Föstudagur, 19. október 2007
Hér er á ferðinni mjög stórt og mikilvægt mál.
Viðbrögð Gylfa Arnbjörnssonar eru honum til skammar. Hann er framkvæmdastjóri ASÍ og er að vinna að þessu máli til að létta örorkulífeyrisgreiðslum að lífeyrissjóðunum og koma þaim yfir á Áfallatryggingasjóð, fyrstu fimm árin.
Svo er það alveg rétt sem Sigursteinn Másson bendir á að þessi sjóður skapar mismunun í samfélaginu.
Eins og ég sé þetta þá eru tillögur um ASÍ og SA um svokallaðan áfallatryggingasjóð bein afleiðing af tillögum Örorkumatsnefndar forsætisráðherra, sem m.a. ÖBÍ átti fulltrúa í og samþykkti niðurstöður nefndarinnar og fulltrúi þeirra skrifaði undir fyrir hönd ÖBÍ.Það sem sagt er um nýtt endurhæfingarkerfi fyrir öryrkja í þessu sambandi er bara gulrót til að selja hugmyndina um breytt lífeyriskerfi og stofnun áfallatryggingasjóð..
Starfsgreinasambandið ( SA )hefur áður sagt að :
Eigi hugmyndir ,,örorkumatsnefndar forsætisráðherra að ná fram að ganga, þarf að breyta bæði hlutverki sjúkrasjóða aðildarfélaga SGS og lífeyrissjóðanna
Það er því ljóst að tillögur Örorkumatsnefndar forsætisráðherrahafa nú leitt til tillagna þeirra sem hér er verið að ræða um.
Ekki eru öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins sammála stefnu sambandsins og tillögum þess og Samtaka Atvinnulífsins.Umræður um þessar tillögur hafa verið mjög litlar, þangað til nú síðustu vikurnar þegar verið er að kynna tillögurnr innan aðildafélaga Starfsgreinasambandsins ( SA ).
Í þessu sambandi er talað um að stórauka þurfi endurhæfingu. Það er alveg rétt, en það eru ekki ní tíðindi. Það var ein af forsendum frumvarpsins 1999 að endurhæfingin yrði stóraukin.Það dugði ekki til að Alþyngi legði meiri peninga í endurhæfinguna
Við verðum að muna að þetta ferli; Örorkumatsnefndi forsætisráðherra og tillögur ASÍ og SA um áfallatryggingasjóð fer af stað til að bæta hag lífeyrissjóðanna með því að minnka örorkubótaþáttinn í lífeyrisgreiðslum lífeyrissjóðanna.
Tetta er samhangandi mál eins og kemur t.d. fram í tilvitnun í álit Starfsgreinasambandsins hér ofar.
Sjá nánar á:
http://vifill.blog.is/blog/vifill/entry/329688
http://vifill.blog.is/blog/vifill/entry/327511
http://vifill.blog.is/blog/vifill/entry/300871
http://vifill.blog.is/blog/vifill/entry/183806
Ég minni síðan á undirskriftalistann og vona að sem flestir kvitti á hann.
F.S.
Öryrkjar sjálfum sér verstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Örorkumat og mál öryrkja | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar um kæfisvefn og fl.
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tilkynningar til félagsmanna
- Tónlist
- Tölvur og tækni
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Örorkumat og mál öryrkja
Um bloggið
Vífill, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir
32 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2017 SÍBS viðurkenndur framhaldsfræðsluaðili
- 15.7.2016 Um kæfisvefn.
- 21.6.2016 Réttarríkið virkar seint.
- 20.6.2016 Loksins komin niðurstað í máli ÖBÍ gegn Reykjavíkurborg
- 21.10.2015 Er ekki von á hækkun fyrir lífeyrisþega.?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.