sif Jakobs.
(innsett F.S. )
Föstudagur, 28. nóvember 2008
Ekki hætta með morgunleikfimina. Áskorun SL til Páls Magnússonar útvarpsstjóra
Samtök Lungnasjúklinga sendu útvarpsstjóra svohljóðandi bréf:
Hr. Páll Magnússon útvarpsstjóri.
Samtök lungnasjúklinga fara þess á leit að þú endurskoðir þá ákvörðun þína að hefja sparnað RÚV á því að hætta með morgunleikfimina.
Hjá mjög mörgum öryrkjum og öldruðum er þetta eina hreyfingin sem það hefur kost á.
Það eru ekki allir sem eiga bíla né hafa efni á því að fara í ræktina og eiga því mjög erfitt með að nýta sér þjónustu líkamsræktarstöðva.
Í gegn um árin teljum við að morgunleikfimi RÚV hafi sparað þjóðfélaginu miklar fjárhæðir í lyfjakostnað og einnig innlagnir á sjúkrahús. Á mörgum stofnunum safnast fólk saman fyrir framan útvarpið og allir taka þátt í leikfiminni.
Vonum við að þú ígrundir vel þörf þessa fólks.
Fyrir hönd Samtaka lungnasjúklinga
Jóhanna Pálsdóttir, formaður
( innsett F.S.)
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Verjum velferðina Útifundur á Ingólfstorgi á mánudag kl.16:30
Af: BSRB.is
BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands standa fyrir útifundi á Ingólfstorgi mánudaginn 24. nóvember nk. kl. 16:30. Tilefni fundarins er óvissuástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, kjaraskerðing sem nú þegar blasir við mörgum og síðast en ekki síst hugmyndir stjórnvalda um stórkostlegan niðurskurð á útgjöldum til velferðar.
Óvissa um þróun mála á næstu mánuðum og misserum leggst þungt á þjóðina. Verst er óvissan fyrir þá sem mega alls ekki við kjaraskerðingu, þ.e.a.s. almennt launafólk, fólk sem þarf að framfleyta sér af lífeyri eingöngu eða af atvinnuleysisbótum. Leggja verður sérstaka áherslu á að verja kjör hinna verst settu. Þá er það eindregin krafa að staðinn verði vörður um velferðarkerfið, þ.e.a.s. félagsþjónustuna, heilbrigðisþjónustuna, almannatryggingar og loks skólakerfið. Þjónustu þessara mikilvægu grunnstofnana má ekki skerða - þvert á móti ber að efla hana og stuðla að jöfnuði.
Brýnt er að þeir sem höllustum fæti standa njóti öflugrar þjónustu og verndar samfélagsins. Þjónusta sem stuðlar að samfélagslegri þátttöku og eðlilegu lífi má ekki skera niður. Þá eru það grundvallar mannréttindi að fólki sé tryggð sómasamleg framfærsla. Því kemur ekki til greina að greiðslur almannatryggingakerfisins verði skertar. Stjórnvöld verða að grípa strax til raunverulegra aðgerða til bjargar heimilunum - aðgerða sem fela ekki einungis í sér bakreikninga sem fólk þarf að standa skil á síðar.
Íslenskt samfélag stendur nú á krossgötum. Við teljum að grundvöllur hins nýja Íslands verði að byggjast á samkennd og sameiginlegri ábyrgð okkar hvert á öðru. Það að vega að núverandi velferðarkerfi er ekki fyrsta skref á þeirri leið. Verjum því velferðina sem fyrsta áfanga að bættri framtíð. Við krefjumst síðan lýðræðislegra vinnubragða stjórnvalda, opinnar stjórnsýslu og upprætingu spillingar.
Ræðumenn á fundinum verða Gerður A. Árnadóttir formaður Þroskahjálpar, Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB, Halldór Sævar Guðbergsson formaður Öryrkjabandalagsins og Margrét Margeirsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Fundarstjóri verður Björg Eva Erlendsdóttir. Í lok fundarins verður borin upp ályktun.
BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Landssamtökin Þroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands
innsett FS
Sunnudagur, 19. október 2008
HVERS VIRÐI ERUM VIÐ? MÁLÞING Á VEGUM SÍBS
HVERS VIRÐI ERUM VIÐ?
MÁLÞING Á VEGUM SÍBS
Haldið á Reykjalundi kl. 13.30 til 16.00, föstudaginn 24. október 2008
KL. 13.30-13.35 Setning málþings: Auður ÓLafsdóttir, ritari stjórnar SÍBS
HVERS VIRÐI ERUM VIÐ.................
Kl. 13.35-14.05 .....sem almennir þegnar? Kynning á réttindum sjúklinga: Margét Jónsdóttir frá TR
Kl. 14.05-14.35 .....sem einstaklingar? Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir
Kl. 14.35-14.55 Kaffihlé Kl. 14.55-15.25 ....sem sjúklingasamtök? Leiðir sem sjúklingasamtök hafa til að ná fram úrbótum: Helgi Hróðmarsson, framkvæmdastjóri SÍBS
Kl. 15.25-15.55 .....sem virkir þátttakendur? Hver er ávinningurinn af því að vera virkur. Margrét Albertsdóttir, félagsráðgjafi SÍBS
Kl. 15.55-16.00 Þingslit: Auður Ólafsdóttir, ritari stjórnar SÍBS
Fundarstjóri: Auður Ólafsdóttir.
Vinsamlega tilkynnið um þátttöku fyrir þriðjudag 21. október í síma: 552-2150 eða á tölvupóstföng: helgi@sibs.is eða margret@sibs.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. september 2008
Lungun okkar og súrefnið Pálmi Stefánsson skrifar um mannslíkamann og súrefni
MANNSLÍKAMINN er afarflókinn og gerður úr tugum billjóna frumna sem vinna saman. Tvennt er sameiginlegt frumum líkamans: allar þurfa þær næringu og svo eru boðskipti milli þeirra. Þetta síðara er ekki eins vel vitað og hið fyrra. Í einni frumu er talið að allt að 150.000 efnahvörf geti átt sér stað á sekúndu hverri!
Heilinn okkar er gerður af billjónum frumna og er gífurlega orkufrekur og þarf aðallega sykurinn glúkósa (sem er kolvatn) og súrefni úr loftinu til orkuframleiðslu og starfsemi. Vanti súrefni í fáar mínútur deyja frumurnar og leysast upp. Talið er að fimmtungur súrefnisþarfar líkamans sé eingöngu vegna heila okkar. Ekki er vitað nema heilabilunarsjúkdómar séu að einverju leyti vegna skorts á nægjanlegu súrefni til heilans. Öll líkamsþjálfun miðar að því að styrkja hjartað og æðakerfið til að flytja nægjanlegt súrefni til frumnanna auk næringar.
Þar sem um 21% andrúmloftsins er súrefni þarf lungun til að koma því yfir í blóðið, en þar flytur blóðrauðinn það til frumnanna og tekur koldíoxíð frá bruna sykursins til baka. Sé nú CO (kolmónoxíð) í loftinu þá binst það blóðrauðanum í stað súrefnisins og blóðið flytur minna súrefni. Hjá reykingafólki getur þetta orðið allt að 15% minni súrefnisupptaka. Sama á við um H²S (brennisteinsvetni). Þá má nefna, að ég hef unnið með mönnum sem hættu ekki að reykja fyrr en stórir tjörublettir voru komnir framan á brjóstið og aftan á bakið. Tjara telst til kolvetna.
Lungun eru með í kringum 300400 milljónir viðkvæmra lungnablaðra, sem smá-skemmast yfir ævina, þótt líkaminn sé duglegur við að gera við skemmdir á frumunum. Til að mynda getur H²S og SO² (brennisteinsdíoxíð) myndað sýrur sem skemma þær varanlega, auk skemmda vegna ýmissa sýkinga af völdum gerla eða vírusa. Séu lungun orðin illa farin þurfa sumir aldraðir í dag að draga á eftir sér súrefnisflöskur til að geta andað.
Sum efni í loftinu valda krabbameini, sé ertingin eða viðveran við efnið næg, styrkur skiptir litlu máli. Þetta á við um kolvetnin (olíuvörur) en þau telja yfir 700 efni. Má hér t.d. nefna benzól í olíu, en í bensín er oft sett 1% í stað blýsins áður til að auka oktanið. Benzólið sest í fituvef og veldur lungnakrabbameini. Önnur heilsuskaðleg efni í lofti undir iðnaðarmarkgildum eiga að skila einstaklingum í gegnum starfsævina í t.d. iðnaði. En samt fylgjast sumir atvinnuveitendur grannt með lungnaheilsu starfsliðsins! Í áliðnaði eru lungun t.d. skoðuð tvisvar á ári. Sé hins vegar mengun loftsins há og yfir markgildum veldur hún eitrunum. Heilinn fær einfaldlega ekki nóg súrefni og fólk fær að lokum yfirlið. Sé ekkert að gert þarf ekki margar mínútur til þess að einstaklingurinn deyi úr eitrun eða súrefnisskorti.
Það verður því aldrei ofmetið hvað hreint ómengað loft er mikilvægt heilsu okkar. Að leyfa að hreinsa ekki brennisteinsdíoxíð úr útblæstri stóriðjunnar og brennisteinsvetni frá varmaaflsvirkjunum er glapræði. Þá er t.d. rafbílavæðing lausn á mengun bílanna í þéttbýli. Fólk ætti að hafa í huga, að mengunin getur orðið 46 sinnum meiri inni í bíl í dag á fjölfarinni götu en á gangi meðfram götunni. Þá eru öll bílagöng með mjög slæmt loft. Það er hægt að læra ýmislegt af Norðmönnum sem hafa m.a. losnað við brennisteinsdíoxíð-mengun að kalla í þéttbýli með markvissum aðgerðum síðustu tuttugu árin.
Flestir deyja nú til dags úr lungnasjúkdómum, þar á meðal krabbameinssjúklingar. Það eru því einhver bestu lífsgæðin að stuðla að hreinu lofti fyrir landsmenn. En langtímamarkmið með úrræðum sem framkvæmd verða þarf til. Lýðheilsan mun bara versna verði ekkert að gert. Það þarf að huga að heilsuþættinum líka samhliða öllum stóriðju- og varmaaflsvirkjunaráformunum.
Höfundur er efnaverkfræðingur.
( innsett, undirstrikanir og leturbreytingar F.S. )
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur og Hjartaheill kosta nýtt hjartaþræðingatæki
Frá vinstri: Jón Pálmason, fyrir hönd Gjafa- og styrktarsjóðs Jónínu S. Gísladóttur, Guðmundur Bjarnason, formaður Hjartaheilla, Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, Linda B. Gunnlaugsdóttir frá A. Karlsson, og hjartalæknarnir Kristján Eyjólfsson og Þórarinn Guðnason.
Það eru Gjafa - og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur og Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, sem standa undir kostnaðinum við nýju tækin. Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur leggur fram 75 milljónir króna til kaupa á hjartaþræðingartækinu. Þessi sjóður var stofnaður árið 2001 með 200 milljóna króna framlagi Jónínu í sjóð til að efla hjartalækningar á Landspítala. Síðan hefur sjóðurinn stutt hjartalækningarnar ríkulega með fjárframlögum, þar á meðal vegna kaupa á seinna hjartaþræðingartækinu árið 2001. Framlög úr sjóðnum hafa verið ómetanleg við uppbyggingu hjartadeildarinnar. Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, eiga 25 ára afmæli á árinu og minnast tímamótanna meðal annars með því að styrkja kaup á hjartaþræðingartækinu og nauðsynlegum fylgibúnaði. Samtökin leggja fram 25 milljónir og ætla þar að auki að efna til landssöfnunar. Takmark Hjartaheilla er að safna 50 milljónum króna á afmælisárinu og rennur allt það fé sem safnast umfram áðurnefndar 25 milljónir einnig til hjartalækninga á Landspítala.
Samningurinn um kaup á hjartaþræðingartækinu var undirritaður á hjartaþræðingardeildinni á Landspítala Hringbraut þar sem nýja hjartaþræðingarstofan verður líka. Viðstaddir voru meðal annarra Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason formaður Hjartaheilla, Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hjartaheilla og Jón Pálmason, sonur Jónínu S. Gísladóttur, en hann á sæti í stjórn sjóðsins sem við hana er kenndur.
Hjartaþræðingartækið sjálft, sem nú er undirritaður kaupsamningur um er framleitt af bandaríska fyrirtækinu General Electric Healthcare og heitir Innova 2100 IQ en umboðsaðili GE og seljandi tækisins er fyrirtækið A. Karlsson ehf. Kaupverð tækisins er um 61 milljón króna án virðisaukaskatts. Tækið er af nýjustu og fullkomnustu gerð og er búið stafrænum myndskynjara en með honum fást aukin myndgæði í hjartaþræðingarrannsóknum og hægt er að komast af með minni geislun á sjúklinga og starfsfólk. GE hefur langa reynslu af stafrænum myndskynjurum í röntgentækjum og hefur boðið upp á stafræn hjartaþræðingartæki um árabil. Allur stjórnbúnaður tækisins og á þeim búnaði sem notaður er á hjartaþræðingastofunni verður sambyggður, sem einfaldar vinnuumhverfi starfsfólks við rannsóknirnar. Fullkomin vinnustöð fyrir lækna fylgir með tækinu. Vinnustöðin er búin öllum nauðsynlegum hugbúnaði fyrir frekari skoðun, mælingar og úrvinnslu þeirra gagna sem tengjast hjartaþræðingum.
Áætlaður heildarkostnaður við nýju hjartaþræðingarstofuna nemur um 140 milljónum króna en af þeirri upphæð greiðir Landspítali byggingarkostnað stofunnar sem er áætlaður um 40 milljónir króna. Stofan verður sambyggð núverandi tveimur hjartaþræðingarstofum á hjartaþræðingareiningu hjartadeildar Landspítala í byggingu W. Stofan er byggð inn í húsnæði sem verið hefur hluti af vörumóttöku spítalans. Eftir er að ganga frá kaupum á ýmsum tækjabúnaði sem þarf fyrir starfsemi stofunnar fyrir utan hjartaþræðingatækið en stefnt er að því að hægt verði að taka fyrsta sjúklinginn í hjartarannsókn á stofunni í fyrstu viku nóvember n.k.
Þriðja hjartaþræðingartækið eflir enn starfsemi og afköst hjartadeildarinnar. en það hefur verið markviss stefna heilbrigðisráðherra og stjórnenda LSH og yfirmanna hjartadeildarinnar að draga úr biðtíma eftir hjartaþræðingum. Nú er staðan sú að:
- Engin bið er eftir bráðahjartaþræðingum
- meðalfjöldi hjartaþræðinga á mánuði hefur aukist úr 143 í 163 (jan-júní 2007 og 2008)
- enginn sjúklingur hefur beðið lengur en þrjá mánuði eftir kransæðavíkkun
- meðalbiðtími miðað við þessi auknu afköst er rúmur mánuður
Að lokinni undirritun kynntu hlutaðeigandi sér hjartaþræðingatæki á LSH.
( Undirstrikanir / innsett F.S.)
Fimmtudagur, 10. júlí 2008
ESB freistar þess að auka rétt sjúklinga.
Í júlíbyrjun samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögu sem miðar að því að auðvelda íbúum Evrópu að sækja læknisþjónustu til annarra landa innan sambandsins, auk orðsendingar um aukið samstarf aðildarríkjanna á þessu sviði.
Þrátt fyrir að nokkrir úrskurðir Evrópudómstólsins staðfesti að sáttmálinn um Evrópusambandið veiti einstaklingum rétt til þess að leita sér heilbrigðisþjónustu í öðru aðildarríki og fá hana greidda í heimalandinu, er enn til staðar almenn óvissa um lagalegar forsendur þess að geta nýtt sér þennan rétt. Með tillögunni vill framkvæmdastjórnin skapa lagaleg skilyrði fyrir þessum rétti.
Framkvæmdastjórnin er með tillögunni að bregðast við ákalli Evrópuþingsins og Ráðherraráðins um að koma með tillögu um hvernig hægt væri að koma á heilbrigðisþjónustu yfir landamæri aðildarríkjanna sem tæki tillit til sérstöðu heilbrigðisgeirans. Ennfremur er tilskipunartillögunni ætlað að verða grundvöllur fyrir því að leysa úr læðingi þá miklu möguleika sem talið er evrópsk samvinna geti skilað í þeirri viðleitni að auka skilvirkni og árangur í heilbrigðiskerfum aðildarríkjanna.
Ávinningur
Verði tilskipunin samþykkt af Ráðherraráðinu og Evrópuþinginu mun hún skapa ramma fyrir heilbrigðisþjónustu yfir landmæri á öllu EES-svæðinu. Framkvæmdastjórnin gerir ráð fyrir margvíslegum ávinningi og hefur hún sérstaklega tilgreint eftirtalda þætti:
- Sjúklingar munu öðlast rétt til þess að sækja heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum Evrópusambandsins og fá hana greidda í heimalandinu að því marki er sambærileg aðgerð kostar þar.
- Aðildarríkin eru ábyrg fyrir þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er á landssvæði hvers um sig og verða að sjá til þess að hún uppfylli tilgreindar gæða- og öryggiskröfur.
- Tilskipunin mun auðvelda samstarf Evrópuríkja á sviði heilbrigðismála. Hún mun stuðla m.a. að myndun tengslaneta og samvinnu um hagnýtingu hátækni í heilbrigðisþjónustunni og meðhöndlun sjaldgæfra sjúkdóma.
- Sameiginlegar úttektir og mat á heilbrigðistækni munu skila ákveðnum virðisauka fyrir þátttökulöndin. Um er að ræða aðgerðir er draga væntanlega úr skörun og endurtekningum á ýmsum sviðum og stuðla þannig að betri nýtingu tækja og fjármuna.
- Rafrænni heilbrigðisþjónustu (eHealth) verður gert hærra undir höfði en verið hefur fram til þessa. Nútíma samskipta- og upplýsingatækni mun áreiðanlega skila sér í auknum gæðum, öryggi og afköstum heilbrigðisþjónustunnar.
Sú meginregla að leyfa borgurunum að velja þann stað þar sem þeir leita sér lækninga eins og gert er í tillögu framkvæmdastjórnarinnar, er að mati sérfræðinga bæði rausnarleg og flestum áreiðanlega að skapi. Texti tillögunnar þar sem þessi regla er útfærð er hins vegar flókinn og gefur takmarkaða leiðsögn um framkvæmd hennar. Jafnframt er ljóst að áfram verða vissar takmarkanir fyrir því að sækja heilbrigðisþjónustu yfir landamæri og á það einkum við mjög sérhæfða og dýra sjúkrahúsþjónustu. Er þá gert ráð fyrir að leyfi þurfi fyrirfram fyrir tilgreindum aðgerðum áður en þær eru framkvæmdar utan heimalands viðkomandi sjúklings. Samt sem áður er greinilegt að réttindum sjúklinga er almennt gert hærra undir höfði en verið hefur fram að þessu í ríkjum Evrópusambandsins.
Þess ber að geta að heilbrigðisþjónusta var á sínum tíma undanskilin frá Tilskipun 2006/123/EC um þjónustu á innri markaði ESB. Bæði Ráðherraráðið og Evrópuþingið fólu framkvæmdastjórninni að fjalla um málið og koma með tillögur um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á innri markaði ESB. Tillaga framkvæmdastjórnarinnar verður nú til umræðu og meðhöndlunar í Ráðherraráðinu og Evrópuþinginu. Fastlega má gera ráð fyrir því að endanleg tilskipun um heilbrigðisþjónustu líti ekki dagsins ljós fyrr en eftir 2-3 ár. Kemur þar einkum til að nokkrir þættir málsins eru umdeildir og á næsta ári verður auk þess kosið til Evrópuþingsins. Það getur orðið til þess að meðferð einstakra mála getur dregist á langinn. Fyrst þegar Ráðherraráðið og Evrópuþingið hafa samþykkt tilskipunina þá hefst umfjöllun um hana á vettvangi EFTA. Þannig að hún tekur vart gildi á öllu Evrópska Efnahagssvæðinu fyrr en eftir 3 - 4 ár.
(Tekið af Brusselsetri heilbrigðisráðuneytisins)
( Innsett F.S. )
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
246 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar