Föstudagur, 19. október 2007
NÚ SEGJUM VIÐ STOPP! VIÐ BÍÐUM EKKI LENGUR
Ég tel að þetta eigi erindi til okkar allra.
Ég vona að þið bregðist vel við þessari áskorun og skrifið undir.
Sendi smá ítarefni af BLOGGINU, ef einhver vill lesa umræðuna þar.
Kv. Frímann.
Að vera 75prósent öryrki í velferðarsamfélaginu http://www.ragjo.blog.is/blog/ragjo/entry/335878
HRÓP Á AÐSTOÐ KÆRU VINIR VILJIÐ ÞIÐ LESA ÞETTA OG AÐSTOÐA OKKUR.http://asdisomar.blog.is/blog/asdisomar/entry/340181/#comments
OPIÐ BRÉF SEM ÉG HEF SKRIFAÐ TIL ÞINGMANNA OG RÁÐHERRA, ER AÐ SENDA ÞEIM ÞAÐ Í PÓSTI ( RAFRÆNT)http://www.asdisomar.blog.is/blog/asdisomar/entry/341450
Ég minni á undirskriftalistann og vona að sem flestir kvitti á hann.
To: Allir Íslendingar
NÚ SEGJUM VIÐ STOPP! VIÐ BÍÐUM EKKI LENGUR
Við vitum ekki hvernig morgundagurinn verður. Öll gætum við lent í því að verða öryrkjar. Við, maki okkar, börnin okkar, systkin okkar, foreldrar okkar eða vinir okkar. En vonandi eigum við öll eftir að eldast.
Það er fáránlegt að búa í landi sem á að teljast jafn gott og okkar en samt sem áður geti það verið svo gott sem fjárhagslegt sjálfsmorð að giftast þeim sem maður elskar.
Pælið í því ef þú ert ástfangin öryrki eða ellilífeyrisþegi þá getur tekjutenging beinlínis valdið því að þið getið ekki leyft ykkur þann munað að giftast eða skrá ykkur í sambúð, því fólk hefur ekki efni á að vera heiðarlegt.
Myndir þú vilja sækja um vinnu og komast að því að launin þín væru algerlega miðuð við laun maka þíns ?
Eða skerðast launin þín ef þú sparar pening?
Ef þú erfir óvænt háa fjárhæð, er þá hætta á því að þú fáir engin laun?
Veistu hver kjör öryrkja og ellilífeyrisþega eru? Sagt er að maður mæli þetta alltaf best á eigin skinni, það er satt.Hugsaðu þér að þú mundir kaupa hlut í REI og selja hann svo eftir ár fyrir góðan hagnað. Tvær milljónir jafnvel. Þetta væri þó skammvinnur gróði þar sem Tryggingastofnun myndi því næst skerða lífeyri þinn, þar sem andskotinn hafi það, að þú skulir nokkuð þurfa á bótum á halda ef þér tókst að næla þér í hagnað af hlutabréfum.
Ef ég inni í Lottó þyrfti ég að láta börnin mín leysa út vinninginn, því annars missi ég bæturnar, launin mín.
Semsagt, við erum í fátækrargildru. Við sem að þessari undirskriftarsöfnun stöndum og héldum að heiðarleiki og rétt framkoma mundi skila okkur réttlátum bótum, höfum komist að því að það er óheiðarleikinn einn sem skilar sæmilegum afgangi.
Meira að segja eldri borgarar sem sumir hverjir eru að leggja til hliðar handa afkomendum sínum, eða eiga eignir sem síðan ganga til erfingja þeirra, er rukkaðir ár aftur í tímann ef kemur í ljós að þeir hafa fengið háa vexti af sparnaði sínum að mati TRST. Ekki einu sinna gamla fólkið okkar fær bæturnar sínar í friði. Allt er skorið við nögl.
Við viljum að sama gangi yfir lífeyrisþega og útivinnandi fólk, arður, söluhagnaður, vinningar, allt skal metast eins og gagnvart þeim sem vinna fyrir launum sínum. Við vinnum reyndar líka fyrir launum okkar, en okkar vinna felst í því að vera innilokuð, þjökuð og skert. Ykkar vinna felst í því að hafa tilgang og geta vaknað að morgni, vitandi að það bíður ykkar dagur fullur af verkefnum og áskorunum. Enginn einstaklingur á að þurfa að búa við það að tekjur makans skerða lífeyri viðkomandi.
Ég heiti á þig að skrifa undir áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar að breyta lögum um tekjutengingu bóta og bæta kjör öryrkja og ellilífeyrisþega.Sincerely,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. október 2007
Hér er á ferðinni mjög stórt og mikilvægt mál.
Viðbrögð Gylfa Arnbjörnssonar eru honum til skammar. Hann er framkvæmdastjóri ASÍ og er að vinna að þessu máli til að létta örorkulífeyrisgreiðslum að lífeyrissjóðunum og koma þaim yfir á Áfallatryggingasjóð, fyrstu fimm árin.
Svo er það alveg rétt sem Sigursteinn Másson bendir á að þessi sjóður skapar mismunun í samfélaginu.
Eins og ég sé þetta þá eru tillögur um ASÍ og SA um svokallaðan áfallatryggingasjóð bein afleiðing af tillögum Örorkumatsnefndar forsætisráðherra, sem m.a. ÖBÍ átti fulltrúa í og samþykkti niðurstöður nefndarinnar og fulltrúi þeirra skrifaði undir fyrir hönd ÖBÍ.Það sem sagt er um nýtt endurhæfingarkerfi fyrir öryrkja í þessu sambandi er bara gulrót til að selja hugmyndina um breytt lífeyriskerfi og stofnun áfallatryggingasjóð..
Starfsgreinasambandið ( SA )hefur áður sagt að :
Eigi hugmyndir ,,örorkumatsnefndar forsætisráðherra að ná fram að ganga, þarf að breyta bæði hlutverki sjúkrasjóða aðildarfélaga SGS og lífeyrissjóðanna
Það er því ljóst að tillögur Örorkumatsnefndar forsætisráðherrahafa nú leitt til tillagna þeirra sem hér er verið að ræða um.
Ekki eru öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sammála stefnu sambandsins og tillögum þess og Samtaka Atvinnulífsins.Umræður um þessar tillögur hafa verið mjög litlar, þangað til nú síðustu vikurnar þegar verið er að kynna tillögurnr innan aðildafélaga Starfsgreinasambandsins ( SA ).
Í þessu sambandi er talað um að stórauka þurfi endurhæfingu. Það er alveg rétt, en það eru ekki ní tíðindi. Það var ein af forsendum frumvarpsins 1999 að endurhæfingin yrði stóraukin.Það dugði ekki til að Alþyngi legði meiri peninga í endurhæfinguna
Við verðum að muna að þetta ferli; Örorkumatsnefndi forsætisráðherra og tillögur ASÍ og SA um áfallatryggingasjóð fer af stað til að bæta hag lífeyrissjóðanna með því að minnka örorkubótaþáttinn í lífeyrisgreiðslum lífeyrissjóðanna.
Tetta er samhangandi mál eins og kemur t.d. fram í tilvitnun í álit Starfsgreinasambandsins hér ofar.
Sjá nánar á:
http://vifill.blog.is/blog/vifill/entry/329688
http://vifill.blog.is/blog/vifill/entry/327511
http://vifill.blog.is/blog/vifill/entry/300871
http://vifill.blog.is/blog/vifill/entry/183806
Ég minni síðan á undirskriftalistann og vona að sem flestir kvitti á hann.
F.S.
![]() |
Öryrkjar sjálfum sér verstir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 19. október 2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
76 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar