Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Langvinn lungnateppa hrjáir 18 prósent fertugra og eldri.

11.04 2014

 http://www.frettatiminn.is/frettir/langvinn_lungnateppa_hrjair_18_prosent_fertugra_og_eldri  

 

Helga Jónsdóttir, Þorbjörg S. Ingadóttir og Bryndís Halldórsdóttir hjá hjúkrunarþjónustu á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu.

 

Helga Jónsdóttir, Þorbjörg S. Ingadóttir og Bryndís Halldórsdóttir hjá hjúkrunarþjónustu á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu.

Rannsóknir sýna að um 18 prósent Íslendinga 40 ára og eldri eru með langvinna lungnateppu. Sjúkdómurinn er vangreindur og stór hluti þeirra sem er með sjúkdóminn veit ekki af því. Á Landspítala er starfrækt hjúkrunarþjónusta á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu sem starfar eftir hugmyndafræði um samráð við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Eftir að þjónustan hófst hefur innlögnum fólks með sjúkdóminn stórlega fækkað. 

Langvinn lungnateppa er sjúkdómur sem í flestum tilvikum má rekja til reykinga. Oft kemur hann fram um miðjan aldur og er ekki læknanlegur. Með réttri meðferð er þó hægt að gera líf með sjúkdómnum betra og lengra. Rannsóknir sýna að um 18 prósent Íslendinga yfir fertugt, eða tæplega 23.000 manns, séu með langvinna lungnateppu. Í hjúkrunarþjónustu á göngudeild Landspítala vinna þrír hjúkrunarfræðingar að því að veita fólki með sjúkdóminn á síðari stigum stuðning og meðferð með aðferðum sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Blaðamaður settist niður með hjúkrunarfræðingunum Helgu Jónsdóttur, sem unnið hefur að fræðilegum bakgrunni þjónustunnar, Þorbjörgu Sóleyju Ingadóttur, Bryndísi S. Halldórsdóttur og Guðrúnu Hlín Bragadóttur sem veita þjónustuna og ræddi við þær um alvarleika og afleiðingar sjúkdómsins og aðferðirnar sem þær hafa þróað. Hjúkrunardeildarstjóri göngudeildarinnar er Guðrún Magney Halldórsdóttir.

Þögul einkenni
„Langvinn lungnateppa þróast á mörgum árum sem gerir það að verkum að fólk áttar sig oft ekki á sjúkdómnum fyrr en hann er langt genginn. Einkennin eru þögul í fyrstu þó breytingar í lungum séu byrjaðar," segir Þorbjörg Sóley. Langvinn lungateppa er sambland tveggja sjúkdóma, annars vegar langvinnrar berkjubólgu og hins vegar lungnaþembu. „Algengt er að í stað þess að fólk átti sig á því að það hefur langvinna lungnateppu telji það að langvarandi mæði og hósti stafi af reykingum, hreyfingarleysi og hækkandi aldri," bætir Helga við.

Blástursmæling á heilsugæslustöð
Eins og áður segir er algengt að reykingafólk fái langvinna lungnateppu um miðjan aldur. Oft byrjar sjúkdómurinn með þrálátum hósta, mæði og slímuppgangi. Síðar fer að bera á andþyngslum við hreyfingu, til dæmis við það ganga upp stiga eða brekku og fólk hættir smám saman að gera hluti sem það var áður vant að gera. Helga segir vanta upp á markvissa þjónustu fyrir fólk með sjúkdóminn á fyrri stigum. „Það þyrfti að vera til staðar þjónusta til að hjálpa fólki á uppbyggilegan hátt við að hætta að reykja og takast á við breytingar. Fólk í þessum sporum þarf aðstoð og rétt lyf. Það er til mikils að vinna að hætta að reykja áður en sjúkdómurinn verður alvarlegur." Bryndís bendir á að mikilvægt sé að styðja við heilsugæsluna til að auka þjónustu við þennan hóp.

Með einfaldri öndunarmælingu er hægt að greina langvinna lungnateppu og segir Bryndís ráðlegt að öndunarmæling sé gerð hjá öllu reykingafólki yfir fertugt. Mælitækin eru til á öllum heilsugæslustöðvum.

Guðrún Hlín stundar meistaranám í hjúkrunarfræði og vinnur nú að verkefni tengdu náminu sem felst í stuðningi við fólk með sjúkdóminn á fyrri stigum. Hún segir að í sumum tilfellum sé fólk búið að leita oft til heilsugæslunnar vegna vandamála í öndunarfærum en fái ekki sjúkdómsgreiningu. „Ef hægt væri að grípa inn í fyrr myndi fólk eiga betra líf með sjúkdómnum og því mikilvægt að sinna þeim hópi betur," segir hún. Þorbjörg Sóley bætir við að algengt sé að fólk fái fyrst meðferð við sjúkdómnum þegar hann sé langt genginn og jafnvel á lokastigi og fólk orðið aldrað en að þannig þurfi það alls ekki að vera.

Stórir árgangar sem reykja
Þrátt fyrir að reykingar yngra fólks séu sjaldgæfari nú en á árum áður fer fólki með langvinna lungnateppu fjölgandi. Nú er kynslóðin sem byrjaði að reykja um miðbik síðustu aldar komin vel yfir miðjan aldur og margir úr þeim hópi því með langt gengna lungnateppu. „Áður voru reykingar á heimilum algengari en nú er og voru börn oft útsett fyrir óbeinum reykingum. Það eykur enn á áhættuna að þróa með sér sjúkdóminn ef viðkomandi reykir síðar á ævinni. Til okkar kemur fólk jafnvel um fimmtugt sem var fórnarlömb óbeinna reykinga sem börn," segir Sóley og Helga bætir við að skaðsemi óbeinna reykinga komi alltaf betur og betur í ljós.

Þjónusta byggð á samráði
Frá árinu 2005 hefur hjúkrunarþjónustan á göngudeild fyrir fólk með langvinna lungnateppu verið starfrækt á Landspítala í Fossvogi. Starfsemin hefur vaxið og dafnað og frá og með 1. maí starfa hjúkrunarfræðingar þar í tveimur og hálfu stöðugildi. Helga hefur um áraraðir unnið að rannsóknum á lungnasjúkdómum og skrifaði á sínum tíma skýrslu og færði rök fyrir þörfinni á slíkri þjónustu. Hugmyndafræðin sem unnið er eftir hefur vakið athygli og er notuð sem fyrirmynd fyrir aðra hópa með langvinna sjúkdóma, eins og Parkinson og nýrnabilun.

„Þjónustan er persónuleg sem gerir starfið mjög ánægjulegt. Við nálgumst sjúklingana og fjölskyldur á þeirra forsendum eða þar sem þau eru stödd," segir Þorbjörg Sóley. Helga segir rannsóknir hafa sýnt að algengt sé að reykingafólk upplifi það að heilbrigðisstarfsfólk tali niður til þeirra og skipi því til dæmis að hætta að reykja. „Það samræmist ekki okkar aðferðum, heldur er rætt við fólk á meðvitaðan og markvissan hátt og þannig næst góður árangur."

Meðferðin byggist á gagnkvæmu trausti og virðingu. „Veitt er fræðsla um sjúkdóminn, einkenni og meðferðin er hluti af því. Þannig öðlast sjúklingurinn smám saman meiri skilning og lærir að þekkja einkenni til að geta brugðist við í samræmi við alvarleika þeirra. Það er þessi gagnkvæma virðing og stuðningur sem er svo mikilvægur til að ná árangri," segir Bryndís.

Skömmin algengur fylgifiskur
Eins og áður segir eru reykingar nær alltaf orsök langvinnrar lungnateppu og eru hjúkrunarfræðingarnir sammála um að sektarkennd sé algeng. Þess vegna gera sjúklingarnir oft litlar kröfur um þjónustu sér til handa og eru þjakaðir af hugsunum um að sjúkdómurinn sé þeim sjálfum að kenna. Þær leggja áherslu á að vinna með slíkar tilfinningar á uppbyggilegan hátt.

Langvinnri lungnateppu er skipt í fjögur stig og misjafnt er á hvaða stigi sjúkdómsins fólk er þegar það kemur inn í þjónustuna en algengast er að það sé á þriðja til fjórða stigi. „Þegar sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig er súrefnisupptaka orðin mjög léleg og þá þarf oft að gefa súrefni. Á síðari stigum sjúkdómsins eru einkenni orðin mikil og erfið. Einkennameðferð er einstaklingsbundin og stöðugt þarf að endurmeta meðferðina. Það er gert í þverfaglegu samráði við lækna og aðrar fagstéttir eftir þörfum hverju sinni. Helstu einkenni eru mæði, hósti, slímuppgangur, þreyta, orkuleysi, þyngdartap og kvíði. Einkennin hafa veruleg áhrif á athafnir daglegs lífs. Það að fara úr húsi, klæða sig og hátta reynist mörgum verulega erfitt, bara það að anda krefst mikillar orku," segir Þorbjörg Sóley.

Mikil fækkun legudaga 

Fjölskyldur sjúklinga með langvinna lungnateppu fá mikinn stuðning á göngudeildinni og er þeim hjálpað að verða öruggari við að aðstoða sitt fólk. „Þegar fólk er öruggt þarf það minna á kerfinu að halda og áttar sig á því hvað það getur gert sjálft og þarf því minni meðferð," segir Helga. 

Þær hafa rannsakað aðkomu fjölskyldunnar og komist að því að mikilvægt sé að veita henni athygli og tækifæri til að tjá þarfir sínar og áhyggjur og að finna fyrir stuðningi. 

Samfella er í þjónustu við fólk með langvinna lungnateppu og eiga hjúkrunarfræðingarnir í víðtæku þverfaglegu samstarfi við ýmsar aðrar stéttir innan heilbrigðiskerfisins. Rannsóknir hafa sýnt að legudögum sjúklinga með langvinna lungnateppu hefur fækkað verulega frá því göngudeildin tók til starfa. „Við leggjum áherslu á að ef fólk finnur fyrir breytingum á einkennum þá veiti það þeim athygli og leiti aðstoðar ef þörf krefur. Við leggjum áherslu á að koma snemma að málum ef einkenni vaxa og líðan breytist og gera ráðstafanir. Þannig er mögulegt að fækka ótímabærum innlögnum og auka öryggi fólks. Aðgengið skiptir miklu máli og að fólk viti að það sé alltaf hægt að hringja og fá leiðsögn á dagvinnutíma," segir Helga. 

dagnyhulda@frettatiminn.is

 Innsett F.S.

 


Fræðslufundur næsta fimmtudag kl: 19:30 - Góður svefn - grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu

 

Fræðslufundur

Góður svefn - grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu

 

Gigtarfélagið og Samtök psoriasis- og exemsjúklinga standa fyrir fræðslufundi fimmtudaginn 20. mars n.k. kl. 19:30.

Erla BjörnsdóttirFyrirlesari verður Erla Björnsdóttir með erindið:

„Góður svefn - grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu".

Í fyrirlestrinum verður m.a. fjallað um svefn og langvarandi svefnleysi og nokkur úrræði við því.

Erla er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og sinnt þeirri meðferð undanfarin ár.  

 

Staður: Gigtarfélag Íslands Ármúla 5, 2.hæð.

Stund: 20. mars kl: 19:30

 

Allir velkomnir

 

Innsett F.S.


76% hækkun á mánaðarleigu kæfisvefnsvélar

 

 

10.2.2014

Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Án vélarinn gæti hún ekki stundað vinnu og yrði þá óvirk í samfélaginu. Sendir ráðherra bréf.

Í Ísland í bítið, var viðtal við Guðný Hólm Birgisdóttur, þar sem hún ræddi þá gífurlegu hækkun sem varð um áramótin á leigu ýmissa hjálpartækja, í hennar tilfelli kæfisvefnsvélar.

Frá 1. janúar 2014 greiðir hún 2.650 krónur á mánuði í leigu fyrir slíka vél í stað 1.500 sem hún greidd mánaðarlega á síðast liðnu ári. Hér er um 76% hækkun að ræða á milli ár og langt yfir öllum verðlagshækkunum.

Vél þessi er henni lífsnauðsynleg og gæti hún ekki verið út á vinnumarkaði ef hennar nyti ekki við. Þá væri hún orðin óvirk á samfélaginu sem væri mun dýrari kostur.

Engar viðvaranir eða upplýsingar vour veittar notendum slíks búnaðar, en notendur þannig búnaðar eru um 3.000 manns. Það var ekki fyrr en reikingur barst nú um mánaðarmótinn sem fólk áttaði sig á þessari gífurlegu hækkun.

Guðný og fleir ætla að senda Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra bréf ti að vekja athygli á þessari ósanngjörnu hækkun.

Viðtalið við Guðný í heild í þættinum, Í bítið (Opnast í nýjum vafraglugga)

 

Innsett: F.S.


Enn um kæfisvefn

 

„Það er kona í rúminu mínu sem hrýtur eins og lest"

Maður hringir furðu lostinn í neyðarlínu

Ritstjórn DVritstjorn@dv.is21:06 › 13. nóvember 2013

Ekki var allt sem sýndist í þessu lögreglumáli.

 

Lögreglan í Waukesha Ekki var allt sem sýndist í þessu lögreglumáli.

Karlmaður á fimmtugsaldri í Waukesha, Wisconsin hringdi í neyðarlínuna um helgina og óskaði eftir því að kona sem lá sofandi í rúmi hans og hraut „eins og lest" yrði fjarlægð þaðan. „Það er kona í rúminu mínu sem hrýtur eins og lest." Maðurinn sagðist í fyrstu ekki vita hvernig hún komst inn í íbúð hans. Þetta kom fram í lögregluskýrslu.

Við nánari skoðun komst lögreglan að því að maðurinn, sem var undir áhrifum vímuefna, hafði fengið konuna í heimsókn, þau drukkið saman og átt vingott og hún síðan sofnað í rúmi hans. Þegar maðurinn vildi svo sjálfur fara að sofa gat hann ekki vakið konuna og hringdi þá í neyðarlínuna. Konan var heil heilsu en með kæfisvefn, sem olli hrotunum

Innsett: F.S.

 


Sanngjarnt og réttlátt þjóðfélag.

 

Vísir Skoðun 24. október 2013 06:00

Ingimar Einarsson,
félags- og stjórnmálafræðingur

 

Ingimar Einarsson, félags- og stjórnmálafræðingur

Ingimar Einarsson skrifar: Um langa hríð hefur það verið eitt helsta viðfangsefni stjórnmála að byggja upp og viðhalda sanngjörnu og réttlátu samfélagi. Góð heilbrigðisþjónusta hefur verið talin einn af hornsteinum hvers velferðarþjóðfélags. Sátt hefur ríkt um að fyrir meginþætti heilbrigðisþjónustunnar skuli greitt með sköttum og að borgararnir gætu treyst því að þeim væri veitt viðeigandi þjónusta þegar þeir þyrftu á rannsóknum, meðferð eða endurhæfingu að halda.

Um þetta hefur ríkt eins konar sáttmáli í áratugi. Það hefur því vakið nokkra undrun hversu mikið fólk greiðir nú orðið úr eigin vasa fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins.

Á síðustu áratugum liðinnar aldar var oft rætt um að endurskoða þyrfti almannatryggingakerfið og breyta greiðsluþátttökukerfinu og aðlaga það betur að þörfum þeirra sem veikastir væru og þurfa mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Það var þó ekki fyrr en árið 2007 sem þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, setti á laggirnar nefnd sem ætlað var að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og aðra heilbrigðisþjónustu.

Nefndin, sem kennd var við formann hennar, Pétur Blöndal alþingismann, safnaði miklum upplýsingum og framkvæmdi um leið umfangsmikla greiningu á almannatryggingunum og greiðslum fólks fyrir heilbrigðisþjónustu.

Pétursnefndin varð ekki langlíf því arftaki Guðlaugs Þórs, Ögmundur Jónasson, fylgdi ekki sömu forgangsröðun og fyrirrennari hans. Nefndarstarfinu var því sjálfhætt þegar ekki var veitt fé til verkefnisins á fjárlögum ársins 2009. Í framhaldinu var samt sem áður komið á fót vinnuhópi sem vann áfram tillögu að greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf. Lög þess efnis voru samþykkt á árinu 2012, en kerfið var síðan tekið í notkun 4. maí 2013.

Háar upphæðir
Fljótlega kom í ljós óánægja með nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið og sneri hún einkum að því að tilteknir sjúklingahópar töldu erfitt að standa undir þeim greiðslum sem lagðar eru á þá samkvæmt hinu nýja kerfi. Krabbameinsfélag Íslands benti til dæmis á að margir krabbameinssjúklingar yrðu nú að greiða háar upphæðir fyrir lyf sem þeir fengu áður ókeypis eða verulega niðurgreidd. Við útfærslu hins nýja greiðsluþátttökukerfis hafi ekki verið gætt nægjanlega að því að verja alvarlega veikt fólk fyrir háum og vaxandi heilbrigðiskostnaði.

Í lok ágúst 2013 skipaði nýr heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, nefnd til að kanna forsendur fyrir því að fella saman margvíslega heilbrigðisþjónustu undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag. Formaður nefndarinnar er nú sem fyrr þingmaðurinn Pétur Blöndal. Nú þegar hafa verið boðaðar breytingar á lyfgreiðsluþátttökukerfinu sem fela í sér að sjúkratryggingar greiða sjálfkrafa lyfjakostnað þegar árlegum hámarkskostnaði er náð.

Það var því forvitnilegt að heyra viðtal við Pétur Blöndal á einni af síðdegisrásunum fyrir nokkru. Á öldum ljósvakans var Pétur að gæla við þá hugmynd að fólk myndi borga allt að 120 þúsund krónur á ári, hvert og eitt, fyrir heilbrigðisþjónustu áður en greiðsluþaki er náð. Enn fremur taldi hann nauðsynlegt að fólk greiddi alltaf eitthvað fyrir heilbrigðisþjónustu því annars mynduðust alltof langir biðlistar, fyrir því væri löng reynsla í útlöndum. Hvaðan sú vitneskja er fengin er ekki vitað, en í Danmörku, þar sem almennt tíðkast hvorki gjaldtaka í heilsugæslunni né á sjúkrahúsum, er ekkert sem styður þessar fullyrðingar formannsins.

Viðvörunarljós
Hér er greinilega ástæða til að staldra við, því í langan tíma hefur verið samstaða um grunnreglur samfélagins á sviði heilbrigðismála. Þegar almenningur er farinn að greiða það mikið fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa að margir fresta því að fara til læknis eða jafnvel neita sér alveg um læknisþjónustu eru það viðvörunarljós sem taka verður alvarlega. Einfaldlega vegna þess að í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu.

 

Innsett  F.S.

 


Svefninn er okkur mikilvægur.

Það hafa verið skrifaðar margar greinar um tengsl svefns,  svefngæða  og  lífsgæfa/heilsu.

Það er ánægjulegt hve svefninn er mikið rannsakaður núorðið og hve góð tækni eykur nákvæmni rannsóknanna.

Mér verður oft hugsað til gamalla bænda, og fleyra fólks, sem fengu sér smá lúr eftir hádegismatinn og töldu þann svefn skipta sig miklu máli.   Það virðist vera rétt hjá þeim.

Vonandi verður hægt að halda áfram með svefnrannsóknir sem nú er verið að gera.  Það skiptir miklu máli fyrir heilsu okkar allra.

F.S.


mbl.is Hversu mikið munar um lengri svefn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um hrotur og kæfisvefn.

 

 Af pressan.is

14. sep. 2013 - 17:00

 

Hrotur gera fólk kinnfiskasogið og ófrítt

 

 

 

Það er ekki nóg með að hrotur haldi mökum og öðrum fjölskyldumeðlimum oft vakandi heldur gera þær þann er hrýtur kinnfiskasoginn og ófríðan.

Vísindamenn segja að þeir sem þjást af svefntengdu öndunarstoppi, sem einkennist af hrotum og truflunum á andardrætti, séu líklegri til að virðast vera minna aðlaðandi, ekki eins unglegir og ekki eins árvakir og þeir sem sofa hrotulaust.

Í rannsókn sem var framkvæmd á 20 miðaldra sjúklingum sem þjást af hrotum kom fram að þeir sem fengu meðferð við hrotunum voru taldir mun meira aðlaðandi á myndum sem voru teknar af þeim eftir að meðferðinni lauk heldur en áður en hún hófst, þetta átti við í tveimur af hverjum þremur tilvikum. Enni viðkomandi þóttu ekki vera eins þrútin og andlit þeirra ekki eins rauð og fyrir meðferðina, segir á vefmiðli Daily Telegraph.

Vísindamennirnir tóku einnig eftir, en gátu ekki mælt það, að hrukkum á enni hrjótaranna fækkaði eftir að þeir höfðu fengið meðferð við hrotunum. Með því að nota nákvæma andlitsgreiningartækni eins og skurðlæknar nota, og óháðan hóp fólks til að skoða niðurstöðurnar, sást að nokkrum mánuðum eftir að fólk fékk aðstoð við að anda betur þegar það sefur og hætta að þjást af svefnleysi voru marktækar breytingar á enni þess.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Journal of Clinical Sleep Medicine.

Einnig á Pressan.is

Innsett F.S.



Ný lausn til að stöðva hrotur og bæta svefn fólks.

Þetta hef ég ekki séð áður en vonandi virkar þetta fyrir einhverja með kavisvefn.

____    ____    ____    ____   ____    ____    ____    ____

 http://www.howlifeworks.com/Article.aspx?Cat_URL=health_beauty&AG_URL=A_New_Solution_That_Stops_Snoring_and_Lets_You_Sleep_428&ag_id=1054&wid=0DDFB6DF-A979-4033-87A5-3F7C8FD843AF&did=3248&cid=1005&si_id=1188  

 

  Last Updated: 6/30/2013 18:16 PST Share on email Share on facebook Share on twitter Share on myspace More Sharing Services

A New Solution That Stops Snoring and Lets You Sleep

A New Solution That Stops Snoring and Lets You Sleep

If you're like most Americans you probably don't get eight hours sleep each night.

But, if you also constantly feel exhausted, experience headaches for no obvious reason or have high blood pressure, you could have a more serious problem.

That's because these can all be the result of snoring-which is, in turn, the most common symptom of a potentially serious health problem-obstructive sleep apnea (OSA).

While most people think of snoring as a minor annoyance, research shows it can be hazardous to your health.  That's because for over 18 million Americans it's related to obstructive sleep apnea (OSA). People who suffer from OSA repeatedly and unknowingly stop breathing during the night due to a complete or partial obstruction of their airway.  It occurs when the jaw, throat, and tongue muscles relax, blocking the airway used to breathe.  The resulting lack of oxygen can last for a minute or longer, and occur hundreds of times each night.  

Thankfully, most people wake when a complete or partial obstruction occurs, but it can leave you feeling completely exhausted.  OSA has also been linked to a host of health problems including:

  • Acid reflux
  • Frequent nighttime urination
  • Memory loss
  • Stroke
  • Depression
  • Diabetes
  • Heart attack

People over 35 are at higher risk.

OSA can be expensive to diagnosis and treat, and is not always covered by insurance.  A sleep clinic will require an overnight visit (up to $5,000).  Doctors then analyze the data and prescribe one of several treatments.  These may require you to wear uncomfortable CPAP devices that force air through your nose and mouth while you sleep to keep your airways open, and may even include painful surgery.

Fortunately, there is now a far less costly, uncomfortable, and invasive treatment option available.  A recent case study published by Eastern Virginia Medical School's Division of Sleep Medicine in the Journal of Clinical Sleep Medicine concludes that wearing a simple chinstrap while you sleep can be an effective treatment for OSA.

The chin strap, which is now available from a company called MySnoringSolution, works by supporting the lower jaw and tongue, preventing obstruction of the airway.  It's a made from a high-tech, lightweight, and super-comfortable material.  Thousands of people have used the MySnoringSolution chinstrap to help relieve their snoring symptoms, and they report better sleeping, and better health overall because of it.

An effective snoring solution for just $119

The "My Snoring Solution" Chinstrap is available exclusively from the company's website which is currently offering a limited time "2 for 1" offer.  The product also comes with a 100 percent satisfaction guarantee.

If you want to stop snoring once and for all, without expensive CPAP devices or other intrusive devices, this may be the solution you've been waiting for.  The free additional strap is great for travel or as a gift for a fellow sufferer.

Click here to learn more about this special $119 offer from MySnoringSolutions.

Learn More  

The statements and claims made about this product have not been evaluated by the Food and Drug Administration (U.S.). This product is not intended to diagnose, treat, cure, or prevent disease.

This article sponsored by MySnoringSolution Copyright Howlifeworks.com 2013

 

 

 

 

 

 

 

 


Lausnamiðuð nálgun notuð til að leysa ágreining.

 

Á þetta ekki við um fleyri staði en vinnuna ?

Þetta hlýtur að eiga við um allskonar hópa.

Lausnarmiðuð nálgun hefur verið mikið notuð í allskonar meðferðarvinnu.

Það þarf samt góða þekkingu og færni til að nota lausnamiðaða nálgun við að leysa ágreining eða til meðferðarvinnu almennt.

 F.S.

 


mbl.is Svona leysir þú ágreining í vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forvarnir eru framtíðin.

Innlent | mbl | 25.5.2013 | 14:20

Margir vilja láta mæla gildi sín

Fjölmargir hafa lagt leið sína í SÍBS-húsið til að láta mæla hjá sér blóðþrýsting og ...
stækka

Fjölmargir hafa lagt leið sína í SÍBS-húsið til að láta mæla hjá sér blóðþrýsting og önnur gildi. mbl.is/Kristinn

Segja má að fullt sé út úr dyrum í SÍBS-húsinu í Síðumúla þar sem Hjartaheill býður í dag ókeypis mælingar á blóðþrýstingi og öðrum gildum. Sökum þess er nokkur bið eftir mælingum en létt er yfir fólki, að sögn fréttaritara mbl.is á staðnum. Áfram verður boðið upp á mælingar á morgun.

Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum þeim sem ekki þekkja gildin sín að koma í ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun í SÍBS húsinu Síðumúla 6. Hjúkrunarfræðinemar í Háskóla Íslands munu framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana.

 „Hjarta og æðasjúkdómar eru ein algengasta orsök dauðsfalla og ótímabærs heilsubrests á vesturlöndum" segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS á vefsvæði Hjartaheilla og bætir við. „Lífstílssjúkdómar eru þegar orðnir heilsufarsvandi númer eitt. En þeir eiga það sameiginlegt að þá má að hluta til fyrirbyggja með hollu mataræði, hreyfingu og öðrum lífsstílsbreytingum. Ég hvet alla sem eru á eða komnir að miðjum aldri til þess að koma og fá að vita hver staðan er hjá þeim. Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, það getur beinlínis verið lífsnauðsynlegt."

Opið er frá kl. 11 - 15 laugardag og sunnudag.

Allar nánari upplýsingar má finna á sibs.is og á hjartaheill.is.

Innsett: F.S.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband