Færsluflokkur: Örorkumat og mál öryrkja
Mánudagur, 22. júní 2009
Ályktun ÖBÍ 19. júní 2009
19.6.2009 http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/455
Öryrkjabandalag Íslands mótmælir þeim kjaraskerðingum sem koma fram í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, þar sem lagðar eru auknar álögur á öryrkja í formi lágtekjuskatts, sem taki gildi 1. júlí næstkomandi. Ríkisstjórn sem ætlar að slá skjaldborg um heimilin í landinu verður að gera sér grein fyrir að öryrkjar reka heimili líkt og þorri landsmanna og þurfa að taka á sig auknar byrðar vegna vaxandi kostnaðar við heimilishald. Öryrkjar eru þar að auki með aukinn lyfja- og lækniskostnað ásamt öðrum aukakostnaði sem hlýst af fötluninni eða langvarandi veikindum.
Það er ólíðandi að höggva stöðugt í sama knérunn með lágtekjusköttum, sem í sumum tilfellum er hærri í prósentum en væntanlegur hátekjuskattur. Minnt er á að elli- og örorkulífeyrisþegar urðu fyrir allt að 10% skerðingu á bótum almannatrygginga í janúar sl. Svo virðist sem að lífeyrisþegar verði að taka á sig hlutfallslega meiri fjárhagslegar álögur en aðrir landsmenn. Hvað varð um yfirlýsinguna um að snerta ekki tekjur undir 400 þús. kr. á mánuði? Gilda önnur lögmál um öryrkja og ellilífeyrisþega?
Bág staða þeirra sem treysta verða á hið opinbera til framfærslu er nógu erfið fyrir og því má ekki auka á þann vanda með lægri ráðstöfunartekjum. Slíkar aðgerðir leiða ekki til sparnaðar fyrir ríkið heldur verður til aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu og félagsmálakerfi sveitafélaganna.
Jafnframt er það hreint siðleysi að lækka mánaðartekjur lífeyrisþega með 10 daga fyrirvara eins og nú er lagt til.
Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að ríkisstjórnin dragi til baka þessi áform sín og leiti annarra leiða til að ná fram sparnaði í ríkisfjármálunum.
Öryrkjabandalag Íslands ( innsett F.S. )
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. júní 2009
Áhrif fyrirhugaðra breytinga á lögum um almannatrygginga.
Félags- og tryggingamálaráðuneytið 18. júní 2009 Fylgiskjal Áhrif fyrirhugaðra breytinga á lögum um almannatrygginga, sbr. frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum
http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/09FrettatengtFEL09/18062009FylgiskjalMedFrett.pdf
Lækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og afnám heimildar til að velja á milli frítekjumarks og þess að telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar.
Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar lækkar úr 1.315.200 kr. á ári í 480.000 kr. á ári eða 40.000 kr. á mánuði. Er það gert vegna þess mikla atvinnuleysis sem þjóðin stendur frammi fyrir en gríðarlegur fjöldi atvinnufærra manna og kvenna þarf að lifa af atvinnuleysisbótum einum saman. Aftur á móti mun frítekjumark örorkulífeyrisþega vegna atvinnutekna haldast óbreytt, en það er nú 1.315.200 kr. á ári Er talið sérstaklega mikilv.ægt að stuðla áfram að aukinni atvinnuþátttöku öryrkja í því efnahagsástandi sem nú ríkir.
Þessi breyting hefur það í för með sér að bætur ellilífeyrisþega, sem býr einn og hefur 50.000 kr. tekjur af atvinnu, lækka um 5.826 kr. á mánuði. Ráðstöfunartekjur hans eru fyrir breytinguna 198.977 kr. en verða frá og með 1. júlí 193.151 kr. Ef tekjurnar eru 100.000 kr. á mánuði nemur lækkun bótanna 34.956 kr. á mánuði, ráðstöfunartekjur lækka úr 248.977 kr. í 214.021 kr. á mánuði. Breytingin hefur engin áhrif á greiðslur örorkulífeyrisþega þar sem frítekjumark vegna atvinnutekna þeirra verður óbreytt.
Heimild til að velja á milli frítekjumarks og þess að telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar verður nú afnumin. Þetta úrræði hefur aðeins nýst þeim lífeyrisþegum sem hafa hæstar atvinnutekjur eða um 274.000 kr. á mánuði og hærri. Það er því aðeins lítill fjöldi elli- og örorkulífeyrisþega sem fær hærri tekjutryggingu vegna þessarar heimildar, sem var sett í lög áður en frítekjumörk vegna atvinnutekna voru lögleidd. Afnám reglunnar leiðir auk þess til mikillar einföldunar á almannatryggingakerfinu.
Alls munu bætur um 2.250 lífeyrisþega lækka við þessar breytingar, þar af 2.120 ellilífeyrisþega og 130 örorkulífeyrisþega.
Lífeyrissjóðstekjur hafa áhrif á útreikning grunnlífeyris. Tekjur úr lífeyrissjóðum munu eftir breytinguna hafi áhrif á útreikning elli- og örorkulífeyris, en í dag teljast þær tekjur ekki til tekna við útreikning grunnlífeyris. Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í ríkisfjármálum er nauðsynlegt að telja þessar tekjur til tekna við útreikning bótanna. Frítekjumark vegna grunnlífeyris er nú tæplega 215.000 kr. á mánuði þannig að grunnlífeyrir mun eftir sem áður ekki byrja að skerðast fyrr en því tekjumarki er náð og falla niður við um 332.000 kr. á mánuði.
Alls munu bætur um 5.750 lífeyrisþega lækka við þessar breytingar, þar af 5.210 ellilífeyrisþega og 540 örorkulífeyrisþega.
Aldurstengd örorkuuppbót skerðist vegna tekna.
Greiðslur aldurstengdrar örorkuuppbótar eru ekki tekjutengdar í dag að öðru leyti en því að skilyrði er að viðkomandi öryrki fái greiddan grunnlífeyri. Aldurstengd örorkuuppbót mun eftir breytinguna skerðast með sama hætti og örorkulífeyrir, þ.e. með sama frítekjumarki, sama skerðingarhlutfalli og vegna sömu tekna. Skerðing uppbótarinnar hefst því þegar mánaðarlegartekjur viðkomandi nema tæplega 215.000 kr. á mánuði en fellur niður þegar mánaðarlegar heildartekjur hans nema um 332.000 kr. á mánuði eða um 4 millj. kr. á ári.
Alls munu bætur um 1.000 örorkulífeyrisþega lækka við breytinguna, en mismikið eftir fjárhæð uppbótarinnar og samsetningu teknanna. Örorkulífeyrisþegi sem býr einn og hefur fulla aldurstengda örorkuuppbót sem hefur 50.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði á mánuði mun aðeins lækka um 1.939 kr. á mánuði við breytinguna og ef lífeyrissjóðstekjurnar eru 100.000 kr. á mánuði þá munu bætur hans lækka um 6.229 kr. Heildartekjur hans lækka þannig úr 243.709 kr. á mánuði í 237.480 kr.
Skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkar í 45%.
Skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkar úr 38,35% í 45%. Hlutfall þetta hefur farið lækkandi á undanförnum árum, þannig fór það úr 45% í 39,95% árið 2007 og aftur úr 39,95% í 38,35% árið 2008. Því er í raun verið að hverfa til sama skerðingarhlutfalls og var í gildi á árinu 2006. Lögð er áhersla á að þessi breyting hafi ekki áhrif á fjárhæðir bóta tekjulægstu lífeyrisþeganna, þar sem lækkun tekjutryggingar til þeirra mun leiða til hækkunar á sérstakri uppbót á lífeyri ef heildartekjur einhleyps lífeyrisþega eru lægri en 180.000 kr. á mánuði eða 153.500 kr. hjá lífeyrisþega sem er í hjónabandi eða fær ekki greidda heimilisuppbót af öðrum ástæðum. Sem dæmi má nefna að ellilífeyrisþegi sem hefur 50.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði á mánuði mun ekkert lækka við breytinguna og ef lífeyrissjóðstekjurnar eru 100.000 kr. á mánuði þá munu bætur hans aðeins lækka um 2.784 kr. á mánuði.
Alls munu bætur um 27.780 lífeyrisþega lækka við þessa breytingu, þar af 18.940 ellilífeyrisþega og 8.840 örorkulífeyrisþega. Sá fjöldi skýrist einkum af því að mjög stór hluti allra lífeyrisþega fær greidda tekjutryggingu, en skerðingin er mismikil hjá hverjum og einum.
10.000 kr. frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar.
Sett verður nýtt frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur ellilífeyrisþega vegna útreiknings tekjutryggingar sem nemur 10.000 kr. á mánuði. Á síðasta ári var örorkulífeyrisþegum tryggt slíkt frítekjumark og nemur það nú 27.400 kr. á mánuði. Með þessari breytingu er mörkuð stefna til framtíðar, þ.e. að allir lífeyrisþegar njóti frítekjumarks vegna lífeyrissjóðstekna sem ráðherra er heimilt að hækka með reglugerð. Breytingin leiðir til hækkunar bóta hjá ellilífeyrisþegum sem fá greidda tekjutryggingu.
Áhrif breytinga á einstaklinga Áhrif breytinganna eru mismunandi eftir aðstæðum hvers og eins, hvernig samsetning tekna þeirra er og hvort um er að ræða elli- eða örorkulífeyrisþega. Í töflunum hér að neðan er miðað við einstaklinga sem búa einir og fjárhæðir bóta fyrir og eftir breytingar innihalda samanlagðar upphæðir grunnlífeyris, tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar uppbótar til framfærslu. Ef ekki er um greiðslu heimilisuppbótar að ræða verða áhrif breytinganna minni en hér er sýnt
1. Ellilífeyrisþegar eingöngu með atvinnutekjur
Tekjur | Er | Verður | Mism. |
0 | 180.000 | 180.000 | 0 |
10.000 | 170.000 | 170.000 | 0 |
20.000 | 160.000 | 160.000 | 0 |
30.000 | 150.000 | 150.000 | 0 |
50.000 | 148.977 | 143.151 | 5.826 |
75.000 | 148.977 | 128.586 | 20.391 |
100.000 | 148.977 | 114.021 | 34.956 |
150.000 | 128.918 | 84.891 | 44.027 |
2. Ellilífeyrisþegar eingöngu með lífeyrissjóðstekjur
Tekjur | Er | Verður | Mism. |
0 | 180.000 | 180.000 | 0 |
10.000 | 170.000 | 170.000 | 0 |
20.000 | 160.000 | 160.000 | 0 |
30.000 | 150.000 | 150.000 | 0 |
50.000 | 130.000 | 130.000 | 0 |
75.000 | 111.740 | 111.108 | 632 |
100.000 | 99.327 | 96.543 | 2.784 |
150.000 | 74.502 | 67.413 | 7.089 |
200.000 | 49.677 | 38.283 | 11.394 |
250.000 | 29.294 | 20.445 | 8.850 |
300.000 | 29.294 | 7.945 | 21.350 |
3. Örorkulífeyrisþegar með atvinnutekjur
Aldurstengd örorkuuppbót 100% | Aldurstengd örorkuuppbót 15% | ||||||
Tekjur | Er | Verður | Mism | Er | Verður | Mism | |
0 | 180.000 | 180.000 | 0 | 180.000 | 180.000 | 0 | |
10.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 170.000 | 170.000 | 0 | |
20.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 160.000 | 160.000 | 0 | |
30.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 154.739 | 154.739 | 0 | |
50.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 154.739 | 154.739 | 0 | |
75.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 154.739 | 154.739 | 0 | |
100.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 154.739 | 154.739 | 0 | |
150.000 | 159.645 | 156.179 | 3.466 | 134.745 | 131.279 | 3.466 | |
200.000 | 134.900 | 127.144 | 7.756 | 110.000 | 102.244 | 7.756 | |
250.000 | 110.155 | 89.259 | 20.896 | 85.255 | 71.881 | 13.374 | |
300.000 | 90.557 | 47.724 | 42.833 | 65.657 | 40.971 | 24.686 | |
4. Örorkulífeyrisþegar með lífeyrissjóðstekjur
Aldurstengd örorkuuppbót 100% | Aldurstengd örorkuuppbót 15% | ||||||
Tekjur | Er | Verður | Mism | Er | Verður | Mism | |
0 | 180.000 | 180.000 | 0 | 180.000 | 180.000 | 0 | |
10.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 170.000 | 170.000 | 0 | |
20.000 | 179.639 | 179.639 | 0 | 160.000 | 160.000 | 0 | |
30.000 | 178.352 | 178.129 | 223 | 153.452 | 153.229 | 223 | |
50.000 | 168.454 | 166.515 | 1.939 | 143.554 | 141.615 | 1.939 | |
75.000 | 156.082 | 151.998 | 4.084 | 131.182 | 127.098 | 4.084 | |
100.000 | 143.709 | 137.480 | 6.229 | 118.809 | 112.580 | 6.229 | |
150.000 | 118.964 | 108.445 | 10.519 | 94.064 | 83.545 | 10.519 | |
200.000 | 94.219 | 79.410 | 14.809 | 69.319 | 54.510 | 14.809 | |
250.000 | 69.474 | 43.378 | 26.097 | 44.574 | 26.000 | 18.575 | |
300.000 | 58.588 | 15.889 | 42.699 | 33.688 | 9.136 | 24.552 | |
Fjöldi einstaklinga sem lækkar Í töflunum sem sýndar eru hér að neðan kemur fram heildarfjöldi þeirra lífeyrisþega sem fá lægri bætur frá Tryggingastofnun ríkisins eftir breytingarnar. Rétt er að geta þess að langflestir lífeyrisþegar fá greidda tekjutryggingu en um 2/3 hluti þeirra lækkar við það að skerðingarhlutfall tekjutryggingar er hækkað í 45%. Ástæða þess að ekki fleiri lækka er sú að greiðsla sérstakrar uppbótar hækkar á móti lækkaðri tekjutryggingu hjá tekjulægstu lífeyrisþegunum þannig að heildartekjur þeirra lækka ekki við breytinguna, 1. Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega lækkað í 480.000 kr. á ári og afnumið ákvæði um að heimilt sé að láta 60% atvinnutekna skerða tekjutryggingu bæði elli- og örorkulífeyrisþega.
1._Fjöldi lífeyrisþega sem lækkar í bótum.
Ellilífeyrisþegar | 2.120 |
Örorkulífeyrisþegar | 130 |
Samtals | 2.250 |
2._Skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað í 45%. Fjöldi lífeyrisþega sem lækka í bótum.
Ellilífeyrisþegar | 18.940 |
Örorkulífeyrisþegar | 8.840 |
Samtals | 27.780 |
3._Lífeyrissjóðstekjur skerða grunnlífeyri. Fjöldi lífeyrisþega sem lækka í bótum.
Ellilífeyrisþegar | 5.210 |
Örorkulífeyrisþegar | 540 |
Samtals | 5.750 |
4._Aldurstengd örorkuuppbót skerðist með sama hætti og grunnlífeyrir. Fjöldi lífeyrisþega sem lækkar í bótum.
Ellilífeyrisþegar | 0 |
Örorkulífeyrisþegar | 1.000 |
Samtals | 1.000 |
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt 20.6.2009 kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Opið bréf ÖBÍ til stjórnmálaflokka
http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/421
26.3.2009Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Landssamband eldri borgara hafa sent opið bréf til allra stjórnmálaflokka fyrir hönd lífeyrisþega.
Þar sem athygli er vakin á því að um áramót var lögvernduð lágmarkshækkun lífeyris samkvæmt 69. gr. laga 100/2007 um almannatryggingar rofin, sem skerti þar með um 10% greiðslur almannatryggingabóta til lífeyrisþega fyrir árið 2009.
Í bréfinu er farið fram á að allir flokkar svari því skýrt og skilmerkilega hvort og þá hvernig þeir hyggist leiðrétta ofannefnda gjörninga. Óskað er svara frá stjórnmálaflokkunum fyrir 2. apríl.
http://www.obi.is/media/frettir/Opid_bref_til_stjmfl.-Heils.18.03.09.pdf
OPIÐ BRÉF FRÁ LÍFEYRISÞEGUMTIL STJÓRNMÁLAFLOKKA
Reykjavík, 18. mars 2009.
Ríkisstjórn Sjálfstæðis_okks og Samfylkingar tók ákvörðun um að skerða lögverndaðan lífeyri almannatrygginga um 10 prósent sl. áramót hjá meginþorra lífeyrisþega. Þetta var gert þrátt fyrir öryggisákvæði laga sem var sérstaklega sett til að vernda lífeyrisþega á krepputímum. Forsvarsmenn samtaka lífeyrisþega telja að þar haf ekki verið forgangsraðað í anda velferðarsamfélags.
Frá sama tíma hefur auk þess verið brugðið á það ráð að tvöfalda skerðingarhlutfall vegna svokallaðra fjármagnstekna aðgerð sem beinist fyrst og fremst að þeim lífeyrisþegum sem eiga hóflegar bankainnistæður.
Vextir og verðbætur munu því skerða greiðslur almannatrygginga verulega og bitna á þeimsem hefur tekist með erfðismunum að leggja til hliðar til framtíðar.
Athygli vekur að hin nýja ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar hefur ekki enn horfið frá því að ráðist sé með þessum hætti á tugþúsundir lífeyrisþega.
Það er lýðræðisleg krafa að ríkisstjórnar_okkarnir svari því skýrt og skilmerkilega hvort, og þá hvenær, þeir hyggist leiðrétta ofannefnda gjörninga. Að öðrum kosti er óhjákvæmilegt að líta svo á að þetta sé í raun stefna þeirra.
Vegna komandi kosninga er mikilvægt að önnur framboð upplýsi einnig um afstöðu sína til þeirragrundvallarmála sem hér um ræðir. Er þess óskað að svör berist eigi síðar en _mmtudaginn 2. apríl.
Með vinsemd og virðingu,
F.h. Landssambands eldri borgara,
Helgi K. Hjálmsson, formaður.
F.h. Öryrkjabandalags Íslands,
Halldór Sævar Guðbergsson, formaður.
F.h. Landssamtakanna Þroskahjálpar,
Gerður Aagot Árnadóttir, formaður.
Innsett F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Rýmri heimildir til að veita fötluðum einstaklingum aukalán vegna sérþarfa.
Frétt af: http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/400
Til þessa hefur einungis verið heimilt að veita fötluðu fólki aukalán vegna sérþarfa hafi slíkt lán komið til viðbótar öðrum fasteignaveðlánum frá Íbúðalánasjóði. Með breytingunni er þetta skilyrði fellt brott og heimilað að veita aukalán óháð því hver er lánveitandi annarra fasteignalána sem hvíla á íbúðarhúsnæðinu. Jafnt aðgengi fatlaðra að þessum lánamöguleika er þannig tryggður. Auk þessa eru gerðar ýmsar breytingar til einföldunar við framkvæmd þessara lána til hagsbóta fyrir fatlaða.
Fréttin í heild sinni á heimasíður Félags- og tryggingamálaráðuneytisins
Reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs nr. 57/2009
Innfært F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 30. janúar 2009
ÖBÍ mótmælir aðför að velferðarkerfinu!
Af: http://www.obi.is/um-obi/frettir/nr/397
21.1.2009
Ályktun fundar aðalstjórnar ÖBÍ 21. janúar 2009
Í desember síðastliðnum ákvað ríkisstjórn Íslands að ganga gegn lögum um verðbætur á greiðslur almannatrygginga til yfirgnæfandi meirihluta elli- og örorkulífeyrisþega þann 1. janúar síðastliðinn. Í stað þess að forgangsraða í anda velferðarþjóðfélags var ákveðið að taka með þessum hætti um 2,5 milljarða (netto) af lögvernduðum lífeyri landsmanna.
Ennfremur hefur ríkisstjórnin stóraukið greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og innleitt þar nýja og áður óþekkta gjaldaliði sem bitna harðar á öryrkjum, langveikum og öðrum þeim sem mest þurfa á þessari þjónustu að halda. Þetta er gert þrátt fyrir að ekki hafi verið settar reglur um hámark á greiðsluþátttöku sjúklinga.
Skyndiatlaga að velferðarkerfinu mun koma harðar niður á samfélaginu og auka kostnað þess þegar til lengri tíma er litið.
Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir þessari aðför að lífeyrisþegum og langveikum harðlega og fer fram á að stjórnvöld grípi til annarra og réttlátari aðgerða í þeim efnahagsvanda sem við er að glíma. Verði landslög ekki virt mun bandalagið fela lögmönnum sínum að kanna lagalegan rétt félagsmanna sinna.
Aðalstjórn ÖBÍ 21. janúar 2009
Í skjóli kreppuástands í þjóðfélaginu hefur ríkisstjórnin sett lög (svokallaðan bandorm) á ýmis lögvarin réttindi almennings þar á meðal á bætur almannatrygginga.
Í lögum um almannatryggingar 100/2007, 69. gr. segir m.a. að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög, ?þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.
Hækkun bóta nú um áramótin hefði í réttu samkvæmt lögum átt að vera um 19% vegna þróunar vísitölu neysluverðs á árinu 2008. Hækkun til lífeyrisþegar er þó aðeins 9,6% samkvæmt lagaákvæði bandormsins. Breyting á sjúkratryggingalögum
Í lögum um sjúkratryggingar 112/2008, 18. gr. segir að: Sjúkratryggingar taka til ókeypis vistar að ráði læknis í sjúkrahúsum sem rekin eru af ríkinu eða samkvæmt samningum ?
Sett hefur verið á 6.000 kr. innlagnargjald við vistun á sjúkrahús fyrir almenning og kr. 3.000 fyrir lífeyrisþega. Getur slíkt verið verulega íþyngjandi ofan á annan kostnað sem lífeyrisþegar hafa af sínum veikindum.
Athygli skal vakin á að í bandorminum, Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum 173/2008, 16. gr. er ekki tilgreint að um bráðarbyrgðaákvæði sé að ræða varðandi innlagnargjaldið eins og tilgreint er við flestar aðrar breytingar sem gerðar eru á lögum.
( innsett F.S. )
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. janúar 2009
SÍBS í þágu landsmanna Helgi Hróðmarsson fjallar um sögu og starf SÍBS
Helgi Hróðmarsson.
Fréttablaðið, 27. des. 2008 06:00
SÍBS í þágu landsmanna
Hinn 24. október 1938 komu berklasjúklingar saman á Vífilsstaðahæli til að stofna Samband íslenskra berklasjúklinga. Tilgangurinn var að hjálpa útskrifuðum berklasjúklingum að ná fótfestu í lífinu, eftir ára eða áratuga dvöl á heilsuhælum. Þörfin var brýn og aðstæðum berklasjúklinga á þessum tíma er vel lýst með orðum Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar í grein sem hann skrifaði í blaðið Berklavörn 1940: Eftir að ég kom af hælinu allslaus og linur til heilsu, að hírast í kjallarakompum, sem ekki líktust neinum mannabústöðum, fékk sjaldan nægju mína að éta og aldrei holla fæðu, skjólföt sæmileg átti ég engin."
Stofnendur SÍBS hófust strax handa um stofnun deilda um allt land, undir nafninu Berklavörn. Fjársöfnun var undirbúin og 6. október 1939 voru seld merki SÍBS og blaðið Berklavörn og dagurinn nefndur Berklavarnardagur". Það var gengið nánast í hvert hús á landinu og viðtökur voru slíkar að unnt var að byggja Reykjalund og hefja starf sem löngu er landsþekkt. SÍBS hefur frá þeim tíma átt" fyrsta sunnudag í október og sá dagur m.a. verið nýttur til fjáröflunar og kynningar. Síðustu áratugi hefur dagurinn verið nefndur SÍBS dagurinn.Ráðist var í kaup á landi af Reykjabændum í Mosfellssveit. Á því landi var jarðhiti og braggar eftir herinn, sem síðar voru notaðir fyrir eldhús, borðstofu og verkstæði. Bygging 10 smáhýsa hófst 1944 og voru 5 þeirra tilbúin 1. febrúar 1945 en þá tók vinnuheimilið til starfa undir nafninu Reykjalundur. Þessi ár og næstu var safnað fé og áfram var byggt og aðalbygging Reykjalundar tekin í notkun 1. febrúar 1950. Þá fjölgaði vistmönnum úr 40 í 90.
Markmið SÍBS
Markmið SÍBS er að styðja sjúka til sjálfsbjargar með forvörnum, endurhæfingu og félagslegri uppbyggingu. SÍBS sameinar innan vébanda sinna fólk með berkla, hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma, astma og ofnæmi og svefnháðar öndunartruflanir og vinnur að því að heilbrigðisþjónusta og félagsleg aðstaða þess fólks sé sem fullkomnust.
Aðildarfélög og starfsemi
Með tilkomu berklalyfjanna um miðja síðustu öld fór berklasjúklingum fækkandi. Með fækkun þeirra var talið rétt að fá aðra brjóstholssjúklinga til liðs við SÍBS. Astma- og ofnæmisfélagið gerðist aðili að SÍBS árið 1974. Það ár var nafni samtakanna breytt í Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. Landssamtök hjartasjúklinga - nú Hjartaheill - urðu svo aðilar að samtökunum árið 1992. Vífilstaðadeild SÍBS - Nú Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir, gengu í samtökin árið 1994 og Samtök lungnasjúklinga árið 1998.
Auk Reykjalundar endurhæfingarmiðstöðvar starfrækir SÍBS Múlalund, vinnustofu fyrir öryrkja og Happdrætti SÍBS sem er kjölfesta alls starfs SÍBS. Í samstarfi við Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni rekur SÍBS Múlabæ, dagvistun fyrir aldraða og Hlíðabæ, dagvistun fyrir minnissjúka. HL- stöðvar voru stofnaðar af SÍBS, Landssamtökum hjartasjúklinga og Hjartavernd. Þar er veitt endurhæfing eftir veikindi og aðgerðir auk viðhaldsþjálfunar.
SÍBS blaðið er gefið út í 8-10 þúsund eintökum og dreift til allra félagsmanna SÍBS, á sjúkrahús, þjálfunarstaði og aðrar sjúkrastofnanir. Heimasíða SÍBS er sibs.is. Þar er að finna upplýsingar um SÍBS, Happdrætti SÍBS og aðildarfélög samtakanna.
Skrifstofur SÍBS eru í Síðumúla 6 í Reykjavík. Þar er aðalumboð og höfuðstöðvar Happdrættis SÍBS. Starfsmenn SÍBS og Happdrættis SÍBS starfa þar ásamt starfsmönnum Hjartaheilla, Astma- og ofnæmisfélagsins og Samtaka lungnasjúklinga. Skrifstofan er opin 8.45 til 16.00.
Endurhæfing á Reykjalundi
Á Reykjalundi eru eftirtalin endurhæfingarsvið: svið fyrir gigtarsjúka, fyrir geðsjúka, fyrir þá sem hafa orðið fyrir áfalli í miðtaugakerfi, fyrir fólk sem á við langvinn verkjavandamál að stríða, fólk sem glímir við ofþyngd, börn og ungmenni sem ekki hafa náð eðlilegum þroska, auk sérstakra endurhæfingarsviða fyrir annars vegar hjartasjúklinga og hins vegar lungnasjúklinga. Þá er starfandi sérstakt svið atvinnuendurhæfingar.
Á hverju sviði er starfsmannateymi og hafa þau náð að þróa með ágætum aðferðir og tækni í endurhæfingu innan hvers sviðs. Starfsfólk Reykjalundar hefur leitast við að fylgjast vel með breyttum lifnaðarháttum landsmanna og svara breyttum þörfum sem skapast hafa m.a. með svokölluðum lífsstílssjúkdómum". Þetta hlýtur að teljast afar mikilvægt á tímum örra breytinga sem m.a. koma til vegna hreyfingarleysis og breytts mataræðis.
Í janúar 2002 var tekin í notkun á Reykjalundi 2.700 fermetra þjálfunarhús með sundlaug og þjálfunarlaug, pottum, stórum þjálfunarsölum og margvíslegri annarri aðstöðu. Hluti byggingarkostnaðar var fjármagnaður með landssöfnun 1998 og hægt var að hefja byggingu þessa glæsilega húss. Byggingin hefur þegar sannað ríkulega gildi sitt og stórbætt aðstöðu til endurhæfingar. En þörfin fyrir endurhæfingu er mikil og biðlisti sjúklinga langur.
Happdrætti SÍBS stuðningur landsmanna
Landsmenn hafa í gegnum tíðina haldið tryggð við starfsemi SÍBS og í samstarfi við þjóðina hefur SÍBS tekist að byggja upp og bjóða upp á þjónustu á heimsmælikvarða sem opin er öllum landsmönnum. Um þessar mundir er sérstaklega brýn þörf fyrir forvarnir og endurhæfingu og aðra þá þjónustu sem SÍBS veitir og þá uppbyggingu sem á sér stað á vegum samtakanna.
Auðveldasta leiðin til þess að styðja við starfsemi SÍBS er að kaupa miða í Happdrætti SÍBS. Þannig er hægt að aðstoða SÍBS við að ná fram markmiðum sínum og renna þannig enn frekari stoðum undir þá mikilvægu starfsemi sem unnið er að hjá SÍBS - á Reykjalundi og í öðrum rekstrareiningum á vegum samtakanna.
Tugir þúsunda einstaklinga hafa notið endurhæfingar á Reykjalundi og annarrar þjónustu á vegum SÍBS og áfram munu samtökin vinna í þágu landsmanna undir kjörorðum SÍBS: Styðjum sjúka til sjálfsbjargar".
Höfundur er framkvæmdastjóri hjá SÍBS.
Innsett F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30. desember 2008
Ný reglugerð um hjálpartæki - styrkir hækka
HBR- Fréttir frá heibrigðisráðuneyti
http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2938
9.12.2008
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur sett nýja reglugerð um hjálpartæki sem felur í sér verulega hækkun styrkja vegna tækjanna. Meginbreytingin frá reglugerðum nr. 460/2003 og nr. 752/2002 felst í hækkun styrkja, sem tilgreindir eru í fastri krónutölu í reglugerðunum. Vegna gengisbreytinga undanfarið hefur verð á innfluttum hjálpartækjum hækkað undanfarna mánuði. Þess vegna er talið nauðsynlegt að hækka styrkina sem til að koma til móts við vaxandi útgjöld sjúkratryggðra. Kostnaðarauki vegna þeirra breytinga sem lagðar eru til nemur rúmlega 230 milljónir króna á ársgrundvelli. Um 45 milljóna króna hækkun er á styrkjum til kaupa á stómavörum, og er það um 40% hækkun.Um er að ræða fyrstu reglugerð þess efnis sem sett verður samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og mun koma í stað reglugerðar nr. 460/2003, um styrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna hjálpartækja, og að hluta til reglugerðar nr. 752/2002, um styrki og uppbætur Tryggingastofnunar ríkisins til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.
Fyrir utan hækkun styrkja eru lagðar til nokkrar efnislegar breytingar. Þær eru þessar helstar:- Að styrkur til brunaumbúða verði 100%. Ekki er um mörg tilvik að ræða á ári en búnaður er dýr og þörf á endurnýjun á meðan sár eru að gróa.
- Að styrkur vegna kviðbelta verði aukinn í samræmi við spelkur almennt, þ.e. áfram 70% ef notkun er styttri en eitt ár, en verði 100% ef um alvarlegt langvarandi ástand er að ræða.- Styrkupphæðir vegna gervibaðfóta eru hækkaðar úr 50% í 70%. Heimildin hefur ekki verið mikið nýtt og er skýringin talin vera of mikil hlutdeild notanda.
- Breyting á styrkjum til kaupa á tilbúnum bæklunarskóm þannig að sama upphæðin gildi fyrir alla, bæði börn og fullorðna. Þróunin síðastliðin 10 ár hefur verið í þá átt að tilbúnum bæklunarskóm hefur fjölgað en sérsmíðuðum fækkað.- Lögð er til breyting á stómavörum þannig að val á stómaplötum verði aukið.
- Lagt er til að fjárveitingar vegna sáraumbúða verði fluttar til heimahjúkrunar heilsugæslunnar. Þetta er gert að beiðni heilsugæslunnar.- Lögð er til breyting á gildandi reglum um öfluga rafknúna útihjólastóla fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri, þannig að þeir einstaklingar sem nú eiga rétt á rafknúnum hjólastól hafi val um það hvort þeir vilja öflugan rafknúin útihjólastól, án tillits til aldurs.
- Veittur hefur verið styrkur til kaup á hvíldarstólum og lyftustólum. Lagt er til að styrkur til kaupa á hvíldarstólum verði felldur niður og í staðinn veittur fastur styrkur til kaupa á lyftustólum fyrir þá sem eiga verulega erfitt með að standa upp úr stólum og eru alla jafna háðir hjólastól.- Lagt er til að greiðsluþátttaka vegna dyra- og gluggaopnara/lokara hækki úr 90% í 100%.
- Að lokum er lagt er til að auka skilgreiningar í flokknum samtalshjálpartæki og bætt við flokki varðandi forrit fyrir samtal/nærsamskipti. Ennfremur að auka skilgreiningar á viðvörunarbúnaði og bæta við í flokkinn rafstýrðum dagatölum og minnishjálpartækjum.
Reglugerðin gildir frá 5. desember 2008.
Leturbreytingar, undirstrikanir og innsetning: F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 28. nóvember 2008
Ekki hætta með morgunleikfimina. Áskorun SL til Páls Magnússonar útvarpsstjóra
Samtök Lungnasjúklinga sendu útvarpsstjóra svohljóðandi bréf:
Hr. Páll Magnússon útvarpsstjóri.
Samtök lungnasjúklinga fara þess á leit að þú endurskoðir þá ákvörðun þína að hefja sparnað RÚV á því að hætta með morgunleikfimina.
Hjá mjög mörgum öryrkjum og öldruðum er þetta eina hreyfingin sem það hefur kost á.
Það eru ekki allir sem eiga bíla né hafa efni á því að fara í ræktina og eiga því mjög erfitt með að nýta sér þjónustu líkamsræktarstöðva.
Í gegn um árin teljum við að morgunleikfimi RÚV hafi sparað þjóðfélaginu miklar fjárhæðir í lyfjakostnað og einnig innlagnir á sjúkrahús. Á mörgum stofnunum safnast fólk saman fyrir framan útvarpið og allir taka þátt í leikfiminni.
Vonum við að þú ígrundir vel þörf þessa fólks.
Fyrir hönd Samtaka lungnasjúklinga
Jóhanna Pálsdóttir, formaður
( innsett F.S.)
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Verjum velferðina Útifundur á Ingólfstorgi á mánudag kl.16:30
Af: BSRB.is
BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands standa fyrir útifundi á Ingólfstorgi mánudaginn 24. nóvember nk. kl. 16:30. Tilefni fundarins er óvissuástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, kjaraskerðing sem nú þegar blasir við mörgum og síðast en ekki síst hugmyndir stjórnvalda um stórkostlegan niðurskurð á útgjöldum til velferðar.
Óvissa um þróun mála á næstu mánuðum og misserum leggst þungt á þjóðina. Verst er óvissan fyrir þá sem mega alls ekki við kjaraskerðingu, þ.e.a.s. almennt launafólk, fólk sem þarf að framfleyta sér af lífeyri eingöngu eða af atvinnuleysisbótum. Leggja verður sérstaka áherslu á að verja kjör hinna verst settu. Þá er það eindregin krafa að staðinn verði vörður um velferðarkerfið, þ.e.a.s. félagsþjónustuna, heilbrigðisþjónustuna, almannatryggingar og loks skólakerfið. Þjónustu þessara mikilvægu grunnstofnana má ekki skerða - þvert á móti ber að efla hana og stuðla að jöfnuði.
Brýnt er að þeir sem höllustum fæti standa njóti öflugrar þjónustu og verndar samfélagsins. Þjónusta sem stuðlar að samfélagslegri þátttöku og eðlilegu lífi má ekki skera niður. Þá eru það grundvallar mannréttindi að fólki sé tryggð sómasamleg framfærsla. Því kemur ekki til greina að greiðslur almannatryggingakerfisins verði skertar. Stjórnvöld verða að grípa strax til raunverulegra aðgerða til bjargar heimilunum - aðgerða sem fela ekki einungis í sér bakreikninga sem fólk þarf að standa skil á síðar.
Íslenskt samfélag stendur nú á krossgötum. Við teljum að grundvöllur hins nýja Íslands verði að byggjast á samkennd og sameiginlegri ábyrgð okkar hvert á öðru. Það að vega að núverandi velferðarkerfi er ekki fyrsta skref á þeirri leið. Verjum því velferðina sem fyrsta áfanga að bættri framtíð. Við krefjumst síðan lýðræðislegra vinnubragða stjórnvalda, opinnar stjórnsýslu og upprætingu spillingar.
Ræðumenn á fundinum verða Gerður A. Árnadóttir formaður Þroskahjálpar, Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB, Halldór Sævar Guðbergsson formaður Öryrkjabandalagsins og Margrét Margeirsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Fundarstjóri verður Björg Eva Erlendsdóttir. Í lok fundarins verður borin upp ályktun.
BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Landssamtökin Þroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands
innsett FS
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19. október 2008
HVERS VIRÐI ERUM VIÐ? MÁLÞING Á VEGUM SÍBS
HVERS VIRÐI ERUM VIÐ?
MÁLÞING Á VEGUM SÍBS
Haldið á Reykjalundi kl. 13.30 til 16.00, föstudaginn 24. október 2008
KL. 13.30-13.35 Setning málþings: Auður ÓLafsdóttir, ritari stjórnar SÍBS
HVERS VIRÐI ERUM VIÐ.................
Kl. 13.35-14.05 .....sem almennir þegnar? Kynning á réttindum sjúklinga: Margét Jónsdóttir frá TR
Kl. 14.05-14.35 .....sem einstaklingar? Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir
Kl. 14.35-14.55 Kaffihlé Kl. 14.55-15.25 ....sem sjúklingasamtök? Leiðir sem sjúklingasamtök hafa til að ná fram úrbótum: Helgi Hróðmarsson, framkvæmdastjóri SÍBS
Kl. 15.25-15.55 .....sem virkir þátttakendur? Hver er ávinningurinn af því að vera virkur. Margrét Albertsdóttir, félagsráðgjafi SÍBS
Kl. 15.55-16.00 Þingslit: Auður Ólafsdóttir, ritari stjórnar SÍBS
Fundarstjóri: Auður Ólafsdóttir.
Vinsamlega tilkynnið um þátttöku fyrir þriðjudag 21. október í síma: 552-2150 eða á tölvupóstföng: helgi@sibs.is eða margret@sibs.is
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
1 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar