Færsluflokkur: Greinar um kæfisvefn og fl.
Föstudagur, 15. júlí 2016
Um kæfisvefn.
Kæfisvefn Síðustu áratugina hefur verið vitað að til eru öndunartruflanir sem eingöngu koma fram í svefni. Langalgengasta truflunin er öndunarhlé sem varir í tíu sekúndur eða lengur. Ef slík öndunarhlé eru 5 eða fleiri á klukkustund og þeim fylgir óvær svefn, háværar hrotur og dagsyfja er ástandið kallað kæfisvefn (sleep apnea syndrome). Efnisyfirlit [Fela] Hve algengur er kæfisvefn? Hverjir fá helst kæfisvefn? Eru öndunarhléin til staðar allar nætur? Geta börn líka þjáðst af kæfisvefni? Hverjar eru afleiðingar kæfisvefns hjá fullorðnum? Hverjar eru lífshorfur kæfisvefnssjúklinga? Í hverju er meðferð kæfisvefns fólgin? Eru þá engin sameiginleg meðferðarráð fyrir sjúklinga með kæfisvefn? Er ástæða til að leita álits háls-, nef- og eyrnalæknis? Hver er algengasta meðferðin við alvarlegum kæfisvefni? Hvenær er ástæða til að leita læknis vegna gruns um kæfisvefn? En hvað með þá sem bara hrjóta? Hve algengur er kæfisvefn? Kæfisvefn er meðal algengari langvinnra sjúkdóma hjá miðaldra fólki. Sex af hundrað körlum og tvær af hundrað konum greinast með kæfisvefn. Mun fleiri eru þó með einkenni kæfisvefns, s.s. háværar hrotur, en íslenskar faraldsfræðirannsóknir benda til þess að einn karl af sjö hrjóti hávært allar nætur og ein kona af hverjum tíu. Hverjir fá helst kæfisvefn? Það eru fyrst og fremst þrengsli innan efri loftvegs (frá nefi að barka) sem valda kæfisvefni. Oft er um að ræða skekkju á nefi, sepamyndun, stóra hálskirtla lítil haka en offita er þó megin orsökin en tveir af hverjum þremur kæfisvefnssjúklingum eru of þungir. Eru öndunarhléin til staðar allar nætur? Hjá þeim sem eru með talsverð einkenni kæfisvefns eru verulegar öndunartruflanir fyrir hendi allar nætur. Undir vissum kringumstæðum fylgja þó mun meiri öndunartruflanir í svefni, eftir áfengisneyslu, notkun vissra svefnlyfja og eða langvarandi vansvefn. Jafnframt geta tímabundnar aðstæður, s.s. ofnæmiskvef í nefi, stuðlað að kæfisvefni. Geta börn líka þjáðst af kæfisvefni? Já, það hefur komið í ljós að öndunartruflanir eru líka hjá börnum. Rannsókn meðal sex mánaða til sex ára barna í Garðabæ sýndi það, að minnsta kosti 2,4% þeirra voru með öndunartruflanir í svefni. Börn með kæfisvefn eru yfirleitt ekki of þung, heldur oftast með stóra háls- og/eða nefkirtla. Börn sem ekki hvílast vegna kæfisvefns eru pirruð og ergileg á daginn. Einnig veldur kæfisvefninn vanþroska, þau stækka ekki og dafna eins og heilbrigð börn. Hverjar eru afleiðingar kæfisvefns hjá fullorðnum? Þær ráðast mjög af því á hvaða stigi sjúkdómurinn er. Ef kæfisvefninn er vægur (5-15 stutt öndunarstopp á klst) þá eru afleiðingarnar fyrst og fremst þreyta og syfja að deginum. Þeim mun fleiri sem öndunarhléin eru þeim mun víðtækari afleiðingar má gera ráð fyrir að þau hafi á líkamsstarfsemina að öðru leyti. Háþrýstingur og sjúkdómar í hjarta og æðakerfi eru til að mynda mun algengari meðal þeirra sem eru með alvarlegan kæfisvefn. Hverjar eru lífshorfur kæfisvefnssjúklinga? Ef kæfisvefn er á háu stigi eru slíkir sjúklingar í margfalt meiri hættu að lenda í umferðar- eða vinnuslysum. Einnig er meðal þeirra aukin dánartíðni, fyrst og fremst vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Í hverju er meðferð kæfisvefns fólgin? Áður en ákvörðun er tekin um meðferð er nauðsynlegt að viðkomandi fari í rannsókn þar sem fylgst er með öndun og súrefnismettun yfir heila nótt. Rannsóknir fara nú fram á nokkrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Á grundvelli þess má sjá á hvaða stigi sjúkdómurinn er og ráðleggja meðferð í samræmi við það, ef á þarf að halda. Eru þá engin sameiginleg meðferðarráð fyrir sjúklinga með kæfisvefn? Jú. Almenn þekking á eðli og einkennum kæfisvefns er nauðsynleg. Jafnframt að draga lærdóm af því að áfengisneysla, notkun svefnlyfja og vansvefn geta aukið mjög kæfisvefnseinkennin. Einnig er nauðsynlegt að halda líkamsþyngd í skefjum ef viðkomandi hefur tilhneigingu til kæfisvefns. Margar rannsóknir benda til þess að þyngdaraukning leiði til þess að kæfisvefn versni mikið. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að samhliða megrun ná margir kæfisvefnssjúklingar talsverðum bata. Er ástæða til að leita álits háls-, nef- og eyrnalæknis? Já, ef um talsverðan kæfisvefn er að ræða getur ástæðan verið þrenging innan efra loftvegs, svo sem nefskekkja eða sepamyndun í nefi. Meðferð hjá háls-, nef- og eyrnalækni getur leitt til varanlegs árangurs. Hver er algengasta meðferðin við alvarlegum kæfisvefni? Um 2500 manns nota öndunarvél sem meðferð við kæfisvefni og sú meðferð á vegum lungnadeildar Landspítalans. Oftast er þá beitt einfaldri öndunarvél þar sem með aðstoð loftblásara er aukinn þrýstingur á innöndunarlofti. Sjúklingur sefur þá með grímu tengda við öndunarvél. Áður en einstaklingurinn sofnar er það síðasta sem hann gerir að setja á sig slíkan búnað sem hann fjarlægir svo strax að morgni þegar hann vaknar. Með aðstoð loftblástursins er komið í veg fyrir öndunarhlé, sjúklingurinn sefur eðlilega, hvílist og finnur ekki fyrir dagsyfju. Fylgikvillar kæfisvefns, s.s. háþrýstingur, verða oft viðráðanlegri. Önnur meðferð er notkun á bitgóm sem heldur fram hökunni og er henni beitt á einstaklinga með kæfisvefn á vægu eða meðalháu stigi þar öndunarhléin eru aðallega þegar viðkomandi liggur á bakinu.Er öndunarvélameðferð algeng? Hvenær er ástæða til að leita læknis vegna gruns um kæfisvefn? Fullorðnir með sögu um háværar hrotur, öndunarhlé, óværan svefn og syfju eða þreytu að deginum ættu að ráðfæra sig við lækni vegna möguleika á kæfisvefni. Einkum ef þeir eru með háþrýsting eða hjarta- og æðasjúkdóma. Jafnvel þó viðkomandi viti lítið um hrotur (sefur einn) en er með veruleg einkenni syfju að deginum, þá er full ástæða til að ráðfæra sig við lækni um hvort kæfisvefn eða eitthvað annað geti verið að trufla svefninn og valda ónógri hvíld og dagsyfju. En hvað með þá sem bara hrjóta? Ef eingöngu er vitað um háværar hrotur, ekki er tekið eftir öndunarstoppum, engin óþægindi vegna óeðlilegrar dagsyfju og hjartasjúkdómar ekki til staðar, þá er tæpast ástæða til næturrannsóknar af læknisfræðilegum ástæðum. Stundum geta þó þau félagslegu óþægindi sem fylgja háværum hrotum valdið því að viðkomandi vill ráðfæra sig við lækni um leiðir til þess að draga úr umhverfistruflun vegna hrota. Af: http://doktor.is/sjukdomur/kaefisvefn-2 Innsett: F.S,
Greinar um kæfisvefn og fl. | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. júní 2014
Lífsstílsbreytingar virka.
150 Pounds Ago, I Was One Chinese Buffet Away from a Health Crisis
http://www.forksoverknives.com/150-pounds-ago-one-chinese-buffet-away-health-crisis
By John Dempsey | Posted on June 25, 2014
On March 1st of 2012 I was 44 years old, weighed 380 pounds, and was on blood pressure and cholesterol medicine. I watched Fork Over Knives, then checked out some other resources for plant-based eating, which really opened my eyes and saved my life! I came to realize that most sickness came from my high-fat and high-protein animal-based diet. The main thing that FOK showed me was that most of what we learned from the media, school, government, and society was all a big lie.
With this new knowledge, I started changing my diet, beginning with 80% whole plants. By doing this, the weight flew off. After two months of eating this way, I was down 48 pounds, and slowly that remaining 20% animal foods became smaller and smaller. It took me around six months to lose 100 pounds, and by the one year mark I was down 130 pounds. After three months, I was able to come off my blood pressure and cholesterol meds.
In August of 2013, I decided to give up eating meat altogether. The only thing I was holding out on was cheese, eggs, and milk in baked goods. Then in January of 2014, I went all the way to a 100% plant-based diet. Today the scale reads 229 - down 150 pounds in less than 26 months!
I recently went for a blood test, and my numbers are now better than when I was on medicine. It really does prove that disease and sickness can be changed by eating whole plant foods and eliminating animal products.
With the weight loss and this newfound energy, I am able to do so much more. Before, just walking up a flight of stairs at work was a struggle. Now I love to run! I started signing up for races, and a year and a half after starting at 380 pounds, I ran my first half marathon. I even started taking a yoga class, which is taking me to a total new level not only physically but also mentally.
I can't even imagine where I would be today if I didn't start on this journey. I was one Chinese buffet away from even more serious health issues, or even death, if I hadn't changed my ways. I will forever be grateful for films like FOK that started me on this Journey. Every time someone asks me what I did to lose weight, one of the first things I tell them is to go watch FOK.
Greinar um kæfisvefn og fl. | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. apríl 2014
Trúnaðarbrot læknis
Persónuvern úrskurðar að læknir hafi brotið persónuverndarlög með því að nýta upplýsingar úr gögnum sem læknirinn fékk hjá sjúklinginum.
Nokkrir öryrkjar hafa sagt frá áþekkum dæmum og telja sig ekki geta treyst því að læknar og t.d. starfsfólk Tryggingastofnunar Ríkisins virði trúnaðarreglur við sjúklinginn. Því eru margir öryrkjar mikið á móti auknum rétti starfsmanna T.R. til að skoða læknaskírslur og önnur gögn um skjólstæðinga T.R.
Þetta er álit Persónuverndar og dæmi eru um að dómstólar lýti öðruvísi á málin en það er virkilega gróft að nota trúnaðargögn til efnisöflunar í blaðagrein um viðkomandi sjúkling.
Allsstaðar þar sem persónuupplýsingar eru geymdar eða notaðar þá er einhver tiltekinn starfmaður ábyrgur fyrir því að aðgangur að og notkun á persónuupplýsingum sé í samræmi við lögin. Nafn þess einstaklings á að vera skráð hjá Persónuvernd.
Hver er sá ábyrgðaraðili í þessu tilviki ?
Læknir braut persónuverndarlög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Greinar um kæfisvefn og fl. | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. apríl 2014
Er sykur meira ávanabindandi en kókaín ?
VÍFILL er félag fólks með kæfisvefn og þeim sjúkdómi fylgir tilhneiging til að fitna og þyngjast.
Aukin þyngd getur aukið áhrif kæfisvefna vegna þrengingar á öndunrfærum.
Þessi grein á mikið erindi til okkar fólks og annarra sem eru of þungir eða eru með tilhneygingu til að þyngjast.
Innsett: F:S:
Sykur meira ávanabindandi en kókaín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Greinar um kæfisvefn og fl. | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. apríl 2014
Langvinn lungnateppa hrjáir 18 prósent fertugra og eldri.
11.04 2014
http://www.frettatiminn.is/frettir/langvinn_lungnateppa_hrjair_18_prosent_fertugra_og_eldri
Helga Jónsdóttir, Þorbjörg S. Ingadóttir og Bryndís Halldórsdóttir hjá hjúkrunarþjónustu á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu.
Rannsóknir sýna að um 18 prósent Íslendinga 40 ára og eldri eru með langvinna lungnateppu. Sjúkdómurinn er vangreindur og stór hluti þeirra sem er með sjúkdóminn veit ekki af því. Á Landspítala er starfrækt hjúkrunarþjónusta á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu sem starfar eftir hugmyndafræði um samráð við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Eftir að þjónustan hófst hefur innlögnum fólks með sjúkdóminn stórlega fækkað.
Langvinn lungnateppa er sjúkdómur sem í flestum tilvikum má rekja til reykinga. Oft kemur hann fram um miðjan aldur og er ekki læknanlegur. Með réttri meðferð er þó hægt að gera líf með sjúkdómnum betra og lengra. Rannsóknir sýna að um 18 prósent Íslendinga yfir fertugt, eða tæplega 23.000 manns, séu með langvinna lungnateppu. Í hjúkrunarþjónustu á göngudeild Landspítala vinna þrír hjúkrunarfræðingar að því að veita fólki með sjúkdóminn á síðari stigum stuðning og meðferð með aðferðum sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Blaðamaður settist niður með hjúkrunarfræðingunum Helgu Jónsdóttur, sem unnið hefur að fræðilegum bakgrunni þjónustunnar, Þorbjörgu Sóleyju Ingadóttur, Bryndísi S. Halldórsdóttur og Guðrúnu Hlín Bragadóttur sem veita þjónustuna og ræddi við þær um alvarleika og afleiðingar sjúkdómsins og aðferðirnar sem þær hafa þróað. Hjúkrunardeildarstjóri göngudeildarinnar er Guðrún Magney Halldórsdóttir.
Þögul einkenni
Langvinn lungnateppa þróast á mörgum árum sem gerir það að verkum að fólk áttar sig oft ekki á sjúkdómnum fyrr en hann er langt genginn. Einkennin eru þögul í fyrstu þó breytingar í lungum séu byrjaðar," segir Þorbjörg Sóley. Langvinn lungateppa er sambland tveggja sjúkdóma, annars vegar langvinnrar berkjubólgu og hins vegar lungnaþembu. Algengt er að í stað þess að fólk átti sig á því að það hefur langvinna lungnateppu telji það að langvarandi mæði og hósti stafi af reykingum, hreyfingarleysi og hækkandi aldri," bætir Helga við.
Blástursmæling á heilsugæslustöð
Eins og áður segir er algengt að reykingafólk fái langvinna lungnateppu um miðjan aldur. Oft byrjar sjúkdómurinn með þrálátum hósta, mæði og slímuppgangi. Síðar fer að bera á andþyngslum við hreyfingu, til dæmis við það ganga upp stiga eða brekku og fólk hættir smám saman að gera hluti sem það var áður vant að gera. Helga segir vanta upp á markvissa þjónustu fyrir fólk með sjúkdóminn á fyrri stigum. Það þyrfti að vera til staðar þjónusta til að hjálpa fólki á uppbyggilegan hátt við að hætta að reykja og takast á við breytingar. Fólk í þessum sporum þarf aðstoð og rétt lyf. Það er til mikils að vinna að hætta að reykja áður en sjúkdómurinn verður alvarlegur." Bryndís bendir á að mikilvægt sé að styðja við heilsugæsluna til að auka þjónustu við þennan hóp.
Með einfaldri öndunarmælingu er hægt að greina langvinna lungnateppu og segir Bryndís ráðlegt að öndunarmæling sé gerð hjá öllu reykingafólki yfir fertugt. Mælitækin eru til á öllum heilsugæslustöðvum.
Guðrún Hlín stundar meistaranám í hjúkrunarfræði og vinnur nú að verkefni tengdu náminu sem felst í stuðningi við fólk með sjúkdóminn á fyrri stigum. Hún segir að í sumum tilfellum sé fólk búið að leita oft til heilsugæslunnar vegna vandamála í öndunarfærum en fái ekki sjúkdómsgreiningu. Ef hægt væri að grípa inn í fyrr myndi fólk eiga betra líf með sjúkdómnum og því mikilvægt að sinna þeim hópi betur," segir hún. Þorbjörg Sóley bætir við að algengt sé að fólk fái fyrst meðferð við sjúkdómnum þegar hann sé langt genginn og jafnvel á lokastigi og fólk orðið aldrað en að þannig þurfi það alls ekki að vera.
Stórir árgangar sem reykja
Þrátt fyrir að reykingar yngra fólks séu sjaldgæfari nú en á árum áður fer fólki með langvinna lungnateppu fjölgandi. Nú er kynslóðin sem byrjaði að reykja um miðbik síðustu aldar komin vel yfir miðjan aldur og margir úr þeim hópi því með langt gengna lungnateppu. Áður voru reykingar á heimilum algengari en nú er og voru börn oft útsett fyrir óbeinum reykingum. Það eykur enn á áhættuna að þróa með sér sjúkdóminn ef viðkomandi reykir síðar á ævinni. Til okkar kemur fólk jafnvel um fimmtugt sem var fórnarlömb óbeinna reykinga sem börn," segir Sóley og Helga bætir við að skaðsemi óbeinna reykinga komi alltaf betur og betur í ljós.
Þjónusta byggð á samráði
Frá árinu 2005 hefur hjúkrunarþjónustan á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu verið starfrækt á Landspítala í Fossvogi. Starfsemin hefur vaxið og dafnað og frá og með 1. maí starfa hjúkrunarfræðingar þar í tveimur og hálfu stöðugildi. Helga hefur um áraraðir unnið að rannsóknum á lungnasjúkdómum og skrifaði á sínum tíma skýrslu og færði rök fyrir þörfinni á slíkri þjónustu. Hugmyndafræðin sem unnið er eftir hefur vakið athygli og er notuð sem fyrirmynd fyrir aðra hópa með langvinna sjúkdóma, eins og Parkinson og nýrnabilun.
Þjónustan er persónuleg sem gerir starfið mjög ánægjulegt. Við nálgumst sjúklingana og fjölskyldur á þeirra forsendum eða þar sem þau eru stödd," segir Þorbjörg Sóley. Helga segir rannsóknir hafa sýnt að algengt sé að reykingafólk upplifi það að heilbrigðisstarfsfólk tali niður til þeirra og skipi því til dæmis að hætta að reykja. Það samræmist ekki okkar aðferðum, heldur er rætt við fólk á meðvitaðan og markvissan hátt og þannig næst góður árangur."
Meðferðin byggist á gagnkvæmu trausti og virðingu. Veitt er fræðsla um sjúkdóminn, einkenni og meðferðin er hluti af því. Þannig öðlast sjúklingurinn smám saman meiri skilning og lærir að þekkja einkenni til að geta brugðist við í samræmi við alvarleika þeirra. Það er þessi gagnkvæma virðing og stuðningur sem er svo mikilvægur til að ná árangri," segir Bryndís.
Skömmin algengur fylgifiskur
Eins og áður segir eru reykingar nær alltaf orsök langvinnrar lungnateppu og eru hjúkrunarfræðingarnir sammála um að sektarkennd sé algeng. Þess vegna gera sjúklingarnir oft litlar kröfur um þjónustu sér til handa og eru þjakaðir af hugsunum um að sjúkdómurinn sé þeim sjálfum að kenna. Þær leggja áherslu á að vinna með slíkar tilfinningar á uppbyggilegan hátt.
Langvinnri lungnateppu er skipt í fjögur stig og misjafnt er á hvaða stigi sjúkdómsins fólk er þegar það kemur inn í þjónustuna en algengast er að það sé á þriðja til fjórða stigi. Þegar sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig er súrefnisupptaka orðin mjög léleg og þá þarf oft að gefa súrefni. Á síðari stigum sjúkdómsins eru einkenni orðin mikil og erfið. Einkennameðferð er einstaklingsbundin og stöðugt þarf að endurmeta meðferðina. Það er gert í þverfaglegu samráði við lækna og aðrar fagstéttir eftir þörfum hverju sinni. Helstu einkenni eru mæði, hósti, slímuppgangur, þreyta, orkuleysi, þyngdartap og kvíði. Einkennin hafa veruleg áhrif á athafnir daglegs lífs. Það að fara úr húsi, klæða sig og hátta reynist mörgum verulega erfitt, bara það að anda krefst mikillar orku," segir Þorbjörg Sóley.
Mikil fækkun legudaga
Fjölskyldur sjúklinga með langvinna lungnateppu fá mikinn stuðning á göngudeildinni og er þeim hjálpað að verða öruggari við að aðstoða sitt fólk. Þegar fólk er öruggt þarf það minna á kerfinu að halda og áttar sig á því hvað það getur gert sjálft og þarf því minni meðferð," segir Helga.
Þær hafa rannsakað aðkomu fjölskyldunnar og komist að því að mikilvægt sé að veita henni athygli og tækifæri til að tjá þarfir sínar og áhyggjur og að finna fyrir stuðningi.
Samfella er í þjónustu við fólk með langvinna lungnateppu og eiga hjúkrunarfræðingarnir í víðtæku þverfaglegu samstarfi við ýmsar aðrar stéttir innan heilbrigðiskerfisins. Rannsóknir hafa sýnt að legudögum sjúklinga með langvinna lungnateppu hefur fækkað verulega frá því göngudeildin tók til starfa. Við leggjum áherslu á að ef fólk finnur fyrir breytingum á einkennum þá veiti það þeim athygli og leiti aðstoðar ef þörf krefur. Við leggjum áherslu á að koma snemma að málum ef einkenni vaxa og líðan breytist og gera ráðstafanir. Þannig er mögulegt að fækka ótímabærum innlögnum og auka öryggi fólks. Aðgengið skiptir miklu máli og að fólk viti að það sé alltaf hægt að hringja og fá leiðsögn á dagvinnutíma," segir Helga.
dagnyhulda@frettatiminn.is
Innsett F.S.
Greinar um kæfisvefn og fl. | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. apríl 2014
Birgitta um almannatryggingakerfið: "Það er ekkert kjöt á þessum beinum."
10. April 2014.
Birgitta Jónsdóttir var málshefjandi í sérstökum umræðum um almannatryggingar og stöðu öryrkja, á Alþingi í gær. Birgittu var sérstaklega umhugað um stöðu öryrkja og lífsgæði þeirra almennt:
Forseti. Staðreyndirnar tala sínu máli. Risastór hópur fólks á Íslandi á ekki fyrir mat um miðjan mánuð í hverjum mánuði, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Þessi hópur þarf að neita sér um að fara til læknis, veikt fólk þarf að neita sér um að leysa út lyfin sín, allt of margir bíða með kvíðahnút í maganum í hvert einasta skipti sem það þarf að sanna veikindi sín til að fá lögbundna aðstoð og telur niður krónurnar sem eiga að endast út mánuðinn. Ekkert má fara úrskeiðis, ekkert má bila og engin óhöpp mega verða. Risastór hópur fólks á ekki öruggt skjól, býr við þannig aðstæður að launin, bæturnar, lífeyririnn hækkar ekki í takt við verðið á grunnneysluvörum. Lífið er nú þannig að það er ófyrirséð og eitthvað fer alltaf úrskeiðis. Það kemur alltaf eitthvað upp á og þá verður eitthvað að láta undan. Það er ekki hægt að ná heilsu ef maður er stöðugt þjakaður af áhyggjum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þeir sem þjást þurfi líka að vera kerfissérfræðingar í kerfi sem ekki einu sinni þeir sem smíðuðu kerfið vita hvernig virkar. Ef svo væri væri næsta víst að ekki væru alltaf að koma upp kringumstæður í kerfinu þar sem búbót þýðir í næstu andrá kjaraskerðing. Það er ekkert kjöt á þessum beinum. Það er búið að sjúga merginn úr beinunum og tafarlausu úrbæturnar og leiðréttingarnar fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja verða að gerast núna.
Undir lok ræðu sinnar skoraði Birgitta á ráðherra og alla þingmenn að bæta og standa vörð um lífsgæði öryrkja.
Ég veit að hæstv. ráðherra vill standa vörð um þennan hóp. Það hefur ítrekað komið fram í ræðum. Ég vil því skora á hæstv. ráðherra að gera það og þingmenn allra flokka að standa með ráðherranum í því og greiða leiðina fyrir slíkar leiðréttingar í gegnum þingið þó að við séum komin fram yfir síðustu forvöð að leggja mál fram á Alþingi fyrir sumarhlé. Forseti. Til mín hafa leitað svo margir með sögur sem nísta hjarta mitt og með raunir sem við getum ekki sem samfélag horft undan og varpað ábyrgðinni á aðra. Við hljótum að geta sammælst um að þeir sem eru veikir eða gamlir treysti á okkur, treysti á að kerfið grípi sig í þeirra erfiðleikum. Við erum öll meðvituð um að kerfið virkar ekki. Það þarf að setja saman aðgerðaáætlun í skrefum sem útlistar hvernig kjör öryrkja og aldraðra verða bætt í kjölfar hrunsins og þeirrar skerðingar sem þá var farið í. Ég vona að hæstv. ráðherra útlisti slíka aðgerðaáætlun í þessari sérstöku umræðu og ég veit að fjölmargir binda miklar vonir við að ráðherrann sinni þessum málaflokki af djörfung.
Helgi Hrafn Gunnarsson tók líka til máls og honum var sérstaklega tíðrætt um Tryggingastofnun og það traust eða öllu heldur vantraust sem skjólstæðingar þeirrar stofnunar bera til hennar. Um þetta efni sagði Helgi Hrafn meðal annars:
Það kom mjög skýrt í ljós eftir að Alþingi hafði samþykkt almannatryggingalögin í janúar á þessu ári að notendur Tryggingastofnunar ríkisins, og þetta kemur fram í samtölum mínum við öryrkja og vissulega bara í fjaðrafokinu sem átti sér stað í kjölfarið, treysta stofnuninni yfirleitt ekki fyrir persónuupplýsingum. Mér finnst það svolítið alvarlegt.
Auðvitað var lögunum ætlað að auðvelda upplýsingameðferð til þess meðal annars að gera hlutina betri fyrir öryrkja. Gott og vel, en öryrkjar treysta ekki stofnuninni fyrir persónuupplýsingum. Það er mjög mikilvægt að við tökum mark á þeim ótta og reynum að búa þannig um hnútana að notendur stofnunarinnar treysti henni fyrir persónuupplýsingum, að allt ferlið sé gegnsætt og auðskiljanlegt.
Hér má sjá umræðurnar í heild, en ásamt þeim Birgittu og Helga Hrafni tóku til máls; Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, Helgi Hjörvar, Pétur H. Blöndal, Steingrímur J. Sigfússon, Björt Ólafsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Edward H. Huijbens og Unnur Brá Konráðsdóttir.
http://blog.piratar.is/thingflokkur/2014/04/10/birgitta-um-almannatryggingakerfid-thad-er-ekkert-kjot-a-thessum-beinum
Innsett: F.S.
Greinar um kæfisvefn og fl. | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. febrúar 2014
76% hækkun á mánaðarleigu kæfisvefnsvélar
10.2.2014
Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Án vélarinn gæti hún ekki stundað vinnu og yrði þá óvirk í samfélaginu. Sendir ráðherra bréf.Í Ísland í bítið, var viðtal við Guðný Hólm Birgisdóttur, þar sem hún ræddi þá gífurlegu hækkun sem varð um áramótin á leigu ýmissa hjálpartækja, í hennar tilfelli kæfisvefnsvélar.
Frá 1. janúar 2014 greiðir hún 2.650 krónur á mánuði í leigu fyrir slíka vél í stað 1.500 sem hún greidd mánaðarlega á síðast liðnu ári. Hér er um 76% hækkun að ræða á milli ár og langt yfir öllum verðlagshækkunum.
Vél þessi er henni lífsnauðsynleg og gæti hún ekki verið út á vinnumarkaði ef hennar nyti ekki við. Þá væri hún orðin óvirk á samfélaginu sem væri mun dýrari kostur.
Engar viðvaranir eða upplýsingar vour veittar notendum slíks búnaðar, en notendur þannig búnaðar eru um 3.000 manns. Það var ekki fyrr en reikingur barst nú um mánaðarmótinn sem fólk áttaði sig á þessari gífurlegu hækkun.
Guðný og fleir ætla að senda Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra bréf ti að vekja athygli á þessari ósanngjörnu hækkun.
Viðtalið við Guðný í heild í þættinum, Í bítið (Opnast í nýjum vafraglugga)
Innsett: F.S.
Greinar um kæfisvefn og fl. | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 2. desember 2013
Enn um kæfisvefn
Það er kona í rúminu mínu sem hrýtur eins og lest"
Maður hringir furðu lostinn í neyðarlínu
Ritstjórn DVritstjorn@dv.is21:06 13. nóvember 2013
Lögreglan í Waukesha Ekki var allt sem sýndist í þessu lögreglumáli.
Karlmaður á fimmtugsaldri í Waukesha, Wisconsin hringdi í neyðarlínuna um helgina og óskaði eftir því að kona sem lá sofandi í rúmi hans og hraut eins og lest" yrði fjarlægð þaðan. Það er kona í rúminu mínu sem hrýtur eins og lest." Maðurinn sagðist í fyrstu ekki vita hvernig hún komst inn í íbúð hans. Þetta kom fram í lögregluskýrslu.
Við nánari skoðun komst lögreglan að því að maðurinn, sem var undir áhrifum vímuefna, hafði fengið konuna í heimsókn, þau drukkið saman og átt vingott og hún síðan sofnað í rúmi hans. Þegar maðurinn vildi svo sjálfur fara að sofa gat hann ekki vakið konuna og hringdi þá í neyðarlínuna. Konan var heil heilsu en með kæfisvefn, sem olli hrotunum
Innsett: F.S.
Greinar um kæfisvefn og fl. | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. október 2013
Svefninn er okkur mikilvægur.
Það hafa verið skrifaðar margar greinar um tengsl svefns, svefngæða og lífsgæfa/heilsu.
Það er ánægjulegt hve svefninn er mikið rannsakaður núorðið og hve góð tækni eykur nákvæmni rannsóknanna.
Mér verður oft hugsað til gamalla bænda, og fleyra fólks, sem fengu sér smá lúr eftir hádegismatinn og töldu þann svefn skipta sig miklu máli. Það virðist vera rétt hjá þeim.
Vonandi verður hægt að halda áfram með svefnrannsóknir sem nú er verið að gera. Það skiptir miklu máli fyrir heilsu okkar allra.
F.S.
Hversu mikið munar um lengri svefn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Greinar um kæfisvefn og fl. | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. júlí 2013
Ný lausn til að stöðva hrotur og bæta svefn fólks.
Þetta hef ég ekki séð áður en vonandi virkar þetta fyrir einhverja með kavisvefn.
____ ____ ____ ____ ____ ____ ____ ____
http://www.howlifeworks.com/Article.aspx?Cat_URL=health_beauty&AG_URL=A_New_Solution_That_Stops_Snoring_and_Lets_You_Sleep_428&ag_id=1054&wid=0DDFB6DF-A979-4033-87A5-3F7C8FD843AF&did=3248&cid=1005&si_id=1188
Last Updated: 6/30/2013 18:16 PST Share on email Share on facebook Share on twitter Share on myspace More Sharing Services
A New Solution That Stops Snoring and Lets You Sleep
If you're like most Americans you probably don't get eight hours sleep each night.
But, if you also constantly feel exhausted, experience headaches for no obvious reason or have high blood pressure, you could have a more serious problem.
That's because these can all be the result of snoring-which is, in turn, the most common symptom of a potentially serious health problem-obstructive sleep apnea (OSA).
While most people think of snoring as a minor annoyance, research shows it can be hazardous to your health. That's because for over 18 million Americans it's related to obstructive sleep apnea (OSA). People who suffer from OSA repeatedly and unknowingly stop breathing during the night due to a complete or partial obstruction of their airway. It occurs when the jaw, throat, and tongue muscles relax, blocking the airway used to breathe. The resulting lack of oxygen can last for a minute or longer, and occur hundreds of times each night.
Thankfully, most people wake when a complete or partial obstruction occurs, but it can leave you feeling completely exhausted. OSA has also been linked to a host of health problems including:
- Acid reflux
- Frequent nighttime urination
- Memory loss
- Stroke
- Depression
- Diabetes
- Heart attack
People over 35 are at higher risk.
OSA can be expensive to diagnosis and treat, and is not always covered by insurance. A sleep clinic will require an overnight visit (up to $5,000). Doctors then analyze the data and prescribe one of several treatments. These may require you to wear uncomfortable CPAP devices that force air through your nose and mouth while you sleep to keep your airways open, and may even include painful surgery.
Fortunately, there is now a far less costly, uncomfortable, and invasive treatment option available. A recent case study published by Eastern Virginia Medical School's Division of Sleep Medicine in the Journal of Clinical Sleep Medicine concludes that wearing a simple chinstrap while you sleep can be an effective treatment for OSA.
The chin strap, which is now available from a company called MySnoringSolution, works by supporting the lower jaw and tongue, preventing obstruction of the airway. It's a made from a high-tech, lightweight, and super-comfortable material. Thousands of people have used the MySnoringSolution chinstrap to help relieve their snoring symptoms, and they report better sleeping, and better health overall because of it.
An effective snoring solution for just $119
The "My Snoring Solution" Chinstrap is available exclusively from the company's website which is currently offering a limited time "2 for 1" offer. The product also comes with a 100 percent satisfaction guarantee.
If you want to stop snoring once and for all, without expensive CPAP devices or other intrusive devices, this may be the solution you've been waiting for. The free additional strap is great for travel or as a gift for a fellow sufferer.
Click here to learn more about this special $119 offer from MySnoringSolutions.
Learn MoreThe statements and claims made about this product have not been evaluated by the Food and Drug Administration (U.S.). This product is not intended to diagnose, treat, cure, or prevent disease.
This article sponsored by MySnoringSolution Copyright Howlifeworks.com 2013
Greinar um kæfisvefn og fl. | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
354 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar