Færsluflokkur: Örorkumat og mál öryrkja
Fimmtudagur, 10. júlí 2008
ESB freistar þess að auka rétt sjúklinga.
Í júlíbyrjun samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögu sem miðar að því að auðvelda íbúum Evrópu að sækja læknisþjónustu til annarra landa innan sambandsins, auk orðsendingar um aukið samstarf aðildarríkjanna á þessu sviði.
Þrátt fyrir að nokkrir úrskurðir Evrópudómstólsins staðfesti að sáttmálinn um Evrópusambandið veiti einstaklingum rétt til þess að leita sér heilbrigðisþjónustu í öðru aðildarríki og fá hana greidda í heimalandinu, er enn til staðar almenn óvissa um lagalegar forsendur þess að geta nýtt sér þennan rétt. Með tillögunni vill framkvæmdastjórnin skapa lagaleg skilyrði fyrir þessum rétti.
Framkvæmdastjórnin er með tillögunni að bregðast við ákalli Evrópuþingsins og Ráðherraráðins um að koma með tillögu um hvernig hægt væri að koma á heilbrigðisþjónustu yfir landamæri aðildarríkjanna sem tæki tillit til sérstöðu heilbrigðisgeirans. Ennfremur er tilskipunartillögunni ætlað að verða grundvöllur fyrir því að leysa úr læðingi þá miklu möguleika sem talið er evrópsk samvinna geti skilað í þeirri viðleitni að auka skilvirkni og árangur í heilbrigðiskerfum aðildarríkjanna.
Ávinningur
Verði tilskipunin samþykkt af Ráðherraráðinu og Evrópuþinginu mun hún skapa ramma fyrir heilbrigðisþjónustu yfir landmæri á öllu EES-svæðinu. Framkvæmdastjórnin gerir ráð fyrir margvíslegum ávinningi og hefur hún sérstaklega tilgreint eftirtalda þætti:
- Sjúklingar munu öðlast rétt til þess að sækja heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum Evrópusambandsins og fá hana greidda í heimalandinu að því marki er sambærileg aðgerð kostar þar.
- Aðildarríkin eru ábyrg fyrir þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er á landssvæði hvers um sig og verða að sjá til þess að hún uppfylli tilgreindar gæða- og öryggiskröfur.
- Tilskipunin mun auðvelda samstarf Evrópuríkja á sviði heilbrigðismála. Hún mun stuðla m.a. að myndun tengslaneta og samvinnu um hagnýtingu hátækni í heilbrigðisþjónustunni og meðhöndlun sjaldgæfra sjúkdóma.
- Sameiginlegar úttektir og mat á heilbrigðistækni munu skila ákveðnum virðisauka fyrir þátttökulöndin. Um er að ræða aðgerðir er draga væntanlega úr skörun og endurtekningum á ýmsum sviðum og stuðla þannig að betri nýtingu tækja og fjármuna.
- Rafrænni heilbrigðisþjónustu (eHealth) verður gert hærra undir höfði en verið hefur fram til þessa. Nútíma samskipta- og upplýsingatækni mun áreiðanlega skila sér í auknum gæðum, öryggi og afköstum heilbrigðisþjónustunnar.
Sú meginregla að leyfa borgurunum að velja þann stað þar sem þeir leita sér lækninga eins og gert er í tillögu framkvæmdastjórnarinnar, er að mati sérfræðinga bæði rausnarleg og flestum áreiðanlega að skapi. Texti tillögunnar þar sem þessi regla er útfærð er hins vegar flókinn og gefur takmarkaða leiðsögn um framkvæmd hennar. Jafnframt er ljóst að áfram verða vissar takmarkanir fyrir því að sækja heilbrigðisþjónustu yfir landamæri og á það einkum við mjög sérhæfða og dýra sjúkrahúsþjónustu. Er þá gert ráð fyrir að leyfi þurfi fyrirfram fyrir tilgreindum aðgerðum áður en þær eru framkvæmdar utan heimalands viðkomandi sjúklings. Samt sem áður er greinilegt að réttindum sjúklinga er almennt gert hærra undir höfði en verið hefur fram að þessu í ríkjum Evrópusambandsins.
Þess ber að geta að heilbrigðisþjónusta var á sínum tíma undanskilin frá Tilskipun 2006/123/EC um þjónustu á innri markaði ESB. Bæði Ráðherraráðið og Evrópuþingið fólu framkvæmdastjórninni að fjalla um málið og koma með tillögur um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á innri markaði ESB. Tillaga framkvæmdastjórnarinnar verður nú til umræðu og meðhöndlunar í Ráðherraráðinu og Evrópuþinginu. Fastlega má gera ráð fyrir því að endanleg tilskipun um heilbrigðisþjónustu líti ekki dagsins ljós fyrr en eftir 2-3 ár. Kemur þar einkum til að nokkrir þættir málsins eru umdeildir og á næsta ári verður auk þess kosið til Evrópuþingsins. Það getur orðið til þess að meðferð einstakra mála getur dregist á langinn. Fyrst þegar Ráðherraráðið og Evrópuþingið hafa samþykkt tilskipunina þá hefst umfjöllun um hana á vettvangi EFTA. Þannig að hún tekur vart gildi á öllu Evrópska Efnahagssvæðinu fyrr en eftir 3 - 4 ár.
(Tekið af Brusselsetri heilbrigðisráðuneytisins)
( Innsett F.S. )
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Íslendingar og Svíar auka samstarf sitt á lyfjasviði
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og sænskur starfsbóðir hans undirrituðu viljayfirlýsingu um aukið samstarf í lyfjamálum á ráðherrafundi á Gotlandi í dag. Fundur heilbrigðisráðherra Norðurlandanna var haldinn í Visby á Gotlandi dagana 2. og 3. júní. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, lagði áherslu á það í máli sínu á fundi norrænu ráðherranna að efla norrænt samstarf í lyfjamálum, en Guðlaugur Þór Þórðarson hefur lagt ríka áherslu á að opna norræna lyfjamarkaðinn. Gerði hann á fundinum grein fyrir tilraunaverkefni og samstarfi Íslendinga og Svía á þessu sviði á fundinum og var í þessu sambandi ma. rætt um rafræna afgreiðslu lyfseðla. Í lok ráðherrafundarins undirrituðu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Göran Hägglund, félags-og heilbrigðisráðherra Svía, viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórna sinna um aukið samstarf Íslendinga og Svía í lyfjamálum. Í viljayfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram vilji til að auka samstarf á sviði verðmyndunar lyfja og endurgreiðslna vegna lyfjanotkunar.
innsett/leturbreytingar/undirstrikanir-F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Norræn almannatryggingagátt opnuð
Cristina Husmark Pehrsson opnaði í dag nýja norræna gátt um almannatryggingar. Markmiðið er að einfalda frjálsa för milli Norðurlandanna. Upplýsingaskortur veldur mörgum þeim hindrunum sem almenningur rekst á, á sviði almannatrygginga. Á almannatryggingagáttinni verður meðal annars hægt að nálgast upplýsingar um reglur sem gilda um sjúkdóma, foreldraleyfi og lífeyrisréttindi á Norðurlöndunum. Þetta ætti að auðvelda þeim lífið sem eru að huga að flutningi eða starfa nú þegar annars staðar á Norðurlöndunum en í heimalandinu", segir Cristina Husmark Pehrsson, en hún er bæði félagsmála- og samstarfsráðherra Svíþjóðar.
Á almannatryggingagáttinni verða upplýsingar um almannatryggingar á Norðurlöndunum og um reglur hvað varðar tryggingar við ólíkar aðstæður, auk þess verða þar krækjur á vefi viðkomandi stjórnvalda á Norðurlöndunum. Á gáttinni verða upplýsingar um réttindi hvað varðar veikindi, foreldraleyfi, atvinnuleysi, nám og lífeyrissjóðsmál.
Vefgáttin er ætluð einstaklingum sem flytja, starfa eða nema í öðru Norðurlandi en heimalandinu og einnig fjölskyldu þeirra, hvor sem hún flytur með eða býr áfram í heimalandi.
Upplýsingarnar eru á öllum Norðurlandamálunum, þar með talið færeysku og grænlensku og einnig á ensku. Stjórnsýsla og umsjón með uppfærslu á upplýsingum er hjá viðkomandi stjórnvöldum á Norðurlöndunum.
Sjá nánar: http://nordsoc.org
(Frá af Norden.org)
innsett F.S.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. maí 2008
Ráðherra mælir fyrir frumvarpi um sjúkratryggingar
15.5.2008 http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2802
Ráðherra rakti í upphafi í máli sínu aðdraganda breytinga á skipulagi stjórnarráðsins og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í heilbrigðismálum sem sjúkratryggingafrumvarpið hvílir á. Ráðherra fór svo yfir helstu atriði og þættina sem frumvarpinu er ætlað að breyta. Ráðherra fór yfir megin atriði frumvarpsins sem hann sagði vera þessi:
Eins og áður sagði er sjúkratryggingakafli laga nr. 100/2007, um almannatryggingar, fluttur í frumvarpið og ákvæðin sett upp með öðrum hætti. Kveðið er skýrar á um markmið með sjúkratryggingum, gildissvið laga um sjúkratryggingar er afmarkað og helstu hugtök skilgreind, sbr. I. kafla.
Kveðið er á um nýja sjúkratryggingastofnun, hlutverk hennar, stjórn og forstjóra, sbr. II. kafla. Hlutverk stjórnar og forstjóra eru sambærileg hlutverki stjórnar og forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins.
Sjúkratryggingar eru skilgreindar með ítarlegri hætti en í lögum um almannatryggingar. Sjúkratryggingar taka til heilbrigðisþjónustu og annarrar aðstoðar sem ákveðið hefur verið með lögunum, reglugerðum eða samningum að veita á kostnað ríkisins eða með greiðsluþátttöku ríkisins. Jafnframt taka sjúkratryggingar til bóta samkvæmt lögunum sem greiddar eru í peningum. Sjúkratryggðir eiga rétt til aðstoðar svo sem nánar er mælt fyrir um í lögunum.
Ákvæði um hverjir eru sjúkratryggðir eru skýrari og ítarlegri en í lögum um almannatryggingar, t.d. er tekið mið af ákvæðum EES-samningsins um almannatryggingar, sbr. III. kafla A.
Ákvæði um réttindi sjúkratryggðra eru efnislega óbreytt en hafa verið sett upp með öðrum hætti og orðalag gert skýrara, sbr. III. kafla B-D.
Gert er ráð fyrir að ákvæði um styrk til að kaupa bifreið verði flutt úr sjúkratryggingum í lög nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, og heyri þar með undir félags- og tryggingamálaráðherra, sbr. 3. tölul. 58. gr. Ekki er um efnislega breytingu á réttindum einstaklinga að ræða.
Gjaldtökuákvæði eru sett í eina grein í frumvarpinu og eru efnislega óbreytt. Vegna ábendinga fjármálaráðuneytisins voru ákvæðin gerð ítarlegri en ekki ver verið að breyta eða auka gjaldtöku af sjúkratryggðum.
Gert er ráð fyrir að heimilt sé að kæra ágreining um bætur til úrskurðarnefndar almannatrygginga með sama hætti og er heimilt samkvæmt lögum um almannatryggingar.
Sérstakur kafli, IV. kafli, fjallar um samninga um heilbrigðisþjónustu og hlutverk sjúkratryggingastofnunarinnar að því er varðar samningagerð. Ákvæði og samningaheimildir heilbrigðisráðherra eru flutt úr lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, og jafnframt eru ítarlegri ákvæði um endurgjald fyrir heilbrigðisþjónustu, gagnreynda þekkingu, gæði og eftirlit, upplýsingaskyldu, vanefndir og aðgerðir vegna vanefnda og hvernig skuli fara með ágreining.
Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. september 2008 en eigi síðar en 1. júlí 2009 taki sjúkratryggingastofnunin við samningsgerð sem nú er í höndum heilbrigðisráðuneytisins. Þá er gert ráð fyrir að stofnunin taki við samningsgerð við heilbrigðisstofnanir í eigu ríkisins og samningsgerð við sveitarfélög og aðra er reka hjúkrunarheimili eigi síðar en 1. janúar 2010.
Gert er ráð fyrir að ákvæði um mat sjúkratryggðra á þörf fyrir heilbrigðisþjónustu í hjúkrunarrýmum verði sett í lög um heilbrigðisþjónustu, sbr. 4. tölul. 59. gr. Ákvæðin eru nú í lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra.Gert er ráð fyrir að sjúkratryggingastofnunin taki við hlutverki Tryggingastofnunar ríkisins 1. september 2008 að því er varðar framkvæmd laga nr. 111/2000, um sjúklingatryggingu, sbr. 61. gr.
Gert er ráð fyrir að starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins sem hafa starfað við sjúkratryggingar almannatrygginga og/eða sjúklingatryggingu og eru í starfi við gildistöku laganna skuli boðið starf hjá sjúkratryggingastofnuninni, sbr. ákvæði til bráðabirgða númer eitt. Hið sama gildir um þá starfsmenn heilbrigðisráðuneytis, heilsugæslunnar og Landspítala sem sinnt hafa samningsgerð og öðrum verkefnum er munu falla undir verksvið stofnunarinnar.
Gert er ráð fyrir að forstjóri sjúkratryggingastofnunarinnar hafi heimild til að undirbúa gildistöku laganna, þ.m.t. að bjóða tilteknum starfsmönnum Tryggingastofnunar ríkisins, heilbrigðisráðuneytis og Landspítala starf hjá stofnuninni frá 1. september 2008, sbr. ákvæði til bráðabirgða númer tvö.
Gert er ráð fyrir að sjúkratryggingastofnunin taki við eignum, réttindum og skyldum Tryggingastofnunar ríkisins að því er varðar framkvæmd sjúkratrygginga, sbr. ákvæði til bráðabirgða númer þrjú.
Gert er ráð fyrir að ráðherra ákveði daggjöld vegna heilbrigðisþjónustu í hjúkrunarrýmum sjúkrahúsa, öldrunarstofnana og hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum þar til sjúkratryggingastofnunin tekur við því hlutverki að semja um heilbrigðisþjónustu í síðasta lagi 1. janúar 2010, sbr. ákvæði til bráðabirgða númer fjögur.
(Talað orð gildir)
( Uppsetning Leturbreytingar F.S, )
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. maí 2008
Starf Íslands á vettvangi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
(Skýrsla lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 20072008.)
16.4.2008 http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2777
Dreift hefur verið á Alþingi skýrslu heilbrigðisráðherra um þátttöku Íslands í starfsemi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Í skýrslunni er greint frá fundum framkvæmdastjórnar WHO, alþjóðaheilbrigðisþinginu, fundum svæðisnefndar WHO í Evrópu og fjölmörgum öðrum fundum og athöfnum á vegum stofnunarinnar á árinu 2007.
Það bar helst til tíðinda að í byrjun ársins tók dr. Margaret Chan frá Kína við starfi forstjóra WHO. Hún lýsti því yfir í upphafi ferils síns að hún myndi halda áfram þeim umbótum innan WHO sem forveri hennar dr. Lee Jong-Wook hóf og að ekki væri von á sérstöku umróti í rekstri eða starfsmannamálum stofnunarinnar. Nýi forstjórinn boðaði að sex mál yrðu höfð til viðmiðunar í starfi WHO á næstu árum. Tvö þeirra beindust að grundvallarþörfum fyrir heilbrigðisþróun og heilbrigðisöryggi. Tvö önnur mál snúa að áætlanagerð og varða eflingu heilbrigðiskerfa og þörf fyrir áreiðanlegri upplýsingar við stefnumörkun og mat á árangri. Tvö hin síðustu eru bæði starfslegs eðlis og varða traust á samstarfsaðilum, sérstaklega við framkvæmd verkefna, og þörfina á því að WHO nái árangri sem ein skipulagsheild.
Hugsanlegur heimsfaraldur inflúensu var eitt aðalumræðuefnið á alþjóðaheilbrigðisþinginu 2007 og öðrum fundum WHO á árinu. Á þinginu var samþykkt ályktun þar sem skorað er á aðildarríkin að deila með sér upplýsingum um inflúensuveirur og að aðgangur að bóluefnum og öðrum úrræðum til að verjast inflúensunni sé gerður greiður. Ályktunin fer einnig fram á að WHO komi sér upp birgðum af bóluefnum gegn H5N1 veirunni og öðrum inflúensuveirum sem gætu valdið faraldri. Malaría heldur áfram að valda á ári hverju meira en milljón dauðsföllum í heiminum en hægt er að koma í veg fyrir flest þessara dauðsfalla með einföldum forvörnum. Ákveðið var að framvegis yrði 25. apríl tileinkaður baráttunni gegn malaríu.
Fram kom að mikill árangur hefði náðst í baráttunni gegn mislingum og hefur dánartíðni vegna þeirra lækkað um 60% á tímabilinu 1999 - 2005.
Aðgerðir gegn berklum hafa ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt og er núna áætlað að um 1,6 milljón manna deyi úr berklum árlega.
Aðgerðir til þess að draga úr langvinnum sjúkdómum og barátta gegn offitu og ofþyngd skipa æ veigameiri sess í starfsemi WHO bæði á heimsvísu og svæðisbundið. Mannaflamál heilbrigðisþjónustunnar voru einnig til umfjöllunar. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki er vandi sem menn glíma jafnt við í ríkum sem fátækum löndum. Heilbrigðisstarfsfólk flytur í vaxandi mæli frá þróunarlöndunum til þeirra landa þar sem velmegun er meiri og þróuðu ríkin mennta ekki nægjanlega marga sérhæfða heilbrigðisstarfsmenn. Fulltrúar Íslands hafa á fundum WHO á undanförnum árum einkum beitt sér í lýðheilsumálum.
- Skýrsla um starf á vettvangi WHO á árinu 2007 ( PDF 261 KB - opnast í nýjum glugga)
http://www.heilbrigdisraduneyti.is/media/frettir_fylgiskjol/Skyrsla_um_starf_a_vettvangi_WHO.pdf
Tvö atriði úr skýrslu heilbrigðisráðherra um
120. fund framkvæmdastjórnar WHO í Genf 22.30. janúar 2007,
alþjóðaheilbrigðisdaginn 7. apríl 2007,
60. alþjóðaheilbrigðisþingið í Genf 14.23. maí 2007,
121. fund framkvæmdastjórnar WHO í Genf 24.26. maí 2007 og
57. fund svæðisnefndar WHO í Evrópu í Belgrad 17.21. september 2007.
(Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 20072008.)
120. FUNDUR FRAMKVÆMDASTJÓRNAR WHO Í GENF 22.30. JANÚAR 2007
3. Helstu umræðuefni fundarins.
3.3 Baráttan gegn berklum.Í skýrslu til framkvæmdastjórnarinnar var gerð grein fyrir hvernig gengið hefur að námarkmiðum, sem sett voru af alþjóðaheilbrigðisþinginu árið 1991, varðandi greiningu berklaog lækningu þeirra. Þegar ljóst var að markmiðunum yrði ekki náð árið 2000 var fresturinnframlengdur til ársins 2005. Skýrslan sýnir að enn vantar nokkuð upp á að markmiðunum
hafi verið náð. Árið 2005 er áætlað að 8,8 milljónir manna hafi verið greindir með berkla og dauðsföll vegna berkla voru 1,6 milljónir.
Í ályktun stjórnarinnar eru aðildarríkin hvött til frekari dáða í baráttunni gegn berklum og skorað á þau að útfæra langtímaáætlanir um forvarnir og stjórn á þeim í samræmi við heimsáætlun stofnunarinnar um að stöðva berkla 20062015.
ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISÞINGIÐ 2007
4. Ályktanir og helstu umræðuefni tekin fyrir í nefnd A.
4.6 Baráttan gegn berklum.Aðildarríki voru hvött til að útbúa og innleiða langtímaáætlanir fyrir forvarnir og meðferðberkla sem væru samhljóða heimsáætlun WHO um að stöðva berkla 20062015, sem miðar að því að minnka um helming tíðni berkla og dauðsfalla af þeirra völdum fyrir árið 2015.
WHO var beðið um að auka stuðning sinn við þau lönd þar sem berklar finnast, sérstaklega þau lönd þar sem finna má ónæma berkla og berklasmitaða alnæmissjúklinga.
( Innsett/ undirstrikanir F.S. )
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. maí 2008
Frítekjumark atvinnutekna örorkulífeyrisþega hækkar í 100.000 kr. á mánuði 1. júlí nk.
Fréttatilkynningar Félags- og tryggingamálaráðuneytið
11.4.2008 http://www.felagsmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3756
Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, þar sem lagt er til að á tímabilinu 1. júlí 2008 til 1. janúar 2009 geti öryrkjar valið um að hafa 100.000 kr. frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna eða telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar.
Frumvarpið felur í sér að á umræddu tímabili geti örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar aflað atvinnutekna allt að 100.000 kr. á mánuði án þess að þær skerði tekjutryggingu. Hér er um mikla hækkun frítekjumarksins að ræða en í dag skerðist tekjutrygging vegna atvinnutekna umfram 327.000 kr. á ári eða um 27.000 kr. á mánuði. Þann 1. janúar 2009 er gert ráð fyrir að nýtt örorkumatskerfi hafi öðlast gildi og komi í stað þessa frítekjumarks.
Ætla má að hækkun frítekjumarksins muni leiða til aukinnar atvinnuþátttöku örorkulífeyrisþega og hafa þannig í för með sér hærri tekjur þeim til handa. Öryrkjabandalag Íslands hefur lagt áherslu á hækkun frítekjumarks í baráttunni fyrir bættum kjörum öryrkja og virkrar þátttöku þeirra í samfélaginu og er þessi breyting í samræmi við áherslur bandalagsins. Breytingin er jafnframt í samræmi við þau markmið sem hugmyndir örorkumatsnefndar um starfshæfnismat og starfsendurhæfingu byggja á. Í ljósi fyrirhugaðra breytinga á örorkulífeyriskerfinu með áherslu á starfshæfnismat og starfsendurhæfingu mun hækkun frítekjumarks örorkulífeyrisþega aðeins gilda til bráðabirgða þar til nýtt kerfi með nýjar viðmiðunarreglur hefur verið tekið upp.
Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins voru liðlega 30% örorkulífeyrisþega með launatekjur eða reiknað endurgjald í desember 2007 eða um 4.600 einstaklingar. Samkvæmt útreikningum stofnunarinnar má áætla að þar af muni um 2.650 einstaklingar hafa ávinning af hækkun frítekjumarks á atvinnutekjur í 100.000 kr. á mánuði. Ekki er unnt að áætla fyrirfram þann fjölda sem mun nýta sér nýjar viðmiðunarreglur varðandi frítekjumark á atvinnutekjur, en þess má vænta að talsvert fjölmennur hópur örorkulífeyrisþega nýti sér þetta tækifæri til þess að feta sig á ný út á vinnumarkaðinn. Breytingin mun því fela í sér aukin tækifæri til handa örorkulífeyrisþegum með þeim auknu lífsgæðum sem þátttaka á vinnumarkaði felur í sér fyrir lífeyrisþegana sjálfa og samfélagið í heild.
( Innsett F.S.)
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Nýjar reglugerðir á sviði almannatrygginga og málefna aldraðra
Fréttatilkynningar
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur undirritað sjö nýjar reglugerðir sem allar öðlast gildi 1. apríl næstkomandi. Annars vegar er um að ræða tvær reglugerðir um hækkanir bóta sem öðlast þegar gildi og hins vegar fimm reglugerðir sem öðlast gildi 1. apríl næstkomandi og tengjast breytingum á lögum um almannatryggingar og málefni aldraðra sem samþykktar voru á Alþingi 13. mars síðastliðinn.
Reglugerðirnar og helstu nýmæli þeirra eru eftirfarandi:
1. Reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar.
Samkvæmt reglugerðinni hækka fjárhæðir bóta lífeyristrygginga, vasapeninga, félagslegrar aðstoðar auk meðlaga frá 1. febrúar 2008 um 4,0% frá því sem þær voru í janúar 2008.
2. Reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárhæð atvinnuleysistrygginga, nr. 548/2006.
Reglugerðin kveður á um hækkun atvinnuleysistrygginga frá 1. febrúar 2008. Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta hækkar úr 191.518 krónum á mánuði í 220.729 krónur og grunnatvinnuleysisbætur hækka úr 5.446 krónum í 6.277 krónur á dag. Þá segir í reglugerðinni að mismunur greiddra atvinnuleysisbóta fyrir febrúar og mars 2008 og þeirrar hækkunar sem reglugerðin kveður á um greiðist eigi síðar en 15. apríl 2008.
3. Reglugerð um breytingu á reglugerð um greiðslur vasapeninga sjúkratryggðra, nr. 213/1991.
Samkvæmt reglugerðinni hækkar mánaðarleg fjárhæð vasapeninga úr 31.200 krónum í 38.225 krónur á mánuði.
4. Reglugerð um breytingu á reglugerð um hækkun frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, nr. 1225/2007.
Í
reglugerðinni er meðal annars mælt fyrir um hækkun frítekjumarks tekjutryggingar vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega úr 327.000 krónum á ári í 1.200.000 krónur. Sú breyting kemur til framkvæmda 1. júlí 2008. Einnig er frítekjumark ellilífeyris hækkað frá 1. apríl næstkomandi.
5. Reglugerð um breytingu á reglugerð um heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, nr. 595/1997.
Mikilvægasta breytingin í reglugerðinni felst í því að fellt er brott ákvæði um hámarkstekjur sem hjón gátu haft til þess að fá greidda uppbót á lífeyri. Tekjur maka lífeyrisþega hafa þannig ekki lengur áhrif við ákvörðun uppbóta.
6. Reglugerð um breytingu á reglugerð um heimild Tryggingastofnunar ríkisins til að framlengja bótagreiðslur þrátt fyrir dvöl á sjúkrahúsi eða stofnun fyrir aldraða, nr. 357/2005.
Með reglugerðinni er fellt brott ákvæði um að sameiginlegar tekjur eða eignir hjóna geti haft áhrif við mat á því hvort heimilt sé að framlengja greiðslur þrátt fyrir dvöl á sjúkrahúsi eða stofnun fyrir aldraða. Með því eru rýmkaðar heimildir til að framlengja bótagreiðslur.
7. Reglugerð um breytingu á reglugerð um stofnanaþjónustu fyrir aldraða, nr. 1112/2006.
Samkvæmt reglugerðinni er sett 90.000 króna frítekjumark vegna fjármagnstekna vistmanna frá 1. apríl og hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna úr 327.000 krónum í 1.200.000 krónur frá 1. júlí. Þá er kveðið á um afnám áhrifa tekna maka við útreikning dvalarkostnaðar á dvalar- og hjúkrunarheimilum og þá hafa greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði sömuleiðis ekki lengur áhrif. Loks er kveðið á um heimild til að dreifa tekjum sem stafa af fjármagnstekjum til allt að tíu ára.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Lífeyrir hækkar og lágmarksframfærsluviðmiði flýtt
Fréttatilkynninga
Í tengslum við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hefur fjármálaráðuneytið reiknað út að meðaltalshækkun lægstu launa þann 1. febrúar samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Í samræmi við það hefur félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, undirritað reglugerð sem kveður á um hækkun lífeyris almannatrygginga hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum um 4% frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Hækkunin tekur til allra lífeyrisflokka almannatrygginga og kemur til viðbótar þeirri 3,3% hækkun sem kom til framkvæmda 1. janúar síðastliðinn. Frá áramótum hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% eða sem nemur um það bil 9.400 krónum á mánuði miðað við óskertar bætur.
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur einnig í samráði við forsætisráðherra ákveðið að fela nefnd sem vinnur nú að endurskoðun almannatrygginga að móta tillögur að sérstöku lágmarksframfærsluviðmiði fyrir lífeyrisþega og jafnframt flýta þeirri vinnu eins og kostur er. Lágmarksframfærsluviðmiðið taki meðal annars tillit til hækkunar lægstu launa í nýgerðum kjarasamningum og liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí 2008.
Ofangreindar aðgerðir eru í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Koma þær til viðbótar þeim kjarabótum lífeyrisþega sem tilkynntar voru með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í desember síðastliðnum og koma til framkvæmda í áföngum á árinu, fyrst með afnámi makatengingar þann 1. apríl næstkomandi. Þær aðgerðir ásamt þeim hækkunum lífeyris sem taka gildi frá 1. febrúar síðastliðnum nema um það bil 9 milljörðum króna á ári þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda.
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 31. mars 2008
Er sanngjarnt að skerða heimilisuppbót öryrkja með stálpað barn heima ?
Af http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item199180
Fyrst birt: 30.03.2008 12:15
Börn öryrkja búa ekki frítt heima
Dæmi eru um að börn öryrkja flytji að heiman um tvítugt til að foreldri haldi heimilisuppbót og húsaleigubótum. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir þetta óréttlátan galla í kerfinu.
Hulda Jónsdóttir er öryrki í Kópavogi. Hún á 10.000 krónur eftir þegar allir reikningar eru greiddir og segist hafa fengið lánað fyrir páskunum. En þetta stendur til bóta. 22 ára dóttir hennar flytur að heiman eftir helgi. Þá fær Hulda aftur heimilisuppbótina; um 24.000 krónur á mánuði og húsleigubæturnar hækka.
Samkvæmt lögum missir öryrki rétt á heimilisuppbót þegar barn hans verður 18 ára, ef barnið er í skóla helst heimilisuppbótin þar til barnið verður tvítugt. Sumir ná hinsvegar ekki að klára menntaskólann fyrir tvítugsaldurinn.
Spyrja má hvort barn öryrkjans hafi þá sömu tækifæri og jafnaldrarnir sem geta búið frítt heima. Sumir háskólanemar vilja búa hjá foreldrum sínum til að þurfa ekki að safna skuldum, sumir vilja safna sér fyrir útborgun í íbúð. Kerfið gerir hinsvegar ráð fyrir því að börn öryrkja greiði heim og tekur bætur af öryrkjanum búi hálf-fullorðið barn á heimilinu. Dóttir Huldu Jónsdóttur flytur að heiman eftir helgi. Hulda segir að dóttir hennar hafi viljað vera áfram en það hafi verið lítill hagur af því. Hún hefði þurft að láta dóttur sína greiða um 40.000 krónur til heimilisins á mánuði til að vega upp á móti öllum skerðingum.
Félagsmálaráðherra býst við því að nefnd sem endurskoðar almannatryggingalöggjöfina skoði þennan óréttláta galla í leiðinni.
Tilgangur skerðinga er að nýta takmarkað fjármagn sem best og beina því til þeirra sem þurfa mest á því að halda. Öryrki sem býr einn þarf vissulega frekar á heimilisuppbótinni á halda en öryrki sem á fullorðið, vinnandi barn á heimilinu. En þá má spyrja hvort barn öryrkjans hafi sömu tækifæri og jafnaldrarnir sem geta búið frítt heima.
Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun, segir að hugsunin á bak við það að skerða heimilisuppbótina, þegar barn verður 18 ára og fer að vinna, sé að taka mið af því hagræði sem verði á heimili öryrkjans þegar barn hans fær tekjur.
( Uppsett: FS )
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 29. mars 2008
18.000,oo kr. hækkunin skilar sér ekki til þeirra sem minnst hafa.
Mikið var talað um að bæta stöðu aldraðra og öryrkja, í aðdraganda síðustu þingkosninga.
Réttast hefði verið að bætur þessara hópa hefðu nú hækkað um kr.18.000,oo eins og laun gerðu.
Það er verið að endurskoða margt í sambandi við lífeyrisgreiðslur. Margt af því er til bóta en erfitt er ennþá að fá upplýst hver niðurstaðan verður.
Væri ekki tímabært að Jóhanna reyndi að leiðrétta það að hún tekjutengdi grunnlífeyrir ?
( F.S. )
Segja ekki staðið við samkomulag um hækkun bóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Örorkumat og mál öryrkja | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
1 dagur til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar