Færsluflokkur: Kjaramál

Öryrkjum var lofað að skerðin lífeyris 2009 yrði leiðrétt að fullu. Hvernig hefur verið staðið við það.?.

 

Leiðrétting bóta               

Eftir Guðmund Inga Kristinsson:

 

"Á mannamáli eru þetta um 83.000 krónur á mánuði fyrir skatt og um 98.000 krónur ef launavístalan er tekin inn í dæmið."

Greiðslur til öryrkja og eldri borgara skulu breytast árlega og miðast við launaþróun og hækki aldrei minna en neysluvísitalan, sem hefur hækkað um 55% frá 2008. Þá hefur launavísitalan hækkað um 60% á sama tíma.

 

Í 69. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, segir orðrétt: „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs."

Samkvæmt skattframtali mínu frá 2008-13 hafa lífeyrisbætur mínar frá TR og lífeyrissjóðnum hækkað um 22% og því vantar hækkun á þeim upp á 32% samkvæmt neysluvísitölunni og 38% ef launavísitalan er notuð. Á mannamáli eru þetta um 83.000 krónur á mánuði fyrir skatt og um 98.000 krónur ef launavístalan er tekin inn í dæmið. Þessi upphæð sem er einfaldlega skert er frá einni milljón til 1.176.000 kr. á ári eftir hvorri vísitölunni er farið. Þarna eru 50-60.000 kr. eftir skatt á mánuði eða 600-720.000 kr. ári sem eru teknar af okkur lífeyrisþegum enn í dag. Hálaunahópur fékk leiðréttingu upp á um 600.000 kr. á mánuði eða um 360.000 kr. eftir skatt á mánuði.

 

Vinstristjórnin svokölluð skerti lífeyrisgreiðslur með lögum og lofaði að hennar fyrsta verk yrði að hækka þær aftur. Þessi loforð voru svikin gróflega og hennar fyrsta verk var að hækka launin hjá sjálfri sér. Á árinu 2010 lækkuðu bætur mínar svo mikið að þær voru lægri en 2008 og hækkuðu síðan 2011 í sömu tölu og þær voru 2009. Á þessum tíma var óðaverðbólga og matur, lyf og húsnæðiskostnaður hækkaði mikið.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar lofuðu fyrir kosningar að leiðrétta skerðingar fyrri stjórnar. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra sagði í Útvarpi Sögu að það væri búið að leiðrétta bætur til öryrkja og eldri borgara frá 2008-13. Þetta var svar hennar við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata um útgjöld vegna almannatrygginga. Spurning Helga var hversu há útgjöld ríkisins væru til almannatrygginga sem og greiðslur samkvæmt lögum á árinu 2014 og þá hver væru útgjöldin ef greiðslurnar hefðu tekið breytingum á hverju ári í samræmi við 69. gr. laga um almannatryggingar frá 2008.

Í svarinu er öllum bótaflokkum og þar með meðlagsgreiðslum, sem eru ekki hluti bótaflokkanna, blandað saman og búið til meðalatal allra flokka og þannig fengið að bæturnar hefðu hækkað um 50-60% á tímabilinu frá 2008 til 2014.

Hver býr til svona svar til ráðherra og er tilgangurinn að plata ráðherra, þingmanninn sem bar fram fyrirspurnina og þá einnig alþingismenn?

Við öryrkjar og eldri borgarar borgum ekki af húsnæðislánum okkar með röngu meðaltali um hækkanir á bótum, sem aldrei voru hækkaðar, sem er lögbrot. Við borðum heldur ekki kökulínurit sem sýna að við séum með hærri bætur í dag, en við höfðum 2008. Við tórum á smánarbótum sem eru alltaf að lækka vegna keðjuverkandi skerðingar og þá er stór hlutur lífeyrissjóðsgreiðslna okkar notaður til að stöðva allar hækkanir. Notaður í boði verkalýðsfélaganna til að stórlækka bætur okkar með verðtrygginguna að vopni.

Veðtryggingin á að vera svo góð fyrir okkur sem erum á lífeyri frá lífeyrissjóðum. En er þetta rétt? Nei, því lífeyrissjóðsgreiðslur mínar hafa bara hækkað um 23,5% frá 2008-13 eða bara um 3,5% umfram bætur frá Tryggingastofnun ríkisins. Inn í þessa tölu vantar skerðingu um 10% frá lífeyrissjóðnum vegna bankahrunsins.

Hver sér til þess að skattleggja og skerða krónu á móti krónu barnabætur frá lífeyrissjóðum, en ekki barnabætur frá TR? Til hvers er verið að borga þessar barnabætur frá lífeyrissjóðunum, sem eru eingöngu skattur fyrir ríkissjóð, en ekki bætur fyrir börnin? Er ekki kominn tími til að bera ábyrgð og hætta þessum keðjuverkandi skerðingum hist og her um alla bótaflokka?

Að það sé gott að fá ekki laun er ekki bara fáránlegt fyrir öryrkja, heldur hámark heimskunnar að setja þannig skerðingarlög. Laun eiga að vera fagnaðarefni, en ekki böl og hvað þá refsing til að skerða þær litlu bætur sem fyrir voru. Skerðing á launum öryrkja eftir rúmt ár er eignaupptaka og því lögbrot. Hættum þessum lögbrotum á eldri borgurum og veiku fólki strax og gerum launtekjur fyrir alla eftirsóknarverðar.

Lífeyrissjóðstekjur skerða leigubætur, styrki, laun og koma í veg fyrir lækkun fasteignagjalda. Þá er það undarlegt að öryrki þarf að halda áfram að greiða allt að 100-150 þúsund krónur á ári af smánarbótum sínum í námslán til LÍN.

Þetta kerfi okkar í dag er einfaldlega skert vitsmunalega og virkar fullkomlega sem refsing, ef það var og er tilgangur þess. Öryrkjum og eldri borgurum er refsað, það er staðreynd, það eru einfaldlega teknar af mér um 50-60.000 kr. eftir skatt á mánuði eða 600-720.000 kr. á ári.

Höfundur er öryrki og formaður BÓTar.

Innsett: F.S.


Frá ÖBÍ.

ÖBÍ tekur undir ályktun Kjaranefndar FEB

varðandi launa- og kjaramál

Öryrkjabandalagið tekur undir það sem fram kemur í eftirfarandi ályktun Kjaranefndar Félags eldri borgara (FEB):

 

Samkvæmt stjórnarskránni eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum og allir eiga að njóta mannréttinda.

Í  lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. Mikill misbrestur hefur verið á því, að þessum lagaákvæðum hafi verið framfylgt.

Rannsóknir leiða í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra sem yngri eru.

Í launa- og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annarri meðferð en aðrir launþegar. Kjörum eldri borgara hefur verið haldið  niðri og þau skert á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið kjarabætur.

Embættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á kjörum sínum afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst.

Eldri borgurum hefur því verið mismunað freklega. Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á þeim.

Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi árið 2009, var brot á mannréttindum og hið sama er að segja um kjaragliðnun krepputímans.

Kjaranefnd FEB skorar á ríkisstjórnina að leiðrétta strax lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar sl. fimm ár, þar eð um mannréttindabrot er að ræða og stjórnarflokkarnir báðir lofuðu því fyrir kosningar að framkvæma þessa leiðréttingu strax, ef þeir kæmust til valda.

 Innsett:  F.S.

 


Ráðstefna ÖBÍ.

 

Mannréttindi fyrir alla

Framtíðarsýn Öryrkjabandalags Íslands

Fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 9.00 - 16.00.

Hilton Hóteli Nordica Suðurlandsbraut 2

Öryrkjabandalag Íslands býður til ráðstefnu þar sem kynnt verður hvernig framtíðarsýn bandalagsins tengist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Fyrir hádegi verður greint frá framtíðarsýn bandalagsins í ljósi samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem verður kynntur frá mismunandi sjónarhornum. Einnig mun verða fjallað um félagslega sýn á fötlun sem samningurinn byggir á.

Eftir hádegi verða fjórar málstofur sem munu fjalla um:

a) Sjálfstætt líf og réttarstöðu

b) Menntun og atvinnu

c) Lífskjör og heilsu

d) Aðgengi og ferlimál.

Munu þar bæði koma fram einstaklingar með sérþekkingu á þessum málefnum og fulltrúar frá mismunandi aðildarfélögum  munu einnig greina frá því hvernig samningurinn tengist þeirra málefnum og hvernig hann nýtist sem leiðarvísir í hagsmunabaráttu fatlaðs fólks.

Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis, boðið verður upp á kaffiveitingar og geta ráðstefnugestir keypt sér léttan hádegisverð.

Skráning og dagskrá verður auglýst þegar nær dregur

Allir velkomnir - Takið daginn frá

 Innsett.  F.S.

 


45 samtök mótmæla niðurskurði til LSH

 http://www.ruv.is/frett/44-samtok-motmaela-nidurskurdi-til-lsh

Fyrst birt: 23.10.2014 10:06, Síðast uppfært: 23.10.2014 11:37 Flokkar: Innlent, Heilbrigðismál Samtökin gagnrýna meðal annars bágan húsnæðiskost Landspítalans. Hér sjást fötur sem stillt hefur verið upp vegna leka.

Samtökin gagnrýna meðal annars bágan húsnæðiskost Landspítalans. Hér sjást fötur sem stillt hefur verið upp vegna leka.

Fulltrúar 44 samtaka mótmæla harðlega að til standi að lækka framlög til rekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í ályktun segir að við blasi að rekstrarfé sem gert er ráð fyrir í fjárlögum, dugi ekki til að sjúkrahúsið geti veitt þá þjónustu sem lög kveða á um.

Í ályktun samtakanna segir að niðurskurður samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kunni að valda „ómældum kostnaði fyrir spítalann og alla sem njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu."

Þá segir: „Til að Ísland geti talist velferðarríki verður heilbrigðisþjónusta landsins að standast þær kröfur sem gerðar eru til sjúkrahúsa á Norðurlöndum." Skorað er á ríkisstjórn, fjárlaganefnd og Alþingi að breyta fjárlagafrumvarpinu.

Meðal þeirra samtaka sem skrifa undir álytkunina eru Félag eldri borgara í Reykjavík, Hjartaheill, Krabbameinsfélag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, SÍBS og Öryrkjabandalag Íslands.

Ályktunin í heild. (pdf)

Innsett: F.S.

 


Útifundur BÓTAR við Velferðarráðuneytið þriðjud. 2. sept kl 13.oo til 14.oo

 

KEÐJUVERKANDI

SKERTUR LÍFEYRISSJÓÐUR

 

 

 

Boðar til BÓTar-fundar þriðjudag 2.sept 2014

frá kl. 13:00 til 14:00 við

Velferðarráðuneytið • Hafnarhúsinu við Tryggvagötu •

101 Reykjavík !

 

1.      Skerðingum á bótum bótaþega TR verði hætt strax. Skerðingar sem eru ekkert annað en 80% skattur á lífeyrissjóðsgreiðslur og hvað þá  keðjuverkandi skerðingum sem fara yfir 100% eða í mínus. - Bara veikir (öryrkjar) og eldriborgarar (afar og ömmur) borga hverja krónu til baka og tapa einnig öðrum bótum, og fara í mínus vegna skerðinga. Bara skerðingar og keðjuverkandi skerðingar  fyrir öryrkjar og eldriborgar, en ekki fyrir Alþingismenn, ráðuneytin, sveitastjórnendur, TR, ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, SA og alla hina ? Lífeyrisþegar eru þvingaðir til að greiða í lífeyrissjóði. - Sem þekkist ekki í Skandinavíu, Hollandi né annars staðar í heiminum.

____  ____  ____ ____  ____

2.      Húsnæðismál öryrkja og lífeyrisþega verði strax komið í lag og að við fáum sömu leiðréttingar á lánum eins og aðrir þegnar landsins (Stjórnaskrá - Bann við mismunun).

3.      Skerðingum frá 2008 til 2014 verði, skilað til bótaþega TR strax.  Bótaþegar hjá TR eru skertir í mínus á meðan útvaldir fá allt að 40% hækkun eða sexhundruð þús. krónur á mánuði.  Skerðingar vegna verðbóta eru 60%, frá 2008-14 eða 70.000. kr. á mánuði eftir skatt.  Skertir bótaþegar sveltir og GEFAST UPP Á LÍFINU en stjórarnir á milljónakrónalaununum fá  í ár 360.000. kr. hækkun á mánuði eftir skatt,  eða tvöfaldar bætur, bótaþega hjá TR eftir skatt , en fá engar skerðingar ???

 

  • „Opinn míkrafónn". Lífeyrisþegar eru hvattir til að mæta og hafa með sér hávaðatól til að vekja eftirtekt.
  • Guðmundur Ingi Kristinsson, öryrki og formaður BÓTar gik@simnet.is S: 896-1495
  • BÓT-AÐGERÐARHÓPUR UM BÆTT SAMFÉLAG sjá hér: https://www.facebook.com/groups/120279531356843/

 

•        Mætið með svört SORGARBÖND        •

 ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  ----  

Innsett: F.S.

 


Birgitta um almannatryggingakerfið: "Það er ekkert kjöt á þessum beinum."

 

 10. April 2014.

Birgitta Jónsdóttir
 

 

Birgitta Jónsdóttir var málshefjandi í sérstökum umræðum um almannatryggingar og stöðu öryrkja, á Alþingi í gær.  Birgittu var sérstaklega umhugað um stöðu öryrkja og lífsgæði þeirra almennt:

Forseti. Staðreyndirnar tala sínu máli. Risastór hópur fólks á Íslandi á ekki fyrir mat um miðjan mánuð í hverjum mánuði, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Þessi hópur þarf að neita sér um að fara til læknis, veikt fólk þarf að neita sér um að leysa út lyfin sín, allt of margir bíða með kvíðahnút í maganum í hvert einasta skipti sem það þarf að sanna veikindi sín til að fá lögbundna aðstoð og telur niður krónurnar sem eiga að endast út mánuðinn. Ekkert má fara úrskeiðis, ekkert má bila og engin óhöpp mega verða. Risastór hópur fólks á ekki öruggt skjól, býr við þannig aðstæður að launin, bæturnar, lífeyririnn hækkar ekki í takt við verðið á grunnneysluvörum. Lífið er nú þannig að það er ófyrirséð og eitthvað fer alltaf úrskeiðis. Það kemur alltaf eitthvað upp á og þá verður eitthvað að láta undan. Það er ekki hægt að ná heilsu ef maður er stöðugt þjakaður af áhyggjum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þeir sem þjást þurfi líka að vera kerfissérfræðingar í kerfi sem ekki einu sinni þeir sem smíðuðu kerfið vita hvernig virkar. Ef svo væri væri næsta víst að ekki væru alltaf að koma upp kringumstæður í kerfinu þar sem búbót þýðir í næstu andrá kjaraskerðing. Það er ekkert kjöt á þessum beinum. Það er búið að sjúga merginn úr beinunum og tafarlausu úrbæturnar og leiðréttingarnar fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja verða að gerast núna.

Undir lok ræðu sinnar skoraði Birgitta á ráðherra og alla þingmenn að bæta og standa vörð um lífsgæði öryrkja.

Ég veit að hæstv. ráðherra vill standa vörð um þennan hóp. Það hefur ítrekað komið fram í ræðum. Ég vil því skora á hæstv. ráðherra að gera það og þingmenn allra flokka að standa með ráðherranum í því og greiða leiðina fyrir slíkar leiðréttingar í gegnum þingið þó að við séum komin fram yfir síðustu forvöð að leggja mál fram á Alþingi fyrir sumarhlé. Forseti. Til mín hafa leitað svo margir með sögur sem nísta hjarta mitt og með raunir sem við getum ekki sem samfélag horft undan og varpað ábyrgðinni á aðra. Við hljótum að geta sammælst um að þeir sem eru veikir eða gamlir treysti á okkur, treysti á að kerfið grípi sig í þeirra erfiðleikum. Við erum öll meðvituð um að kerfið virkar ekki. Það þarf að setja saman aðgerðaáætlun í skrefum sem útlistar hvernig kjör öryrkja og aldraðra verða bætt í kjölfar hrunsins og þeirrar skerðingar sem þá var farið í. Ég vona að hæstv. ráðherra útlisti slíka aðgerðaáætlun í þessari sérstöku umræðu og ég veit að fjölmargir binda miklar vonir við að ráðherrann sinni þessum málaflokki af djörfung.

Helgi Hrafn Gunnarsson tók líka til máls og honum var sérstaklega tíðrætt um Tryggingastofnun og það traust eða öllu heldur vantraust  sem skjólstæðingar þeirrar stofnunar bera til hennar. Um þetta efni sagði Helgi Hrafn meðal annars:

Það kom mjög skýrt í ljós eftir að Alþingi hafði samþykkt almannatryggingalögin í janúar á þessu ári að notendur Tryggingastofnunar ríkisins, og þetta kemur fram í samtölum mínum við öryrkja og vissulega bara í fjaðrafokinu sem átti sér stað í kjölfarið, treysta stofnuninni yfirleitt ekki fyrir persónuupplýsingum. Mér finnst það svolítið alvarlegt.

Helgi Hrafn Gunnarsson   Auðvitað var lögunum ætlað að auðvelda upplýsingameðferð til þess meðal annars að gera hlutina betri fyrir öryrkja. Gott og vel, en öryrkjar treysta ekki stofnuninni fyrir persónuupplýsingum. Það er mjög mikilvægt að við tökum mark á þeim ótta og reynum að búa þannig um hnútana að notendur stofnunarinnar treysti henni fyrir persónuupplýsingum, að allt ferlið sé gegnsætt og auðskiljanlegt.

 

Hér má sjá umræðurnar í heild, en ásamt þeim Birgittu og Helga Hrafni tóku til máls; Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, Helgi Hjörvar, Pétur H. Blöndal, Steingrímur J. Sigfússon, Björt Ólafsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Edward H. Huijbens og Unnur Brá Konráðsdóttir.

  http://blog.piratar.is/thingflokkur/2014/04/10/birgitta-um-almannatryggingakerfid-thad-er-ekkert-kjot-a-thessum-beinum

 

Innsett: F.S.

 

 


Valgeir Matthias Pálsson berst fyrir réttindum öryrkja og vill svör.

Valgeir Matthías Pálsson   

Valgeir Matthías Pálsson

 

April 6 at 5:14pm

Vegna neyðar ástands í málefnum öryrkja settist ég niður og ritaði eftirfarandi aðilum þetta bréf sem birt er hér að neðan.

Ég bað um það að bréfi mínu yrði svarað fyrir föstudaginn 11.apríl 2014!

---

Bréf sent á eftirfarandi aðila:

Ellen Calmon (formann ÖBÍ)
Lilju Þorgeirsdóttir (framkv.st. ÖBÍ)
Hannes Inga Guðmundsson (lögfræðing ÖBÍ)
---
Sigmund Davíð Gunnlaugsson (forsætisráðherra)
Bjarna Benediktsson (fjármálaráðherra)
Eygló Harðardóttur (félags og húsnæðismálaráðerra)
Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur (form. velferðarnefndar Alþingis)
---

Sælt veri fólkið.

Ég ákvað að setjast niður og skrifa ykkur örstutt bréf vegna stöðu og málefni öryrkja á Íslandi í dag. Árið 2014 er bráðum hálfnað og ríkisstjórn Íslands verður brátt eins árs ef áfram heldur sem horfir.

Mér finnst svo ég byrji að opna umræðuna hér að málefni öryrkja og aldraðra hafi lítið verið í umræðunni upp á síðkastið. Mér finnst lítið hafa heyrst frá Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ) varðandi mál sem líta að öryrkjum á Íslandi á síðustu mánuðum.

Ég og reyndar margir aðrir vissu mæta vel að málefni öryrkja yrðu ekki ofarlega uppi á pallaborðinu hjá þeirri ríkisstjórn sem tók við fyrir ári síðan. Það vissu menn. En mér finnst núna vera komin tími á aðgerðir af hálfu Öryrkjabandalgs Íslands og sérsambanda þess ásamt ríkisstjórnar íslands. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Mælirinn er orðin fullur og það fyrir mörgum árum síðan.

Nú er svo komið að ég og margir fleiri lítum á það sem okkar neyðar brauð að fara með málefni er lúta að framfærslu öryrkja á Íslandi til Mannréttindadómstóls Evrópu og jafnvel Alþjóða glæpa dómstólsins. Hvert er álit ÖBÍ og sérsambanda þess á þessum málum? ÖBÍ hefur höfðað fleiri mál fyrir dómstólum hér heima en þau hafa í raun og veru öll tapast. Ef ég veit rétt. Það hafa kannski unnist nokkur léttvægari mál en þau hafa ekki skipt sköpum fyrir heildar mynd mála.

Mig langar að vita eitt. Eru einhver dómsmál er lúta að öryrkjum á Íslandi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu nú um þessar mundir? Eru einhver mál fyrir dómstólum á Íslandi nú um þessar mundir er snúa að framfærslu öryrkja á Íslandi.

Mælir öryrkja á Íslandi er orðin algjörlega fullur. Hér sveltur fólk og fólk á ekki ofan í sig og á þegar t.d. 2-3 vikur eru eftir af hverjum einasta almanaks mánuði ársins. Það er slæmt og óréttlátt og það er í raun og veru mannréttindabrot.

Mannréttindabrot segi ég vegna þess að öllum skal tryggð mannsæmandi framfærsla í stjórnarskrá. Það eru víða framin mannréttindabrot á Öryrkjum á Íslandi. Það er mál að linni. Nú þarf að fara að bretta upp ermar og fara að vinna í málunum.

Ef að Öryrkjabandalag Íslands og Alþingi Íslendinga treystir sér ekki í þessi mál að þá vil ég sem öryrkji og mikill og harður talsmaður þess að hér verði bætur hækkaðar til samræmis við það sem gerist í öðrum nágranna löndum okkar, vita það. Það gengur ekki að láta þessi mál leika á reiðanum mikið lengur.

Það eru öryrkjar hér sem svelta part úr hverjum einasta mánuði ársins og það er slæmt. Það er slæmt vegna þess að þannig á ekki að koma fram við þegna þessa lands. Mannréttindi eru ekki virt á Íslandi.

Þið verðið að athuga það ágæta starfsfólk (nota þetta yfir ykkur öll í þessu bréfi) að við öryrkjar erum líka fólk, alveg eins og þið hin. Við eigum okkar væntingar og þrár. En við getum aldrei leyft okkur neitt í hinu daglega lífi vegna þess að endar okkar ná ekki saman.

Sem sagt.

1. Hver er afstaða ÖBÍ vegna fyrirhugaðrar málshöfðunar fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna framfærslu öryrkja á Íslandi?

2. Ætlar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að beita sér í málefnum öryrkja á komandi mánuðum? Heiðarleg svör óskast!

3. Munu öll málefni er snúa að öryrkjum og öldruðum verða endurskoðuð á komandi vikum og mánuðum eða verðum við svelt endalaust?

Þið áttið ykkur kannski ekki á því en hér á landi fremja margir öryrkjar sjálfsvíg vegna þess að þeir ná ekki endum saman. Það er staðreynd sem ekki verður horft framhjá!

Með vinsemd og virðingu.

Valgeir Matthías Pálsson
Hs: 5177661 og Gsm: 7706690

 

Innsett: F.S.


Örorkulífeyrisþegar geta ekki beðið eftir stjórnsýslulegum og pólitískum endurskoðunum á heilu kerfi út í hið óendanlega"

 

Auka ekki fjárhagsaðstoð vegna heilbrigðiskostnaðar lífeyrisþega

Innlent kl 07:00, 05. mars 2014

Að mati ráðherra þarf að tryggja að þeir sem standa illa fjárhagslega fái sérstakan stuðning. Að mati ráðherra þarf að tryggja að þeir sem standa illa fjárhagslega fái sérstakan stuðning. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

Eva Bjarnadóttir skrifar:

Félags- og tryggingamálaráðherra segir engin áform vera um að hækka tekjuviðmið almannatrygginga til aðstoðar örorku- og ellilífeyrisþegum við að standa straum af síhækkandi heilbrigðiskostnaði. Í skoðun er breyting á fyrirkomulagi endurgreiðslu vegna lyfja- og lækniskostnaðar.

Öryrkjum og lífeyrisþegum sem eiga rétt á greiðslum vegna kostnaðar við að standa straum af meðal annars lyfja- og læknisþjónustu, heyrnartækjum og umönnun í heimahúsum fækkaði um tæp 70 prósent frá árinu 2009. Það orsakast af því að tekjuviðmið Tryggingastofnunar (TR), sem er 200.000 krónur á mánuði, hefur ekkert hækkað á tímabilinu.

Eygló Harðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að í skoðun sé að færa allar endurgreiðslur vegna læknis-, lyfja- og sjúkrakostnaðar yfir til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).

„Það má vel sjá fyrir sér að betur fari á því að SÍ annist allar greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu og þeir fjármunir til þessara þátta sem eru hjá TR flytjist þangað yfir," segir Eygló.

Endurgreiðsla SÍ er ekki tekjutengd heldur lýtur hún að fjórum gjaldflokkum eftir því hvort í hlut eiga börn, fullorðnir, örorku- eða ellilífeyrisþegar. Myndi það samkvæmt óbreyttum lögum leiða til þess fjármunirnir dreifðust á stærri hóp en hingað til.

„Að mínu mati þyrfti þá að tryggja með einhverjum hætti að þeir sem standa illa fjárhagslega fengju sérstakan stuðning, líkt og er markmiðið að baki lögum um félagslega aðstoð," segir Eygló.

Heildarendurskoðun almannatrygginga stendur yfir og liggur ekki fyrir hvenær henni lýkur. Ráðherra boðar þó frumvarp um frekari breytingar á yfirstandandi þingi.
Töluverðar gjaldskrárhækkanir á heilbrigðisþjónustu urðu um áramót, sem eru yfir hækkun bóta almannatrygginga og verðbólgumarkmiðum.


Ellen J. Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins

 

Ellen J. Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins

Geta ekki beðið út í hið óendanlega
„Örorkulífeyrisþegar geta ekki beðið eftir stjórnsýslulegum og pólitískum endurskoðunum á heilu kerfi út í hið óendanlega þar sem þeir eru margir á barmi fátæktar," segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, sem telur endurskoðun almannatryggingakerfisins undanfarin misseri engu hafa skilað.

Hún efast um að tillögur ráðherra séu til bóta. „Ef fjármunir sem TR hefur greitt í uppbætur vegna heilbrigðisþjónustu yrðu færðir yfir til SÍ og dreifðust á stærri hóp skapast sú hætta að lífeyrisþegar fengju enn minni stuðning en er í dag."

Ellen bendir á að lífeyrisþegar hafi iðulega meiri kostnað vegna heilsubrests sem er tilkominn vegna sjúkdóma og skerðinga. Þá geti fólk utan vinnumarkaðar ekki leitað til sjúkrasjóða stéttarfélaga eftir styrkjum.

 

Innsett:FS


Kynningarfundur í SÍBS-húsinu um nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa

 

Nýtt greiðsluþátttökukerfi SÍ

 

Kynningarfundur um nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa

 

Fimmtudag 11. apríl kl. 17:oo verður haldinn kynningarfundur í SÍBS-húsinu Síðumúla 6, um nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa sem taka mun gildi 4. maí.

Kerfinu er ætlað að jafna aðstöðu sjúklingahópa og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda.

Sjá einnig á http://www.sjukra.is/lyf-og-hjalpartaeki/lyf/nytt-greidsluthatttokukerfi-vegna-lyfja-i-vaentanlegt/

 

Sjúkratryggingar Íslands


Fundur ÖBÍ með framboðum til Alþingis.

 

Fá allir að sitja við sama borð?

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Hver er afstaða framboða til Alþingis?

 

Hilton Reykjavík Nordica, A salur

 miðvikudaginn 20. febrúar 2013 kl. 14.00-16.00

 

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) býður til opins fundar með fulltrúum framboða til Alþingiskosninga í apríl 2013.  Rætt verður um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér framtíð mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. ÖBÍ hvetur fatlað fólk, þá sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og alla sem áhuga hafa á málefninu til að mæta á fundinn þar sem mannréttindasáttmálinn verður stefnumótandi í málefnum fatlaðs fólks í framtíðinni.

 

Framsöguerindi

Sagan, samhengið og hugmyndafræðin að baki sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks: Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum við HÍ

Skyldur íslenska ríkisins samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun: Brynhildur Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ

 

Fulltrúar framboða á landsvísu sitja fyrir svörum frá

Guðmundi Magnússyni, formanni Öryrkjabandalags Íslands

Gerði A. Árnadóttur, formanni Landssamtakanna Þroskahjálpar

Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands

 

 

Fundarstjóri: Ragnar Gunnar Þórhallsson

 

Boðið verður upp á veitingar í upphafi fundar

 

Táknmáls- og rittúlkun í boði

 

Allir velkomnir!


Næsta síða »

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband