Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Um kæfisvefn.

Kæfisvefn Síðustu áratugina hefur verið vitað að til eru öndunartruflanir sem eingöngu koma fram í svefni. Langalgengasta truflunin er öndunarhlé sem varir í tíu sekúndur eða lengur. Ef slík öndunarhlé eru 5 eða fleiri á klukkustund og þeim fylgir óvær svefn, háværar hrotur og dagsyfja er ástandið kallað kæfisvefn (sleep apnea syndrome). Efnisyfirlit [Fela] • Hve algengur er kæfisvefn? • Hverjir fá helst kæfisvefn? • Eru öndunarhléin til staðar allar nætur? • Geta börn líka þjáðst af kæfisvefni? • Hverjar eru afleiðingar kæfisvefns hjá fullorðnum? • Hverjar eru lífshorfur kæfisvefnssjúklinga? • Í hverju er meðferð kæfisvefns fólgin? • Eru þá engin sameiginleg meðferðarráð fyrir sjúklinga með kæfisvefn? • Er ástæða til að leita álits háls-, nef- og eyrnalæknis? • Hver er algengasta meðferðin við alvarlegum kæfisvefni? • Hvenær er ástæða til að leita læknis vegna gruns um kæfisvefn? • En hvað með þá sem „bara“ hrjóta? Hve algengur er kæfisvefn? Kæfisvefn er meðal algengari langvinnra sjúkdóma hjá miðaldra fólki. Sex af hundrað körlum og tvær af hundrað konum greinast með kæfisvefn. Mun fleiri eru þó með einkenni kæfisvefns, s.s. háværar hrotur, en íslenskar faraldsfræðirannsóknir benda til þess að einn karl af sjö hrjóti hávært allar nætur og ein kona af hverjum tíu. Hverjir fá helst kæfisvefn? Það eru fyrst og fremst þrengsli innan efri loftvegs (frá nefi að barka) sem valda kæfisvefni. Oft er um að ræða skekkju á nefi, sepamyndun, stóra hálskirtla lítil haka en offita er þó megin orsökin en tveir af hverjum þremur kæfisvefnssjúklingum eru of þungir. Eru öndunarhléin til staðar allar nætur? Hjá þeim sem eru með talsverð einkenni kæfisvefns eru verulegar öndunartruflanir fyrir hendi allar nætur. Undir vissum kringumstæðum fylgja þó mun meiri öndunartruflanir í svefni, eftir áfengisneyslu, notkun vissra svefnlyfja og eða langvarandi vansvefn. Jafnframt geta tímabundnar aðstæður, s.s. ofnæmiskvef í nefi, stuðlað að kæfisvefni. Geta börn líka þjáðst af kæfisvefni? Já, það hefur komið í ljós að öndunartruflanir eru líka hjá börnum. Rannsókn meðal sex mánaða til sex ára barna í Garðabæ sýndi það, að minnsta kosti 2,4% þeirra voru með öndunartruflanir í svefni. Börn með kæfisvefn eru yfirleitt ekki of þung, heldur oftast með stóra háls- og/eða nefkirtla. Börn sem ekki hvílast vegna kæfisvefns eru pirruð og ergileg á daginn. Einnig veldur kæfisvefninn vanþroska, þau stækka ekki og dafna eins og heilbrigð börn. Hverjar eru afleiðingar kæfisvefns hjá fullorðnum? Þær ráðast mjög af því á hvaða stigi sjúkdómurinn er. Ef kæfisvefninn er vægur (5-15 stutt öndunarstopp á klst) þá eru afleiðingarnar fyrst og fremst þreyta og syfja að deginum. Þeim mun fleiri sem öndunarhléin eru þeim mun víðtækari afleiðingar má gera ráð fyrir að þau hafi á líkamsstarfsemina að öðru leyti. Háþrýstingur og sjúkdómar í hjarta og æðakerfi eru til að mynda mun algengari meðal þeirra sem eru með alvarlegan kæfisvefn. Hverjar eru lífshorfur kæfisvefnssjúklinga? Ef kæfisvefn er á háu stigi eru slíkir sjúklingar í margfalt meiri hættu að lenda í umferðar- eða vinnuslysum. Einnig er meðal þeirra aukin dánartíðni, fyrst og fremst vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Í hverju er meðferð kæfisvefns fólgin? Áður en ákvörðun er tekin um meðferð er nauðsynlegt að viðkomandi fari í rannsókn þar sem fylgst er með öndun og súrefnismettun yfir heila nótt. Rannsóknir fara nú fram á nokkrum heilbrigðisstofnunum á landinu. Á grundvelli þess má sjá á hvaða stigi sjúkdómurinn er og ráðleggja meðferð í samræmi við það, ef á þarf að halda. Eru þá engin sameiginleg meðferðarráð fyrir sjúklinga með kæfisvefn? Jú. Almenn þekking á eðli og einkennum kæfisvefns er nauðsynleg. Jafnframt að draga lærdóm af því að áfengisneysla, notkun svefnlyfja og vansvefn geta aukið mjög kæfisvefnseinkennin. Einnig er nauðsynlegt að halda líkamsþyngd í skefjum ef viðkomandi hefur tilhneigingu til kæfisvefns. Margar rannsóknir benda til þess að þyngdaraukning leiði til þess að kæfisvefn versni mikið. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að samhliða megrun ná margir kæfisvefnssjúklingar talsverðum bata. Er ástæða til að leita álits háls-, nef- og eyrnalæknis? Já, ef um talsverðan kæfisvefn er að ræða getur ástæðan verið þrenging innan efra loftvegs, svo sem nefskekkja eða sepamyndun í nefi. Meðferð hjá háls-, nef- og eyrnalækni getur leitt til varanlegs árangurs. Hver er algengasta meðferðin við alvarlegum kæfisvefni? Um 2500 manns nota öndunarvél sem meðferð við kæfisvefni og sú meðferð á vegum lungnadeildar Landspítalans. Oftast er þá beitt einfaldri öndunarvél þar sem með aðstoð loftblásara er aukinn þrýstingur á innöndunarlofti. Sjúklingur sefur þá með grímu tengda við öndunarvél. Áður en einstaklingurinn sofnar er það síðasta sem hann gerir að setja á sig slíkan búnað sem hann fjarlægir svo strax að morgni þegar hann vaknar. Með aðstoð loftblástursins er komið í veg fyrir öndunarhlé, sjúklingurinn sefur eðlilega, hvílist og finnur ekki fyrir dagsyfju. Fylgikvillar kæfisvefns, s.s. háþrýstingur, verða oft viðráðanlegri. Önnur meðferð er notkun á bitgóm sem heldur fram hökunni og er henni beitt á einstaklinga með kæfisvefn á vægu eða meðalháu stigi þar öndunarhléin eru aðallega þegar viðkomandi liggur á bakinu.Er öndunarvélameðferð algeng? Hvenær er ástæða til að leita læknis vegna gruns um kæfisvefn? Fullorðnir með sögu um háværar hrotur, öndunarhlé, óværan svefn og syfju eða þreytu að deginum ættu að ráðfæra sig við lækni vegna möguleika á kæfisvefni. Einkum ef þeir eru með háþrýsting eða hjarta- og æðasjúkdóma. Jafnvel þó viðkomandi viti lítið um hrotur (sefur einn) en er með veruleg einkenni syfju að deginum, þá er full ástæða til að ráðfæra sig við lækni um hvort kæfisvefn eða eitthvað annað geti verið að trufla svefninn og valda ónógri hvíld og dagsyfju. En hvað með þá sem „bara“ hrjóta? Ef eingöngu er vitað um háværar hrotur, ekki er tekið eftir öndunarstoppum, engin óþægindi vegna óeðlilegrar dagsyfju og hjartasjúkdómar ekki til staðar, þá er tæpast ástæða til næturrannsóknar af læknisfræðilegum ástæðum. Stundum geta þó þau félagslegu óþægindi sem fylgja háværum hrotum valdið því að viðkomandi vill ráðfæra sig við lækni um leiðir til þess að draga úr umhverfistruflun vegna hrota. Af: http://doktor.is/sjukdomur/kaefisvefn-2 Innsett: F.S,


Frí öndunarmæling 13. nóvember

Samtök lungnasjúklinga og SÍBS bjóða fría öndunarmælingu fimmtudaginn 13. nóvember í SÍBS-húsinu Síðumúla 6, á 2. hæð (lyfta) kl. 13 til 16.

Hafir þú grun um að þú hafir lungnasjúkdóm en ert ekki nú þegar undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks vegna þess, þá er þessi öndunarmæling í boði fyrir þig. Talið er að margir séu með lungnasjúkdóm og viti ekki af því.

Helstu ástæður fyrir því þú ættir að fara í öndunarmælingu eru:Helstu ástæður fyrir því þú ættir að fara í öndunarmælingu eru:

”Þú ert, eða hefur verið reykingamaður”

Þú ert eldri en 40 ára ”Þú hefur haft hósta í langan tíma”

Þú getur ekki gengið upp stiga án þess að að upplifa mæði ”Þú hefur fundið fyrir aukinni mæði síðastliðin ár”

Þú hefur fundið fyrir hvæsandi öndun undanfarin ár ”Þú getur ekki þjálfað þig (hreyft þig) eins mikið og áður”

Þú hefur einhverjar áhyggjur af lungnaheilsu þinni ”Þér líður eins og þú fáir ekki nóg loft”

Þú finnur fyrir verk við inn- eða útöndun

Gert í samstarfi við fagdeild lungnahjúkrunarfræðinga, göngudeild A3 á LSH og Reykjalund.

Ekki er hægt að panta tíma í mælingu fyrirfram, aðeins er hægt að koma á staðinn og taka númer.

Innsett: F.S.


Rabbkvöld um fæðuofnæmi og -óþol.

30. okt 2014

Rabbkvöld um fæðuofnæmi og -óþol

 

 

Mánudaginn 3. nóvember kl. 20 - 22, munu Astma- og ofnæmisfélag Íslands og Selíak- og glútenóþolssamtök Íslands halda rabbkvöld í húsakynnum sínum í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6, 2. hæð.

Tilgangurinn með rabbkvöldum er að hittast og ræða um fæðuofnæmi og -óþol og þá þætti sem hafa þarf í huga í daglegu lífi og starfi.

Á þessu fyrsta rabbkvöldi vetrarins mun Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur og formaður AO opna fundinn og ræða tilgang fundanna. Einnig mun hún kynna bókina "Kræsingar" sem hún þýddi fyrir tilstuðlan félagsins. Kræsingar verða á tilboðsverði á rabbkvöldinu.

Kvöldið er opið fyrir alla áhugasama. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Innsett: F.S.


Ráðstefna ÖBÍ.

 

Mannréttindi fyrir alla

Framtíðarsýn Öryrkjabandalags Íslands

Fimmtudaginn 20. nóvember 2014 kl. 9.00 - 16.00.

Hilton Hóteli Nordica Suðurlandsbraut 2

Öryrkjabandalag Íslands býður til ráðstefnu þar sem kynnt verður hvernig framtíðarsýn bandalagsins tengist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Fyrir hádegi verður greint frá framtíðarsýn bandalagsins í ljósi samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem verður kynntur frá mismunandi sjónarhornum. Einnig mun verða fjallað um félagslega sýn á fötlun sem samningurinn byggir á.

Eftir hádegi verða fjórar málstofur sem munu fjalla um:

a) Sjálfstætt líf og réttarstöðu

b) Menntun og atvinnu

c) Lífskjör og heilsu

d) Aðgengi og ferlimál.

Munu þar bæði koma fram einstaklingar með sérþekkingu á þessum málefnum og fulltrúar frá mismunandi aðildarfélögum  munu einnig greina frá því hvernig samningurinn tengist þeirra málefnum og hvernig hann nýtist sem leiðarvísir í hagsmunabaráttu fatlaðs fólks.

Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis, boðið verður upp á kaffiveitingar og geta ráðstefnugestir keypt sér léttan hádegisverð.

Skráning og dagskrá verður auglýst þegar nær dregur

Allir velkomnir - Takið daginn frá

 Innsett.  F.S.

 


45 samtök mótmæla niðurskurði til LSH

 http://www.ruv.is/frett/44-samtok-motmaela-nidurskurdi-til-lsh

Fyrst birt: 23.10.2014 10:06, Síðast uppfært: 23.10.2014 11:37 Flokkar: Innlent, Heilbrigðismál Samtökin gagnrýna meðal annars bágan húsnæðiskost Landspítalans. Hér sjást fötur sem stillt hefur verið upp vegna leka.

Samtökin gagnrýna meðal annars bágan húsnæðiskost Landspítalans. Hér sjást fötur sem stillt hefur verið upp vegna leka.

Fulltrúar 44 samtaka mótmæla harðlega að til standi að lækka framlög til rekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í ályktun segir að við blasi að rekstrarfé sem gert er ráð fyrir í fjárlögum, dugi ekki til að sjúkrahúsið geti veitt þá þjónustu sem lög kveða á um.

Í ályktun samtakanna segir að niðurskurður samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kunni að valda „ómældum kostnaði fyrir spítalann og alla sem njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu."

Þá segir: „Til að Ísland geti talist velferðarríki verður heilbrigðisþjónusta landsins að standast þær kröfur sem gerðar eru til sjúkrahúsa á Norðurlöndum." Skorað er á ríkisstjórn, fjárlaganefnd og Alþingi að breyta fjárlagafrumvarpinu.

Meðal þeirra samtaka sem skrifa undir álytkunina eru Félag eldri borgara í Reykjavík, Hjartaheill, Krabbameinsfélag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, SÍBS og Öryrkjabandalag Íslands.

Ályktunin í heild. (pdf)

Innsett: F.S.

 


Grænmetisæta til að bæta heilsuna.

 

Margir sem eru með kæfisvefn eru of þungir.  Væri þetta ekki góð lausn fyrir þá einstaklinga til að ná að minnka álagið á líkamanum og draga úr þeim þrengingum á öndunarveginum sem fylgir í kjölfar offitu.

Fyrst þegar byrjað var að meðhöndla kæfisvefn hérlendis, á Vífilsstöðum,  þá voru sérstakir gönguhópar fyrir fólk með kæfisvefn til að hjálpa fólki með kæfisvefn að grenna sig.  Þetta gekk fyrstu árin en svo er eins og eldmóðurinn minnki með árunum en þetta var forsenda þess að einhverjir sjúklinganna náðu að grennast og fengu tækifæri til að fara í sérstaka aðgerð til að opna betur öndunarveginn.

 Þetta gæti verið næsta skrefið, að kynna fólki hvað það stendur fyrir að vera grænmetisæta og halda jafnvel fræðslufundi og námskeið því tengdu.

Kíkið svo á greinina, hún átti að vera aðal málið hér.

 

Innsett F.S.


mbl.is Orðin grænmetisæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífsstílsbreytingar virka.

 150 Pounds Ago, I Was One Chinese Buffet Away from a Health Crisis

http://www.forksoverknives.com/150-pounds-ago-one-chinese-buffet-away-health-crisis

By John Dempsey   |   Posted on June 25, 2014

JohnD 570x299 150 Pounds Ago, I Was One Chinese Buffet Away from a Health CrisisOn March 1st of 2012 I was 44 years old, weighed 380 pounds, and was on blood pressure and cholesterol medicine. I watched Fork Over Knives, then checked out some other resources for plant-based eating, which really opened my eyes and saved my life! I came to realize that most sickness came from my high-fat and high-protein animal-based diet. The main thing that FOK showed me was that most of what we learned from the media, school, government, and society was all a big lie.

With this new knowledge, I started changing my diet, beginning with 80% whole plants. By doing this, the weight flew off. After two months of eating this way, I was down 48 pounds, and slowly that remaining 20% animal foods became smaller and smaller. It took me around six months to lose 100 pounds, and by the one year mark I was down 130 pounds. After three months, I was able to come off my blood pressure and cholesterol meds.

In August of 2013, I decided to give up eating meat altogether. The only thing I was holding out on was cheese, eggs, and milk in baked goods. Then in January of 2014, I went all the way to a 100% plant-based diet. Today the scale reads 229 - down 150 pounds in less than 26 months!

I recently went for a blood test, and my numbers are now better than when I was on medicine. It really does prove that disease and sickness can be changed by eating whole plant foods and eliminating animal products.

With the weight loss and this newfound energy, I am able to do so much more. Before, just walking up a flight of stairs at work was a struggle. Now I love to run! I started signing up for races, and a year and a half after starting at 380 pounds, I ran my first half marathon. I even started taking a yoga class, which is taking me to a total new level not only physically but also mentally.

I can't even imagine where I would be today if I didn't start on this journey. I was one Chinese buffet away from even more serious health issues, or even death, if I hadn't changed my ways. I will forever be grateful for films like FOK that started me on this Journey. Every time someone asks me what I did to lose weight, one of the first things I tell them is to go watch FOK.


5. Mai fræðsluerindi félagsráðs SÍBS


Hvað er markþjálfun
Fræðsluerindi um markþjálfun verður haldið mánudaginn 5. maí 2014 kl 17:00 á annari hæð SÍBS hússins Síðumúla 6 í Reykjavík
Erindið mun svara eftirfarandi spurningum:
  • Hvað er markþjálfun og hvernig leysir markþjálfi úr læðingi innbyggða möguleika einstaklings eða hóps?
  • Fyrir hvern - hverja er markþjálfun og hvaða gagn er af henni? 
  • Tegundir markþjálfunar og hvaðan kemur markþjálfun?
  • Er hægt að markþjálfa alla?
  • Hvernig vel ég mér markþjálfa og hvað er góður markþjálfi? Hvar finnég markþjálfa?


Fyrlesari:
Auðbjörg Reyisdóttir, markþjálfi og hjúkrunarfræðingur

​Fræðsluerindið er í boði Félagsráðs SÍBS -ókeypis - og opið öllu​m meðan húsrúm leyfir.

Innsett: F.S.


Trúnaðarbrot læknis

 

Persónuvern úrskurðar að læknir hafi brotið persónuverndarlög með því að nýta upplýsingar úr gögnum sem læknirinn fékk hjá sjúklinginum.

Nokkrir öryrkjar hafa sagt frá áþekkum dæmum og telja sig ekki geta treyst því að læknar og t.d. starfsfólk Tryggingastofnunar Ríkisins virði trúnaðarreglur við sjúklinginn.  Því eru margir öryrkjar mikið á móti auknum rétti starfsmanna T.R. til að skoða læknaskírslur og önnur gögn um skjólstæðinga T.R.

Þetta er álit Persónuverndar og dæmi eru um að dómstólar lýti öðruvísi á málin en það er virkilega gróft að nota trúnaðargögn til efnisöflunar í blaðagrein um viðkomandi sjúkling.

Allsstaðar þar sem persónuupplýsingar eru geymdar eða notaðar þá er einhver tiltekinn starfmaður ábyrgur fyrir því að aðgangur að og notkun á persónuupplýsingum sé í samræmi við lögin.  Nafn þess einstaklings á að vera skráð hjá Persónuvernd.

Hver er sá ábyrgðaraðili í þessu tilviki ?


mbl.is Læknir braut persónuverndarlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sykur meira ávanabindandi en kókaín ?

 

VÍFILL er félag fólks með kæfisvefn og þeim sjúkdómi fylgir tilhneiging til að fitna og þyngjast.

Aukin þyngd getur aukið áhrif kæfisvefna vegna þrengingar á öndunrfærum.

Þessi grein á mikið erindi til okkar fólks og annarra sem eru of þungir eða eru með tilhneygingu til að þyngjast.

 

Innsett: F:S:


mbl.is Sykur meira ávanabindandi en kókaín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband