Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Ókeypis blóðfitumælingar um helgina

23. maí 2013

 

 

Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum þeim sem ekki þekkja gildin sín að koma í ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun, helgina 25. - 26. maí í SÍBS húsinu Síðumúla 6. Hjúkrunarfræðinemar í Háskóla Íslands munu framkvæma mælingarnar og gefa vinnu sína báða dagana.

"Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein algengasta orsök dauðsfalla og ótímabærs heilsubrests á vesturlöndum" segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS. "Lífstílssjúkdómar eru þegar orðnir heilsufarsvandi númer eitt, en þá má að hluta til fyrirbyggja með hollu mataræði, hreyfingu og öðrum lífsstílsbreytingum. Ég hvet alla sem eru á eða komnir að miðjum aldri til þess að koma og fá að vita hver staðan er."

Opið er frá kl. 11 - 15 laugardag og sunnudag, 25. - 26. maí.

Innsett:  F.S.


Sjúkratryggingar Íslands og ósannindin

Skoðun 18. maí 2013 15:45

Júlía Birgisdóttir, hagfræðingur (sykursýki 1).

 

Júlía Birgisdóttir, hagfræðingur (sykursýki 1). Júlía Birgisdóttir skrifar:

Framganga SÍ og velferðarráðuneytisins vegna nýrrar lagasetningar og reglugerðar um greiðsluþátttöku SÍ á lyfjum hefur verið ótrúleg, svo ekki sé meira sagt.

Framkvæmd og kynningu á breytingunum hefur ekki einungis verið verulega ábótavant heldur eru ósannindin sem þessar stofnanir segja almenningi það versta í þessu öllu saman.

Það er sorglegt í ljósi þess að margir sem nýtt kerfi hefur áhrif á hafa ekki burði til að leita sér réttra upplýsinga um málið. Ef SÍ, velferðarráðuneytið og embættismenn segja almenningi ekki sannleikann, hver gerir það þá? SÍ og velferðarráðuneytið bera fyrir sig þremur atriðum sem eru ósönn.

Í fyrsta lagi er sagt að nýja kerfið sé einfaldara. Það er óljóst fyrir hvern nýja kerfið er einfaldara. Það er svo sannarlega ekki einfaldara fyrir lyfjanotendur. Fyrsta skrefið verður stór biti á hverju ári fyrir alla sem hafa fengið niðurgreiðslu á lyfin sín, hvort sem um fulla niðurgreiðslu er að ræða eða hluta af lyfjakostnaði. Til að bregðast við þessu þá hefur SÍ brugðið á það ráð að skella sér í hlutverk lánastofnunar og ætla að bjóða fólki greiðsludreifingu á lyfin sín. (Er ekki eitthvað brenglað við að þurfa að taka lífsnauðsynleg lyf á raðgreiðslum í samfélagi sem kennir sig við velferð?)

Til þess að fá greiðsludreifingu þarf lyfjakaupandi að koma í apótekið og sækja um dreifinguna. Apótekið sér svo um að vinna umsóknina og senda til SÍ sem sér um að afgreiða umsóknina og samþykkja. Daginn eftir getur lyfjakaupandinn komið og fengið lyfin sín. Nú er mér spurn, fyrir hvern er þetta einfaldara? Þetta er ekki einfaldara fyrir lyfjakaupandann, þetta er ekki einfaldara fyrir apótekið og ekki einfaldara fyrir SÍ. Það er augljóst að þetta einfaldar hvorki ferlið fyrir lyfjakaupandann né apótekið og hvað þá SÍ á nokkurn hátt. Það er því hæpið að kalla þetta nýja kerfi einfaldara.

Til að bregðast við gagnrýni á háan kostnað í fyrsta þrepi hefur fólki verið sagt að leysa út minni skammta í einu. Í stað þess að fá þriggja mánaða skammt þá er þeim tilmælum beint til fólks, sem getur ekki lagt út háar fjárhæðir í einu, að koma mánaðarlega. Þetta er ekki hægt að kalla einföldun. Hvorki fyrir lyfjakaupendur né apótek, heldur hefur fyrirhöfnin margaukist með því að beina fólki í apótekið tólf sinnum á ári að ná í lyfin sín í stað fjögurra skipta. Í þessu samhengi er einnig vert að minnast á að kaup á stærri pakkningum eru hagkvæmari og samkvæmt reglugerðinni á að afgreiða hagkvæmustu pakkninguna.

Í nýju kerfi eiga tekjulágir rétt á endurgreiðslu. Það er að segja þeir sem eru verulega tekjulágir. Hæstu tekjur sem einstaklingur má hafa á ársgrundvelli, til að eiga rétt á endurgreiðslu, eru 3.750.000 á ári en það gerir tekjur upp á 312.500 krónur á mánuði sem er langt undir meðaltekjum. Til að fá endurgreiðslu þurfa einstaklingar að safna saman öllum kvittunum og fara með niður í TR og sækja um hana, sem svo getur tekið upp í nokkrar vikur að afgreiða. Og þetta gerist allt eftir að það hefur verið lagt út fyrir lyfjunum.

Er hægt að kalla þetta einföldun? Það held ég varla. Þetta er hvorki einfaldara fyrir TR né lyfjakaupandann. Auk þess er ólíklegt að TR og SÍ séu í stakk búin að takast á við allt aukaumfangið sem fylgir þessum breytingum.

Ég fór niður í TR/SÍ í vikunni þar sem einn ráðgjafi var að störfum og einn starfsmaður í móttöku. Það var einn einstaklingur á undan mér og ég beið í 20 mínútur eftir að tala við ráðgjafa. Að síðustu, ef lyfjakaupendur fara upp í hámarksgreiðsluþak þarf læknir að sækja um þakskírteini fyrir viðkomandi til að hann þurfi ekki að greiða fyrir lyfin sín umfram greiðsluþakið. Bið eftir að komast til læknis getur verið upp í nokkrar vikur og enn lengri bið að komast til sérfræðings, allt upp í nokkra mánuði. Þurfa lyfjakaupendur að greiða fyrir lyfin sín þrátt fyrir að vera komin upp í þak? Þessari spurningu hefur SÍ ekki svarað.

Er aukið álag á heilbrigðiskerfið og lækna það sem við þurfum á tímum niðurskurðar? Með þessu fyrirkomulagi hefur fyrirhöfn heilbrigðiskerfisins, lækna, lyfjakaupanda og SÍ verið stóraukin. Það er fráleitt að kalla þetta einföldun þegar flækjustigið hefur hækkað jafn mikið og raun ber vitni í nýju kerfi.

Í öðru lagi er sagt að nýja kerfið hafi aukinn jöfnuð í för með sér. Jöfnuður er hugtak sem á ekki við í þessum aðstæðum. Sjúkdómar eru í eðli sínu ólíkir. Í gömlu lögunum, sem ný lög leystu af hólmi, var lagagrein sem bannaði gjaldtöku á lífsnauðsynlegum lyfjum. Hvernig má það vera að þeirri lagagrein hafi verið skipt út og í hennar stað sett grein um að allir skulu greiða fyrir lyfin sín upp að sama marki? Nú eru sumir með ólæknandi sjúkdóma, sumir greinast ungir að aldri og sumir eru með sjúkdóma sem er hægt að meðhöndla með öðrum leiðum en lyfjagjöf. Og svo eru það þessir sem þurfa á lífsnauðsynlegum lyfjum að halda og ef þessir einstaklingar eru lyfjalausir þá veikjast þeir alvarlega með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið og sjúkdómurinn dregur fólk að lokum til dauða.

Hver er jöfnuðurinn við það að vera með ólæknandi sjúkdóm samanborið að vera með læknanlegan eða tímabundinn sjúkdóm? Hver er jöfnuðurinn við það að hafa engar aðrar leiðir færar en lyfjagjöf samanborið við að geta breytt um lífsstíl og losnað við lyf? Það var góð og gild ástæða fyrir því að ákveðin lyf voru gjaldfrjáls. Þetta er spurning um líf og dauða. Hvernig hugtakið „jöfnuður" komst inn í þessa umræðu og frumvarp til laga hafi verið byggt á þeirri hugmyndafræði er ofar mínum skilningi.

Í þriðja lagi er það fullyrt að sparnaður sé ekki tilgangur nýja kerfisins. Eins og svo margt annað sem hefur verið fullyrt um nýtt kerfi þá er það rangt að enginn sparnaður verði við breytingarnar. Nú verða sparaðar 220 milljónir á ársgrundvelli með því að skerða greiðsluframlag Sjúkratrygginga á ADHD-lyfjum til fullorðinna. Í þingskjali um málið er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi en að SÍ ætli að hætta allri greiðsluþátttöku á ADHD-lyfjum til meirihluta fullorðinna. Áður voru 360 milljónir veittar í þennan lyfjaflokk, því er sparnaðurinn rúmlega 60% í þessum flokki niðurgreiddra lyfja.

Enn bætast við ósannindi frá SÍ og velferðarráðuneytinu. Er það til of mikils ætlast að opinberar stofnanir beri ekki lygar, ósannindi og hálfsannleik í almenning? Virðingarleysi SÍ, velferðarráðuneytisins, ráðherra, embættismanna og starfsmanna þessara stofnana gagnvart fólki er algjört. Nýtt lagafrumvarp hefur áhrif á um 30 þúsund einstaklinga. Það er skautað fram hjá allri réttmætri gagnrýni og hún látin standa ósvöruð. Það er gert lítið úr fólki sem hefur einlægar áhyggjur af stöðu sinni og þeim sagt að kynna sér kerfið betur. Kynningarfundur SÍ og velferðarráðuneytisins hjá Samtökum sykursjúkra

Á dögunum héldu Samtök sykursjúkra kynningarfund með fulltrúum velferðarráðuneytisins og SÍ. Þarna stóð fulltrúi velferðarráðuneytisins fyrir framan fullan sal af sykursjúku fólki og sagði blákalt að nýtt kerfi væri sanngjarnt. Þetta sagði hann þrátt fyrir að reglugerðin hefði gengið þvert á álit velferðarnefndar gagnvart sykursjúkum. Þetta sagði hann þrátt fyrir að sykursjúkir séu sá hópur sem kemur einna verst út í nýju kerfi. Þetta sagði hann þrátt fyrir að sykursjúkir þurfi nú að greiða tugi þúsunda á ári fyrir insúlín sem er þeim lífsnauðsynlegt. Þetta sagði hann þrátt fyrir að velferðarráðherra hefði farið fram á endurskoðun framkvæmdarinnar gagnvart sykursjúkum.

Það er augljóst að þessi embættismaður skilur ekki meiningu orðsins „réttlæti". Í fyrsta lagi er vafasamt að segja nýtt kerfi auka jöfnuð en að kalla það réttlátt er hreint út sagt ósvífið. Ef kerfið væri réttlátt þá væri tekið tillit til ólíks eðlis sjúkdóma og þess að þeir eru misalvarlegir og lyf eru fólki misnauðsynleg. Sama greiðsluþak fyrir alla, óháð aðstæðum, er ekki réttlæti. Fulltrúar SÍ og velferðarráðuneytisins sögðu að afgreiðsla lagafrumvarpsins hefði ekki mætt neinni andstöðu í þinginu og almenn sátt ríkti um það. Þetta er eins fjarri sannleikanum og hægt er. Þau sögðu að enginn þingmaður hefði greitt atkvæði gegn málinu.

Staðreyndin er sú að þingmenn Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar auk nokkra þingmanna Sjálfstæðisflokks sátu hjá og nokkrir hafa lýst opinberlega yfir vanþóknun sinni á lögunum og útfærslu reglugerðarinnar. Læknar, heilbrigðisstarfsfólk, lyfsalar, lyfjanotendur, aðstandendur þeirra, kjararáð eldri borgara, hópur fólks með sykursýki 1, foreldrar barna á lyfjum og fjöldi annarra hagsmunaaðila sem sjá óréttlætið í kerfinu hafa lýst yfir miklum áhyggjum og efasemdum um meingallaða reglugerð. Það ríkir engin sátt um breytingar á kerfinu. Þessir sömu fulltrúar héldu því fram að nýtt kerfi væri betra. Til þess að geta tekið afstöðu til þess, þá þurfa að vera upplýsingar um fjölda þeirra sem greiða minna í nýju kerfi og fjölda þeirra sem greiða meira. Aðspurð gátu þau ekki svarað því vegna þess að, að þeirra sögn, eru þessar tölur ekki tiltækar. Ef þessar tölur eru ekki fyrir hendi hvernig er hægt að fullyrða að nýtt kerfi sé betra? 

Núna er enginn munur gerður á því hvort lyf séu lífsnauðsynleg eða ekki. Allir skulu sitja við sama borð. Í því sambandi er samanburður við hin Norðurlöndin vinsæll. En því miður stenst sá samanburður enga skoðun. Sykursjúkir þurfa ekki að greiða fyrir insúlín í Noregi og Svíþjóð. Í Finnlandi þurfa þeir að greiða 3 evrur á þriggja mánaða fresti og í Danmörku þá er kostnaðurinn mun lægri, það er að segja þegar búið er að taka launamun á milli landanna í reikninginn. Ég bíð eftir nýjum stjórnvöldum. Það hefur þegar sýnt sig að nýtt kerfi er meingallað og þarf á alvarlegri og ítarlegri endurskoðun að halda. Ég vona að tilvonandi stjórnvöld hafi kjarkinn sem þarf til að takast á við það verkefn

Innsett: F.S.


Kynningarfundur í SÍBS-húsinu um nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa

 

Nýtt greiðsluþátttökukerfi SÍ

 

Kynningarfundur um nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa

 

Fimmtudag 11. apríl kl. 17:oo verður haldinn kynningarfundur í SÍBS-húsinu Síðumúla 6, um nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa sem taka mun gildi 4. maí.

Kerfinu er ætlað að jafna aðstöðu sjúklingahópa og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda.

Sjá einnig á http://www.sjukra.is/lyf-og-hjalpartaeki/lyf/nytt-greidsluthatttokukerfi-vegna-lyfja-i-vaentanlegt/

 

Sjúkratryggingar Íslands


Þurfti ad borga 75 þúsund i tryggingu til ad fa hjolastol.

 

http://www.visir.is/thurfti-ad-borga-75-thusund-i-tryggingu-til-ad-fa-hjolastol/article/2013130318915


Vísir Innlent 19. mars 2013 18

Steinunn Þóra Árnadóttir er með taugasjúkdóminn MS og er mjög mikill dagamunur á henni. Hún notar almennt ekki hjólastól en þolir illa langar göngur, og langar verslunarferðir.

 

Steinunn Þóra Árnadóttir er með taugasjúkdóminn MS og er mjög mikill dagamunur á henni. Hún notar almennt ekki hjólastól en þolir illa langar göngur, og langar verslunarferðir. Horfa á myndskeið með frétt Erla Hlynsdóttir skrifar Kona með taugasjúkdóm gagnrýnir að hún hafi þurft að gangast í 75 þúsund króna ábyrgð til að fá lánaðan hjólastól í Kringlunni. Ástæðan fyrir tryggingagjaldinu er að hjólastólum í Kringlunni hefur ítrekað verið stolið.

Steinunn Þóra Árnadóttir er með taugasjúkdóminn MS og er mjög mikill dagamunur á henni. Hún notar almennt ekki hjólastól en þolir illa langar göngur, og langar verslunarferðir.

Hún útskrifaðist nýverið með meistaragráðu í fötlunarfræðum, en ritgerðin hennar fjallaði einmitt um aðgengi fólks í hjólastól að samfélaginu, og er henni málið því hugleikið.

„Þarna fór ég bara í Kringluna með mína hækju en sleppti því að taka með mér hjólastól. Svo, eins og vill stundum gerast, dróst ferðin á langinn og eftir að hafa farið í svolítið margar búiðir var ég orðin mjög þreytt," segir Steinunn Þóra.

Hún settist þá niður á kaffihúsi og móðir hennar fór að þjónustuborði Kringlunnar til að sækja hjólastól.

„En þá kom í ljós að til þess að fá lánaðan hjólastól, þá þarf maður að gangast í ábyrgð fyrir 75 þúsund króna tryggingu. Okkur fannst það nú svona heldur mikið."

Fólk getur valið um að leggja fram fimm þúsund krónur í reiðufé. Ef það er ekki til staðar þarf fólk að vera með kreditkort sem er straujað á gamla mátann og kvittun fyrir 75 þúsund krónum haldið eftir, en hún rifin þegar stól er skilað.

„Og jafnvel þó það séu aldrei teknar út þessar 75 þúsund krónur, þá ef maður setur þetta í samhengi þá fæ ég útborgaðar örorkubætur frá Tryggingastofnun ríkisins 210 þúsund krónur mánðarlega, og þetta er þriðjungur af þeirri upphæð."

Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi sé að það hafi ítrekað komið fyrir að fólk hreinlega steli hjólastólunum.
Fréttastofa hafði samband við Smáralind og þar þarf ekki að leggja fram tryggingafé.
Steinunn segir að hún hefði verslað ívið meira ef hún hefði fengið hjólastól.

„Ætli ég hefði ekki verið í Kringlunni talsvert lengur og farið í fleiri búðir og verslað meira."

 Innsett: F.S.

 


María og Tinna þjást af arfgengri heilablæðingu sem getur dregið þær til dauða

 

„Ég er mjög þakklát fyrir mitt líf"

http://www.dv.is/frettir/2013/3/11/eg-er-mjog-thakklat-fyrir-mitt-lif

 
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir  solrun@dv.is17:22 › 11. mars 2013

Frá vinstri: Tinna Björk Kristinsdóttir, María Ósk Kjartansdóttir, Mímir Hafliðason og Jón Birgir Eiríksson.

Frá vinstri: Tinna Björk Kristinsdóttir, María Ósk Kjartansdóttir, Mímir Hafliðason og Jón Birgir Eiríksson.

„Ég er mjög þakklát fyrir mitt líf, þó ég myndi deyja í dag þá er ég þakklát," segir hin 23 ára Tinna Björk Kristinsdóttir sem þjáist af arfgengri heilablæðingu. Um er að ræða séríslenskan sjúkdóm sem erfist ókynbundið ríkjandi, en hann veldur heilablæðingu hjá ungu fólki. Tinna hefur ekki enn fengið blæðingu en hún gæti fengið slíka hvenær sem er. Hún lætur það þó ekki stoppa sig, lifir eðlilegu lífi og nýtur þess að vera til.

María Ósk Kjartansdóttir þjáist einnig af sjúkdómnum. Hún er 26 ára og hefur fengið þrjár heilablæðingar. Þá fyrstu fékk hún 24 ára en á síðasta ári fékk hún tvær blæðingar sama daginn. Aðra mjög alvarlega og var henni vart hugað líf. Móðir hennar lést úr sama sjúkdómi 32 ára og systir Maríu lést aðeins 27 ára eftir að hafa fengið blæðingu.

Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur en talið er að um tuttugu Íslendingar þjáist af arfgengri heilablæðingu.

Tíminn er naumur

Rannsóknarhópur, undir stjórn Ástríðar Pálsdóttur, hefur rannsakað sjúkdóminn um árabil við tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum. Rannsóknarvinnan er kostnaðarsöm og þurfa vísindamennirnir að miklu leyti að reiða sig á styrkveitingar sem hafa dregist saman eftir hrun.

María og Tinna vita að tíminn er naumur. Þær geta ekki hugsað sér að rannsóknarvinnan leggist af vegna fjárskorts og hafa því brugðið á það ráð að safna sjálfar peningum með ýmsum leiðum. María hefur til að mynda lagt um tvær og hálfa milljón króna í rannsóknarsjóðinn sem hún safnaði með því standa fyrir fjáröflunarsamkomum. „Við erum að safna svo þau geti haldið rannsóknunum áfram," segir Tinna.

Hafði samband við nemendafélag Verzló

Eftir að farið á nemendamótssýningu Verzlunarskóla Íslands, V.Í Will Rock You, á dögunum setti María sig í samband við nemendamótsnefndina og óskaði eftir samstarfi við nemendafélagið með fjáröflun. Úr varð að næstkomandi fimmtudag verður sérstök fjáröflunarsýning á söngleiknum þar sem allur ágóði rennur til rannsóknarsjóðs arfgengrar heilablæðingar.

María sem má ekki mikið reyna á sig eftir heilablæðingarnar, hvorki líkamlega né andlega, segir frábært að komast í svona samstarf með fjáröflun. Það tekur mesta álagið af henni sjálfri að þurfa ekki að standa í að skipuleggja viðburðinn.

Trúa að lækning finnist

Eftir blæðingarnar í fyrra var Maríu haldið sofandi í öndunarvél í þrjár vikur og voru læknar mjög svartsýnir á að hún næði bata. „Þið verðið að vera búin undir að hún fari, var sagt við ættingja mína," segir María. Þegar hún vaknaði gat hún sig í fyrstu hvergi hreyft og var bundin við hjólastól um tíma. Nú hefur hún nánast náð fullum styrk en verður að fara mjög vel með sig. María viðurkennir það hlæjandi að hún fari áfram á þrjóskunni. „Fyrir ári síðan sat ég í hjólastól og gat ekki talað. En ég sleppti hjólastólnum, það var ekki sjéns að yrði föst við hann," segir hún ákveðin.

María og Tinna vilja í kjölfar styrktarsýningarinnar opna frekari umræðu um sjúkdóminn í samfélaginu og nauðsyn þess að hann sé rannsakaður. En markmið rannsóknanna er að skilgreina sjúkdómsferla sem valda sjúkdóminum í þeim tilgangi að finna meðferðarúrræði. Þær eru báðar mjög bjartsýnar, halda í vonina og trúa að lækning finnist við sjúkdómnum.  „Ég trúi að einn daginn finnist lækning, hvort sem það verður í okkar lífstíð eða ekki," segir Tinna.

 Stefna á að safna milljón

Söngleikurinn V. Í Will Rock You hefur gengið fyrir fullu húsi í Austurbæ síðan 7. febrúar og hefur aðsóknin farið fram úr björtustu vonum. Þeir Mímir Hafliðason og Jón Birgir Eiríksson, sem báðir eru í nemendamótsnefndinni ,segja tilvalið þegar svona vel gengur að leggja góðu málefni lið. Leikstjóri sýningarinnar er Björk Jakobsdóttir en hún samdi einnig handritið. Eins og nafnið gefur til kynna þá spila lög hljómsveitarinnar Queen stórt hlutverk í sýningunni sem fjallar um nokkra stráka sem eru að útskrifast úr Versló árið 2007 og fá vinnu í banka. Líkt og í öllum góðum söngleikjum fléttast ástin svo inn í söguþráðinn. „Við gerum svolítið grín af sjálfum okkur í Versló og hvernig þetta var allt saman fyrir hrun," útskýrir Mímir. Mikið er lagt í sýninguna en 160 manns vinna að henni með einhverjum hætti og undirbúningur hófst í apríl á síðasta ári.

„Ef fyllum salinn þá getum við safnað hátt í milljón til styrktar rannsóknum á þessum sjúkdómi," segir Jón Birgir. Miðað við hvernig aðsóknin hefur verið ætti það vel að takast að mati Jóns Birgis og Mímis. Styrktarsýningin fer fram í Austurbæ á fimmtudaginn, þann 14. mars næstkomandi og hefst klukkan 20:00. Hægt er að nálgast miða á Miði.is.

Þeir sem ekki komast á sýninguna en vilja leggja sitt af mörkum geta gefið frjáls framlög í styrktarsjóðinn.

Bankanúmer: 0542-14-403403

Kennitala:  201186-3829

Innsett: F.S.


Nýtt afbrigði af berklum er algjörlega ónæmt fyrir lyfjum: Vísindamenn áhyggjufullir


10. mar. 2013 - 20:00

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/nytt-afbrigdi-af-berlkum-er-algjorlega-onaemt-fyrir-lyfjum-visindamenn-ahyggjufullir



Getty Images

Ný rannsókn suður-afrískra vísindamanna hefur leitt í ljós að nýtt afbrigði berkla er komið fram og er þetta nýja afbrigði algjörlega ónæmt fyrir öllum lyfjum. Danskur vísindamaður telur þetta vera mikla ógn við alla heimsbyggðina og það verði strax að reyna að einangra þetta afbrigði þannig að það berist ekki út um allan heim.

Sem betur fer eru berklar ekki mjög algengur sjúkdómur í vestrænum löndum en er samt einn af þeim sjúkdómum sem verður flestum að aldurtila á heimsvísu. Fram að þessu hefur verið hægt að lækna berkla með sýklalyfjum en samkvæmt frétt videnskab.dk hefur nýtt afbrigði fundist sem er ónæmt fyrir sýklalyfjum.

Peter Lawætz Andersen, læknir hjá Smitsjúkdómavörnum Danmerkur, sagðist vera mjög áhyggjufullur vegna þessa nýja afbrigðis.

Það er full ástæða til að vera áhyggjufullur vegna þessa á heimsvísu. Svona sjúkdómar smitast. Það er mikilvægt að greina sjúkdóminn og einangra sjúklinga sem fyrst.

Vandamálið við meðhöndlun berkla er að hún tekur svo langan tíma að sjúklingurinn getur náð að þróa ónæmi á meðan á meðferðinni stendur en venjulega tekur meðferð við berklum sex til níu mánuði.

Peter Lawætz Andersen sagði að nú væri unnið að þróun bóluefnis gegn berklum og að bólusetning og greining sjúkdómsins á byrjunarstigum væri besta leiðin til að berjast við hann.

Það er mikilvægt að finna smitið áður en það breiðist út. Berklar eru þannig að fólk getur verið smitberar án þess að vera veikt. Sýkingin bíður eftir veikleikamerkjum í ónæmiskerfinu og lætur síðan til skara skríða. Við erum að reyna að þróa bóluefni sem hindrar berklana í að brjótast út.

Jens Lundgren, sérfræðingur í vírussjúkdómum við Kaupmannahafnarháskóla, sagði að þrjú atriði væru mikilvægust þegar barist væri við berkla: Ný lyf, hraðari greining sjúkdómsins og þróun bóluefnis.

Smelltu HÉR og fylgstu með okkur á Facebook. Þá færð þú tilkynningar um skemmtilegar og fróðlegar frét

Innsett: F.S.


Enn um svefnraskanir

 

 http://www.visir.is/stuttur-svefn-raedst-a-onaemiskerfid/article/2013130229057

 

Stuttur svefn ræðst á ónæmiskerfið

Vísir Innlent 27. febrúar 2013 19:0

Stuttur svefn ræðst á ónæmiskerfið

 

„Við vitum það að svefntruflanir leiða til ýmissa kvilla í líkamanum eins og sykursýki og háþrýstings," segir Helgi Gunnar Helgason, svefntæknifræðingur. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar við þáttastjórnendur um niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá í dag. Þar kemur fram að hundruðir gena í mannslíkamanum breytist við það að fá of stuttan svefn.

Helgi bendir á að það sé afar slæmt að eiga og búa við svefnsjúkdóma á borð við kæfisvefn. „En það sem er athyglisvert við þessa rannsókn sem BBC vísar í eru þau áhrif sem stuttur svefn hefur á erfðafræði mannsins og genin okkar. Það er verið að skoða 700 gen sem tóku breytingum."

Hann telur að svefninn eigi undir höggi að sækja í nútíma samfélagi. Þegar svefnsjúkdómar bætast við er voðinn vís. „Frumurnar verða að fá tækifæri til að endurnýja sig með hvíld. Öll dýr þurfa hvíld."

Sp. blm. En hvaða breytingar eiga sér stað?

„Það sem athyglisverðast í þessari rannsókn eru áhrif á ónæmiskerfið. Við vitum það nú að stuttur svefn og svefnsjúkdómar eykur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma. En með því skoða þessi áhrif á ónæmiskerfið, einkar og sér í lagi á bólgumyndanir í líkamanum."

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Helga hér fyrir ofan.

 

 innsett: F.S.

 

 


Ónógur svefn veldur skaða

http://www.ruv.is/frett/onogur-svefn-veldur-skada

 

Fyrst birt: 27.02.2013 15:46,

Síðast uppfært: 27.02.2013 21:50

 

Flokkar: Erlent, Tækni og vísindi

 

ónógur svefn 1

 

 

Fái menn minna en sex klukkustunda svefn á sólarhring í vikutíma slokknar á erfðavísum, sem eru mikilvægir til viðhalds líkamanum.

Nýjar rannsóknir vísindamanna við háskólann í Surrey í Bretlandi benda til þess að of lítill svefn stöðvi framleiðslu eggjahvítuefna sem eru manninum nauðsynleg til þess að líkaminn geti endurnýjað sig.

Í ljós kom við samanburðarrannsókn að svefnleysið hafði áhrif á starfsemi mörg hundruð mikilvægra erfðavísa. Blóðprufur þeirra í hópi sjálfboðaliða sem fengu minna en sex tíma svefn hverja nótt sýndu að svefnleysið hafði áhrif á starfsemi 711 erfðavísa. Þeirra á meðal voru erfðavísar sem hafa áhrif á ónæmiskerfið, efnaskipti og bólgumyndun ásamt viðbrögðum líkamans við streitu.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að svefnleysi komi í veg fyrir að líkaminn geti endunýjað sig. Að svefnleysi geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu manna og leitt m.a. til offitu og hjartasjúkdóma.

 

innsett: F.S.

 


Íslenskt lyfjafyrirtæki á spáni.

 

Það er alltaf gaman að sjá þegar íslenskum aðilum gengur vel í uppbyggingu á starfsemi erlendis.  

Gaman að sjá að hópur íslenskra fjárfesta eru aðilar að þessu fyrirtæki.

Innsett: F.S.


mbl.is Lyfjaútrásin til Spánar stóðst hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margskonar svefnvandamál.

 

Ég hef ekki séð neinar hlutfallstölur yfir hve algeng svefnvandamál eru.

VÍFILL er félag fólks með kæfisvefn og aðra svefnháðar öndunartruflanir.  Það getur valdið allskonar afleiddum sjúkdómum og á sér fjölbreyttar orsakir,  þó yfirleitt tengt þrengingum í öndunarvegi.

Á Íslandi eru stundaðar miklar rannsóknir á svefnháðum öndunartruflunum og og fleyri sjúkdómum í lungum og öndunarvegi og tengsl þeirra við aðra sjúkdóma.

Við teynum að byrta fréttir af slíkum rannsóknum hér á vefnum ef fólk hefur áhuga á að kynna sér slíkt.

Innsett: F.S.


mbl.is Þriðji hver með svefnvandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn.
Vífill er félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir.

Félagið er sjúklingafélag og er eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Þettta er okkar sameiginlega blogg síða og verður væntanlega mest bloggað um málefni sem okkur tengjast.

F.S.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband